Breyttar matarvenjur Íslendinga: Unnar kjötvörur og soðnar kartöflur að hverfa úr matarmenningunni Elísabet Hanna skrifar 2. október 2022 11:30 Nanna Rögnvaldardóttir hefur gefið út tuttugu og þrjár matreiðslubækur yfir ævina. Vísir. Matarvenjur Íslendinga hafa breyst töluvert síðustu áratugi eða síðan fiskbúðingur og fiskibollur í dós voru dags daglega á borðum. Rithöfundurinn og matarunnandinn Nanna Rögnvaldardóttir hefur fylgst vel með þeirri þróun sem hefur átt sér stað. Nanna hefur gefið út tuttugu og þrjár matreiðslubækur í gegnum ævina og heldur úti Facebook síðunni Matur fortíðarinnar. Fyrsta bókin sem Nanna gaf út um mat og matargerð var bókin Matarást. Hún kom út árið 1998 og var ríflega sjö hundruð blaðsíður. Meiri breytingar síðustu áratugi en á öðrum tímabilum sögunnar Nanna segir matarvenjur Íslendinga hafa breyst gríðarlega síðustu áratugi og jafnvel meira en nokkurt annað tímabil í sögunni. „Þegar var að skrifa matarást, það er rétt fyrir aldamót, þá var ekki til íslenskt nafn á rucola eða arugula. Fimm árum seinna þá fletti maður varla matreiðslubók eða blaði án þess að það væri uppskrift með klettasalati. Þetta birtist bara allt í einu,“ segir hún. Hún segir klettasalatið hafa birst skyndilega.Getty/Arx0nt Fjölbreytilegri matur í dag Nanna segir matinn í dag vera orðinn fjölbreytilegri og að gott aðgengi sé að tilbúnum vörum eins og sósum í krukkum. Hún segir pasta, pítsur og austurlenskan mat vera orðinn hluti af matarvenjum Íslendinga. Hún segir aðgengi að matvælum fyrir mataræði líkt og grænkera einnig vera orðið mun aðgengilegra. Hún segir að í gamla daga hafi verið mun meira um unnar kjötvörur. „Það var gjarnan eitthvað fljótlegt eins og fiskbúðingur, fiskibollur, bjúgu, pylsur og eitthvað svoleiðis,“ segir hún um það sem boðið var upp á. Nanna segir mat sem tók lengri tíma en krafðist ekki mikillar fyrirhafnar einnig hafa verið vinsælan eins og kjöt í karrý og plokkfiskur. Sjálf segir hún kjöt í karrý alltaf hafa verið í sérstöku uppáhaldi. Skjáskot af Facebook síðu Nönnu, Matur fortíðarinnar þar sem rætt er um fiskibollur í dós.Skjáskot Neysla á kartöflum hefur minnkað Fyrir nokkrum áratugum segir hún kartöflur hafa fylgt hverri máltíð sem borin var fram. „Það mátti ekki sleppa kartöflunum. Ég hef þekkt fullt af fólki sem getur ekki hugsað sér að borða mat án þess að hafa kartöflur með, fólk af eldri kynslóðinni, alveg sama hvað það var,“ segir hún. Yngra fólkið telur Nanna ekki jafn sólgið í kartöflur nema um sé að ræða franskar og segir neyslu soðinna kartaflna hafa minnkað. Hún segir neyslu á kartöflum hafa minnkað með árunum nema um sé að ræða frankar kartöflur.Getty/Fernanda Carneiro / EyeEm Það var alltaf tvírétta Hún segir það stundum gleymast að flestar kvöldmáltíðir í kringum 1975 hafi verið tvírétta. Þá hafi verið boðið upp á mat og þar á eftir hafi fylgt grautur eða súpa. „Það voru allskonar grautar. Grjónagrautar, ávaxtagrautar, rabbabaragrautar og fleira svo voru súpur auðvitað líka. Kakósúpa, makkarónusúpa og hitt og þetta, þetta var stór hluti af máltíðinni og mörgum fannst ekki vera matur nema væri tvíréttað,“ segir hún um þá hefð. Hunangsrúlluterta var uppáhaldi hjá Nönnu.Matur fortíðarinnar. Telur næringargildi ekki ólíkt Aðspurð um næringargildi í máltíðum fyrir nokkrum áratugum og í dag telur hún muninn ekki vera gríðarlegan. „Þessi matur sem ég ólst upp við, hann var mun orkuríkari, það var meiri fita í honum það var í sumum tilvikum meiri sykur en ekkert endilega. Það var miklu minna af grænmeti og þess háttar en hann var ekkert óhollur,“ segir Nanna um mat fortíðarinnar. Hún segir vera meira af ávöxtum og grænmeti í dag hjá flestum en þó ekki öllum. Einnig segir hún vera meiri kolvetni í til dæmis pítsum og pastaréttum sem eru algengir réttir í dag. „Við erum ekki lengur að borða graut í eftirmat á hverjum degi og strá sykri yfir hann en sykurinn hann er í alveg sama magni, það er bara falið núna í sætum mjólkurvörum og öllu mögulegu slíku,“ segir Nanna. Hún segir sykur vera faldari í matvælum í dag en í gamla daga þegar honum var stráð yfir til dæmis grauta.Getty/ Thodsaphol Tamklang / EyeEm Avocado var ekki til Nanna segir lárperur til dæmis ekki hafa verið algengar hér á landi fyrir nokkrum áratugum: „Það hafði enginn heyrt nefnt. Nei. Avocado var ekki til. Og margir ávextir og grænmetistegundir sem er mjög algengt núna sem bara sást aldrei.“ Hún segir matarvenjur í dag þó ekki vera slæmar: „Það er margt af þessu gífurlega vinnusparandi og ég myndi ekki vilja lifa sama lífi og ömmur mínar að þessu leyti og hafa ekki öll þessi nútímaþægindi.“ Fiskmeti í dós á enn dygga aðdáendur Þegar Ora var stofnað árið 1952 voru mest seldu vörurnar fiskbúðingur, fiskibollur í dós og grænar baunir. Grænu baunirnar eru þar enn fremstar í flokki en dregið hefur úr sölu á fiskmeti í dós. Marta B. Marteinsdóttir vörumerkjastjóri Ora segir uppsveiflu hafa komið í sölu á matvælum í niðursuðudósum í heimsfaraldrinum. Mynd frá starfsemi Ora fyrir nokkrum áratugum síðan.Ora Marta segir fiskmeti í niðursuðudósum þó enn eiga dygga aðdáendur: „Það eru enn þá tryggir kúnnar sem eru að færa þetta niður í ættliði.“ Ora svaraði kalli þeirra kúnna með sérstakri sjötíu ára afmælisútgáfu af fiskibollum í dós í bleikri- og karrýsósu. Matur Tengdar fréttir Kindabjúgu slá í gegn á tímum Covid-19 Kindabjúgu er sá matur, sem Íslendingar virðast vera hrifnast af nú þegar kórónaveiran gengur yfir samkvæmt upplýsingum frá forstjóra Sláturfélags Suðurlands. 4. apríl 2020 12:30 Matarvenjur barna og sóun Uppeldi barna er mikil áskorun fyrir alla sem að því verkefni koma og er um margt að hugsa í því samhengi. 18. júlí 2019 08:30 Draumur í dós Dósamatur varð um skeið að stöðutákni og efnafólk kepptist við að kaupa hvers kyns niðursoðnar kræsingar, þegar nýjabrumið hvarf urðu niðursoðnu matvælin á ný fæða hermanna og sjómanna í langsiglingum. Á þessu fyrsta tímabili ráku menn sig líka illilega á takmarkaða efnafræðikunnáttu sína, því dósum var yfirleitt lokað með blýblöndu og komu upp ýmis dæmi blýeitrunar sem rekja hefði mátt til niðursuðudósa. 23. október 2016 10:00 Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fleiri fréttir „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Sjá meira
Nanna hefur gefið út tuttugu og þrjár matreiðslubækur í gegnum ævina og heldur úti Facebook síðunni Matur fortíðarinnar. Fyrsta bókin sem Nanna gaf út um mat og matargerð var bókin Matarást. Hún kom út árið 1998 og var ríflega sjö hundruð blaðsíður. Meiri breytingar síðustu áratugi en á öðrum tímabilum sögunnar Nanna segir matarvenjur Íslendinga hafa breyst gríðarlega síðustu áratugi og jafnvel meira en nokkurt annað tímabil í sögunni. „Þegar var að skrifa matarást, það er rétt fyrir aldamót, þá var ekki til íslenskt nafn á rucola eða arugula. Fimm árum seinna þá fletti maður varla matreiðslubók eða blaði án þess að það væri uppskrift með klettasalati. Þetta birtist bara allt í einu,“ segir hún. Hún segir klettasalatið hafa birst skyndilega.Getty/Arx0nt Fjölbreytilegri matur í dag Nanna segir matinn í dag vera orðinn fjölbreytilegri og að gott aðgengi sé að tilbúnum vörum eins og sósum í krukkum. Hún segir pasta, pítsur og austurlenskan mat vera orðinn hluti af matarvenjum Íslendinga. Hún segir aðgengi að matvælum fyrir mataræði líkt og grænkera einnig vera orðið mun aðgengilegra. Hún segir að í gamla daga hafi verið mun meira um unnar kjötvörur. „Það var gjarnan eitthvað fljótlegt eins og fiskbúðingur, fiskibollur, bjúgu, pylsur og eitthvað svoleiðis,“ segir hún um það sem boðið var upp á. Nanna segir mat sem tók lengri tíma en krafðist ekki mikillar fyrirhafnar einnig hafa verið vinsælan eins og kjöt í karrý og plokkfiskur. Sjálf segir hún kjöt í karrý alltaf hafa verið í sérstöku uppáhaldi. Skjáskot af Facebook síðu Nönnu, Matur fortíðarinnar þar sem rætt er um fiskibollur í dós.Skjáskot Neysla á kartöflum hefur minnkað Fyrir nokkrum áratugum segir hún kartöflur hafa fylgt hverri máltíð sem borin var fram. „Það mátti ekki sleppa kartöflunum. Ég hef þekkt fullt af fólki sem getur ekki hugsað sér að borða mat án þess að hafa kartöflur með, fólk af eldri kynslóðinni, alveg sama hvað það var,“ segir hún. Yngra fólkið telur Nanna ekki jafn sólgið í kartöflur nema um sé að ræða franskar og segir neyslu soðinna kartaflna hafa minnkað. Hún segir neyslu á kartöflum hafa minnkað með árunum nema um sé að ræða frankar kartöflur.Getty/Fernanda Carneiro / EyeEm Það var alltaf tvírétta Hún segir það stundum gleymast að flestar kvöldmáltíðir í kringum 1975 hafi verið tvírétta. Þá hafi verið boðið upp á mat og þar á eftir hafi fylgt grautur eða súpa. „Það voru allskonar grautar. Grjónagrautar, ávaxtagrautar, rabbabaragrautar og fleira svo voru súpur auðvitað líka. Kakósúpa, makkarónusúpa og hitt og þetta, þetta var stór hluti af máltíðinni og mörgum fannst ekki vera matur nema væri tvíréttað,“ segir hún um þá hefð. Hunangsrúlluterta var uppáhaldi hjá Nönnu.Matur fortíðarinnar. Telur næringargildi ekki ólíkt Aðspurð um næringargildi í máltíðum fyrir nokkrum áratugum og í dag telur hún muninn ekki vera gríðarlegan. „Þessi matur sem ég ólst upp við, hann var mun orkuríkari, það var meiri fita í honum það var í sumum tilvikum meiri sykur en ekkert endilega. Það var miklu minna af grænmeti og þess háttar en hann var ekkert óhollur,“ segir Nanna um mat fortíðarinnar. Hún segir vera meira af ávöxtum og grænmeti í dag hjá flestum en þó ekki öllum. Einnig segir hún vera meiri kolvetni í til dæmis pítsum og pastaréttum sem eru algengir réttir í dag. „Við erum ekki lengur að borða graut í eftirmat á hverjum degi og strá sykri yfir hann en sykurinn hann er í alveg sama magni, það er bara falið núna í sætum mjólkurvörum og öllu mögulegu slíku,“ segir Nanna. Hún segir sykur vera faldari í matvælum í dag en í gamla daga þegar honum var stráð yfir til dæmis grauta.Getty/ Thodsaphol Tamklang / EyeEm Avocado var ekki til Nanna segir lárperur til dæmis ekki hafa verið algengar hér á landi fyrir nokkrum áratugum: „Það hafði enginn heyrt nefnt. Nei. Avocado var ekki til. Og margir ávextir og grænmetistegundir sem er mjög algengt núna sem bara sást aldrei.“ Hún segir matarvenjur í dag þó ekki vera slæmar: „Það er margt af þessu gífurlega vinnusparandi og ég myndi ekki vilja lifa sama lífi og ömmur mínar að þessu leyti og hafa ekki öll þessi nútímaþægindi.“ Fiskmeti í dós á enn dygga aðdáendur Þegar Ora var stofnað árið 1952 voru mest seldu vörurnar fiskbúðingur, fiskibollur í dós og grænar baunir. Grænu baunirnar eru þar enn fremstar í flokki en dregið hefur úr sölu á fiskmeti í dós. Marta B. Marteinsdóttir vörumerkjastjóri Ora segir uppsveiflu hafa komið í sölu á matvælum í niðursuðudósum í heimsfaraldrinum. Mynd frá starfsemi Ora fyrir nokkrum áratugum síðan.Ora Marta segir fiskmeti í niðursuðudósum þó enn eiga dygga aðdáendur: „Það eru enn þá tryggir kúnnar sem eru að færa þetta niður í ættliði.“ Ora svaraði kalli þeirra kúnna með sérstakri sjötíu ára afmælisútgáfu af fiskibollum í dós í bleikri- og karrýsósu.
Matur Tengdar fréttir Kindabjúgu slá í gegn á tímum Covid-19 Kindabjúgu er sá matur, sem Íslendingar virðast vera hrifnast af nú þegar kórónaveiran gengur yfir samkvæmt upplýsingum frá forstjóra Sláturfélags Suðurlands. 4. apríl 2020 12:30 Matarvenjur barna og sóun Uppeldi barna er mikil áskorun fyrir alla sem að því verkefni koma og er um margt að hugsa í því samhengi. 18. júlí 2019 08:30 Draumur í dós Dósamatur varð um skeið að stöðutákni og efnafólk kepptist við að kaupa hvers kyns niðursoðnar kræsingar, þegar nýjabrumið hvarf urðu niðursoðnu matvælin á ný fæða hermanna og sjómanna í langsiglingum. Á þessu fyrsta tímabili ráku menn sig líka illilega á takmarkaða efnafræðikunnáttu sína, því dósum var yfirleitt lokað með blýblöndu og komu upp ýmis dæmi blýeitrunar sem rekja hefði mátt til niðursuðudósa. 23. október 2016 10:00 Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fleiri fréttir „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Sjá meira
Kindabjúgu slá í gegn á tímum Covid-19 Kindabjúgu er sá matur, sem Íslendingar virðast vera hrifnast af nú þegar kórónaveiran gengur yfir samkvæmt upplýsingum frá forstjóra Sláturfélags Suðurlands. 4. apríl 2020 12:30
Matarvenjur barna og sóun Uppeldi barna er mikil áskorun fyrir alla sem að því verkefni koma og er um margt að hugsa í því samhengi. 18. júlí 2019 08:30
Draumur í dós Dósamatur varð um skeið að stöðutákni og efnafólk kepptist við að kaupa hvers kyns niðursoðnar kræsingar, þegar nýjabrumið hvarf urðu niðursoðnu matvælin á ný fæða hermanna og sjómanna í langsiglingum. Á þessu fyrsta tímabili ráku menn sig líka illilega á takmarkaða efnafræðikunnáttu sína, því dósum var yfirleitt lokað með blýblöndu og komu upp ýmis dæmi blýeitrunar sem rekja hefði mátt til niðursuðudósa. 23. október 2016 10:00