Ekki þannig að myndavélar verði settar í hvert horn og hver sem er hleraður Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. september 2022 11:14 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á haustmánuðum um auknar heimildir lögreglu til fyrirbyggjandi rannsókna. Vísir/Arnar Umræðan um frumvarp um rannsóknarheimildir lögreglu ber keim af áróðri að sögn dómsmálaráðherra. Frumvarpið hefur sætt nokkurri gagnrýni en ráðherrann segir ekki nógu skýr ákvæði um heimildir lögreglu til staðar. Það standi alls ekki til að setja myndavélar í hvert horn og hlera fólk sem ekkert hafi af sér gert heldur þurfi einfaldlega að tryggja öryggi borgara. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir helgi að það væri varhugavert að bæta við heimildir lögreglu þar sem hún hefði þegar mjög ríkar rannsóknarheimildir. Þá tók Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður undir með þingmanninum. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, sem lagt hefur fram frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir, segir umræðuna ekki málefnalega og bera keim af áróðri. „Í lögreglulögum er ekki að finna nógu skýr ákvæði um heimildir lögreglu til upplýsingaöflunar í þágu afbrotavarna og það er nauðsynlegt að þær séu skýrar í lögum og afmarkaðar, hvað er það sem lögreglan má gera og í hvaða tilfellum má hún nýta það,“ sagði Jón í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við erum með mjög vaxandi ógn á alþjóðlegri glæpastarfsemi á Íslandi og alþjóðleg glæpastarfsemi virðir engin landamæri,“ sagði Jón og vísaði til þess að mörg stór mál hér á landi, þar á meðal dópmál sem greint var frá í vor og sumar, hafi verið upplýst með aðstoð lögregluyfirvalda erlendis. Lögregla hér á landi hafi þó ekki sömu heimildir og lögregla í til að mynda Skandinavíu og Evrópu. Hann tók sem dæmi ef að hollenska lögreglan gruni Íslendinga um skipulagða glæpastarfsemi og óski eftir því að íslensk yfirvöld haldi eftirlitinu áfram, þá sé það ekki hægt þar sem þeir hafa ekki framið nein afbrot á Íslandi eða að ekki sé rökstuddur grunur um slíkt. „Við erum fyrst og fremst að hugsa um þetta í þessu samhengi. Þannig einhver orðræða hér, eins og hefur komið fram í fréttum meðal annars frá þingmanni Pírata um helgina, um að það eigi nánast að fara að setja upp myndavélar í hvert einasta horn og hlera hér fólk og vera með eftirlit á einhverjum kaffihúsum úti um allan bæ og allir væru undir, þetta er auðvitað alls ekki meiningin,“ sagði Jón. Hafa fengið viðvaranir frá nágrannalöndunum Þingmaður Pírata gagnrýndi enn fremur að auðvelt væri að misnota þær heimildir sem þegar eru til staðar og lítið eftirlit sé til staðar. Að sögn Jóns þurfa vissulega að vera einhverjar takmarkanir, til að mynda að einstaklingur hafi tengsl við skipulagða brotastarfsemi svo hægt sé að hefja eftirlit. Þá væri tillit tekið til gagnrýni um mögulega misnotkun lögreglu. „Þetta er auðvitað fín lína milli friðhelgi einkalífs manna og þar erum við mjög áfram um það í mínum flokki að tryggja að hlutirnir séu í góðu lagi. En mér er efst í huga er að tryggja öryggi í okkar samfélagi. Við sjáum það, það er bara staðreynd að staðan til dæmis í þróun á alþjóðlegri glæpastarfsemi á Íslandi er miklu alvarlegri heldur en jafnvel ég hafði gert mér grein fyrir,“ sagði Jón. „Við viljum ekki að börnin okkar alist upp í þessu samfélagi og við erum með viðvaranir frá lögregluyfirvöldum í okkar samstarfslöndum, sérstaklega á Norðurlöndum, þar sem þau segja bara: Þið verðið að stíga fast núna ef þið ætlið ekki að þróast í sömu átt og við, ástandið hjá ykkur getur orðið enn þá erfiðara eftir fimm til átta ár ef þið grípið ekki inn í,“ sagði hann enn fremur. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglumál Bítið Tengdar fréttir Frumvarp Jóns ekki tengt meintri hryðjuverkatilraun Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að til skoðunar sé að auka viðbúnað hjá lögreglu. Bregðast þurfi við aukinni skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. 23. september 2022 12:24 „Þurfum að fara að stíga fast til jarðar“ Fjórir voru handteknir í gær vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og viðamikil vopnalagabrot. Sérsveit tók þátt í aðgerðum, sem eru taldar hafa orðið til þess að afstýra hættuástandi á staðnum. Dómsmálaráðherra segir komið að því að stíga fast til jarðar í baráttunni við glæpahópa. Lögregla reiknar með að boða til blaðamannafundar í dag vegna aðgerðanna í gær. 22. september 2022 11:32 Leggur fram frumvarp í haust um víðtækar rannsóknarheimildir lögreglu Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra mun í haust leggja fram frumvarp um víðtækar rannsóknarheimildir lögreglu. Lögregla mun meðal annars fá víðtækari heimildir til að afla upplýsinga til að meta ógn af hryðjuverkum og segir Jón þær verða í takt við það sem gengur og gerist í nágrannaríkjum Íslands. 29. júní 2022 06:30 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir helgi að það væri varhugavert að bæta við heimildir lögreglu þar sem hún hefði þegar mjög ríkar rannsóknarheimildir. Þá tók Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður undir með þingmanninum. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, sem lagt hefur fram frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir, segir umræðuna ekki málefnalega og bera keim af áróðri. „Í lögreglulögum er ekki að finna nógu skýr ákvæði um heimildir lögreglu til upplýsingaöflunar í þágu afbrotavarna og það er nauðsynlegt að þær séu skýrar í lögum og afmarkaðar, hvað er það sem lögreglan má gera og í hvaða tilfellum má hún nýta það,“ sagði Jón í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við erum með mjög vaxandi ógn á alþjóðlegri glæpastarfsemi á Íslandi og alþjóðleg glæpastarfsemi virðir engin landamæri,“ sagði Jón og vísaði til þess að mörg stór mál hér á landi, þar á meðal dópmál sem greint var frá í vor og sumar, hafi verið upplýst með aðstoð lögregluyfirvalda erlendis. Lögregla hér á landi hafi þó ekki sömu heimildir og lögregla í til að mynda Skandinavíu og Evrópu. Hann tók sem dæmi ef að hollenska lögreglan gruni Íslendinga um skipulagða glæpastarfsemi og óski eftir því að íslensk yfirvöld haldi eftirlitinu áfram, þá sé það ekki hægt þar sem þeir hafa ekki framið nein afbrot á Íslandi eða að ekki sé rökstuddur grunur um slíkt. „Við erum fyrst og fremst að hugsa um þetta í þessu samhengi. Þannig einhver orðræða hér, eins og hefur komið fram í fréttum meðal annars frá þingmanni Pírata um helgina, um að það eigi nánast að fara að setja upp myndavélar í hvert einasta horn og hlera hér fólk og vera með eftirlit á einhverjum kaffihúsum úti um allan bæ og allir væru undir, þetta er auðvitað alls ekki meiningin,“ sagði Jón. Hafa fengið viðvaranir frá nágrannalöndunum Þingmaður Pírata gagnrýndi enn fremur að auðvelt væri að misnota þær heimildir sem þegar eru til staðar og lítið eftirlit sé til staðar. Að sögn Jóns þurfa vissulega að vera einhverjar takmarkanir, til að mynda að einstaklingur hafi tengsl við skipulagða brotastarfsemi svo hægt sé að hefja eftirlit. Þá væri tillit tekið til gagnrýni um mögulega misnotkun lögreglu. „Þetta er auðvitað fín lína milli friðhelgi einkalífs manna og þar erum við mjög áfram um það í mínum flokki að tryggja að hlutirnir séu í góðu lagi. En mér er efst í huga er að tryggja öryggi í okkar samfélagi. Við sjáum það, það er bara staðreynd að staðan til dæmis í þróun á alþjóðlegri glæpastarfsemi á Íslandi er miklu alvarlegri heldur en jafnvel ég hafði gert mér grein fyrir,“ sagði Jón. „Við viljum ekki að börnin okkar alist upp í þessu samfélagi og við erum með viðvaranir frá lögregluyfirvöldum í okkar samstarfslöndum, sérstaklega á Norðurlöndum, þar sem þau segja bara: Þið verðið að stíga fast núna ef þið ætlið ekki að þróast í sömu átt og við, ástandið hjá ykkur getur orðið enn þá erfiðara eftir fimm til átta ár ef þið grípið ekki inn í,“ sagði hann enn fremur.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglumál Bítið Tengdar fréttir Frumvarp Jóns ekki tengt meintri hryðjuverkatilraun Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að til skoðunar sé að auka viðbúnað hjá lögreglu. Bregðast þurfi við aukinni skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. 23. september 2022 12:24 „Þurfum að fara að stíga fast til jarðar“ Fjórir voru handteknir í gær vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og viðamikil vopnalagabrot. Sérsveit tók þátt í aðgerðum, sem eru taldar hafa orðið til þess að afstýra hættuástandi á staðnum. Dómsmálaráðherra segir komið að því að stíga fast til jarðar í baráttunni við glæpahópa. Lögregla reiknar með að boða til blaðamannafundar í dag vegna aðgerðanna í gær. 22. september 2022 11:32 Leggur fram frumvarp í haust um víðtækar rannsóknarheimildir lögreglu Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra mun í haust leggja fram frumvarp um víðtækar rannsóknarheimildir lögreglu. Lögregla mun meðal annars fá víðtækari heimildir til að afla upplýsinga til að meta ógn af hryðjuverkum og segir Jón þær verða í takt við það sem gengur og gerist í nágrannaríkjum Íslands. 29. júní 2022 06:30 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Frumvarp Jóns ekki tengt meintri hryðjuverkatilraun Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að til skoðunar sé að auka viðbúnað hjá lögreglu. Bregðast þurfi við aukinni skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. 23. september 2022 12:24
„Þurfum að fara að stíga fast til jarðar“ Fjórir voru handteknir í gær vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og viðamikil vopnalagabrot. Sérsveit tók þátt í aðgerðum, sem eru taldar hafa orðið til þess að afstýra hættuástandi á staðnum. Dómsmálaráðherra segir komið að því að stíga fast til jarðar í baráttunni við glæpahópa. Lögregla reiknar með að boða til blaðamannafundar í dag vegna aðgerðanna í gær. 22. september 2022 11:32
Leggur fram frumvarp í haust um víðtækar rannsóknarheimildir lögreglu Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra mun í haust leggja fram frumvarp um víðtækar rannsóknarheimildir lögreglu. Lögregla mun meðal annars fá víðtækari heimildir til að afla upplýsinga til að meta ógn af hryðjuverkum og segir Jón þær verða í takt við það sem gengur og gerist í nágrannaríkjum Íslands. 29. júní 2022 06:30