Harmar viðbrögð sonarins og fjölskyldu hans Fanndís Birna Logadóttir skrifar 3. október 2022 16:56 Margrét Þórhildur fagnaði fimmtíu árum sem Danadrottning í síðasta mánuði. EPA/Mads Claus Rasmussen Margrét Þórhildur Danadrottning segist harma viðbrögð sonar síns, Jóakim prins, við ákvörðun hennar að svipta börn hans konungslegum titlum. Það hafi þó verið löngu kominn tími til að endurskoða hverjir beri titlana og þær skyldur sem þeim fylgja. Hún bindur vonir við að fjölskyldan fái frið til að vinna úr sínum málum. Frá og með fyrsta janúar 2023 munu börn Jóakims prins ekki bera titlana prins og prinsessur en Alexandra, fyrrverandi eiginkona Jóakims, sagði í síðustu viku fjölskylduna alla hneykslaða vegna þessa. Ákvörðunin hafi komið eins og þruma úr heiðskýru lofti og börnunum hafi fundist þau útskúfuð. Börn Friðriks krónprins og Mary krónprinsessu, halda sínum titlum sem prinsar og prinsessur en börn Jóakims munu geta notast við titlana greifar og greyfynjur af Monpeza. Jóakim Prins og Marie prinsessa eiga tvö börn saman en Jóakim á fyrir tvö börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Alexöndru greifynju.EPA/Mads Claus Rasmussen Í yfirlýsingu sem birtist á samfélagsmiðlum Margrétar Þórhildar Danadrottningar í dag segir hún ákvörðunina hafa verið lengi á leiðinni. Með fimmtíu ára reynslu sem drottning taldi hún nauðsynlegt að bæði líta til fortíðar og horfa fram á við. „Það er mín skylda og ósk sem drottning að tryggja að konungsveldið haldi áfram að þróast í takt við tímann. Það kallar stundum á erfiðar ákvarðanir og það verður alltaf erfitt að finna réttu stundina,“ segir drottningin í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum. Að hennar sögn fylgja miklar skuldbindingar og fjöldi verkefna því að bera konungslegan titil en í framtíðinni myndu þær skyldur falla á færri fjölskyldumeðlimi konungsfjölskyldunnar. Um hafi verið að ræða ákvörðun sem hún taldi nauðsynlega til að tryggja framtíð konungsveldisins og ákvörðun sem hún vildi taka á eigin tíma. „Ég hef tekið mína ákvörðun sem drottning, móðir og amma, en ég hef sem móðir og amma vanmetið hversu mikil áhrif hún hefur haft á yngsta son minn og hans fjölskyldu. Hún hefur mikil áhrif og það hryggir mig,“ segir drottningin. Hún ítrekar þó að hún sé gríðarlega stolt af fjölskyldu sinni og blæs þar með á orðróma að það andi köldu milli hennar og yngri sonar hennar. Hún kveðst nú vona að fjölskyldan fái frið til að vinna í sínum málum. Danmörk Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Börn Jóakims prins svipt titlum sínum Margrét Þórhildur Danadrottning hefur ákveðið að börn Jóakims Prins beri í framtíðinni ekki titlana prins og prinsessur. Breytingin tekur gildi þann 1. janúar 2023. Breytingin nær bæði til barnanna tveggja sem hann á með fyrrverandi eiginkonu sinni Alexöndru greyfynju og þeirra tveggja sem hann á með Marie prinsessu, núverandi eiginkonu. 28. september 2022 14:09 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Frá og með fyrsta janúar 2023 munu börn Jóakims prins ekki bera titlana prins og prinsessur en Alexandra, fyrrverandi eiginkona Jóakims, sagði í síðustu viku fjölskylduna alla hneykslaða vegna þessa. Ákvörðunin hafi komið eins og þruma úr heiðskýru lofti og börnunum hafi fundist þau útskúfuð. Börn Friðriks krónprins og Mary krónprinsessu, halda sínum titlum sem prinsar og prinsessur en börn Jóakims munu geta notast við titlana greifar og greyfynjur af Monpeza. Jóakim Prins og Marie prinsessa eiga tvö börn saman en Jóakim á fyrir tvö börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Alexöndru greifynju.EPA/Mads Claus Rasmussen Í yfirlýsingu sem birtist á samfélagsmiðlum Margrétar Þórhildar Danadrottningar í dag segir hún ákvörðunina hafa verið lengi á leiðinni. Með fimmtíu ára reynslu sem drottning taldi hún nauðsynlegt að bæði líta til fortíðar og horfa fram á við. „Það er mín skylda og ósk sem drottning að tryggja að konungsveldið haldi áfram að þróast í takt við tímann. Það kallar stundum á erfiðar ákvarðanir og það verður alltaf erfitt að finna réttu stundina,“ segir drottningin í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum. Að hennar sögn fylgja miklar skuldbindingar og fjöldi verkefna því að bera konungslegan titil en í framtíðinni myndu þær skyldur falla á færri fjölskyldumeðlimi konungsfjölskyldunnar. Um hafi verið að ræða ákvörðun sem hún taldi nauðsynlega til að tryggja framtíð konungsveldisins og ákvörðun sem hún vildi taka á eigin tíma. „Ég hef tekið mína ákvörðun sem drottning, móðir og amma, en ég hef sem móðir og amma vanmetið hversu mikil áhrif hún hefur haft á yngsta son minn og hans fjölskyldu. Hún hefur mikil áhrif og það hryggir mig,“ segir drottningin. Hún ítrekar þó að hún sé gríðarlega stolt af fjölskyldu sinni og blæs þar með á orðróma að það andi köldu milli hennar og yngri sonar hennar. Hún kveðst nú vona að fjölskyldan fái frið til að vinna í sínum málum.
Danmörk Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Börn Jóakims prins svipt titlum sínum Margrét Þórhildur Danadrottning hefur ákveðið að börn Jóakims Prins beri í framtíðinni ekki titlana prins og prinsessur. Breytingin tekur gildi þann 1. janúar 2023. Breytingin nær bæði til barnanna tveggja sem hann á með fyrrverandi eiginkonu sinni Alexöndru greyfynju og þeirra tveggja sem hann á með Marie prinsessu, núverandi eiginkonu. 28. september 2022 14:09 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Börn Jóakims prins svipt titlum sínum Margrét Þórhildur Danadrottning hefur ákveðið að börn Jóakims Prins beri í framtíðinni ekki titlana prins og prinsessur. Breytingin tekur gildi þann 1. janúar 2023. Breytingin nær bæði til barnanna tveggja sem hann á með fyrrverandi eiginkonu sinni Alexöndru greyfynju og þeirra tveggja sem hann á með Marie prinsessu, núverandi eiginkonu. 28. september 2022 14:09