Byggja skoðanir fólks á ADHD lyfjum á rannsóknum? Anna Tara Andrésdóttir skrifar 27. september 2022 07:31 Reglulega koma upp samfélagslegar umræður um ADHD lyf. Fyrir suma er þetta spennandi Twitter umræða en fyrir aðra er þetta bókstaflega dauðans alvara. Til að auka þekkingu og skilning um þessi mál er hér samantekt rannsókna um verndandi áhrif ADHD lyfja sem fólk getur haft í huga næst þegar þessi mál eru til umræðu. Fyrst skal tekið fram að virkni og öryggiADHD lyfja er vel þekkt og fjöldi rannsókna sýna verndandi áhrif lyfja fyrir áhættuþáttum ADHD. Slysahætta: Lífslíkur fólks með ADHD eru áætlaðar um 9-13 árum styttri og er hvatvísi stór hluti útskýringarinnar. Yfirlitsgrein sýndi að börn og unglingar með ADHD voru í 50% meiri áhættu á slysum. Dönsk rannsókn fann að slys minnkuðu um 30-40% hjá 10 og 12 ára börnum sem tóku ADHD lyf. Sænsk rannsókn fann 70% lægri tíðni á heilskaða (traumatic brain injury) á tímabilum sem börn og unglingar tóku ADHD lyf. Önnur rannsókn sýndi að tíðni beinbrota var 60% hærri hjá stelpum með ADHD og 40% hærri hjá strákum. Hins vegar minnkaði tíðni beinbrota rúmlega 20% með ADHD lyfjum. Tíðni brunasára var 57% lægri hjá börnum og unglingum sem tóku ADHD lyf í meira en þrjá mánuði. Umferðarslys: Sænsk rannsókn fann að ADHD jók tíðni alvarlegra umferðarslysa um 55% hjá konum og 53% hjá körlum. ADHD lyfjanotkun dró úr þessari tíðni um 58% hjá karlmönnum en því miður voru niðurstöður hjá konum ekki marktækar. Hins vegar var önnur rannsókn sem sýndi að tíðni mótorhjólaslysa minnkaði um 42% hjá konum og 38% hjá körlum á tímabilum sem ADHD lyf voru notuð. Ofbeldi í nánum samböndum: Þar sem hefðbundin meðferð fyrir gerendur ofbeldis í nánum samböndum þykir ekki virka nægilega vel var gerð rannsókn þar sem gerendum með ADHD voru einnig gefin ADHD lyf. Tíðni líkamlegs og andlegs ofbeldis í nánum samböndum minnkaði um 24%, lögregluafskipti vegna ofbeldis í nánum samböndum minnkaði um 10% og dómar um 5%. Dánartíðni: ADHD fylgir 30% hærri tíðni á tilvikum sem tengjast sjálfsvígum (suicide related events). Þeim tilvikum fækkaði um 20% á tímabilum þar sem ADHD lyf voru notuð. Önnur rannsókn fann að tíðni sjálfsvígstilrauna lækkaði um 60-70% með notkun ADHD lyfja hjá börnum undir 18 ára aldri. Þegar dánartíðni af öllum orsökum var skoðuð fannst að ADHD lyf lækkuðu þessa dánartíðni um 20% hjá 4-17 ára börnum. Vímuefnanotkun: Yfirlitsgrein fann að fólk með ADHD væri meira en tvöfalt líklegra til að þróa með sér vímuefnavandamál. Önnur rannsókn fann að ADHD lyf drógu úr notkun ávanabindandi efna um 30%. Fyrir foreldra sem hafa verið í vafa um hvenær sé góður tími fyrir börn þeirra að byrja á ADHD lyfjum þá er hér fín rannsókn sem fann að börn sem tóku lyf fyrir 9 ára aldur og tóku þau í meira en 6 ár höfðu lægstu tíðni á notkun ávanabindandi efna. Því seinna og því styttra sem börn og unglingar tóku lyf því meiri varð notkun ávanabindandi efna. Glæpatíðni: Talið er að um 25% af fólki í fangelsum séu með ADHD. Dönsk rannsókn fann