„Vona að körfuboltasamfélagið sé einhuga um að svona fáránleiki fái ekki að ráða för“ Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2022 08:02 Á myndinni sést að fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru innan vallar á sama tíma, eitt augnablik gegn Haukum. Það er brot á reglum um fjölda erlenda leikmanna í meistaraflokki á Íslandi. Skjáskot/RÚV Formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að félagið viðurkenni brot á reglu um fjölda erlendra leikmanna, í bikarsigrinum gegn Haukum í síðustu viku Strax hafi þó verið reynt að leiðrétta mistökin, og það gert án þess að ein sekúnda liði af leikklukku, og hann voni að aganefnd KKÍ komist ekki að þeirri niðurstöðu að dæma beri Haukum 20-0 sigur. Tindastóll vann öruggan sigur á Haukum í bikarleik liðanna á Sauðárkróki á mánudag og væri að óbreyttu að fara að mæta Njarðvík í 16-liða úrslitum eftir viku. Í leiknum kom hins vegar upp atvik um miðjan þriðja leikhluta, þegar Haukar fengu tvö vítaskot, þar sem að fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru inni á vellinum á sama tíma. Það gerðist þegar Adomas Drungilas skipti sér inn á fyrir Sigurð Gunnar Þorsteinsson. Bæði vítaskot Hilmars Smára Henningssonar fóru ofan í körfuna og því leið enginn tími af leikklukkunni áður en Tindastóll gat leiðrétt skiptinguna, í samræmi við reglur sem settar voru fyrir tímabilið þar sem segir að hið minnsta tveir íslenskir leikmenn þurfi að vera inn á í hvoru liði hverju sinni. Leikur telst engu að síður í gangi þegar verið er að taka vítaskot. Stjórn KKÍ ákvað eftir fund sinn í hádeginu á fimmtudag að vísa málinu til aga- og úrskurðarnefndar og má ætla að það taki í minnsta lagi 2-3 vikur að fá niðurstöðu í málið. Verði úrskurðurinn Tindastóli í óhag fá Haukar 20-0 sigur og farseðil í leikinn við Njarðvík í 16-liða úrslitum. Ljóst er að leik Njarðvíkinga verður frestað þar til að niðurstaða fæst um hverjir andstæðingar liðsins verða. Segist virða það við Hauka að hafa ekki kært Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, segir óskandi að aganefnd hafi svigrúm til þess að úrskurða „á þann eina veg sem vit er í“. Hann lýsir þó ekki yfir neinni óánægju með ákvörðun stjórnar KKÍ um að vísa málinu til aganefndar: „Við getum í sjálfu sér ekki gert neinar athugasemdir við hana en virðum það auðvitað við Haukana að þeir hafi ekki kært vegna þessara mistaka okkar sem voru gerð eftir að vallarklukka var stöðvuð og leiðrétt áður hún var sett í gang aftur.“ Viðurkenna brot en óvíst hvernig brugðist yrði við refsingu En hvernig ætla Sauðkrækingar að bregðast við? Viðurkenna þeir brot á reglum um körfuknattleiksmót? „Við viðurkennum brotið á þessu nýja ákvæði í reglunum. Brotið var reynt að leiðrétta strax þegar vítaskotin voru tekin, án árangurs, og það var síðan leiðrétt án þess að ein sekúnda liði af leiklukku. Svo er annað mál hvort þetta útlendingaákvæði standist reglur,“ segir Dagur. Tindastólsmenn gera sér því fulla grein fyrir því að mistökin séu þeirra, en ítreka að þau hafi engin áhrif haft á leikinn: „Við gerðum mistökin. Aganefnd verður hins vegar að meta samskiptin okkar við dómara þegar við reyndum að leiðrétta þau áður en leikur hæfist að nýju,“ segir Dagur. Dagur segir of snemmt að segja til um það hvernig Tindastólsmenn myndu bregðast við ef að aganefnd úrskurðaði Haukum 20-0 sigur. „Ég vona samt að körfuboltasamfélagið sé einhuga um að svona fáránleiki fái ekki að ráða för,“ segir Dagur. VÍS-bikarinn Körfubolti Tindastóll Haukar Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira
Tindastóll vann öruggan sigur á Haukum í bikarleik liðanna á Sauðárkróki á mánudag og væri að óbreyttu að fara að mæta Njarðvík í 16-liða úrslitum eftir viku. Í leiknum kom hins vegar upp atvik um miðjan þriðja leikhluta, þegar Haukar fengu tvö vítaskot, þar sem að fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru inni á vellinum á sama tíma. Það gerðist þegar Adomas Drungilas skipti sér inn á fyrir Sigurð Gunnar Þorsteinsson. Bæði vítaskot Hilmars Smára Henningssonar fóru ofan í körfuna og því leið enginn tími af leikklukkunni áður en Tindastóll gat leiðrétt skiptinguna, í samræmi við reglur sem settar voru fyrir tímabilið þar sem segir að hið minnsta tveir íslenskir leikmenn þurfi að vera inn á í hvoru liði hverju sinni. Leikur telst engu að síður í gangi þegar verið er að taka vítaskot. Stjórn KKÍ ákvað eftir fund sinn í hádeginu á fimmtudag að vísa málinu til aga- og úrskurðarnefndar og má ætla að það taki í minnsta lagi 2-3 vikur að fá niðurstöðu í málið. Verði úrskurðurinn Tindastóli í óhag fá Haukar 20-0 sigur og farseðil í leikinn við Njarðvík í 16-liða úrslitum. Ljóst er að leik Njarðvíkinga verður frestað þar til að niðurstaða fæst um hverjir andstæðingar liðsins verða. Segist virða það við Hauka að hafa ekki kært Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, segir óskandi að aganefnd hafi svigrúm til þess að úrskurða „á þann eina veg sem vit er í“. Hann lýsir þó ekki yfir neinni óánægju með ákvörðun stjórnar KKÍ um að vísa málinu til aganefndar: „Við getum í sjálfu sér ekki gert neinar athugasemdir við hana en virðum það auðvitað við Haukana að þeir hafi ekki kært vegna þessara mistaka okkar sem voru gerð eftir að vallarklukka var stöðvuð og leiðrétt áður hún var sett í gang aftur.“ Viðurkenna brot en óvíst hvernig brugðist yrði við refsingu En hvernig ætla Sauðkrækingar að bregðast við? Viðurkenna þeir brot á reglum um körfuknattleiksmót? „Við viðurkennum brotið á þessu nýja ákvæði í reglunum. Brotið var reynt að leiðrétta strax þegar vítaskotin voru tekin, án árangurs, og það var síðan leiðrétt án þess að ein sekúnda liði af leiklukku. Svo er annað mál hvort þetta útlendingaákvæði standist reglur,“ segir Dagur. Tindastólsmenn gera sér því fulla grein fyrir því að mistökin séu þeirra, en ítreka að þau hafi engin áhrif haft á leikinn: „Við gerðum mistökin. Aganefnd verður hins vegar að meta samskiptin okkar við dómara þegar við reyndum að leiðrétta þau áður en leikur hæfist að nýju,“ segir Dagur. Dagur segir of snemmt að segja til um það hvernig Tindastólsmenn myndu bregðast við ef að aganefnd úrskurðaði Haukum 20-0 sigur. „Ég vona samt að körfuboltasamfélagið sé einhuga um að svona fáránleiki fái ekki að ráða för,“ segir Dagur.
VÍS-bikarinn Körfubolti Tindastóll Haukar Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira