Umfjöllun og viðtöl: KA - ÍR 38-25 | Engin spenna er KA valtaði yfir ÍR Ester Ósk Árnadóttir skrifar 6. október 2022 22:31 Einar Rafn Eiðsson skoraði átta mörk fyrir KA í kvöld. Vísir/Vilhelm KA vann afar öruggan 13 marka sigur er liðið tók á móti nýliðum ÍR í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 38-25. Einar Rafn Eiðsson skoraði fyrsta mark leiksins og kom KA í forystu sem KA lét aldrei af hendi í leiknum. Arnar Freyr Guðmundsson sem átti eftir að vera manna drjúgastur í liði ÍR jafnaði í 1-1. Eftir það gekk KA á lagið og þegar um 12 mínútur voru búnar af leiknum var staðan orðin 9-4 heimamönnum í vil. Tempóið var hátt í leiknum og markaskorunin eftir því. ÍR hafa hingað til í vetur spilað hraðan bolta sem og þeir gerðu í kvöld en féllu í raun á eigin bragði þar sem KA mæti þeim á sama tempói og gerðu það betur. ÍR gerðust oft sekir um klaufalegum mistökum í sókn, ótímabær skot, léleg nýting á dauðafærum og tapaðir boltar sem heimamenn nýttu sér til hins ýtrasta. KA lék við hvern sinn fingur í sóknarleiknum í fyrri hálfleik og þegar liðin gengu til búningsklefa var staðan 18 - 12 fyrir heimamönnum. Í seinni hálfleik var það sama upp á teningnum og jók KA hægt og rólega forskotið og varð leikurinn aldrei spennandi. Á meðan fátt gekk upp hjá ÍR þá voru flestir í liði KA að eiga góðan leik, lokatölur á Akureyri 38 - 25. Afhverju vann KA? KA voru betri í kvöld. Þeir mættu ÍR á þeim hraða sem ÍR vill spila á héldu því tempói allan leikinn og má því segja að ÍR hafi fallið á eigin bragði. Margir í liði KA áttu góðan leik en ekki er hægt að segja það sama um leikmenn ÍR en þeir hafa flestir spilað betur. Hverjar stóðu upp úr? Nicholas Satchwell átti frábæran leik í marki KA og varði hvorki meira né minna en 25 skot eða helming þeirra skota sem kom á hann. Þá voru hornamenn KA í ham, Dagur Gautason skoraði 10 mörk úr 10 skotum og Gauti Gunnarsson skoraði 9 mörk úr 11 skotum. Þá átti Einar Rafn Eiðsson frábæran leik en hann skoraði 9 mörk fyrir KA og skapaði 5 færi fyrir félagana. Hvað gekk illa? Þrátt fyrir að skora 25 mörk þá var sóknarleikur ÍR ekki góður í kvöld, þeir tóku mikið af ótímabærum skotum, sóknirnar oft í styttra lagi eins og þeir ætluðu að skora tvö í hverri sókn, dauðafæri sem fóru forgörðum og margir tapaðir boltar. Hvað gerist næst? KA heimsækir Selfoss 21. október og ÍR fer í Origo höllina þar sem þeir mæta Val sama dag. Bjarni Fritzson: Ákvörðunartakan var ekki eins góð og hún hefur verið Bjarni Fritzson þjálfari ÍRVÍSIR/BÁRA „Við komum bara til með að læra af þessum leik, tökum það sem við þurfum að gera betur og lögum það og að sama skapi tökum við það sem við gerðum vel með okkur í næstu leiki,“ sagði Bjarni Fritzson þjálfari ÍR eftir 13 marka tap í KA heimilinu í kvöld. „Færanýtingin í kvöld var alls ekki góð, markmaður KA átti náttúrlega stórkostlegan leik í markinu. Mér leið samt vel í fyrri hálfleik hvernig við vorum að spila en svo heilt yfir eru við að gerast sekir um mikið af aulamistökum varnarlega og of mikið af 50/50 skotum í seinni bylgju. Þannig ákvörðunartakan var ekki eins góð og hún hefur verið.“ ÍR liðið hefur lagt upp úr því í síðustu leikjunum að leita að góðum færum en það gekk ekki eftir í kvöld. „Við höfum nefnilega verið að gera það vel að halda tempóinu háu þar sem við erum með hratt og létt lið en samt höfum við verið góðir í því að leita uppi góð færi í sókninni en í dag vorum við að gera okkur seka um að taka léleg skotfæri sem er ekki í boði að taka.“ ÍR fékk á sig 38 mörk í kvöld. „Við spilum náttúrulega svakalega hratt og það þýðir að við fáum á okkur mörg mörk en varnarleikurinn er eitthvað sem við þurfum að æfa. Við spiluðum hins vegar 5-1 vörn í dag sem mér fannst koma ágætlega út en við þurfum klárlega að bæta varnarleikinn.“ Valur er næsta verkefni ÍR og var Bjarni nokkuð léttur þegar um það var rætt. „Já okei, ég hafði bara ekki hugmynd um það sko. Takk fyrir þetta, nú fæ ég bara kvíðahnút í magann og.. neeei segi svona. Nú vona ég bara að þeir fari í rosalega erfitt Evrópu verkefni og komi annars hugar eftir það,“ sagði Bjarni brosandi í lokinn. Olís-deild karla KA ÍR
KA vann afar öruggan 13 marka sigur er liðið tók á móti nýliðum ÍR í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 38-25. Einar Rafn Eiðsson skoraði fyrsta mark leiksins og kom KA í forystu sem KA lét aldrei af hendi í leiknum. Arnar Freyr Guðmundsson sem átti eftir að vera manna drjúgastur í liði ÍR jafnaði í 1-1. Eftir það gekk KA á lagið og þegar um 12 mínútur voru búnar af leiknum var staðan orðin 9-4 heimamönnum í vil. Tempóið var hátt í leiknum og markaskorunin eftir því. ÍR hafa hingað til í vetur spilað hraðan bolta sem og þeir gerðu í kvöld en féllu í raun á eigin bragði þar sem KA mæti þeim á sama tempói og gerðu það betur. ÍR gerðust oft sekir um klaufalegum mistökum í sókn, ótímabær skot, léleg nýting á dauðafærum og tapaðir boltar sem heimamenn nýttu sér til hins ýtrasta. KA lék við hvern sinn fingur í sóknarleiknum í fyrri hálfleik og þegar liðin gengu til búningsklefa var staðan 18 - 12 fyrir heimamönnum. Í seinni hálfleik var það sama upp á teningnum og jók KA hægt og rólega forskotið og varð leikurinn aldrei spennandi. Á meðan fátt gekk upp hjá ÍR þá voru flestir í liði KA að eiga góðan leik, lokatölur á Akureyri 38 - 25. Afhverju vann KA? KA voru betri í kvöld. Þeir mættu ÍR á þeim hraða sem ÍR vill spila á héldu því tempói allan leikinn og má því segja að ÍR hafi fallið á eigin bragði. Margir í liði KA áttu góðan leik en ekki er hægt að segja það sama um leikmenn ÍR en þeir hafa flestir spilað betur. Hverjar stóðu upp úr? Nicholas Satchwell átti frábæran leik í marki KA og varði hvorki meira né minna en 25 skot eða helming þeirra skota sem kom á hann. Þá voru hornamenn KA í ham, Dagur Gautason skoraði 10 mörk úr 10 skotum og Gauti Gunnarsson skoraði 9 mörk úr 11 skotum. Þá átti Einar Rafn Eiðsson frábæran leik en hann skoraði 9 mörk fyrir KA og skapaði 5 færi fyrir félagana. Hvað gekk illa? Þrátt fyrir að skora 25 mörk þá var sóknarleikur ÍR ekki góður í kvöld, þeir tóku mikið af ótímabærum skotum, sóknirnar oft í styttra lagi eins og þeir ætluðu að skora tvö í hverri sókn, dauðafæri sem fóru forgörðum og margir tapaðir boltar. Hvað gerist næst? KA heimsækir Selfoss 21. október og ÍR fer í Origo höllina þar sem þeir mæta Val sama dag. Bjarni Fritzson: Ákvörðunartakan var ekki eins góð og hún hefur verið Bjarni Fritzson þjálfari ÍRVÍSIR/BÁRA „Við komum bara til með að læra af þessum leik, tökum það sem við þurfum að gera betur og lögum það og að sama skapi tökum við það sem við gerðum vel með okkur í næstu leiki,“ sagði Bjarni Fritzson þjálfari ÍR eftir 13 marka tap í KA heimilinu í kvöld. „Færanýtingin í kvöld var alls ekki góð, markmaður KA átti náttúrlega stórkostlegan leik í markinu. Mér leið samt vel í fyrri hálfleik hvernig við vorum að spila en svo heilt yfir eru við að gerast sekir um mikið af aulamistökum varnarlega og of mikið af 50/50 skotum í seinni bylgju. Þannig ákvörðunartakan var ekki eins góð og hún hefur verið.“ ÍR liðið hefur lagt upp úr því í síðustu leikjunum að leita að góðum færum en það gekk ekki eftir í kvöld. „Við höfum nefnilega verið að gera það vel að halda tempóinu háu þar sem við erum með hratt og létt lið en samt höfum við verið góðir í því að leita uppi góð færi í sókninni en í dag vorum við að gera okkur seka um að taka léleg skotfæri sem er ekki í boði að taka.“ ÍR fékk á sig 38 mörk í kvöld. „Við spilum náttúrulega svakalega hratt og það þýðir að við fáum á okkur mörg mörk en varnarleikurinn er eitthvað sem við þurfum að æfa. Við spiluðum hins vegar 5-1 vörn í dag sem mér fannst koma ágætlega út en við þurfum klárlega að bæta varnarleikinn.“ Valur er næsta verkefni ÍR og var Bjarni nokkuð léttur þegar um það var rætt. „Já okei, ég hafði bara ekki hugmynd um það sko. Takk fyrir þetta, nú fæ ég bara kvíðahnút í magann og.. neeei segi svona. Nú vona ég bara að þeir fari í rosalega erfitt Evrópu verkefni og komi annars hugar eftir það,“ sagði Bjarni brosandi í lokinn.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti