Pundið ekki verið veikara gegn dal í fimmtíu ár Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. september 2022 09:18 Pundið hafði þegar veikst mikið gagnvart dalnum fyrir helgi. AP/Kirsty Wigglesworth Sterlingspundið hefur hríðfallið gagnvart Bandaríkjadalnum og hefur ekki verið lægra í fimmtíu ár. Fjármálaráðherra Bretlands hefur boðað skattaívilnanir og 45 milljarða punda aðgerðarpakka. Stjórnarandstaðan kallar eftir svörum frá ríkisstjórninni um hvernig bregðast eigi við en hagfræðingar segja ríkisstjórnina við það að missa allan trúverðugleika. Að því er kemur fram í frétt Reuters féll pundið um hátt í fimm prósent í morgun gagnvart Bandaríkjadalnum og fór lægst niður í 1,033 dali. Bandaríkjadalurinn hefur sömuleiðis styrkts verulega sem sett hefur aukinn þrýsting á bæði pundið og evruna, sem hefur ekki verið lægri í tuttugu ár meðal annars vegna væntanlegrar orkukreppu í Evrópu. Pundið hafði þegar fallið um rúmlega 3,6 prósent á föstudag eftir að Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, boðaði frekari skattaívilnanir ofan á 45 milljarða punda aðgerðarpakka til að bregðast við auknum lánsviðskiptum og hærra orkuverði. The pound has fallen to a record low against the dollar overnight, hitting $1.04. A weak pound makes our imports of gas and oil more expensive, further exacerbating the cost of living crisis. pic.twitter.com/wUITUXjAhB— Paul Brand (@PaulBrandITV) September 26, 2022 Þá hafði Seðlabanki Bretlands hækkað stýrivexti um 0,5 prósentustig á fimmtudag upp í 2,25 prósent. Talið er að bankinn gæti hækkað vexti aftur strax í dag. Að því er kemur fram í frétt BBC má áætla að verð á vörum frá Bandaríkjunum, þar á meðal eldsneyti og olíu, muni hækka verulega ef að pundið heldur áfram að veikjast auk þess sem vænta megi frekari stýrivaxtahækkana með tilheyrandi afleiðingum fyrir húsnæðiseigendur. Rachel Reeves, efnahagsráðherra skuggaráðuneytisins, segir fall pundsins valda miklum áhyggjum og segir nauðsynlegt að Kwarteng kynni áætlanir til að bregðast við. Hagfræðingar sem Reuters ræddu við segja ríkisstjórn Liz Truss forsætisráðherra, sem aðeins hefur verið við völd í þrjár vikur, vera við það að missa allan trúverðugleika í fjármálum. Bretland Orkumál Tengdar fréttir Hættuástand sé yfirvofandi í orkumálum í Bretlandi Forstjóri bresku orkuyfirlitsstofnunarinnar Ofgem segir hættuástand yfirvofandi fyrir bresk heimili hvað varðar verð á gasi í landinu. Heimilin geti búist við 80 prósenta hækkun að meðaltali á verði á ári frá október og mögulega aftur í janúar á næsta ári. Hækkunin sem er spáð nemur 3.549 pundum á ári. 26. ágúst 2022 10:02 Stýrivextir ekki hærri í Bretlandi frá 2008 Seðlabanki Bretlands hefur hækkað stýrivexti um 0,5 prósent og standa vextirnir nú í 2,5 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan árið 2008. Um er að ræða sjöundu stýrivaxtahækkun bankans í röð en sérfræðingar höfðu spáð allt að 0,75 prósenta hækkun. 22. september 2022 11:45 Rússar ekki í vandræðum með olíuútflutning þrátt fyrir þvinganir Þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Vesturlanda gagnvart Rússlandi í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu hefur rússneskum olíufyrirtækjum tekist að viðhalda nánast sömu framleiðslu og fyrir stríð. Útflutningur hráolíu mældur í magni er talinn munu dragast saman um sjö til átta prósent á þessu ári, að því er kemur fram í nýlegri greiningu Institute of Energy við Oxford-háskóla í Bretlandi (OIES). 20. september 2022 15:18 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Að því er kemur fram í frétt Reuters féll pundið um hátt í fimm prósent í morgun gagnvart Bandaríkjadalnum og fór lægst niður í 1,033 dali. Bandaríkjadalurinn hefur sömuleiðis styrkts verulega sem sett hefur aukinn þrýsting á bæði pundið og evruna, sem hefur ekki verið lægri í tuttugu ár meðal annars vegna væntanlegrar orkukreppu í Evrópu. Pundið hafði þegar fallið um rúmlega 3,6 prósent á föstudag eftir að Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, boðaði frekari skattaívilnanir ofan á 45 milljarða punda aðgerðarpakka til að bregðast við auknum lánsviðskiptum og hærra orkuverði. The pound has fallen to a record low against the dollar overnight, hitting $1.04. A weak pound makes our imports of gas and oil more expensive, further exacerbating the cost of living crisis. pic.twitter.com/wUITUXjAhB— Paul Brand (@PaulBrandITV) September 26, 2022 Þá hafði Seðlabanki Bretlands hækkað stýrivexti um 0,5 prósentustig á fimmtudag upp í 2,25 prósent. Talið er að bankinn gæti hækkað vexti aftur strax í dag. Að því er kemur fram í frétt BBC má áætla að verð á vörum frá Bandaríkjunum, þar á meðal eldsneyti og olíu, muni hækka verulega ef að pundið heldur áfram að veikjast auk þess sem vænta megi frekari stýrivaxtahækkana með tilheyrandi afleiðingum fyrir húsnæðiseigendur. Rachel Reeves, efnahagsráðherra skuggaráðuneytisins, segir fall pundsins valda miklum áhyggjum og segir nauðsynlegt að Kwarteng kynni áætlanir til að bregðast við. Hagfræðingar sem Reuters ræddu við segja ríkisstjórn Liz Truss forsætisráðherra, sem aðeins hefur verið við völd í þrjár vikur, vera við það að missa allan trúverðugleika í fjármálum.
Bretland Orkumál Tengdar fréttir Hættuástand sé yfirvofandi í orkumálum í Bretlandi Forstjóri bresku orkuyfirlitsstofnunarinnar Ofgem segir hættuástand yfirvofandi fyrir bresk heimili hvað varðar verð á gasi í landinu. Heimilin geti búist við 80 prósenta hækkun að meðaltali á verði á ári frá október og mögulega aftur í janúar á næsta ári. Hækkunin sem er spáð nemur 3.549 pundum á ári. 26. ágúst 2022 10:02 Stýrivextir ekki hærri í Bretlandi frá 2008 Seðlabanki Bretlands hefur hækkað stýrivexti um 0,5 prósent og standa vextirnir nú í 2,5 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan árið 2008. Um er að ræða sjöundu stýrivaxtahækkun bankans í röð en sérfræðingar höfðu spáð allt að 0,75 prósenta hækkun. 22. september 2022 11:45 Rússar ekki í vandræðum með olíuútflutning þrátt fyrir þvinganir Þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Vesturlanda gagnvart Rússlandi í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu hefur rússneskum olíufyrirtækjum tekist að viðhalda nánast sömu framleiðslu og fyrir stríð. Útflutningur hráolíu mældur í magni er talinn munu dragast saman um sjö til átta prósent á þessu ári, að því er kemur fram í nýlegri greiningu Institute of Energy við Oxford-háskóla í Bretlandi (OIES). 20. september 2022 15:18 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hættuástand sé yfirvofandi í orkumálum í Bretlandi Forstjóri bresku orkuyfirlitsstofnunarinnar Ofgem segir hættuástand yfirvofandi fyrir bresk heimili hvað varðar verð á gasi í landinu. Heimilin geti búist við 80 prósenta hækkun að meðaltali á verði á ári frá október og mögulega aftur í janúar á næsta ári. Hækkunin sem er spáð nemur 3.549 pundum á ári. 26. ágúst 2022 10:02
Stýrivextir ekki hærri í Bretlandi frá 2008 Seðlabanki Bretlands hefur hækkað stýrivexti um 0,5 prósent og standa vextirnir nú í 2,5 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan árið 2008. Um er að ræða sjöundu stýrivaxtahækkun bankans í röð en sérfræðingar höfðu spáð allt að 0,75 prósenta hækkun. 22. september 2022 11:45
Rússar ekki í vandræðum með olíuútflutning þrátt fyrir þvinganir Þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Vesturlanda gagnvart Rússlandi í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu hefur rússneskum olíufyrirtækjum tekist að viðhalda nánast sömu framleiðslu og fyrir stríð. Útflutningur hráolíu mældur í magni er talinn munu dragast saman um sjö til átta prósent á þessu ári, að því er kemur fram í nýlegri greiningu Institute of Energy við Oxford-háskóla í Bretlandi (OIES). 20. september 2022 15:18