að fólk greint með ADHD í æsku hafði hlotið dóm tvöfalt oftar og verið fangelsað næstum þrefalt oftar. Einnig flokkuðust einstaklingar með ADHD sem síbrotafólk 20% oftar. Á þeim tímabilum sem fólk tók ADHD lyf lækkaði tíðni þess að hljóta dóm um 20% og tíðni fangelsunar um 30%. ADHD lyfjanotkun fylgdi einnig lækkun á tíðni ýmissa annarra brota svo sem ofbeldi (40%), eignaspjöll (40%), akstur undir áhrifum vímuefna (50%) og glæpum tengdum vímuefnaneyslu (30-40%). Samfélagslegur kostnaður vegna ADHD: Árið 2020 sýndi dönsk rannsókn að hver manneskja með ADHD kostaði samfélagið um 3,2 milljónir króna á ári. Önnur dönsk rannsókn bar saman systkini, þar sem annað var með ADHD og hitt ekki, og fann að ADHD systkinin kostuðu samfélagið um 2,8 milljónum meira árið 2010. Hærri kostnaður var meðal annars vegna þess að þau greiddu minni skatt, fengu oftar bætur, notuðu oftar heilsu- og félagsþjónustu, frömdu fleiri afbrot og svo framvegis. Fleira: ADHD lyfjanotkun til lengri tíma jók líkur á að sænskir nemendur kæmust inn í framhaldsskóla um 50%. Rannsókn nokkur fann 40% lækkun á tíðni þunglyndis hjá þeim sem tóku ADHD. Langtímanotkun ADHD lyfja dró úr þungunum um 30% hjá unglingsstúlkum með ADHD. Tíðni kynsjúkdóma lækkaði um 30-40% samhliða ADHD lyfjanotkun (engu að síður má fólk með ómeðhöndlað ADHD gefa blóð en ekki hommar). Allir sem hljóta ADHD greiningu eða eiga börn með ADHD ættu að fá upplýsingar um verndandi áhrif ADHD lyfja til að geta tekið upplýsta ákvörðun um hvað sé þeim eða börnunum þeirra fyrir bestu. Það er ekki félagslega samþykkt að láta í ljós kynþáttafordóma eða segja manneskju í hjólastól að hún þurfi ekki á hjólastól raunverulega að halda. Einhverra hluta vegna er þó samfélagslega samþykkt að tala niður til fólks með ósýnilega röskun. Skortur af ADHD sérfræðingum hérlendis getur leitt til þess að réttmæti ADHD greininga sé ábótavant. Það leiðir til þess að samtímis sé til fólk sem þarf ADHD greiningu en fær hana ekki og fólk sem þarf ekki greiningu en fær hana þó ("overdiagnosed" og "underdiagnosed"). Því heyrast oft tvær mismunandi skoðanir eða pólar; annars vegar áhyggjur af því að fólk með ADHD hafi ekki nægilegt aðgengi að lyfjum og hins vegar að fólki séu gefin lyf sem er ekki með ADHD. Báðar raddir eru réttmætar. Með því að auka réttmæti ADHD greininga er hægt að koma til móts við þarfir allra. Hagsmunir annars þurfa ekki að vera á kostnað hins. Yfirvöld hafa þó ákveðið að líta framhjá mikilvægi réttmætra greininga og hafa í staðinn fækkað ADHD sérfræðingum og sett fólk á tveggja ára biðlista eftir ADHD greiningu. Þannig taka þau meðvitaða ákvörðun um að auka fíkn, afbrot, slys, sjálfsvíg, ofbeldi í nánum samböndum og fleira. Þar að auki er samfélagslega mun ódýrara að veita fólki með ADHD meðferð. Hvenær ætla yfirvöld að fjölga ADHD sérfræðingum og stytta biðlista? Höfundur er doktorsnemi í heila-, hugarstarfsemi og hegðun við Háskólann í Barcelona þar sem hún skoðar sérstaklega ADHD hjá konum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lyf Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Reglulega koma upp samfélagslegar umræður um ADHD lyf. Fyrir suma er þetta spennandi Twitter umræða en fyrir aðra er þetta bókstaflega dauðans alvara. Til að auka þekkingu og skilning um þessi mál er hér samantekt rannsókna um verndandi áhrif ADHD lyfja sem fólk getur haft í huga næst þegar þessi mál eru til umræðu. Fyrst skal tekið fram að virkni og öryggiADHD lyfja er vel þekkt og fjöldi rannsókna sýna verndandi áhrif lyfja fyrir áhættuþáttum ADHD. Slysahætta: Lífslíkur fólks með ADHD eru áætlaðar um 9-13 árum styttri og er hvatvísi stór hluti útskýringarinnar. Yfirlitsgrein sýndi að börn og unglingar með ADHD voru í 50% meiri áhættu á slysum. Dönsk rannsókn fann að slys minnkuðu um 30-40% hjá 10 og 12 ára börnum sem tóku ADHD lyf. Sænsk rannsókn fann 70% lægri tíðni á heilskaða (traumatic brain injury) á tímabilum sem börn og unglingar tóku ADHD lyf. Önnur rannsókn sýndi að tíðni beinbrota var 60% hærri hjá stelpum með ADHD og 40% hærri hjá strákum. Hins vegar minnkaði tíðni beinbrota rúmlega 20% með ADHD lyfjum. Tíðni brunasára var 57% lægri hjá börnum og unglingum sem tóku ADHD lyf í meira en þrjá mánuði. Umferðarslys: Sænsk rannsókn fann að ADHD jók tíðni alvarlegra umferðarslysa um 55% hjá konum og 53% hjá körlum. ADHD lyfjanotkun dró úr þessari tíðni um 58% hjá karlmönnum en því miður voru niðurstöður hjá konum ekki marktækar. Hins vegar var önnur rannsókn sem sýndi að tíðni mótorhjólaslysa minnkaði um 42% hjá konum og 38% hjá körlum á tímabilum sem ADHD lyf voru notuð. Ofbeldi í nánum samböndum: Þar sem hefðbundin meðferð fyrir gerendur ofbeldis í nánum samböndum þykir ekki virka nægilega vel var gerð rannsókn þar sem gerendum með ADHD voru einnig gefin ADHD lyf. Tíðni líkamlegs og andlegs ofbeldis í nánum samböndum minnkaði um 24%, lögregluafskipti vegna ofbeldis í nánum samböndum minnkaði um 10% og dómar um 5%. Dánartíðni: ADHD fylgir 30% hærri tíðni á tilvikum sem tengjast sjálfsvígum (suicide related events). Þeim tilvikum fækkaði um 20% á tímabilum þar sem ADHD lyf voru notuð. Önnur rannsókn fann að tíðni sjálfsvígstilrauna lækkaði um 60-70% með notkun ADHD lyfja hjá börnum undir 18 ára aldri. Þegar dánartíðni af öllum orsökum var skoðuð fannst að ADHD lyf lækkuðu þessa dánartíðni um 20% hjá 4-17 ára börnum. Vímuefnanotkun: Yfirlitsgrein fann að fólk með ADHD væri meira en tvöfalt líklegra til að þróa með sér vímuefnavandamál. Önnur rannsókn fann að ADHD lyf drógu úr notkun ávanabindandi efna um 30%. Fyrir foreldra sem hafa verið í vafa um hvenær sé góður tími fyrir börn þeirra að byrja á ADHD lyfjum þá er hér fín rannsókn sem fann að börn sem tóku lyf fyrir 9 ára aldur og tóku þau í meira en 6 ár höfðu lægstu tíðni á notkun ávanabindandi efna. Því seinna og því styttra sem börn og unglingar tóku lyf því meiri varð notkun ávanabindandi efna. Glæpatíðni: Talið er að um 25% af fólki í fangelsum séu með ADHD. Dönsk rannsókn fann að fólk greint með ADHD í æsku hafði hlotið dóm tvöfalt oftar og verið fangelsað næstum þrefalt oftar. Einnig flokkuðust einstaklingar með ADHD sem síbrotafólk 20% oftar. Á þeim tímabilum sem fólk tók ADHD lyf lækkaði tíðni þess að hljóta dóm um 20% og tíðni fangelsunar um 30%. ADHD lyfjanotkun fylgdi einnig lækkun á tíðni ýmissa annarra brota svo sem ofbeldi (40%), eignaspjöll (40%), akstur undir áhrifum vímuefna (50%) og glæpum tengdum vímuefnaneyslu (30-40%). Samfélagslegur kostnaður vegna ADHD: Árið 2020 sýndi dönsk rannsókn að hver manneskja með ADHD kostaði samfélagið um 3,2 milljónir króna á ári. Önnur dönsk rannsókn bar saman systkini, þar sem annað var með ADHD og hitt ekki, og fann að ADHD systkinin kostuðu samfélagið um 2,8 milljónum meira árið 2010. Hærri kostnaður var meðal annars vegna þess að þau greiddu minni skatt, fengu oftar bætur, notuðu oftar heilsu- og félagsþjónustu, frömdu fleiri afbrot og svo framvegis. Fleira: ADHD lyfjanotkun til lengri tíma jók líkur á að sænskir nemendur kæmust inn í framhaldsskóla um 50%. Rannsókn nokkur fann 40% lækkun á tíðni þunglyndis hjá þeim sem tóku ADHD. Langtímanotkun ADHD lyfja dró úr þungunum um 30% hjá unglingsstúlkum með ADHD. Tíðni kynsjúkdóma lækkaði um 30-40% samhliða ADHD lyfjanotkun (engu að síður má fólk með ómeðhöndlað ADHD gefa blóð en ekki hommar). Allir sem hljóta ADHD greiningu eða eiga börn með ADHD ættu að fá upplýsingar um verndandi áhrif ADHD lyfja til að geta tekið upplýsta ákvörðun um hvað sé þeim eða börnunum þeirra fyrir bestu. Það er ekki félagslega samþykkt að láta í ljós kynþáttafordóma eða segja manneskju í hjólastól að hún þurfi ekki á hjólastól raunverulega að halda. Einhverra hluta vegna er þó samfélagslega samþykkt að tala niður til fólks með ósýnilega röskun. Skortur af ADHD sérfræðingum hérlendis getur leitt til þess að réttmæti ADHD greininga sé ábótavant. Það leiðir til þess að samtímis sé til fólk sem þarf ADHD greiningu en fær hana ekki og fólk sem þarf ekki greiningu en fær hana þó ("overdiagnosed" og "underdiagnosed"). Því heyrast oft tvær mismunandi skoðanir eða pólar; annars vegar áhyggjur af því að fólk með ADHD hafi ekki nægilegt aðgengi að lyfjum og hins vegar að fólki séu gefin lyf sem er ekki með ADHD. Báðar raddir eru réttmætar. Með því að auka réttmæti ADHD greininga er hægt að koma til móts við þarfir allra. Hagsmunir annars þurfa ekki að vera á kostnað hins. Yfirvöld hafa þó ákveðið að líta framhjá mikilvægi réttmætra greininga og hafa í staðinn fækkað ADHD sérfræðingum og sett fólk á tveggja ára biðlista eftir ADHD greiningu. Þannig taka þau meðvitaða ákvörðun um að auka fíkn, afbrot, slys, sjálfsvíg, ofbeldi í nánum samböndum og fleira. Þar að auki er samfélagslega mun ódýrara að veita fólki með ADHD meðferð. Hvenær ætla yfirvöld að fjölga ADHD sérfræðingum og stytta biðlista? Höfundur er doktorsnemi í heila-, hugarstarfsemi og hegðun við Háskólann í Barcelona þar sem hún skoðar sérstaklega ADHD hjá konum.
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar