Margrét Friðriks krefst 29 milljóna vegna brottvísunarinnar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 16. október 2022 12:03 Margrét Friðriksdóttir var á leið til Þýskalands og þaðan til Moskvu þegar henni var vísað úr flugvél Icelandair. VÍSIR/VILHELM/AÐSEND Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsins Frettin.is, krefst rúmlega 29 milljóna króna vegna brottvísunar úr flugvél Icelandair í septembermánuði. Hún krefst meðal annars bóta vegna aukins launakostnaðar í 7 daga, samtals 150 þúsund krónur á dag. Vísir greindi frá því í september að Margrét hefði verið á leiðinni til Rússlands í boðsferð þegar lögregla var kölluð til eftir að henni var tilkynnt að handfarangur hennar þyrfti að fara niður í farangursrými vegna plássleysis. Sjálf sagðist Margrét hafa verið mjög ósátt en henni var sömuleiðis tilkynnt að hún þyrfti að vera með grímu. Eftir nokkrar deilur milli starfsfólks og Margrétar var ákveðið að hún fengi ekki að fljúga með vélinni en hún ákvað þá að ganga inn í flugstjórnarklefann og ræða við flugmanninn. Talsmaður Icelandair sagði þá í samtali við fréttastofu að starfsfólk hefði ekki átt annarra kosta völ en að fylgja henni frá borði. Uppfært kl. 13.49: Margrét kveðst ekki hafa gengið inn í flugstjórnarklefann, heldur hafi hann verið opinn og því „auðvelt fyrir hana að ræða við flugstjórann.“ „Ég stóð við útganginn fyrir miðju þar sem ég var að bíða eftir lögreglunni. Ég setti upp grímuna en komst svo að því að flugfreyjurnar hafi sagt ósatt um að ekki væri pláss fyrir handfarandurstöskuna mína sem uppfyllir öll skilyrði sem slík ég reyndi bara að standa á mínum rétti og augljóst að flugfélagið er brotlegt þarna,“ segir hún mjög ósátt. Margrét hefur nú sent bótakröfu til Icelandair með fulltingi lögmannsstofunnar Griffon. Það er lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson sem aðstoðar hana við málið. Frá þessu greinir hún á vefnum Frettin.is og birtir bótakröfuna í heild sinni. Hún krefst 29.168.000 króna sem sundurliðast svona: Vegna farmiða: 550.000 kr. Vegna aukins launakostnaðar: 7 dagar x kr. 150.000 = 1.050.000 kr. Vegna útlagðs hótelkostnaðar: 1.080.000 kr. (6 nætur x 180.000 kr.) Vegna eyðilagðrar heimildarmyndar: 20.000.000 kr. Vegna leigubifreiðar frá flugvelli: 18.000 kr. Beint vinnutap: 1.050.000 kr. Þegar áfallinn kostnaður vegna lögfræðiaðstoðar: 420.000 kr. Vegna ólögmætrar ærumeingerðar og grímuskipunar: 3.000.000 kr. Vegna þjáninga og þá einkum áfallastreitu og lækniskostnaðar: 2.000.000 kr. Icelandair Fréttir af flugi Lögreglumál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Mikið þurfi að koma til svo farþegum sé vísað úr vélinni Ríka ástæðu þarf til að farþega sé vísað úr vélum Icelandair. Þetta segir talsmaður félagsins um atvik þar sem farþega var vísað úr vél í gær eftir að hafa lent í ágreiningi við áhöfn um grímuskyldu og handfarangur. 24. september 2022 13:35 Segir atvikið aðför að blaðamönnum Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla. 23. september 2022 21:06 Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu. 23. september 2022 15:33 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Vísir greindi frá því í september að Margrét hefði verið á leiðinni til Rússlands í boðsferð þegar lögregla var kölluð til eftir að henni var tilkynnt að handfarangur hennar þyrfti að fara niður í farangursrými vegna plássleysis. Sjálf sagðist Margrét hafa verið mjög ósátt en henni var sömuleiðis tilkynnt að hún þyrfti að vera með grímu. Eftir nokkrar deilur milli starfsfólks og Margrétar var ákveðið að hún fengi ekki að fljúga með vélinni en hún ákvað þá að ganga inn í flugstjórnarklefann og ræða við flugmanninn. Talsmaður Icelandair sagði þá í samtali við fréttastofu að starfsfólk hefði ekki átt annarra kosta völ en að fylgja henni frá borði. Uppfært kl. 13.49: Margrét kveðst ekki hafa gengið inn í flugstjórnarklefann, heldur hafi hann verið opinn og því „auðvelt fyrir hana að ræða við flugstjórann.“ „Ég stóð við útganginn fyrir miðju þar sem ég var að bíða eftir lögreglunni. Ég setti upp grímuna en komst svo að því að flugfreyjurnar hafi sagt ósatt um að ekki væri pláss fyrir handfarandurstöskuna mína sem uppfyllir öll skilyrði sem slík ég reyndi bara að standa á mínum rétti og augljóst að flugfélagið er brotlegt þarna,“ segir hún mjög ósátt. Margrét hefur nú sent bótakröfu til Icelandair með fulltingi lögmannsstofunnar Griffon. Það er lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson sem aðstoðar hana við málið. Frá þessu greinir hún á vefnum Frettin.is og birtir bótakröfuna í heild sinni. Hún krefst 29.168.000 króna sem sundurliðast svona: Vegna farmiða: 550.000 kr. Vegna aukins launakostnaðar: 7 dagar x kr. 150.000 = 1.050.000 kr. Vegna útlagðs hótelkostnaðar: 1.080.000 kr. (6 nætur x 180.000 kr.) Vegna eyðilagðrar heimildarmyndar: 20.000.000 kr. Vegna leigubifreiðar frá flugvelli: 18.000 kr. Beint vinnutap: 1.050.000 kr. Þegar áfallinn kostnaður vegna lögfræðiaðstoðar: 420.000 kr. Vegna ólögmætrar ærumeingerðar og grímuskipunar: 3.000.000 kr. Vegna þjáninga og þá einkum áfallastreitu og lækniskostnaðar: 2.000.000 kr.
Icelandair Fréttir af flugi Lögreglumál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Mikið þurfi að koma til svo farþegum sé vísað úr vélinni Ríka ástæðu þarf til að farþega sé vísað úr vélum Icelandair. Þetta segir talsmaður félagsins um atvik þar sem farþega var vísað úr vél í gær eftir að hafa lent í ágreiningi við áhöfn um grímuskyldu og handfarangur. 24. september 2022 13:35 Segir atvikið aðför að blaðamönnum Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla. 23. september 2022 21:06 Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu. 23. september 2022 15:33 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Mikið þurfi að koma til svo farþegum sé vísað úr vélinni Ríka ástæðu þarf til að farþega sé vísað úr vélum Icelandair. Þetta segir talsmaður félagsins um atvik þar sem farþega var vísað úr vél í gær eftir að hafa lent í ágreiningi við áhöfn um grímuskyldu og handfarangur. 24. september 2022 13:35
Segir atvikið aðför að blaðamönnum Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla. 23. september 2022 21:06
Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu. 23. september 2022 15:33