Lögmál leiksins: Allur körfuboltaheimurinn fékk sjokk því hann hefði getað drepið hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2022 15:46 Draymond Green og Stephen Curry fyrir fyrsta leik Golden State Warriors eftir að Green snéri aftur eftir höggið. Getty/Thearon W. Henderson Það styttist í að NBA-deildin í körfubolta fari aftur af stað og í kvöld verður fyrsti þáttur tímabilsins af Lögmáli leiksins. Í þessum vikulega þætti er farið vel yfir gang mála í NBA-deildinni í körfubolta en nýtt tímabil hefst annað kvöld með tveimur leikjum sem verða báðir í beinni á Stöð 2 Sport.. Þátturinn verður frumsýndur klukkan 20.45 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. Eitt af umfjöllunarefnum þáttarins í kvöld en mál Draymond Green sem lét hnefana tala á æfingu NBA-meistara Golden State Warriors. „Ein af stærstu fréttunum á þessu sumri voru slagsmál á milli Draymond Green og Jordan Poole á æfingu Golden State. Fyrst heyrði maður af þessu og maður hugsaði: Green hefur látið hann hafa fyrir því og hamrað hann eitthvað aðeins. Maður heyrði eitthvað um högg og hélt kannski að hann hefði hrint honum eða eitthvað,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Lögmálsins á Stöð 2 Sport. „Svo sér maður myndbandið og ég held að allur körfuboltaheimurinn hafi fengið sjokk,“ sagði Kjartan Atli. „Ég get blandað saman NBA og MMA áhuga mínum og þetta er kallað í MMA Súperman-höggið. Hoppa upp á báðum og hann smellhittir hann þarna,“ sagði Tómas Steindórsson, sérfræðingur Lögmálsins í NBA-deildinni. „Þetta er rosalegt,“ skaut Kjartan Atli inn í. „Sjáið lappirnar á Poole, þær verða bara eins og spaghettí,“ sagði Hörður Unnsteinsson, sérfræðingur Lögmálsins í NBA-deildinni. „Það er algjör mildi að hann slasaðist ekki,“ sagði Kjartan. „Hann hafði alveg getað drepið hann,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson, sérfræðingur Lögmálsins í NBA-deildinni. „Ég held að við séum ekki að ýkja með þetta. Þetta er högg sem drepur,“ sagði Hörður. „Draymond Green er ekki 175 sm fótboltamaður að kýla annan. Þetta er tveggja metra skrokkur og nautsterkur. Hann getur dekkað hvaða fimmu sem er. Að lenda þessu höggi, já hann hefði getað drepið hann,“ sagði Tómas. Það má sjá þetta högg og brot úr þætti kvöldsins hér fyrir neðan. Klippa: Lögmál leiksins: Hnefahögg Draymond Green NBA Lögmál leiksins Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Sjá meira
Í þessum vikulega þætti er farið vel yfir gang mála í NBA-deildinni í körfubolta en nýtt tímabil hefst annað kvöld með tveimur leikjum sem verða báðir í beinni á Stöð 2 Sport.. Þátturinn verður frumsýndur klukkan 20.45 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. Eitt af umfjöllunarefnum þáttarins í kvöld en mál Draymond Green sem lét hnefana tala á æfingu NBA-meistara Golden State Warriors. „Ein af stærstu fréttunum á þessu sumri voru slagsmál á milli Draymond Green og Jordan Poole á æfingu Golden State. Fyrst heyrði maður af þessu og maður hugsaði: Green hefur látið hann hafa fyrir því og hamrað hann eitthvað aðeins. Maður heyrði eitthvað um högg og hélt kannski að hann hefði hrint honum eða eitthvað,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Lögmálsins á Stöð 2 Sport. „Svo sér maður myndbandið og ég held að allur körfuboltaheimurinn hafi fengið sjokk,“ sagði Kjartan Atli. „Ég get blandað saman NBA og MMA áhuga mínum og þetta er kallað í MMA Súperman-höggið. Hoppa upp á báðum og hann smellhittir hann þarna,“ sagði Tómas Steindórsson, sérfræðingur Lögmálsins í NBA-deildinni. „Þetta er rosalegt,“ skaut Kjartan Atli inn í. „Sjáið lappirnar á Poole, þær verða bara eins og spaghettí,“ sagði Hörður Unnsteinsson, sérfræðingur Lögmálsins í NBA-deildinni. „Það er algjör mildi að hann slasaðist ekki,“ sagði Kjartan. „Hann hafði alveg getað drepið hann,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson, sérfræðingur Lögmálsins í NBA-deildinni. „Ég held að við séum ekki að ýkja með þetta. Þetta er högg sem drepur,“ sagði Hörður. „Draymond Green er ekki 175 sm fótboltamaður að kýla annan. Þetta er tveggja metra skrokkur og nautsterkur. Hann getur dekkað hvaða fimmu sem er. Að lenda þessu höggi, já hann hefði getað drepið hann,“ sagði Tómas. Það má sjá þetta högg og brot úr þætti kvöldsins hér fyrir neðan. Klippa: Lögmál leiksins: Hnefahögg Draymond Green
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Sjá meira