Ríki ESB fleygja rúmlega 150 milljónum tonna af mat á ári Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 24. september 2022 14:30 GettyImages Ríki Evrópusambandsins sóa meiri mat en þau flytja inn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu umhverfissamtakanna Feedback EU. Stefnt er að því að draga úr matarsóun um helming á næstu 8 árum. Um það bil 153 milljónir tonna af mat enda öskuhaugunum á ári hverju í ríkjum Evrópusambandsins. Það er 15 milljónum tonnum meira en ríkin 27 flytja inn frá öðrum löndum. Þá endar helmingurinn af öllu hveiti sem flutt er inn frá Úkraínu í ruslinu. Nauðsynlegt að minnka matarsóun um a.m.k. 50% Frank Mechielsen, forstjóri Feedback EU, segir í samtali við breska blaðið Guardian, að það sé ekkert minna en hneyksli að á sama tíma og verð matvæla hækki í öllum löndum Evrópu og verðbólgan fari með himinskautum, þá séu ríki Evrópu að fleygja svona miklum mat. Evrópusambandið þurfi að setja sér að markmiði að draga úr matarsóun um helming fram til ársins 2030. Þetta sé einnig nauðsynlegt til bæta matvælaöryggi, en ekki síður til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Verð á matvöru hækkar mikið og hratt Samkvæmt tölum fra Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, hefur matvara hækkað um 8% á heimsvísu á síðustu 12 mánuðum. Abdolreza Abbassian, fyrrverandi hagfræðingur FAO, segir ljóst að tími ódýrrar matvöru sé liðinn og að matvara verði áfram dýr og enn dýrari, líka eftir að stríði Rússlands og Úkraínu ljúki. Margir þættir spili þar inn í, segir Abbassian, orkukreppan, skortur á áburði fyrir ræktarland, óvissuástand mjög víða í heiminum sem leiði af sér óöryggi í vöruflutningum, svo ekki sé minnst á loftslagsbreytingarnar. Ódýrara að fleygja mat en auka skilvirkni Olivier De Schutter, sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í fátækt og mannréttindum, segir að landbúnaðurinn sé uppbyggður með þeim ósköpum að það sé í raun ódýrara að fleygja mat en að auka skilvirkni í landbúnaði. „Á báðum endum fæðukeðjunnar er dýrt að draga úr matarsóun og það er hagstætt að selja fólki meiri mat en það hefur þörf fyrir,“ segir De Schutter. Þá sé fyrirkomulagið um síðasta söludag á matvælum hannað með það fyrir augum að fólk kaupi í raun alltaf meira en það hafi þörf fyrir. Lítið þokast í rétta átt Evrópusambandið hyggst leggja fram tillögu og áætlun um að draga úr matvælasóun um 50% fram til ársins 2030. Talsmaður þess bendir á að öll aðildarríki ESB hafi skuldbundið sig til að gera slíkt hið sama þegar heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru samþykkt fyrir tæpum áratug. Þrátt fyrir þær skuldbindingar hafi lítið sem ekkert þokast í rétta átt. Matur Evrópusambandið Matvælaframleiðsla Umhverfismál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Um það bil 153 milljónir tonna af mat enda öskuhaugunum á ári hverju í ríkjum Evrópusambandsins. Það er 15 milljónum tonnum meira en ríkin 27 flytja inn frá öðrum löndum. Þá endar helmingurinn af öllu hveiti sem flutt er inn frá Úkraínu í ruslinu. Nauðsynlegt að minnka matarsóun um a.m.k. 50% Frank Mechielsen, forstjóri Feedback EU, segir í samtali við breska blaðið Guardian, að það sé ekkert minna en hneyksli að á sama tíma og verð matvæla hækki í öllum löndum Evrópu og verðbólgan fari með himinskautum, þá séu ríki Evrópu að fleygja svona miklum mat. Evrópusambandið þurfi að setja sér að markmiði að draga úr matarsóun um helming fram til ársins 2030. Þetta sé einnig nauðsynlegt til bæta matvælaöryggi, en ekki síður til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Verð á matvöru hækkar mikið og hratt Samkvæmt tölum fra Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, hefur matvara hækkað um 8% á heimsvísu á síðustu 12 mánuðum. Abdolreza Abbassian, fyrrverandi hagfræðingur FAO, segir ljóst að tími ódýrrar matvöru sé liðinn og að matvara verði áfram dýr og enn dýrari, líka eftir að stríði Rússlands og Úkraínu ljúki. Margir þættir spili þar inn í, segir Abbassian, orkukreppan, skortur á áburði fyrir ræktarland, óvissuástand mjög víða í heiminum sem leiði af sér óöryggi í vöruflutningum, svo ekki sé minnst á loftslagsbreytingarnar. Ódýrara að fleygja mat en auka skilvirkni Olivier De Schutter, sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í fátækt og mannréttindum, segir að landbúnaðurinn sé uppbyggður með þeim ósköpum að það sé í raun ódýrara að fleygja mat en að auka skilvirkni í landbúnaði. „Á báðum endum fæðukeðjunnar er dýrt að draga úr matarsóun og það er hagstætt að selja fólki meiri mat en það hefur þörf fyrir,“ segir De Schutter. Þá sé fyrirkomulagið um síðasta söludag á matvælum hannað með það fyrir augum að fólk kaupi í raun alltaf meira en það hafi þörf fyrir. Lítið þokast í rétta átt Evrópusambandið hyggst leggja fram tillögu og áætlun um að draga úr matvælasóun um 50% fram til ársins 2030. Talsmaður þess bendir á að öll aðildarríki ESB hafi skuldbundið sig til að gera slíkt hið sama þegar heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru samþykkt fyrir tæpum áratug. Þrátt fyrir þær skuldbindingar hafi lítið sem ekkert þokast í rétta átt.
Matur Evrópusambandið Matvælaframleiðsla Umhverfismál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira