Mbappé neitar að mæta í myndatöku franska landsliðsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2022 16:30 Kylian Mbappé er skærasta stjarna Frakklands. EPA-EFE/Marko Djurica Kylian Mbappé, leikmaður Frakklandsmeistara París Saint-Germain og ein aðalstjarna franska landsliðsins í fótbolta, hefur neitað að taka þátt í liðsmyndatöku með landsliðinu sem fram á að fara á morgun, þriðjudag. Mbappé hefur verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur og mánuði. Í sumar endursamdi hann við PSG og varð um leið launahæsti fótboltamaður heims. Þá má segja að hann hafi fengið lyklana að PSG en talið er að framherjinn hafi nú mikið um það að segja hvaða leikmenn liðið kaupi og hvernig í raun öllu sé háttað. Samkvæmt frétt L'Équipe þá neitar leikmaðurinn að taka þátt í myndatöku með samherjum sínum í franska landsliðinu. Ástæðan er sú að franska knattspyrnusambandið hefur ekki viljað skoða það að breyta ímynarrétti leikmanna. Hófst togstreitan milli umboðsstofu Mbappé og franska knattspyrnusambandsins í mars á þessu ári. Mbappé og teymi hans taldi að sambandið væri að nota ímynd ákveðinna leikmanna mun meira en annarra. Einnig virðist teymi Mbappé ósátt með hvaða merki og vörulínur eru tengdar við franska landsliðið. Þar sem franska sambandið hefur ekki viljað breyta neinu þá ætlar Mbappé ekki að mæta í myndatökur með liðsfélögum sínum. Kylian Mbappé refuse de participer à la séance photoKylian Mbappé a « décidé de ne pas prendre part à la séance photo prévue » mardi avec l'équipe de France, après le refus de la Fédération de « modifier la convention » des droits à l'image des joueurs https://t.co/LSu7pR5lZM pic.twitter.com/UAh82GrMJ6— L'ÉQUIPE (@lequipe) September 19, 2022 Hinn 23 ára gamli Mbappé hefur byrjað tímabilið frábærlega og skorað 9 mörk í 10 leikjum í frönsku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu. Hann hefur spilað 57 A-landsleiki fyrir Frakkland og skorað í þeim 27 mörk. Þar á meðal eitt þegar Frakkland varð heimsmeistari sumarið 2018. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Sjá meira
Mbappé hefur verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur og mánuði. Í sumar endursamdi hann við PSG og varð um leið launahæsti fótboltamaður heims. Þá má segja að hann hafi fengið lyklana að PSG en talið er að framherjinn hafi nú mikið um það að segja hvaða leikmenn liðið kaupi og hvernig í raun öllu sé háttað. Samkvæmt frétt L'Équipe þá neitar leikmaðurinn að taka þátt í myndatöku með samherjum sínum í franska landsliðinu. Ástæðan er sú að franska knattspyrnusambandið hefur ekki viljað skoða það að breyta ímynarrétti leikmanna. Hófst togstreitan milli umboðsstofu Mbappé og franska knattspyrnusambandsins í mars á þessu ári. Mbappé og teymi hans taldi að sambandið væri að nota ímynd ákveðinna leikmanna mun meira en annarra. Einnig virðist teymi Mbappé ósátt með hvaða merki og vörulínur eru tengdar við franska landsliðið. Þar sem franska sambandið hefur ekki viljað breyta neinu þá ætlar Mbappé ekki að mæta í myndatökur með liðsfélögum sínum. Kylian Mbappé refuse de participer à la séance photoKylian Mbappé a « décidé de ne pas prendre part à la séance photo prévue » mardi avec l'équipe de France, après le refus de la Fédération de « modifier la convention » des droits à l'image des joueurs https://t.co/LSu7pR5lZM pic.twitter.com/UAh82GrMJ6— L'ÉQUIPE (@lequipe) September 19, 2022 Hinn 23 ára gamli Mbappé hefur byrjað tímabilið frábærlega og skorað 9 mörk í 10 leikjum í frönsku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu. Hann hefur spilað 57 A-landsleiki fyrir Frakkland og skorað í þeim 27 mörk. Þar á meðal eitt þegar Frakkland varð heimsmeistari sumarið 2018.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Sjá meira