Sjáðu sjálfsmark KR, dönsku skærin og vonbrigði ÍA: „Þú stendur ofan í þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 3. október 2022 09:00 Rauða spjaldið fór á loft í Reykjanesbæ í gær þar sem ÍA færðist nær falli niður í Lengjudeildina. Stöð 2 Sport Fyrsta úrslitakeppnin í sögu efstu deildar karla í fótbolta fór af stað í gær með einum leik í efri hluta og tveimur í neðri hluta. Ellefu mörk voru skoruð og rauða spjaldið fór tvisvar á loft, eins og sjá má í myndböndum hér á Vísi. KA svo gott sem tryggði sér sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð þegar liðið vann 1-0 sigur á heimavelli gegn KR, með sjálfsmarki Pontus Lindgren. Úr því að Víkingur varð bikarmeistari um helgina dugar KA 3. sæti til að komast í Evrópukeppni, og er liðið núna fjórtán stigum á undan Val sem er í 4. sæti. KA er auk þess aðeins fimm stigum á eftir toppliði Breiðabliks sem mætir Stjörnunni í kvöld. Klippa: Sigurmark KA gegn KR Keflavík og Fram alveg laus við fallhættu Segja má að Keflavík hafi rekið nagla í kistu Skagamanna, þó ekki þann síðasta, með 3-2 sigri í afar fjörugum leik liðanna. Árni Salvar Heimisson kom ÍA yfir en Kian Williams og Patrik Johannesen, sem skoraði úr víti, komu Keflavík yfir fyrir hálfleik. Johannes Vall jafnaði fyrir ÍA en Joey Gibbs skoraði sigurmark Keflavíkur með alvöru neglu, beint úr aukaspyrnu. Í uppbótartíma fékk Oliver Stefánsson úr ÍA svo sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir tæklingu, og var afar óánægður með dóminn. „Þú stendur ofan í þessu maður,“ kallaði Oliver að fjórða dómara leiksins svo heyra mátti í myndbandinu. Klippa: Mörk og rautt í leik Keflavíkur og ÍA Eins og vanalega var svo mikið skorað í Grafarholti þar sem Fram vann 3-2 sigur gegn Leikni. Mikkel Dahl kom Leikni reyndar yfir en Delphin Tshiembe jafnaði fljótt metin. Í seinni hálfleik skoraði Daninn Jannik Pohl svo tvö mörk, það fyrra eftir að hafa leikið snyrtilega á Viktor Frey Sigurðsson í marki Leiknis en hið seinna eftir góða fyrirgjöf frá Fred. Undir lokin fékk Óskar Jónsson í liði Fram rautt spjald fyrir brot sem aftasti maður og Emil Berger skoraði úr vítinu sem einnig var dæmt. Það var þó of seint fyrir Leikni sem enn á ný tapaði fyrir Fram á leiktíðinni. Klippa: Mörk Fram og Leiknis Staðan í neðri hlutanum er því þannig að Keflavík og Fram hafa slitið sig algjörlega frá hættunni á því að falla. ÍBV og Leiknir eru með 20 stig, FH 19 og ÍA 15, en ÍBV og FH mætast í Eyjum á miðvikudaginn. Besta deild karla KR ÍA KA Keflavík ÍF Fram Leiknir Reykjavík Fótbolti Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
KA svo gott sem tryggði sér sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð þegar liðið vann 1-0 sigur á heimavelli gegn KR, með sjálfsmarki Pontus Lindgren. Úr því að Víkingur varð bikarmeistari um helgina dugar KA 3. sæti til að komast í Evrópukeppni, og er liðið núna fjórtán stigum á undan Val sem er í 4. sæti. KA er auk þess aðeins fimm stigum á eftir toppliði Breiðabliks sem mætir Stjörnunni í kvöld. Klippa: Sigurmark KA gegn KR Keflavík og Fram alveg laus við fallhættu Segja má að Keflavík hafi rekið nagla í kistu Skagamanna, þó ekki þann síðasta, með 3-2 sigri í afar fjörugum leik liðanna. Árni Salvar Heimisson kom ÍA yfir en Kian Williams og Patrik Johannesen, sem skoraði úr víti, komu Keflavík yfir fyrir hálfleik. Johannes Vall jafnaði fyrir ÍA en Joey Gibbs skoraði sigurmark Keflavíkur með alvöru neglu, beint úr aukaspyrnu. Í uppbótartíma fékk Oliver Stefánsson úr ÍA svo sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir tæklingu, og var afar óánægður með dóminn. „Þú stendur ofan í þessu maður,“ kallaði Oliver að fjórða dómara leiksins svo heyra mátti í myndbandinu. Klippa: Mörk og rautt í leik Keflavíkur og ÍA Eins og vanalega var svo mikið skorað í Grafarholti þar sem Fram vann 3-2 sigur gegn Leikni. Mikkel Dahl kom Leikni reyndar yfir en Delphin Tshiembe jafnaði fljótt metin. Í seinni hálfleik skoraði Daninn Jannik Pohl svo tvö mörk, það fyrra eftir að hafa leikið snyrtilega á Viktor Frey Sigurðsson í marki Leiknis en hið seinna eftir góða fyrirgjöf frá Fred. Undir lokin fékk Óskar Jónsson í liði Fram rautt spjald fyrir brot sem aftasti maður og Emil Berger skoraði úr vítinu sem einnig var dæmt. Það var þó of seint fyrir Leikni sem enn á ný tapaði fyrir Fram á leiktíðinni. Klippa: Mörk Fram og Leiknis Staðan í neðri hlutanum er því þannig að Keflavík og Fram hafa slitið sig algjörlega frá hættunni á því að falla. ÍBV og Leiknir eru með 20 stig, FH 19 og ÍA 15, en ÍBV og FH mætast í Eyjum á miðvikudaginn.
Besta deild karla KR ÍA KA Keflavík ÍF Fram Leiknir Reykjavík Fótbolti Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira