Síminn braut ekki samkeppnislög með sölu enska boltans Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. október 2022 10:53 Síminn tryggði sér sýningarréttinn að enska boltanum árið 2018 og mun eiga þann rétt fram til ársins 2025. vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi ekki brotið gegn ákvæða sáttar við Samkeppniseftirlitið með því að tvinna saman fjarskiptaþjónustu og línulega sjónvarpsþjónustu, enska boltann á Símanum Sport, í svonefndum Heimilispakka. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði komist að þeirri niðurstöðu að verðlagning Símans á enska boltanum, sem hluta af Heimilispakkanum hafi takmarkað möguleika samkeppnisaðila til að laða til sín viðskiptavini og sektað fyrirtækið um 200 milljónir. Forsaga málsins er sátt Símans og Samkeppniseftirlitsins þar sem Síminn samþykkti að gera það ekki að skilyrði fyrir kaupum á fjarskiptaþjónustu að einhver sjónvarpsþjónusta skuli fylgja með kaupunum. Þá væri Símanum óheimilt að tvinna saman í sölu fjarskiptaþjónustu og sjónvarpsþjónustu. Með Heimilispakka Símans bauðst viðskiptavinum að kaupa fjarskiptaþjónustu ásamt sjónvarpsþjónustu, sem innihélt enska boltann, á 15.000 krónur. Taldi Samkeppniseftirlitið að Síminn hafi brotið gegn sáttinni með tilboðinu. Í löngum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er úrskurður áfrýjunarnefndar Samkeppniseftirlits felldur úr gildi og stjórnvaldsekt Símans upp á 200 milljónir felld niður. Taldi Héraðsdómur óumdeilt að Síminn hafi ekki gert það að beinu skilyrði fyrir kaupum á fjaskiptaþjónustu að útsendingar frá knattspyrnuleikjum á Englandi fylgi með. Þá var talið að sá liður ákvörðunar Samkeppniseftirlits sem snýr að samtvinnun fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu hafi ekki lagt algert bann við samtvinnun og að tilboð Símans hafi ekki talist óeðlilegt. Eftirlitið var ekki talið hafa fært sönnur fyrir brotinu og var úrskurður eftirlitsins því felldur úr gildi. Á vef Samkeppniseftirlitsins kemur fram að stofnunin mun fara ítarlega yfir forsendur héraðsdóms og taka í framhaldinu ákvörðun um hvort vísa beri málinu til Landsréttar. Samkeppnismál Fjarskipti Enski boltinn Síminn Dómsmál Kauphöllin Fjölmiðlar Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði komist að þeirri niðurstöðu að verðlagning Símans á enska boltanum, sem hluta af Heimilispakkanum hafi takmarkað möguleika samkeppnisaðila til að laða til sín viðskiptavini og sektað fyrirtækið um 200 milljónir. Forsaga málsins er sátt Símans og Samkeppniseftirlitsins þar sem Síminn samþykkti að gera það ekki að skilyrði fyrir kaupum á fjarskiptaþjónustu að einhver sjónvarpsþjónusta skuli fylgja með kaupunum. Þá væri Símanum óheimilt að tvinna saman í sölu fjarskiptaþjónustu og sjónvarpsþjónustu. Með Heimilispakka Símans bauðst viðskiptavinum að kaupa fjarskiptaþjónustu ásamt sjónvarpsþjónustu, sem innihélt enska boltann, á 15.000 krónur. Taldi Samkeppniseftirlitið að Síminn hafi brotið gegn sáttinni með tilboðinu. Í löngum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er úrskurður áfrýjunarnefndar Samkeppniseftirlits felldur úr gildi og stjórnvaldsekt Símans upp á 200 milljónir felld niður. Taldi Héraðsdómur óumdeilt að Síminn hafi ekki gert það að beinu skilyrði fyrir kaupum á fjaskiptaþjónustu að útsendingar frá knattspyrnuleikjum á Englandi fylgi með. Þá var talið að sá liður ákvörðunar Samkeppniseftirlits sem snýr að samtvinnun fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu hafi ekki lagt algert bann við samtvinnun og að tilboð Símans hafi ekki talist óeðlilegt. Eftirlitið var ekki talið hafa fært sönnur fyrir brotinu og var úrskurður eftirlitsins því felldur úr gildi. Á vef Samkeppniseftirlitsins kemur fram að stofnunin mun fara ítarlega yfir forsendur héraðsdóms og taka í framhaldinu ákvörðun um hvort vísa beri málinu til Landsréttar.
Samkeppnismál Fjarskipti Enski boltinn Síminn Dómsmál Kauphöllin Fjölmiðlar Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira