Boltinn sem „hönd guðs“ snerti og dómarinn ætlar nú að græða á Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2022 11:30 Túnismaðurinn Ali Bin Nasser með boltann fyrir leikinn fræga á meðan fyrirliðarnir Diego Maradona og Peter Shilton heilsast fyrir leikinn. Getty/Peter Robinson/ Diego Maradona skoraði tvö af frægustu mörkum fótboltasögunnar í sama leiknum fyrir meira en 36 árum síðan. Nú er boltinn sem notaður var í leiknum til sölu og seljandinn er sjálfur dómari leiksins. Leikur Argentínumanna og Englendinga í átta liða úrslitum HM í Mexíkó 1986 fær nánast sérkafla í HM-sögunni en þar skoraði Argentínumaðurinn tvö ótrúleg mörk. Argentínumenn unnu leikinn 2-1 og fóru síðan alla leið og urðu heimsmeistarar í fótbolta. Diego Maradona gerði eftir þessa keppni tilkall til þess að vera besti knattspyrnumaður sem uppi hefur verið. Fyrra markið skoraði hann með því að komast upp með að slá boltann yfir Peter Shilton í marki Englendinga en það síðara skoraði hann með því að sóla sig í gegnum ensku vörnina frá miðju. Fyrst algjört svindl og svo algjör snilli. Mörgum þykir þessar fjórar mínútur lýsa Maradona kannski best. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) En af hverju erum við að rifja þetta upp núna? Jú dómari leiksins, Túnismaðurinn Ali Bin Nasser, gerði þarna stór mistök og ætti með réttu aldrei að græða á þeim. Þannig enda hlutirnir þó ekki fyrir umræddan dómara. Laumaðist í burtu með boltann Það vissi enginn hvað varð um bolta leiksins en Ali Bin Nasser virðist hafa laumast með hann í burtu á meðan allir voru að horfa á Maradona félaga fagna eða niðurlúta Englendinga ganga af velli. Bin Nasser hefur nú komið fram með þennan bolta svo mörgum áratugum síðar og hefur sett hann á uppboð þar sem stefnan er sett á það að fá fyrir hann að minnsta kosti þrjár milljónir punda eða 494 milljónir íslenskra króna. Bin Nasser segir að það sé kominn tími að sýna heiminum boltann og að hann vonaðist til þess að kaupandinn myndi hafa hann til sýnis fyrir almenning. Hendir línuverðinum undir rútuna Bin Nasser heldur því líka fram að mistökin hafi ekki verið hans heldur línuvarðarins. „Ég sá atvikið ekki almennilega. Leikmennirnir tveir, Shilton og Maradona, snéru bakinu í mig. Eins og stóð í fyrirmælum FIFA fyrir mótið þá horfði ég til línuvarðarins í þessari stöðu til að staðfesta markið. Hann hljóp til baka að miðlínunni og gaf það til kynna að markið væri gilt,“ sagði Ali Bin Nasser. „Í lok leiksins þá sagði Bobby Robson, þjálfari enska liðsins, við mig: Þú stóðst þig vel en línuvörðurinn var ábyrgðarlaus,“ sagði Bin Nasser. HM 2022 í Katar Argentína England Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjá meira
Leikur Argentínumanna og Englendinga í átta liða úrslitum HM í Mexíkó 1986 fær nánast sérkafla í HM-sögunni en þar skoraði Argentínumaðurinn tvö ótrúleg mörk. Argentínumenn unnu leikinn 2-1 og fóru síðan alla leið og urðu heimsmeistarar í fótbolta. Diego Maradona gerði eftir þessa keppni tilkall til þess að vera besti knattspyrnumaður sem uppi hefur verið. Fyrra markið skoraði hann með því að komast upp með að slá boltann yfir Peter Shilton í marki Englendinga en það síðara skoraði hann með því að sóla sig í gegnum ensku vörnina frá miðju. Fyrst algjört svindl og svo algjör snilli. Mörgum þykir þessar fjórar mínútur lýsa Maradona kannski best. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) En af hverju erum við að rifja þetta upp núna? Jú dómari leiksins, Túnismaðurinn Ali Bin Nasser, gerði þarna stór mistök og ætti með réttu aldrei að græða á þeim. Þannig enda hlutirnir þó ekki fyrir umræddan dómara. Laumaðist í burtu með boltann Það vissi enginn hvað varð um bolta leiksins en Ali Bin Nasser virðist hafa laumast með hann í burtu á meðan allir voru að horfa á Maradona félaga fagna eða niðurlúta Englendinga ganga af velli. Bin Nasser hefur nú komið fram með þennan bolta svo mörgum áratugum síðar og hefur sett hann á uppboð þar sem stefnan er sett á það að fá fyrir hann að minnsta kosti þrjár milljónir punda eða 494 milljónir íslenskra króna. Bin Nasser segir að það sé kominn tími að sýna heiminum boltann og að hann vonaðist til þess að kaupandinn myndi hafa hann til sýnis fyrir almenning. Hendir línuverðinum undir rútuna Bin Nasser heldur því líka fram að mistökin hafi ekki verið hans heldur línuvarðarins. „Ég sá atvikið ekki almennilega. Leikmennirnir tveir, Shilton og Maradona, snéru bakinu í mig. Eins og stóð í fyrirmælum FIFA fyrir mótið þá horfði ég til línuvarðarins í þessari stöðu til að staðfesta markið. Hann hljóp til baka að miðlínunni og gaf það til kynna að markið væri gilt,“ sagði Ali Bin Nasser. „Í lok leiksins þá sagði Bobby Robson, þjálfari enska liðsins, við mig: Þú stóðst þig vel en línuvörðurinn var ábyrgðarlaus,“ sagði Bin Nasser.
HM 2022 í Katar Argentína England Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjá meira