Börn með tárin í augunum meðal drukkinna stuðningsmanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. október 2022 11:06 Talsverð ólæti voru á bikarúrslitaleiknum á laugardaginn þótt flestir áhorfendur hafi verið til fyrirmyndar. vísir/hulda margrét Faðir sem fór með börnin sín tvö á bikarúrslitaleik Víkings og FH segir að drukknir áhorfendur hafi sett svartan blett á upplifunina. Honum fannst öryggisgæslu á leiknum ábótavant. Samskiptastjóri KSÍ segir að hún hafi verið með hefðbundnum hætti og erfitt sé að koma í veg fyrir skrílslæti stuðningsmanna. Hrannar Már Ásgeirs Sigrúnarson fór ásamt börnum sínum tveimur, níu og ellefu ára, á úrslitaleik Mjólkurbikars karla á laugardaginn. Spennandi leik þar sem Víkingur vann FH með þremur mörkum gegn tveimur. Hann lýsti upplifun sinni af leiknum í færslu á Facebook þar sem hann sagði að drukknir unglingar hafi verið með ólæti, hellt bjór yfir nærstadda, ekki staðið í lappirnar og börnin hans hafi orðið hrædd. „Gæslan var takmörkuð, döpur og það voru engir gæslumenn sjáanlegir á svæðinu. Þeir sem voru í stúkunni voru að horfa á leikinn. Það voru örfáir gæslumenn niðri á hlaupabrautinni en annars sá maður þá varla,“ segir Hrannar í samtali við Vísi í dag. Hann sat FH-megin í stúkunni á Laugardalsvelli. Stóðu upp, óðu milli sæta og rifu kjaft „Á næsta bekk fyrir aftan okkur var pabbi með son sinn og fjölskylda með tvo litla stráka fyrir framan okkur. Það voru börn þarna út um allt, frá 3-12 ára. Síðan mjög ölvaðir unglingar. Þegar leið á leikinn stóðu þeir upp og rifu kjaft um að þeir mættu standa þótt börnin sæju ekki og óðu milli sæta.“ Hrannari Má Ásgeirs Sigrúnarsyni var brugðið á bikarúrslitaleiknum. Að sögn Hrannars færðu nokkrir áhorfendur sig í hálfleik í burtu frá ólátabelgjunum. En ástandið versnaði svo eftir því sem leið á leikinn. Hrannar bað gæslufólk um að vísa þeim drukknu í burtu. „Krakkarnir í kringum þá voru orðnir mjög hræddir og stelpan mín var farin að gráta af hræðslu. Gæslan kom loksins og vísaði þeim í burtu en einhverjum tíu mínútum síðar voru þeir komnir aftur í sætin sín. Þá sá ég engan annan kost í stöðunni,“ segir Hrannar. Hann segist hafa starfað við gæslu á Þjóðhátíð og þá hafi fólki verið vísað frá fyrir minni sakir, eða minni ölvun. „Þarna var þeim hent út en af því að lögreglan vildi ekki taka við þeim aftur var þeim hleypt aftur inn á völlinn, í stað þess að ógilda miðann. Gæslan réði ekki við þetta hlutverk. Það er ekki hægt að selja áfengi og bæta ekki gæsluna.“ Betra að skipta stúkunni upp Hrannar hefur farið á ófáa fótboltaleiki í gegnum tíðina svo hann er ýmsu vanur. Hann segir að ef vill eigi að skipta stúkunni betur upp, á milli fjölskyldna og svo harðkjarna stuðningsmanna. Stuðningsmönnum sem var vísað í burtu fengu að koma aftur í stúkuna.vísir/hulda margrét „Ég hef farið á leiki í Englandi, Þýskalandi og Danmörku. Ég hef verið á leik Bröndby og FC Kaupmannahöfn þar sem verstu fótboltabullurnar á Norðurlöndunum eru. Þar er þetta ekki svona. Þar er selt á fjölskyldusvæði og bullusvæði. Þessir strákar mega alveg vera fullir og með læti en þá eiga þeir að vera á þannig svæði,“ segir Hrannar. Hálfvitar verða alltaf hálfvitar Ómar Smárason, samskiptastjóri KSÍ, segir að öryggisgæslan á bikarúrslitaleiknum á laugardaginn hafi verið með hefðbundnu sniði. Erfitt sé hins vegar að eiga við fólk með einbeittan brotavilja. „Ég held að hálfvitar verði alltaf hálfvitar. Það er fátt sem stoppar hálfvita í að hegða sér eins og hálfviti ef hann ætlar að gera það á annað borð. Þá breytir engu hversu margir eru í gæslunni. Það er kjarninn í þessu,“ segir Ómar við Vísi í dag. „Uppsetningin á gæslunni er alltaf metin fyrir hvern einasta leik. Núna erum við í endurmati eins og eftir alla leiki. Eitt af því sem við erum að skoða er framkvæmdin í heild sinni, þar á meðal þessi atvik sem komu upp. Gæslan var eins og hún átti að vera.“ Ómar Smárason er samskiptastjóri KSÍ.vísir/vilhelm En voru meiri skrílslæti á leiknum á laugardaginn en öðrum stórum leikjum undanfarin ár? „Ég get ekki sagt til um það núna en ég held ekki án þess að geta fullyrt um það,“ svaraði Ómar. „Þetta eru hlutir sem koma upp, við skoðum þetta bara og sjáum svo hvort ástæða sé til einhverra sérstakra aðgerða. Gæslan er í höndum fólks úr björgunarsveitinni sem eru sjálfboðaliðar hennar en KSÍ greiðir henni fyrir að skaffa fólk. Þetta er fólk með mikla reynslu af því að stýra mannfjölda.“ Víkingar báðust afsökunar Hrannar og börn hans sátu sem fyrr segir meðal stuðningsmanna FH í stúkunni. Ólætin voru þó víðar og í samtali við Vísi lýsti einn gæslumaður því að hann myndi ekki taka aftur að sér gæslustörf á bikarleikjum nema tekið væri harðar á ólátum stuðningsmanna. Hann sagði framkomu nokkurra stuðningsmanna Víkings til háborinnar skammar. Víkingur sendi frá sér yfirlýsingu í hádeginu í gær þar sem framkoma stuðningsmannanna er hörmuð. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum frá leiknum og vill tala við viðkomandi stuðningsmenn. Sem fyrr sagði vann Víkingur leikinn, 3-2, og varð þar með bikarmeistari þriðja skiptið í röð og fjórða sinn í sögu félagsins. Færslu Hrannars á Facebook má sjá hér fyrir neðan. Gæslan á þessum leik var KSÍ og þeim sem komu að þessum leik til háborinnar skammar. Ég fór á þennan leik með Ask og Sif og óhætt að segja að þeim var báðum búið að hlakka mikið til að fara á þennan leik. Við sátum á ágætis stað nokkuð langt frá hörðustu stuðningsmönnunum. Fyrir framan okkur var fjölskylda með tvo litla stráka ca. 3-5.ára og unglings stelpu og bakvið okkur var pabbi með strák á svipuðu reiki og Askur og Sif 9-11.ára. Á milli okkar allra voru ungir strákar, efa að þeir hafi verið búnir að ná 20.ára aldri. Þeir voru fjórir saman og þeir voru flestir rólegir fyrir utan einn sem var ofurölvi áður en leikurinn byrjaði. Áður en 5 mínútur voru liðnar af leiknum þá var þessi fulli búin að fara í sjoppuna og ná í 4 bjóra fyrir línuna, þó hann hafi ekki náð að koma þeim öllum út. Stuttu síðar þá kom eitthvað örlítið vafaatriði og hann (fulli) brást við með því að sveifla hendinni sem hélt á fullum bjór. Hann helti honum öllum yfir mömmuna og unglingsstelpuna sem sátu fyrir framan okkur. Ég fylltist aðdáunar þegar mamman snéri sér við, horfði strákinn í augun meðan hún tók trefillin af honum og þurrkaði upp bjórinn sem hún skvetti yfir þær og sætin. Í hálfleik þá gafst pabbinn sem sat bakvið okkur upp á þessu og færi sig í önnur sæti og bauð okkur sín sæti í röðinni fyrir ofan stráknana, við vorum búin að eyða hálfleiknum við hliðná þeim og þáðum við það. Í seinni hálfleik virtist sem að vínið væri örlíð byrjað að svæfa strákinn og hann var rólegri, kannski að hann hafi ekki átt efni á meiri bjór. Greinilega átti hann einhvern góðan að því á ca.70 mínútu kom vinur hans, sem hafði ekki setið með þeim áður, með meiri bjór. Þeir voru í það góðu skapi að þeir ákváðu að það væri best að standa. Ég bað þá vinsamlegast um að setjast aftur þar sem þeir voru fyrir krökkunum sem sátu bakvið þá og sáu ekkert. Einnig voru þeir það valtir að þeir voru að detta á bekkina fyrir framan sig. Sá sem seinna kom tók þessum tilmælum mjög illa þannig að bæði Askur og Sif urðu hrædd, Sif reyndar það hrædd að hún byrjaði að gráta. Fólk sem sat á bekk aftan við mig steig inn í og færði ég krakkana þangað meðan ég náði í gæslu, því hún var aldrei sjáanleg í stúku á meðan leik stóð. Eftir um 10 mínútur kom gæslan loksins og fjarlægði þessa tvo stráka sem voru ofurölvi og til ama fyrir allar fjölskyldur sem voru í kring. Við settumst og loksins byrjuðum við að geta horft á leikinn aftur enda framlenging að byrja. Þegar stutt var liðið á framlengingu þá komu þessir strákar aftur og settust í sætin fyrir framan okkur. Við það sá ég ekki annan kost en að standa upp og labba í burtu með krakkana enda Sif enn með tárin í augunum af hræðslu við þá. Eftir leik þá hitti ég gæslukonuna sem sá til þess að þessir strákar voru fjarlægðir og spurði hana af hverju þeir hefðu aftur komið inná völlinn og í sömu sæti. Að hennar sögn þá vildi ekki lögreglan taka við þeim og það var ekkert meira sem þau gátu gert. Það er sem sagt ekki nóg að hella bjór yfir alla í kringum sig, ógna fólki og hræða börn í kringum sig til að ógilda miða í úrslitaleik KSÍ. Ég hef starfað í gæslu á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum nokkru sinnum og þurft að vísa fólki þar út af svæðinu fyrir minna tilefni. Það er lítið mál að klippa á armbönd eða ógilda miða og ótækt að skýla sér á bakvið lögregluna í því tilefni. Það voru allt of fáir í gæslu á þessum viðburði og ég veit ekki hvort það hafi verið vegna vanhæfi KSÍ eða þess sem sá um gæsluna. Ef að það á að vera leyft áfengi á svona viðburðum þá þarf líka að vera næg gæsla til að sjá til þess að fjölskyldufólk geti horft á leikinn án þess að hafa áhyggjur af bæði sálrænu og líkamlegu öryggi barna sinna. Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík FH KSÍ Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Hrannar Már Ásgeirs Sigrúnarson fór ásamt börnum sínum tveimur, níu og ellefu ára, á úrslitaleik Mjólkurbikars karla á laugardaginn. Spennandi leik þar sem Víkingur vann FH með þremur mörkum gegn tveimur. Hann lýsti upplifun sinni af leiknum í færslu á Facebook þar sem hann sagði að drukknir unglingar hafi verið með ólæti, hellt bjór yfir nærstadda, ekki staðið í lappirnar og börnin hans hafi orðið hrædd. „Gæslan var takmörkuð, döpur og það voru engir gæslumenn sjáanlegir á svæðinu. Þeir sem voru í stúkunni voru að horfa á leikinn. Það voru örfáir gæslumenn niðri á hlaupabrautinni en annars sá maður þá varla,“ segir Hrannar í samtali við Vísi í dag. Hann sat FH-megin í stúkunni á Laugardalsvelli. Stóðu upp, óðu milli sæta og rifu kjaft „Á næsta bekk fyrir aftan okkur var pabbi með son sinn og fjölskylda með tvo litla stráka fyrir framan okkur. Það voru börn þarna út um allt, frá 3-12 ára. Síðan mjög ölvaðir unglingar. Þegar leið á leikinn stóðu þeir upp og rifu kjaft um að þeir mættu standa þótt börnin sæju ekki og óðu milli sæta.“ Hrannari Má Ásgeirs Sigrúnarsyni var brugðið á bikarúrslitaleiknum. Að sögn Hrannars færðu nokkrir áhorfendur sig í hálfleik í burtu frá ólátabelgjunum. En ástandið versnaði svo eftir því sem leið á leikinn. Hrannar bað gæslufólk um að vísa þeim drukknu í burtu. „Krakkarnir í kringum þá voru orðnir mjög hræddir og stelpan mín var farin að gráta af hræðslu. Gæslan kom loksins og vísaði þeim í burtu en einhverjum tíu mínútum síðar voru þeir komnir aftur í sætin sín. Þá sá ég engan annan kost í stöðunni,“ segir Hrannar. Hann segist hafa starfað við gæslu á Þjóðhátíð og þá hafi fólki verið vísað frá fyrir minni sakir, eða minni ölvun. „Þarna var þeim hent út en af því að lögreglan vildi ekki taka við þeim aftur var þeim hleypt aftur inn á völlinn, í stað þess að ógilda miðann. Gæslan réði ekki við þetta hlutverk. Það er ekki hægt að selja áfengi og bæta ekki gæsluna.