Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 86-92 | Gestirnir höfðu betur í stórleiknum Árni Jóhannsson skrifar 13. október 2022 22:00 Robert Eugene Turner III ætlaði ekki að láta boltann af hendi í leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Það var vitað mál að leikur Stjörnunnar og Keflavíkur yrði hörkuleikur fyrirfram en liðin mættust í Ásgarði í kvöld í annarri umferð Subway deildar karla í körfuknattleik. Leikurinn var mjög kaflaskiptu, eins og vill verða í körfubolta, en eftir æsispennandi lokamínútur þá drógu Keflvíkingar sigurinn úr hattinum 86-92. Sigurinn hefði getað orðið stærri en Stjörnumenn sýndu afbragðs anda og gerðu leikinn mjög spennandi í lokin. Keflvíkingar byrjuðu leikinn mikið betur og voru komnir í 6-17 forskot þegar um fimm mínútur voru liðnar af leiknum. Stjarnan náði ekki að komast í gegnum þykkan varnarmúr gestanna og Keflvíkingar náðu að tengja vörn og sókn saman og byggja upp forskotið. Tekið var leikhlé þegar um fjórar mín. voru eftir af leikhlutanum og það virkaði. Heimamenn komu heldur betur sterkir út úr leikhléinu og drógu Keflvíkinga nær sér. Þeir komust yfir á lokamínútu leikhlutans 23-21. Hörður Axel Vilhjálmsson stýrði leik Keflavíkur að venju.Vísir/Hulda Margrét Stjörnumenn hófu annan leihlutann líka af krafti og komust sjö stigum yfir 28-21. Þá tók gestirnir við sér og tóku sitt næsta áhlaup. Keflvíkingar komust yfir og voru með sjög stiga forskot þegar lítið var eftir en Stjarnan gerði aftur vel í að draga Keflvíkinga nær sér og þegar kominn var hálfleikur var munurinn ekki nema eitt stig 38-39 og munaði um hlut Robert Turner III sem endaði hálfleikinn með 13 stig og þau voru öll á háu erfiðleika stigi. Robert Eugene Turner III hoppaði hæst og skoraði mest.Vísir/Hulda Margrét Dominykas Milka hóf seinni hálfleikinn af fítons krafti en á mjög skömmum tíma var hann búinn að skora 11 stig, þar af níu í röð, og var kominn með 17 stig. Það setti tóninn fyrir Keflvíkinga sem rifu sig laust og sigldu út hálfleikinn með fínt forskot og leiddu 59-65 þegar þriðja leikhluta var lokið. Keflvíkingar héldu uppteknum hætti í upphafi fjórða og það var lítið sem benti til þess að Stjarnan myndi ná að gera nokkurn skapaðan hlut. Keflavík leiddi með 15 stigum, 65-80, þegar um sex mínútur voru eftir en þá tók Turner III til sinna ráð. Hann hóf að keyra á körfuna, skora, og reyna ótrúlegar þriggja stig körfur sem sigldu allar ofan í. Áður en nokkur maður gat áttað sig á því hvað var að gerast var staðan orðið 86-86 og 1:16 eftir af leiknum. Turner III fékk þá sína fimmtu villu og Keflvíkingar náðu vopnum sínum og skoruðu sex síðustu stig leiksins. Leikar enduðu 86-92 og gestirnir gátu andað léttar. Keflavík vann góðan sigur í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Keflavík? Þeir eru með ótrúlega breidd. Það komust 10 leikmenn á blað hjá þeim og fjórir voru með yfir 10 stig. Það gerir mikið fyrir lið þegar ábyrgðin liggur ekki hjá einum manni. Þeir stóðust svo áhlaupið sem Stjarnan gerði í lokin en mörg lið hefðu líklega brotnað. Bestir á vellinum? Bestur á vellinum var Robert Eugene Turner III. Kappinn skoraði 40 stig og var aðaldriffjöðurin í endurkomu Stjörnunnar. Framlagið var upp á 41 punkt en hann gaf 8 stoðsendingar með 40 stigunum. Hann hefði væntanlega þegið meiri aðstoð frá liðsfélögum sínum en það kom ekki í dag. Robert Eugene Turner III vildi fara heim með boltann.Vísir/Hulda Margrét Hjá Keflavík var Eric Ayala stigahæstur með 20 stig en ég ætla að nefna þátt Ólafs Inga Styrmissonar í leiknum en hann var +18 í leiknum í dag og barátta hans var gífurleg. Slíkt framlag hjálpar heldur betur til og skilar því í þeirri staðreynd að hann er byrjunarliðsmaður í ógnarsterku Keflavíkur liði. Eric Ayala með boltann.Vísir/Hulda Margrét Tölfræði sem vakti athygli? Keflavík hitti úr öllum vítunum sínum. Þeir fóru 19 sinnum á línuna og 19 sinnum fór boltinn í gegnum hringinn. Stjarnan fór 17 sinnum á línuna en hitti úr 13. Það skiptir máli í leik sem varð mjög spennandi. Hvað næst? Keflvíkingar fá granna sína úr Grindavík í heimsókn í Suðurnesja slag en Stjörnumenn fara í Breiðholtið og etja kappi við ÍR. Það eru sýndar veiðar en ekki gefnar. Robert Eugene Turner III: Það er svalt að skora 40 stig en ég hefði viljað sigurinn frekar Turner III skorar tvö af 40 stigum sínum í kvöldVísir / Hulda Margrét Hann gat verið sáttur þrátt fyrir tap hann Robert Eugene Turner III eftir leikinn við Keflavík fyrr í kvöld. Kappinn skoraði 40 stig og gaf átta stoðsendingar en náði ekki að draga sína menn alveg yfir línuna þegar öllu var á botninn hvolft. Hann var spurður að því hvernig honum liði eftir að hafa lagt allt á vogarskálarnar en ekki náð í sigurinn. „Við vissum að Keflavík væru sterkur andstæðingur með mikla breidd og eiga þeir hrós skilið. Ég er samt ánægður með liðið mitt og baráttuna í dag. Maður getur verið ánægður með að allir hafi gert allt sem þeir gátu til að vinna og sýna baráttuanda. Við gerðum það en nú þurfum við að fara aftur að teikniborðinu og sjá hvar mistökin voru gerð. Næst þegar við lendum í svipuðum aðstæðum þá vinnum við leikinn.“ Robert var spurður að því hvað Stjarnan hafi getað gert til að koma í veg fyrir að lenda svona langt á eftir gestunum en mest voru þeir 15 stigum undir. „Við erum með gott leikplan og ef við fylgjum því til hins ýtrasta þá vinnum við svona leiki. Í lok dags þá er körfubolti leikur áhlaupa. Maður þarf að standast áhlaupin frá hinu liðinu og vera seigur í þannig aðstæðum. Við sýndum seiglu og áttum möguleika á því að vinna og maður getur í raun og veru ekki beðið um neitt meira.“ Eins og áður sagði þá skoraði Robert 40 stig en hann var spurður hvort það gerði tapið eitthvað bærilegra þegar hann næði svona frammistöðu. „Ég reyni að gera mitt besta í að hjálpa liðinu við að vinna. Þetta er spurning um framlag allra í liðinu og ég treysti þeim til að skila sigri eins og þeir treysta mér. Mér gekk vel í að skapa stig í kvöld en það eru engir móralskir sigrar. Það er svalt að skora 40 stig en ég hefði viljað sigurinn frekar. Ég hefði verið ánægðari með að vinna og vera með 0 stig sjálfur.“ Að lokum var Robert spurður að því hvort hann hafi lært eitthvað um liðið sitt í kvöld. „Við erum bardagamenn og við verðum í umræðunni um titilinn. Við þurfum að fara aftur að teikniborðinu eins og ég sagði og finna það hvað við gerum best.“ Subway-deild karla Stjarnan Keflavík ÍF
Það var vitað mál að leikur Stjörnunnar og Keflavíkur yrði hörkuleikur fyrirfram en liðin mættust í Ásgarði í kvöld í annarri umferð Subway deildar karla í körfuknattleik. Leikurinn var mjög kaflaskiptu, eins og vill verða í körfubolta, en eftir æsispennandi lokamínútur þá drógu Keflvíkingar sigurinn úr hattinum 86-92. Sigurinn hefði getað orðið stærri en Stjörnumenn sýndu afbragðs anda og gerðu leikinn mjög spennandi í lokin. Keflvíkingar byrjuðu leikinn mikið betur og voru komnir í 6-17 forskot þegar um fimm mínútur voru liðnar af leiknum. Stjarnan náði ekki að komast í gegnum þykkan varnarmúr gestanna og Keflvíkingar náðu að tengja vörn og sókn saman og byggja upp forskotið. Tekið var leikhlé þegar um fjórar mín. voru eftir af leikhlutanum og það virkaði. Heimamenn komu heldur betur sterkir út úr leikhléinu og drógu Keflvíkinga nær sér. Þeir komust yfir á lokamínútu leikhlutans 23-21. Hörður Axel Vilhjálmsson stýrði leik Keflavíkur að venju.Vísir/Hulda Margrét Stjörnumenn hófu annan leihlutann líka af krafti og komust sjö stigum yfir 28-21. Þá tók gestirnir við sér og tóku sitt næsta áhlaup. Keflvíkingar komust yfir og voru með sjög stiga forskot þegar lítið var eftir en Stjarnan gerði aftur vel í að draga Keflvíkinga nær sér og þegar kominn var hálfleikur var munurinn ekki nema eitt stig 38-39 og munaði um hlut Robert Turner III sem endaði hálfleikinn með 13 stig og þau voru öll á háu erfiðleika stigi. Robert Eugene Turner III hoppaði hæst og skoraði mest.Vísir/Hulda Margrét Dominykas Milka hóf seinni hálfleikinn af fítons krafti en á mjög skömmum tíma var hann búinn að skora 11 stig, þar af níu í röð, og var kominn með 17 stig. Það setti tóninn fyrir Keflvíkinga sem rifu sig laust og sigldu út hálfleikinn með fínt forskot og leiddu 59-65 þegar þriðja leikhluta var lokið. Keflvíkingar héldu uppteknum hætti í upphafi fjórða og það var lítið sem benti til þess að Stjarnan myndi ná að gera nokkurn skapaðan hlut. Keflavík leiddi með 15 stigum, 65-80, þegar um sex mínútur voru eftir en þá tók Turner III til sinna ráð. Hann hóf að keyra á körfuna, skora, og reyna ótrúlegar þriggja stig körfur sem sigldu allar ofan í. Áður en nokkur maður gat áttað sig á því hvað var að gerast var staðan orðið 86-86 og 1:16 eftir af leiknum. Turner III fékk þá sína fimmtu villu og Keflvíkingar náðu vopnum sínum og skoruðu sex síðustu stig leiksins. Leikar enduðu 86-92 og gestirnir gátu andað léttar. Keflavík vann góðan sigur í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Keflavík? Þeir eru með ótrúlega breidd. Það komust 10 leikmenn á blað hjá þeim og fjórir voru með yfir 10 stig. Það gerir mikið fyrir lið þegar ábyrgðin liggur ekki hjá einum manni. Þeir stóðust svo áhlaupið sem Stjarnan gerði í lokin en mörg lið hefðu líklega brotnað. Bestir á vellinum? Bestur á vellinum var Robert Eugene Turner III. Kappinn skoraði 40 stig og var aðaldriffjöðurin í endurkomu Stjörnunnar. Framlagið var upp á 41 punkt en hann gaf 8 stoðsendingar með 40 stigunum. Hann hefði væntanlega þegið meiri aðstoð frá liðsfélögum sínum en það kom ekki í dag. Robert Eugene Turner III vildi fara heim með boltann.Vísir/Hulda Margrét Hjá Keflavík var Eric Ayala stigahæstur með 20 stig en ég ætla að nefna þátt Ólafs Inga Styrmissonar í leiknum en hann var +18 í leiknum í dag og barátta hans var gífurleg. Slíkt framlag hjálpar heldur betur til og skilar því í þeirri staðreynd að hann er byrjunarliðsmaður í ógnarsterku Keflavíkur liði. Eric Ayala með boltann.Vísir/Hulda Margrét Tölfræði sem vakti athygli? Keflavík hitti úr öllum vítunum sínum. Þeir fóru 19 sinnum á línuna og 19 sinnum fór boltinn í gegnum hringinn. Stjarnan fór 17 sinnum á línuna en hitti úr 13. Það skiptir máli í leik sem varð mjög spennandi. Hvað næst? Keflvíkingar fá granna sína úr Grindavík í heimsókn í Suðurnesja slag en Stjörnumenn fara í Breiðholtið og etja kappi við ÍR. Það eru sýndar veiðar en ekki gefnar. Robert Eugene Turner III: Það er svalt að skora 40 stig en ég hefði viljað sigurinn frekar Turner III skorar tvö af 40 stigum sínum í kvöldVísir / Hulda Margrét Hann gat verið sáttur þrátt fyrir tap hann Robert Eugene Turner III eftir leikinn við Keflavík fyrr í kvöld. Kappinn skoraði 40 stig og gaf átta stoðsendingar en náði ekki að draga sína menn alveg yfir línuna þegar öllu var á botninn hvolft. Hann var spurður að því hvernig honum liði eftir að hafa lagt allt á vogarskálarnar en ekki náð í sigurinn. „Við vissum að Keflavík væru sterkur andstæðingur með mikla breidd og eiga þeir hrós skilið. Ég er samt ánægður með liðið mitt og baráttuna í dag. Maður getur verið ánægður með að allir hafi gert allt sem þeir gátu til að vinna og sýna baráttuanda. Við gerðum það en nú þurfum við að fara aftur að teikniborðinu og sjá hvar mistökin voru gerð. Næst þegar við lendum í svipuðum aðstæðum þá vinnum við leikinn.“ Robert var spurður að því hvað Stjarnan hafi getað gert til að koma í veg fyrir að lenda svona langt á eftir gestunum en mest voru þeir 15 stigum undir. „Við erum með gott leikplan og ef við fylgjum því til hins ýtrasta þá vinnum við svona leiki. Í lok dags þá er körfubolti leikur áhlaupa. Maður þarf að standast áhlaupin frá hinu liðinu og vera seigur í þannig aðstæðum. Við sýndum seiglu og áttum möguleika á því að vinna og maður getur í raun og veru ekki beðið um neitt meira.“ Eins og áður sagði þá skoraði Robert 40 stig en hann var spurður hvort það gerði tapið eitthvað bærilegra þegar hann næði svona frammistöðu. „Ég reyni að gera mitt besta í að hjálpa liðinu við að vinna. Þetta er spurning um framlag allra í liðinu og ég treysti þeim til að skila sigri eins og þeir treysta mér. Mér gekk vel í að skapa stig í kvöld en það eru engir móralskir sigrar. Það er svalt að skora 40 stig en ég hefði viljað sigurinn frekar. Ég hefði verið ánægðari með að vinna og vera með 0 stig sjálfur.“ Að lokum var Robert spurður að því hvort hann hafi lært eitthvað um liðið sitt í kvöld. „Við erum bardagamenn og við verðum í umræðunni um titilinn. Við þurfum að fara aftur að teikniborðinu eins og ég sagði og finna það hvað við gerum best.“
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn