Spacey sýknaður af því að hafa misnotað leikara Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2022 13:53 Kevin Spacey (f.m.) yfirgefur dómshús í New York eftir að dómur var kveðinn upp í gær. AP/Andres Kudacki Kviðdómur í New York sýknaði Kevin Spacey af ásökunum um að hann hefði reynt að nauðga leikaranum Anthony Rapp þegar sá síðarnefndi var táningur á tíunda áratug síðustu aldar. Lögmaður Rapp sakaði Spacey um að ljúga fyrir dómi. Rapp fullyrðir að Spacey hafi reynt að misnota sig kynferðislega eftir samkvæmi þegar hann var sjálfur fjórtán ára en Spacey var 26 ára árið 1986. Hvorugur þeirra var þekktur leikari á þeim tíma. Rapp krafðist fjörutíu milljóna dollara, jafnvirði meira en 5,8 milljarða íslenskra króna, í miskabætur í einkamálinu sem hann höfðaði gegn Spacey. Það tók kviðdóm aðeins klukkustund að komast að þeirri niðurstöðu að lögmenn Rapp hefðu ekki fært nægjanlegar sönnur fyrir ásökununum og sýkna Spacey, að sögn AP-fréttastofunnar. Hvorki Spacey né Rapp tjáðu sig beint við fjölmiðla eftir að dómur féll. Lögmenn Spacey fögnuðu því að kviðdómurinn hefði séð í gegnum „falskar ásakanir“ á hendur honum en lögmaður Rapp fullyrti í lokamálflutningsræðu sinni að Spacey hefði borið ljúgvitni. Í vitnastúku sagði Spacey kviðdómendum að atvikið hefði aldrei átt sér stað og að hann hefði aldrei laðast að manneskju sem væri fjórtán ára gömul. Fjöldi annarra karlmanni stigu fram og sökuðu Spacey um áreitni og ofbeldi eftir að Rapp sagði frá sinni reynslu. Dómsmál gegn Spacey vegna ásakana um að hann hafi brotið á þremur karlmönnum stendur nú yfir í London í Bretlandi. Þá staðfesti dómari í Los Angeles nýlega úrskurð gerðardómara að Spacey þyrfti að greiða framleiðendum þáttaraðarinnar „Spilaborgar“ meira en þrjátíu milljónir dollara, jafnvirði um 4,5 milljarða íslenskra króna. Leikarinn var talinn hafa brotið samning sinn með því að áreita starfsfólk kynferðislega. Mál Kevin Spacey Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Spacey segist saklaus Kevin Spacey, hinn víðfrægi bandaríski leikari, lýsti yfir sakleysi sínu í dómssal í Lundúnum í morgun en hann hefur verið ásakaður um að brjóta kynferðislega gegn þremur mönnum fyrir áratug og rúmlega það. Spacey, sem er 62 ára gamall, sagðist saklaus af öllum fimm ákæruliðunum gegn sér. 14. júlí 2022 10:21 Spacey laus gegn tryggingu Breskur dómstóll féllst á að Kevin Spacey fengi að vera laus gegn tryggingu þegar mál hans var tekið fyrir í dag. Bandaríski leikarinnar er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur karlmönnum í Bretlandi. 16. júní 2022 21:39 Spacey dæmdur til að greiða framleiðendum House of Cards fjóra milljarða Gerðardómur hefur ákveðið að leikarinn Kevin Spacey eigi að greiða MRC kvikmyndaverinu 31 milljón dala í skaðabætur fyrir að hafa brotið gegn ákvæðum samnings síns við framleiðslu á þáttunum House of Cards, sem sýndir voru á Netflix. 23. nóvember 2021 07:31 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Sjá meira
Rapp fullyrðir að Spacey hafi reynt að misnota sig kynferðislega eftir samkvæmi þegar hann var sjálfur fjórtán ára en Spacey var 26 ára árið 1986. Hvorugur þeirra var þekktur leikari á þeim tíma. Rapp krafðist fjörutíu milljóna dollara, jafnvirði meira en 5,8 milljarða íslenskra króna, í miskabætur í einkamálinu sem hann höfðaði gegn Spacey. Það tók kviðdóm aðeins klukkustund að komast að þeirri niðurstöðu að lögmenn Rapp hefðu ekki fært nægjanlegar sönnur fyrir ásökununum og sýkna Spacey, að sögn AP-fréttastofunnar. Hvorki Spacey né Rapp tjáðu sig beint við fjölmiðla eftir að dómur féll. Lögmenn Spacey fögnuðu því að kviðdómurinn hefði séð í gegnum „falskar ásakanir“ á hendur honum en lögmaður Rapp fullyrti í lokamálflutningsræðu sinni að Spacey hefði borið ljúgvitni. Í vitnastúku sagði Spacey kviðdómendum að atvikið hefði aldrei átt sér stað og að hann hefði aldrei laðast að manneskju sem væri fjórtán ára gömul. Fjöldi annarra karlmanni stigu fram og sökuðu Spacey um áreitni og ofbeldi eftir að Rapp sagði frá sinni reynslu. Dómsmál gegn Spacey vegna ásakana um að hann hafi brotið á þremur karlmönnum stendur nú yfir í London í Bretlandi. Þá staðfesti dómari í Los Angeles nýlega úrskurð gerðardómara að Spacey þyrfti að greiða framleiðendum þáttaraðarinnar „Spilaborgar“ meira en þrjátíu milljónir dollara, jafnvirði um 4,5 milljarða íslenskra króna. Leikarinn var talinn hafa brotið samning sinn með því að áreita starfsfólk kynferðislega.
Mál Kevin Spacey Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Spacey segist saklaus Kevin Spacey, hinn víðfrægi bandaríski leikari, lýsti yfir sakleysi sínu í dómssal í Lundúnum í morgun en hann hefur verið ásakaður um að brjóta kynferðislega gegn þremur mönnum fyrir áratug og rúmlega það. Spacey, sem er 62 ára gamall, sagðist saklaus af öllum fimm ákæruliðunum gegn sér. 14. júlí 2022 10:21 Spacey laus gegn tryggingu Breskur dómstóll féllst á að Kevin Spacey fengi að vera laus gegn tryggingu þegar mál hans var tekið fyrir í dag. Bandaríski leikarinnar er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur karlmönnum í Bretlandi. 16. júní 2022 21:39 Spacey dæmdur til að greiða framleiðendum House of Cards fjóra milljarða Gerðardómur hefur ákveðið að leikarinn Kevin Spacey eigi að greiða MRC kvikmyndaverinu 31 milljón dala í skaðabætur fyrir að hafa brotið gegn ákvæðum samnings síns við framleiðslu á þáttunum House of Cards, sem sýndir voru á Netflix. 23. nóvember 2021 07:31 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Sjá meira
Spacey segist saklaus Kevin Spacey, hinn víðfrægi bandaríski leikari, lýsti yfir sakleysi sínu í dómssal í Lundúnum í morgun en hann hefur verið ásakaður um að brjóta kynferðislega gegn þremur mönnum fyrir áratug og rúmlega það. Spacey, sem er 62 ára gamall, sagðist saklaus af öllum fimm ákæruliðunum gegn sér. 14. júlí 2022 10:21
Spacey laus gegn tryggingu Breskur dómstóll féllst á að Kevin Spacey fengi að vera laus gegn tryggingu þegar mál hans var tekið fyrir í dag. Bandaríski leikarinnar er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur karlmönnum í Bretlandi. 16. júní 2022 21:39
Spacey dæmdur til að greiða framleiðendum House of Cards fjóra milljarða Gerðardómur hefur ákveðið að leikarinn Kevin Spacey eigi að greiða MRC kvikmyndaverinu 31 milljón dala í skaðabætur fyrir að hafa brotið gegn ákvæðum samnings síns við framleiðslu á þáttunum House of Cards, sem sýndir voru á Netflix. 23. nóvember 2021 07:31