“ Betra að skipta stúkunni upp Hrannar hefur farið á ófáa fótboltaleiki í gegnum tíðina svo hann er ýmsu vanur. Hann segir að ef vill eigi að skipta stúkunni betur upp, á milli fjölskyldna og svo harðkjarna stuðningsmanna. Stuðningsmönnum sem var vísað í burtu fengu að koma aftur í stúkuna.vísir/hulda margrét „Ég hef farið á leiki í Englandi, Þýskalandi og Danmörku. Ég hef verið á leik Bröndby og FC Kaupmannahöfn þar sem verstu fótboltabullurnar á Norðurlöndunum eru. Þar er þetta ekki svona. Þar er selt á fjölskyldusvæði og bullusvæði. Þessir strákar mega alveg vera fullir og með læti en þá eiga þeir að vera á þannig svæði,“ segir Hrannar. Hálfvitar verða alltaf hálfvitar Ómar Smárason, samskiptastjóri KSÍ, segir að öryggisgæslan á bikarúrslitaleiknum á laugardaginn hafi verið með hefðbundnu sniði. Erfitt sé hins vegar að eiga við fólk með einbeittan brotavilja. „Ég held að hálfvitar verði alltaf hálfvitar. Það er fátt sem stoppar hálfvita í að hegða sér eins og hálfviti ef hann ætlar að gera það á annað borð. Þá breytir engu hversu margir eru í gæslunni. Það er kjarninn í þessu,“ segir Ómar við Vísi í dag. „Uppsetningin á gæslunni er alltaf metin fyrir hvern einasta leik. Núna erum við í endurmati eins og eftir alla leiki. Eitt af því sem við erum að skoða er framkvæmdin í heild sinni, þar á meðal þessi atvik sem komu upp. Gæslan var eins og hún átti að vera.“ Ómar Smárason er samskiptastjóri KSÍ.vísir/vilhelm En voru meiri skrílslæti á leiknum á laugardaginn en öðrum stórum leikjum undanfarin ár? „Ég get ekki sagt til um það núna en ég held ekki án þess að geta fullyrt um það,“ svaraði Ómar. „Þetta eru hlutir sem koma upp, við skoðum þetta bara og sjáum svo hvort ástæða sé til einhverra sérstakra aðgerða. Gæslan er í höndum fólks úr björgunarsveitinni sem eru sjálfboðaliðar hennar en KSÍ greiðir henni fyrir að skaffa fólk. Þetta er fólk með mikla reynslu af því að stýra mannfjölda.“ Víkingar báðust afsökunar Hrannar og börn hans sátu sem fyrr segir meðal stuðningsmanna FH í stúkunni. Ólætin voru þó víðar og í samtali við Vísi lýsti einn gæslumaður því að hann myndi ekki taka aftur að sér gæslustörf á bikarleikjum nema tekið væri harðar á ólátum stuðningsmanna. Hann sagði framkomu nokkurra stuðningsmanna Víkings til háborinnar skammar. Víkingur sendi frá sér yfirlýsingu í hádeginu í gær þar sem framkoma stuðningsmannanna er hörmuð. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum frá leiknum og vill tala við viðkomandi stuðningsmenn. Sem fyrr sagði vann Víkingur leikinn, 3-2, og varð þar með bikarmeistari þriðja skiptið í röð og fjórða sinn í sögu félagsins. Færslu Hrannars á Facebook má sjá hér fyrir neðan. Gæslan á þessum leik var KSÍ og þeim sem komu að þessum leik til háborinnar skammar. Ég fór á þennan leik með Ask og Sif og óhætt að segja að þeim var báðum búið að hlakka mikið til að fara á þennan leik. Við sátum á ágætis stað nokkuð langt frá hörðustu stuðningsmönnunum. Fyrir framan okkur var fjölskylda með tvo litla stráka ca. 3-5.ára og unglings stelpu og bakvið okkur var pabbi með strák á svipuðu reiki og Askur og Sif 9-11.ára. Á milli okkar allra voru ungir strákar, efa að þeir hafi verið búnir að ná 20.ára aldri. Þeir voru fjórir saman og þeir voru flestir rólegir fyrir utan einn sem var ofurölvi áður en leikurinn byrjaði. Áður en 5 mínútur voru liðnar af leiknum þá var þessi fulli búin að fara í sjoppuna og ná í 4 bjóra fyrir línuna, þó hann hafi ekki náð að koma þeim öllum út. Stuttu síðar þá kom eitthvað örlítið vafaatriði og hann (fulli) brást við með því að sveifla hendinni sem hélt á fullum bjór. Hann helti honum öllum yfir mömmuna og unglingsstelpuna sem sátu fyrir framan okkur. Ég fylltist aðdáunar þegar mamman snéri sér við, horfði strákinn í augun meðan hún tók trefillin af honum og þurrkaði upp bjórinn sem hún skvetti yfir þær og sætin. Í hálfleik þá gafst pabbinn sem sat bakvið okkur upp á þessu og færi sig í önnur sæti og bauð okkur sín sæti í röðinni fyrir ofan stráknana, við vorum búin að eyða hálfleiknum við hliðná þeim og þáðum við það. Í seinni hálfleik virtist sem að vínið væri örlíð byrjað að svæfa strákinn og hann var rólegri, kannski að hann hafi ekki átt efni á meiri bjór. Greinilega átti hann einhvern góðan að því á ca.70 mínútu kom vinur hans, sem hafði ekki setið með þeim áður, með meiri bjór. Þeir voru í það góðu skapi að þeir ákváðu að það væri best að standa. Ég bað þá vinsamlegast um að setjast aftur þar sem þeir voru fyrir krökkunum sem sátu bakvið þá og sáu ekkert. Einnig voru þeir það valtir að þeir voru að detta á bekkina fyrir framan sig. Sá sem seinna kom tók þessum tilmælum mjög illa þannig að bæði Askur og Sif urðu hrædd, Sif reyndar það hrædd að hún byrjaði að gráta. Fólk sem sat á bekk aftan við mig steig inn í og færði ég krakkana þangað meðan ég náði í gæslu, því hún var aldrei sjáanleg í stúku á meðan leik stóð. Eftir um 10 mínútur kom gæslan loksins og fjarlægði þessa tvo stráka sem voru ofurölvi og til ama fyrir allar fjölskyldur sem voru í kring. Við settumst og loksins byrjuðum við að geta horft á leikinn aftur enda framlenging að byrja. Þegar stutt var liðið á framlengingu þá komu þessir strákar aftur og settust í sætin fyrir framan okkur. Við það sá ég ekki annan kost en að standa upp og labba í burtu með krakkana enda Sif enn með tárin í augunum af hræðslu við þá. Eftir leik þá hitti ég gæslukonuna sem sá til þess að þessir strákar voru fjarlægðir og spurði hana af hverju þeir hefðu aftur komið inná völlinn og í sömu sæti. Að hennar sögn þá vildi ekki lögreglan taka við þeim og það var ekkert meira sem þau gátu gert. Það er sem sagt ekki nóg að hella bjór yfir alla í kringum sig, ógna fólki og hræða börn í kringum sig til að ógilda miða í úrslitaleik KSÍ. Ég hef starfað í gæslu á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum nokkru sinnum og þurft að vísa fólki þar út af svæðinu fyrir minna tilefni. Það er lítið mál að klippa á armbönd eða ógilda miða og ótækt að skýla sér á bakvið lögregluna í því tilefni. Það voru allt of fáir í gæslu á þessum viðburði og ég veit ekki hvort það hafi verið vegna vanhæfi KSÍ eða þess sem sá um gæsluna. Ef að það á að vera leyft áfengi á svona viðburðum þá þarf líka að vera næg gæsla til að sjá til þess að fjölskyldufólk geti horft á leikinn án þess að hafa áhyggjur af bæði sálrænu og líkamlegu öryggi barna sinna.
Gæslan á þessum leik var KSÍ og þeim sem komu að þessum leik til háborinnar skammar. Ég fór á þennan leik með Ask og Sif og óhætt að segja að þeim var báðum búið að hlakka mikið til að fara á þennan leik. Við sátum á ágætis stað nokkuð langt frá hörðustu stuðningsmönnunum. Fyrir framan okkur var fjölskylda með tvo litla stráka ca. 3-5.ára og unglings stelpu og bakvið okkur var pabbi með strák á svipuðu reiki og Askur og Sif 9-11.ára. Á milli okkar allra voru ungir strákar, efa að þeir hafi verið búnir að ná 20.ára aldri. Þeir voru fjórir saman og þeir voru flestir rólegir fyrir utan einn sem var ofurölvi áður en leikurinn byrjaði. Áður en 5 mínútur voru liðnar af leiknum þá var þessi fulli búin að fara í sjoppuna og ná í 4 bjóra fyrir línuna, þó hann hafi ekki náð að koma þeim öllum út. Stuttu síðar þá kom eitthvað örlítið vafaatriði og hann (fulli) brást við með því að sveifla hendinni sem hélt á fullum bjór. Hann helti honum öllum yfir mömmuna og unglingsstelpuna sem sátu fyrir framan okkur. Ég fylltist aðdáunar þegar mamman snéri sér við, horfði strákinn í augun meðan hún tók trefillin af honum og þurrkaði upp bjórinn sem hún skvetti yfir þær og sætin. Í hálfleik þá gafst pabbinn sem sat bakvið okkur upp á þessu og færi sig í önnur sæti og bauð okkur sín sæti í röðinni fyrir ofan stráknana, við vorum búin að eyða hálfleiknum við hliðná þeim og þáðum við það. Í seinni hálfleik virtist sem að vínið væri örlíð byrjað að svæfa strákinn og hann var rólegri, kannski að hann hafi ekki átt efni á meiri bjór. Greinilega átti hann einhvern góðan að því á ca.70 mínútu kom vinur hans, sem hafði ekki setið með þeim áður, með meiri bjór. Þeir voru í það góðu skapi að þeir ákváðu að það væri best að standa. Ég bað þá vinsamlegast um að setjast aftur þar sem þeir voru fyrir krökkunum sem sátu bakvið þá og sáu ekkert. Einnig voru þeir það valtir að þeir voru að detta á bekkina fyrir framan sig. Sá sem seinna kom tók þessum tilmælum mjög illa þannig að bæði Askur og Sif urðu hrædd, Sif reyndar það hrædd að hún byrjaði að gráta. Fólk sem sat á bekk aftan við mig steig inn í og færði ég krakkana þangað meðan ég náði í gæslu, því hún var aldrei sjáanleg í stúku á meðan leik stóð. Eftir um 10 mínútur kom gæslan loksins og fjarlægði þessa tvo stráka sem voru ofurölvi og til ama fyrir allar fjölskyldur sem voru í kring. Við settumst og loksins byrjuðum við að geta horft á leikinn aftur enda framlenging að byrja. Þegar stutt var liðið á framlengingu þá komu þessir strákar aftur og settust í sætin fyrir framan okkur. Við það sá ég ekki annan kost en að standa upp og labba í burtu með krakkana enda Sif enn með tárin í augunum af hræðslu við þá. Eftir leik þá hitti ég gæslukonuna sem sá til þess að þessir strákar voru fjarlægðir og spurði hana af hverju þeir hefðu aftur komið inná völlinn og í sömu sæti. Að hennar sögn þá vildi ekki lögreglan taka við þeim og það var ekkert meira sem þau gátu gert. Það er sem sagt ekki nóg að hella bjór yfir alla í kringum sig, ógna fólki og hræða börn í kringum sig til að ógilda miða í úrslitaleik KSÍ. Ég hef starfað í gæslu á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum nokkru sinnum og þurft að vísa fólki þar út af svæðinu fyrir minna tilefni. Það er lítið mál að klippa á armbönd eða ógilda miða og ótækt að skýla sér á bakvið lögregluna í því tilefni. Það voru allt of fáir í gæslu á þessum viðburði og ég veit ekki hvort það hafi verið vegna vanhæfi KSÍ eða þess sem sá um gæsluna. Ef að það á að vera leyft áfengi á svona viðburðum þá þarf líka að vera næg gæsla til að sjá til þess að fjölskyldufólk geti horft á leikinn án þess að hafa áhyggjur af bæði sálrænu og líkamlegu öryggi barna sinna.
Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík FH KSÍ Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira