Umfjöllun: FH - Víkingur 2-3 | Víkingur bikarmeistari þriðja tímabilið í röð Hjörvar Ólafsson og Sverrir Mar Smárason skrifa 1. október 2022 19:17 Bikarmeistarar 2022. Vísir/Hulda Margrét Víkingur er bikarmeistari þriðja keppnistímabilið í röð eftir dramatískan sigur á FH í bikarúrslitaleik á Laugardalsvelli í dag. Leikurinn var lokaður og lítið spennandi í upphafi. Hvorugu liðinu tókst að opna andstæðinginn fyrstu 15 mínútur leiksins en í kjölfarið opnaðist leikurinn töluvert. Bæði lið fengu færi til þess að komast yfir en það voru Víkingar sem nýttu það á 26. mínútu. Þeir fengu aðstoð því Ástbjörn Þórðarson, hægri bakvörður FH, stýrði boltanum í eigið net eftir góða fyrirgjöf frá Danijel Djuric. Pablo Punyed kom Víkingum á bragðið.Vísir/ Hulda Margrét Það tók FH ekki nema um 3 mínútur að jafna leikinn. Eftir gott uppspil í gegnum Úlf Ágúst sendi Davíð Snær frábæra sendingu bakvið vörn Víkings í hlaupið fyrir Oliver Heiðarsson. Skot Olivers fór af Ingvari í marki Víkings og þaðan í stöngina og inn. Oliver í þann mund að skora.Vísir/Hulda Margrét Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks reyndu bæði lið að skora annað mark sitt en það var FH sem fékk besta færið. Á 41. mínútu átti Oliver Heiðarsson sprett upp allan völlinn áður en hann lagði boltann fyrir mark Víkings. Úlfur Ágúst var mættur til þess að renna boltanum inn en Birnir Snær elti hann uppi og náði að hreinsa áður. Hálfleikstölur 1-1. Síðari hálfleikur var mjög líkur þeim fyrri. Bæði lið fengu sín tækifæri en eftir hálfleikinn voru Víkingar með yfirhöndina. Á 50. mínútu fékk Víkingur horn. Danijel Djuric sendi spyrnuna inn í teiginn og Kyle McLagan fékk úrvalsfæri en skalli hans í stöngina. Atli Gunnar markmaður náði svo snertingu á boltann áður en Kyle fylgdi á eftir. Stemningin á Laugardalsvelli var góð.Vísir/ Hulda Margrét Helgi Guðjónsson hefði getað komið Víkingum yfir á 83. mínútu einnig. Arnór Borg fékk þá langa sendingu fram og eftir góðan sprett sendi hann boltann á Helga á fjærstönginni. Helgi hefur oft klárað slík færi en vinstri fóturinn brást honum í þetta skiptið. Þeir höfðu báðir komið inná á 75. mínútu ásamt Nikolaj Hansen sem átti heldur betur eftir að láta til sín taka. Nikolaj kom Víkingum loks yfir á 89. mínútu. Logi Tómasson lék þá á Ástbjörn Þórðarson og sendi boltann fyrir markið en Pablo Punyed skallaði boltann áfram inn í teiginn. Nikolaj Hansen stóð einn á fjærstöng og lagði boltann í netið innanfótar. Stúkan Víkingsmegin trylltist auðvitað úr fögnuði. Aftur voru FH-ingar fljótir að jafna og það á ótrúlegan hátt. Ástbjörn Þórðarson tók boltann af Loga Tómassyni úti við endalínu, snéri inn að marki og sendi boltann fyrir. Boltinn fór af varnarmanni Víkinga og þaðan til Ingvars í markinu. Boltinn virtist ekki vera á leið í netið en Ingvari tókst á mjög klaufalegan hátt að stýra honum þangað. Ótrúleg dramatík, nákvæmlega það sem bikarúrslitaleikir eiga að snúast um. Lokatölur í venjulegum leiktíma 2-2 og framlenging í vændum. Þegar aðeins 22 sekúndur voru liðnar af framlengingu var Nikolaj Hansen búinn að skora annað mark sitt, þriðja mark Víkinga og sigurmark leiksins. Logi Tómasson skaust inn á völlinn af vinstri kantinum og sendi fyrirgjöf með hægri beint á kollinn á Nikolaj sem skallaði boltann framhjá Atla Gunnari. Stuðningsmenn Víkings létu ekki sitt eftir liggja í stúkunni.Vísir/ Hulda Margrét Það virtist sem svo að mest púður væri farið úr FH-ingum eftir þetta því þeir náðu lítið að ógna marki Víkings það sem eftir lifði leiks. Víkingar fögnuðu að lokum þriðja bikarmeistaratitli sínum í röð eftir 3-2 sigur í framlengingu. Af hverju vann Víkingur? Þeir voru með yfirhöndina í leiknum heilt yfir, fyrir utan nokkra stutta kafla. Reynslan af svona leikjum vegur líklega þungt. Að eiga einn nánast ónotaðan Nikolaj Hansen til þess að koma inná, skora tvo og klára svona leik er gulls ígildi. Hverjir voru bestir? Af þeim sem spiluðu allan leikinn var Logi Tómasson gríðarlega góður í dag. Leggur upp sigurmarkið og eiginlega mark tvö líka. Nikolaj Hansen er svo valinn maður leiksins þrátt fyrir að hafa komið inná á 75. mínútu. Það er ekkert annað hægt. Úlfur Ágúst og Oliver Heiðarsson leiddu sóknarleik FH í dag og mér fannst þeir koma vel frá þessu. Hvað mætti betur fara? Lykilmenn FH þurfa að eiga miklu betri leik til þess að FH vinni bikar. Matti Villa, Eggert Gunnþór og Björn Daníel spiluðu ekki illa í dag en FH þarf meira frá þeim ef vinna á bikar. Þetta lið á ekki að þurfa að treysta á einstaklingsframtök frá Oliver Heiðars, Davíð Snæ, Úlfi Ágústi og Vuk að mínu mati. Svo koma Kristinn Freyr og Steven Lennon inná. Kristinn var mikið í boltanum og reyndi en Steven Lennon sást ekki. Hvað gerist næst? Víkingar fara í Safamýrina og fagna fram á nótt en ætli FH-ingar fari ekki bara í rólegheit, recovery á morgun og setja einbeitinguna í deildarleikinn á miðvikudaginn í Eyjum. Mjólkurbikar karla FH Víkingur Reykjavík Fótbolti
Víkingur er bikarmeistari þriðja keppnistímabilið í röð eftir dramatískan sigur á FH í bikarúrslitaleik á Laugardalsvelli í dag. Leikurinn var lokaður og lítið spennandi í upphafi. Hvorugu liðinu tókst að opna andstæðinginn fyrstu 15 mínútur leiksins en í kjölfarið opnaðist leikurinn töluvert. Bæði lið fengu færi til þess að komast yfir en það voru Víkingar sem nýttu það á 26. mínútu. Þeir fengu aðstoð því Ástbjörn Þórðarson, hægri bakvörður FH, stýrði boltanum í eigið net eftir góða fyrirgjöf frá Danijel Djuric. Pablo Punyed kom Víkingum á bragðið.Vísir/ Hulda Margrét Það tók FH ekki nema um 3 mínútur að jafna leikinn. Eftir gott uppspil í gegnum Úlf Ágúst sendi Davíð Snær frábæra sendingu bakvið vörn Víkings í hlaupið fyrir Oliver Heiðarsson. Skot Olivers fór af Ingvari í marki Víkings og þaðan í stöngina og inn. Oliver í þann mund að skora.Vísir/Hulda Margrét Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks reyndu bæði lið að skora annað mark sitt en það var FH sem fékk besta færið. Á 41. mínútu átti Oliver Heiðarsson sprett upp allan völlinn áður en hann lagði boltann fyrir mark Víkings. Úlfur Ágúst var mættur til þess að renna boltanum inn en Birnir Snær elti hann uppi og náði að hreinsa áður. Hálfleikstölur 1-1. Síðari hálfleikur var mjög líkur þeim fyrri. Bæði lið fengu sín tækifæri en eftir hálfleikinn voru Víkingar með yfirhöndina. Á 50. mínútu fékk Víkingur horn. Danijel Djuric sendi spyrnuna inn í teiginn og Kyle McLagan fékk úrvalsfæri en skalli hans í stöngina. Atli Gunnar markmaður náði svo snertingu á boltann áður en Kyle fylgdi á eftir. Stemningin á Laugardalsvelli var góð.Vísir/ Hulda Margrét Helgi Guðjónsson hefði getað komið Víkingum yfir á 83. mínútu einnig. Arnór Borg fékk þá langa sendingu fram og eftir góðan sprett sendi hann boltann á Helga á fjærstönginni. Helgi hefur oft klárað slík færi en vinstri fóturinn brást honum í þetta skiptið. Þeir höfðu báðir komið inná á 75. mínútu ásamt Nikolaj Hansen sem átti heldur betur eftir að láta til sín taka. Nikolaj kom Víkingum loks yfir á 89. mínútu. Logi Tómasson lék þá á Ástbjörn Þórðarson og sendi boltann fyrir markið en Pablo Punyed skallaði boltann áfram inn í teiginn. Nikolaj Hansen stóð einn á fjærstöng og lagði boltann í netið innanfótar. Stúkan Víkingsmegin trylltist auðvitað úr fögnuði. Aftur voru FH-ingar fljótir að jafna og það á ótrúlegan hátt. Ástbjörn Þórðarson tók boltann af Loga Tómassyni úti við endalínu, snéri inn að marki og sendi boltann fyrir. Boltinn fór af varnarmanni Víkinga og þaðan til Ingvars í markinu. Boltinn virtist ekki vera á leið í netið en Ingvari tókst á mjög klaufalegan hátt að stýra honum þangað. Ótrúleg dramatík, nákvæmlega það sem bikarúrslitaleikir eiga að snúast um. Lokatölur í venjulegum leiktíma 2-2 og framlenging í vændum. Þegar aðeins 22 sekúndur voru liðnar af framlengingu var Nikolaj Hansen búinn að skora annað mark sitt, þriðja mark Víkinga og sigurmark leiksins. Logi Tómasson skaust inn á völlinn af vinstri kantinum og sendi fyrirgjöf með hægri beint á kollinn á Nikolaj sem skallaði boltann framhjá Atla Gunnari. Stuðningsmenn Víkings létu ekki sitt eftir liggja í stúkunni.Vísir/ Hulda Margrét Það virtist sem svo að mest púður væri farið úr FH-ingum eftir þetta því þeir náðu lítið að ógna marki Víkings það sem eftir lifði leiks. Víkingar fögnuðu að lokum þriðja bikarmeistaratitli sínum í röð eftir 3-2 sigur í framlengingu. Af hverju vann Víkingur? Þeir voru með yfirhöndina í leiknum heilt yfir, fyrir utan nokkra stutta kafla. Reynslan af svona leikjum vegur líklega þungt. Að eiga einn nánast ónotaðan Nikolaj Hansen til þess að koma inná, skora tvo og klára svona leik er gulls ígildi. Hverjir voru bestir? Af þeim sem spiluðu allan leikinn var Logi Tómasson gríðarlega góður í dag. Leggur upp sigurmarkið og eiginlega mark tvö líka. Nikolaj Hansen er svo valinn maður leiksins þrátt fyrir að hafa komið inná á 75. mínútu. Það er ekkert annað hægt. Úlfur Ágúst og Oliver Heiðarsson leiddu sóknarleik FH í dag og mér fannst þeir koma vel frá þessu. Hvað mætti betur fara? Lykilmenn FH þurfa að eiga miklu betri leik til þess að FH vinni bikar. Matti Villa, Eggert Gunnþór og Björn Daníel spiluðu ekki illa í dag en FH þarf meira frá þeim ef vinna á bikar. Þetta lið á ekki að þurfa að treysta á einstaklingsframtök frá Oliver Heiðars, Davíð Snæ, Úlfi Ágústi og Vuk að mínu mati. Svo koma Kristinn Freyr og Steven Lennon inná. Kristinn var mikið í boltanum og reyndi en Steven Lennon sást ekki. Hvað gerist næst? Víkingar fara í Safamýrina og fagna fram á nótt en ætli FH-ingar fari ekki bara í rólegheit, recovery á morgun og setja einbeitinguna í deildarleikinn á miðvikudaginn í Eyjum.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti