Boðorðin tíu Bjarni Karlson og Jóna Hrönn Bolladóttir skrifa 20. október 2022 07:00 Þegar maður er 13 ára er tímabil fram undan þar sem persónur mótast og flestar stærstu ákvarðanir lífsins verða teknar innan tíðar. Ósk foreldra og annara ástvina er fyrst og síðast sú að barnið verði heil og sönn manneskja sem vilji vanda sig í lífinu. Velkomin í smá fermingarfræðslu: „Ég er Drottinn Guð þinn sem leysti þig úr ánauð, þú skalt ekki aðra guði hafa“ – Gakktu upprétt(ur) í gegnum lífið. Ekki lúffa fyrir ranglæti eða gera peninga og völd eða annað dót að guði þínu. Lífið er gjöf frá Guði en ekki gróði eða redding. „Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma“ – Þekktu sjálfa(n) þig og hafðu hégómann í tékki. Þótt þú fylgir öllum boðorðunum upp á tíu en lítur niður á aðra í leiðinni ertu vikin(n) af kærleikans braut. Trú og hræsni er vond blanda. „Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagann.“ – Lífsgleðin er frá Guði. Allt sem lifir þarf endurnærandi hvíld. Lifum hóflega og leikum okkur fallega. „Heiðra föður þinn og móður svo þú verðir langlífur í landinu.“ – Forsenda farsæls lífs er virðing. Það er gott að fæðast inn í fjölskyldu þar sem virðing og skilningur ríkir milli kynslóða en ekki stjórnun og gremja. „Þú skalt ekki mann deyða“ – Þú veist að hver manneskja er systir þín og bróðir. Verndum líf allra og skiljum engan eftir. „Þú skalt ekki drýgja hór“ – Kynferðisleg samskipti eru mikilvæg og vandasöm. Látum örvæntingu og markaleysi ekki ráða gjörðum okkar en iðkum sjálfsstjórn og ást með virðingu. Þá er gott að elska. „Þú skalt ekki stela“ – Verum frjálsar manneskjur. Þegar við tökum eitthvað ófrjálsri hendi erum við ekki lengur frjáls. Þjófnaður tekur mest frá þeim sem stelur. „Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum“ – Mannorð skiptir máli. Alltaf þegar við baktölum aðra erum við að tapa fyrir sjálfum okkur. Sá sem verndar mannorð náungans uppsker virðingu. Sannaðu til! „Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns.“ – Öfund býr í hverri mannssál því við erum ófullkomnar verur. En við skulum ekki ala á henni þannig að hún stjórni lífi okkar. Virðum hús náungans með öllu sem þar þrífst. M.ö.o.: Virðum líf annara eins og þau lifa því. Lifum og leyfum öðrum að lifa. “Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það, sem náungi þinn á.“ – Hér sjáum við að sitthvað hefur blessunarlega breyst á 3000 árum. Við lítum ekki lengur á konur, þræla og ambáttir sem eignir við hlið búfénaðar. En það sem ekki hefur breyst er mannlegt eðli. Þess vegna er nóg að muna þetta með húsið hér fyrir ofan því hús stendur fyrir allt það sem fólk er og á, hvort sem þau leigja sína íbúð eða búa í höllum. Segja má að helgisagnir Biblíunnar séu tímahylki utan um langtímaminni mannkyns sem miðla þekkingu genginna kynslóða. Tíðarandi sem búinn er að missa börnin sín ofan í símana þannig að talsambandið milli kynslóða er við það að rofna má ekki við því að missa fermingarfræðsluna út í loftið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Jóna Hrönn Bolladóttir Trúmál Þjóðkirkjan Fermingar Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar maður er 13 ára er tímabil fram undan þar sem persónur mótast og flestar stærstu ákvarðanir lífsins verða teknar innan tíðar. Ósk foreldra og annara ástvina er fyrst og síðast sú að barnið verði heil og sönn manneskja sem vilji vanda sig í lífinu. Velkomin í smá fermingarfræðslu: „Ég er Drottinn Guð þinn sem leysti þig úr ánauð, þú skalt ekki aðra guði hafa“ – Gakktu upprétt(ur) í gegnum lífið. Ekki lúffa fyrir ranglæti eða gera peninga og völd eða annað dót að guði þínu. Lífið er gjöf frá Guði en ekki gróði eða redding. „Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma“ – Þekktu sjálfa(n) þig og hafðu hégómann í tékki. Þótt þú fylgir öllum boðorðunum upp á tíu en lítur niður á aðra í leiðinni ertu vikin(n) af kærleikans braut. Trú og hræsni er vond blanda. „Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagann.“ – Lífsgleðin er frá Guði. Allt sem lifir þarf endurnærandi hvíld. Lifum hóflega og leikum okkur fallega. „Heiðra föður þinn og móður svo þú verðir langlífur í landinu.“ – Forsenda farsæls lífs er virðing. Það er gott að fæðast inn í fjölskyldu þar sem virðing og skilningur ríkir milli kynslóða en ekki stjórnun og gremja. „Þú skalt ekki mann deyða“ – Þú veist að hver manneskja er systir þín og bróðir. Verndum líf allra og skiljum engan eftir. „Þú skalt ekki drýgja hór“ – Kynferðisleg samskipti eru mikilvæg og vandasöm. Látum örvæntingu og markaleysi ekki ráða gjörðum okkar en iðkum sjálfsstjórn og ást með virðingu. Þá er gott að elska. „Þú skalt ekki stela“ – Verum frjálsar manneskjur. Þegar við tökum eitthvað ófrjálsri hendi erum við ekki lengur frjáls. Þjófnaður tekur mest frá þeim sem stelur. „Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum“ – Mannorð skiptir máli. Alltaf þegar við baktölum aðra erum við að tapa fyrir sjálfum okkur. Sá sem verndar mannorð náungans uppsker virðingu. Sannaðu til! „Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns.“ – Öfund býr í hverri mannssál því við erum ófullkomnar verur. En við skulum ekki ala á henni þannig að hún stjórni lífi okkar. Virðum hús náungans með öllu sem þar þrífst. M.ö.o.: Virðum líf annara eins og þau lifa því. Lifum og leyfum öðrum að lifa. “Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það, sem náungi þinn á.“ – Hér sjáum við að sitthvað hefur blessunarlega breyst á 3000 árum. Við lítum ekki lengur á konur, þræla og ambáttir sem eignir við hlið búfénaðar. En það sem ekki hefur breyst er mannlegt eðli. Þess vegna er nóg að muna þetta með húsið hér fyrir ofan því hús stendur fyrir allt það sem fólk er og á, hvort sem þau leigja sína íbúð eða búa í höllum. Segja má að helgisagnir Biblíunnar séu tímahylki utan um langtímaminni mannkyns sem miðla þekkingu genginna kynslóða. Tíðarandi sem búinn er að missa börnin sín ofan í símana þannig að talsambandið milli kynslóða er við það að rofna má ekki við því að missa fermingarfræðsluna út í loftið.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun