Er komin til að vera og halda hlutunum áhugaverðum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 7. október 2022 10:01 Tara Mobee var að gefa út fyrstu EP plötuna sína. Anna Margrét Tónlistarkonan Tara Mobee var að senda frá sér sína fyrstu plötu sem ber nafnið Weird Timing. Tara semur öll lög plötunnar sjálf ásamt textum og Eyþór Úlfar Þórisson stýrði upptökunum. Tara ætlar að kryfja hvert einasta lag plötunnar á Instagram síðu sinni í næstu viku en blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk smá forskot á sæluna. „Þessi lög eru samin á mismunandi tímum í mínu lífi og voru í raun ekki upprunalega ætluð saman á plötu,“ segir Tara og bætir við að þrátt fyrir að hafa ekki gefið út tónlist í nokkur ár hafi hún þó verið að vinna í efni. Fyrr á árinu gaf hún út lögin Carpool og One Time sem bæði eru á nýju plötunni. „Lögin á þessari plötu eru svokölluð úrtök frá þessum tíma og fram að síðasta sumri. Fyrsta lagið sem er samið á þessari plötu heitir For Now og það var árið 2018, þannig að ef ég myndi setja tímarammann út frá því erum við að tala um rúmlega fimm ár. Fyndið hvernig þetta virðist vera svo langur tími en samt ekki, en samt.“ View this post on Instagram A post shared by TARA MOBEE (@taramobee) Túlkunarfrelsi fyrir hlustendur Tara segist sækja innblástur í tónlistinni í allt sem er að gerast í kringum sig. „Samskipti, uppákomur, hvernig mér líður og hvernig ég ætla að tækla viðkomandi aðstæður eða ekki tækla. Hljómar óþarflega sjálfbirgingslegt svona á blaði en lögin eru í raun bara eins og dagbókarsíður nema með hljómbreytingum.“ View this post on Instagram A post shared by TARA MOBEE (@taramobee) Lögin eru sem áður segir frá ólíkum tímabilum í lífi Töru og segir hún þau hafa mismunandi þýðingu fyrir sig persónulega. „Mig langar að prófa svolítið nýtt og í stað þess að útskýra hér nákvæmlega hvað hvert lag þýðir þá langar mig frekar að leyfa fólki að hlusta á textann fyrst, túlka hann fyrir sig og lesa þannig í hann sjálf. Frá mánudegi til föstudags í næstu viku verður svo hvert lag krufið og útskýrt bæði hvað varðar texta og útsetningu. Þetta mun fara fram á Instagram-inu góða.“ View this post on Instagram A post shared by TARA MOBEE (@taramobee) Skrýtin tímasetning Tara segist hafa hugsað plötuna sem ákveðna heild. „Titillinn á plötunni er Weird Timing, eða skrýtin tímasetning á íslensku, og það eru þessir mismunandi tímar og tímasetningar þegar lögin eru samin sem innspírera þennan titil. En þetta verður dýpra. Hvert lag á sinn veg er í raun samið út frá tímasetningar pælingum. Hvort sem það er hin fullkomni tími, rangur tími, eða óvissan með tímasetningar almennt þá er það út frá tímasettu sjónarhorni. Við hinkrum, því það er meira. Þegar kemur að vinnslu laga þá getur það verið algjörlega sitt eigið ferli. Mig langaði að sameina heildar konseptið á plötunni á öllum stöðum og þaðan kom sú skemmtilegar pæling að vinna með hvert lag út frá vissu tímabili og þá innblástur frá tónlist, listamönnum og öðru þess tíma. En við stoppum ekki hér. Ég trúi því sterklega að það séu litlu hlutirnir sem gera stóru myndina fallega, áhugaverða og einstaka. Þess vegna er eitthvað smátt og jafnvel ekki eftirtektarvert nema leitað sé eftir því í hverju lagi sem tengist inn á þetta heildar tímasetninga konsept líka.“ Litlu hlutirnir taka pláss í tónlist Töru Mobee.Anna Margrét Hentar fyrir ólíkar stundir Tara segir ómögulegt fyrir sig að velja sér eitt uppáhalds lag af plötunni. „Fyrir utan að það breytist liggur við með mínútu millibili þá er þessi plata svo mikil heild fyrir mér. En það er kannski bara hvernig hún er unnin. Þessi lög eru sum einstaka ólík og í ólíkum stíl, þar af leiðandi henta fyrir ólíkar stundir og ólíka staði, svona að mínu mati allavegana. En svo má líka segja að það sé, með góðri slettu, kind of the point. Mér þykir sérstaklega vænt um hvert og eitt lag og ferlið sem fylgdi því að vinna það.“ EP plata Töru inniheldur fimm lög og gaf hún blaðamanni hugmynd um fyrir hvaða aðstæður hvert lag henti best: 1. Carpool. „Gefur það kannski pínu strax frá sér en það er rúnturinn, road trip-ið, bíla-tjillið. Þetta er þá óháð veðri og öðru fyrir utan bifreiðina.“ 2. For Now. „Ég myndi segja að það sé hálf tvískipt, hentar bæði þegar maður þarf að peppa sig í gang og nýtist einnig sem losun ef þú ert með uppsafnaða tilfinningastíflu, til dæmis eftir erfiðan vinnudag.“ 3. One Time. „Sæta litla stundin. Hentar extra vel á laugardagsmorgni, þegar þú ert að skúra, ef það er rigning úti en að hámarki 4 vindstig, sunnudags eftirmiðdegi, þegar það er skýjað en ekki rigning og að hámarki 7 vindstig, þegar þú ert á leiðinni í vinnuna og hefur óvænt nægan tíma, þegar þú ert búin með allt á listanum fyrir daginn og veist ekki hvað þú átt að gera, í innanlandsflugi, í utanlandsflugi en þá sérstaklega til Evrópu, á fimmtudögum og svo bara almennt ef þú ert í göngutúr.“ 4. So Good, So Nice. „Ert í góðu skapi eða langar í gott skap.“ 5. Today (Between Tomorrow and Yesterday). „Svona emotional hour lag.“ View this post on Instagram A post shared by TARA MOBEE (@taramobee) „Innsýn í heilastarfsemi mína“ Það er ýmislegt á döfinni hjá Töru sem segist komin til að vera. „Þetta er vissulega bara byrjunin svo að sjálfsögðu er meira af tónlist framundan. Eins og er þá er mesti fókus klárlega í kringum Weird Timing en það eru mörg önnur skemmtileg verkefni á leiðinni og nú þegar í vinnslu. Það mætti segja að þetta sé annars smá kynningar tímabil, því tónlistin fyrir mér er svo miklu meira en bara lag eða plata. Ég ætla að fara nánar yfir hvert lag, hugmyndarvinnuna og allar litlu pælingarnar í komandi viku og það má segja að það sé svona innsýn í bæði vinnuferlið og heilastarfsemi mína. Út frá því ætla ég mér að halda áfram með þessa svokölluðu kynningu en það verður tilkynnt nánar seinna. Við verðum að hafa smá spennu í þessu. Ég er allavegana komin til að vera, deila og halda hlutunum smá áhugaverðum.“ Tónlist Menning Tengdar fréttir Samdi lagið sitjandi á gólfinu með opna hurð og í einum skó Tónlistarkonan Tara Mobee sendi frá sér lagið Carpool á miðnætti í gær. Tara er með marga bolta á lofti um þessar mundir en lagið er hluti af EP plötu sem kemur út í sumar. Blaðamaður tók púlsinn á þessari söngkonu og fékk að heyra nánar um tónlistarlífið hennar. 25. mars 2022 07:01 Friðrik Ómar og Tara komust áfram í úrslit Friðrik Ómar og Tara Mobee komust áfram í úrslit Söngvakeppninnar í kvöld. 16. febrúar 2019 21:04 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Þessi lög eru samin á mismunandi tímum í mínu lífi og voru í raun ekki upprunalega ætluð saman á plötu,“ segir Tara og bætir við að þrátt fyrir að hafa ekki gefið út tónlist í nokkur ár hafi hún þó verið að vinna í efni. Fyrr á árinu gaf hún út lögin Carpool og One Time sem bæði eru á nýju plötunni. „Lögin á þessari plötu eru svokölluð úrtök frá þessum tíma og fram að síðasta sumri. Fyrsta lagið sem er samið á þessari plötu heitir For Now og það var árið 2018, þannig að ef ég myndi setja tímarammann út frá því erum við að tala um rúmlega fimm ár. Fyndið hvernig þetta virðist vera svo langur tími en samt ekki, en samt.“ View this post on Instagram A post shared by TARA MOBEE (@taramobee) Túlkunarfrelsi fyrir hlustendur Tara segist sækja innblástur í tónlistinni í allt sem er að gerast í kringum sig. „Samskipti, uppákomur, hvernig mér líður og hvernig ég ætla að tækla viðkomandi aðstæður eða ekki tækla. Hljómar óþarflega sjálfbirgingslegt svona á blaði en lögin eru í raun bara eins og dagbókarsíður nema með hljómbreytingum.“ View this post on Instagram A post shared by TARA MOBEE (@taramobee) Lögin eru sem áður segir frá ólíkum tímabilum í lífi Töru og segir hún þau hafa mismunandi þýðingu fyrir sig persónulega. „Mig langar að prófa svolítið nýtt og í stað þess að útskýra hér nákvæmlega hvað hvert lag þýðir þá langar mig frekar að leyfa fólki að hlusta á textann fyrst, túlka hann fyrir sig og lesa þannig í hann sjálf. Frá mánudegi til föstudags í næstu viku verður svo hvert lag krufið og útskýrt bæði hvað varðar texta og útsetningu. Þetta mun fara fram á Instagram-inu góða.“ View this post on Instagram A post shared by TARA MOBEE (@taramobee) Skrýtin tímasetning Tara segist hafa hugsað plötuna sem ákveðna heild. „Titillinn á plötunni er Weird Timing, eða skrýtin tímasetning á íslensku, og það eru þessir mismunandi tímar og tímasetningar þegar lögin eru samin sem innspírera þennan titil. En þetta verður dýpra. Hvert lag á sinn veg er í raun samið út frá tímasetningar pælingum. Hvort sem það er hin fullkomni tími, rangur tími, eða óvissan með tímasetningar almennt þá er það út frá tímasettu sjónarhorni. Við hinkrum, því það er meira. Þegar kemur að vinnslu laga þá getur það verið algjörlega sitt eigið ferli. Mig langaði að sameina heildar konseptið á plötunni á öllum stöðum og þaðan kom sú skemmtilegar pæling að vinna með hvert lag út frá vissu tímabili og þá innblástur frá tónlist, listamönnum og öðru þess tíma. En við stoppum ekki hér. Ég trúi því sterklega að það séu litlu hlutirnir sem gera stóru myndina fallega, áhugaverða og einstaka. Þess vegna er eitthvað smátt og jafnvel ekki eftirtektarvert nema leitað sé eftir því í hverju lagi sem tengist inn á þetta heildar tímasetninga konsept líka.“ Litlu hlutirnir taka pláss í tónlist Töru Mobee.Anna Margrét Hentar fyrir ólíkar stundir Tara segir ómögulegt fyrir sig að velja sér eitt uppáhalds lag af plötunni. „Fyrir utan að það breytist liggur við með mínútu millibili þá er þessi plata svo mikil heild fyrir mér. En það er kannski bara hvernig hún er unnin. Þessi lög eru sum einstaka ólík og í ólíkum stíl, þar af leiðandi henta fyrir ólíkar stundir og ólíka staði, svona að mínu mati allavegana. En svo má líka segja að það sé, með góðri slettu, kind of the point. Mér þykir sérstaklega vænt um hvert og eitt lag og ferlið sem fylgdi því að vinna það.“ EP plata Töru inniheldur fimm lög og gaf hún blaðamanni hugmynd um fyrir hvaða aðstæður hvert lag henti best: 1. Carpool. „Gefur það kannski pínu strax frá sér en það er rúnturinn, road trip-ið, bíla-tjillið. Þetta er þá óháð veðri og öðru fyrir utan bifreiðina.“ 2. For Now. „Ég myndi segja að það sé hálf tvískipt, hentar bæði þegar maður þarf að peppa sig í gang og nýtist einnig sem losun ef þú ert með uppsafnaða tilfinningastíflu, til dæmis eftir erfiðan vinnudag.“ 3. One Time. „Sæta litla stundin. Hentar extra vel á laugardagsmorgni, þegar þú ert að skúra, ef það er rigning úti en að hámarki 4 vindstig, sunnudags eftirmiðdegi, þegar það er skýjað en ekki rigning og að hámarki 7 vindstig, þegar þú ert á leiðinni í vinnuna og hefur óvænt nægan tíma, þegar þú ert búin með allt á listanum fyrir daginn og veist ekki hvað þú átt að gera, í innanlandsflugi, í utanlandsflugi en þá sérstaklega til Evrópu, á fimmtudögum og svo bara almennt ef þú ert í göngutúr.“ 4. So Good, So Nice. „Ert í góðu skapi eða langar í gott skap.“ 5. Today (Between Tomorrow and Yesterday). „Svona emotional hour lag.“ View this post on Instagram A post shared by TARA MOBEE (@taramobee) „Innsýn í heilastarfsemi mína“ Það er ýmislegt á döfinni hjá Töru sem segist komin til að vera. „Þetta er vissulega bara byrjunin svo að sjálfsögðu er meira af tónlist framundan. Eins og er þá er mesti fókus klárlega í kringum Weird Timing en það eru mörg önnur skemmtileg verkefni á leiðinni og nú þegar í vinnslu. Það mætti segja að þetta sé annars smá kynningar tímabil, því tónlistin fyrir mér er svo miklu meira en bara lag eða plata. Ég ætla að fara nánar yfir hvert lag, hugmyndarvinnuna og allar litlu pælingarnar í komandi viku og það má segja að það sé svona innsýn í bæði vinnuferlið og heilastarfsemi mína. Út frá því ætla ég mér að halda áfram með þessa svokölluðu kynningu en það verður tilkynnt nánar seinna. Við verðum að hafa smá spennu í þessu. Ég er allavegana komin til að vera, deila og halda hlutunum smá áhugaverðum.“
Tónlist Menning Tengdar fréttir Samdi lagið sitjandi á gólfinu með opna hurð og í einum skó Tónlistarkonan Tara Mobee sendi frá sér lagið Carpool á miðnætti í gær. Tara er með marga bolta á lofti um þessar mundir en lagið er hluti af EP plötu sem kemur út í sumar. Blaðamaður tók púlsinn á þessari söngkonu og fékk að heyra nánar um tónlistarlífið hennar. 25. mars 2022 07:01 Friðrik Ómar og Tara komust áfram í úrslit Friðrik Ómar og Tara Mobee komust áfram í úrslit Söngvakeppninnar í kvöld. 16. febrúar 2019 21:04 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Samdi lagið sitjandi á gólfinu með opna hurð og í einum skó Tónlistarkonan Tara Mobee sendi frá sér lagið Carpool á miðnætti í gær. Tara er með marga bolta á lofti um þessar mundir en lagið er hluti af EP plötu sem kemur út í sumar. Blaðamaður tók púlsinn á þessari söngkonu og fékk að heyra nánar um tónlistarlífið hennar. 25. mars 2022 07:01
Friðrik Ómar og Tara komust áfram í úrslit Friðrik Ómar og Tara Mobee komust áfram í úrslit Söngvakeppninnar í kvöld. 16. febrúar 2019 21:04