Heimir um að fara úr Persaflóa til Jamaíka: „Það sem er bannað þar er leyfilegt hér“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. september 2022 14:31 Heimir náði frábærum árangri sem þjálfari Íslands. Getur hann endurtekið leikinn með Jamaíka? VI Images/Getty Images Heimir Hallgrímsson var tilkynntur sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíka í gærkvöld, föstudag. Þetta hafði legið lengi í loftinu en í gær var tilkynnt að Heimir myndi þjálfa liðið næstu fjögur árin. Heimir gerði frábært mót með íslenska landsliðið frá því hann var fyrst ráðinn sem aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck árið 2013. Svo tóku þeir saman við liðinu áður en Heimir kom því á HM í Rússlandi sumarið 2018. Eftir það hélt Heimir til Katar þar sem hann stýrði liði Al Arabi en nú er hann kominn til Jamaíka og er markmiðið að koma liðinu á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada árið 2026. Hann ræddi nýja starfið við RÚV. „Ég hef nú verið hérna í fríi og það er býsna gott að vera hérna svo landið heillaði mig,“ sagði Heimir áður en umræðan snerist að leikmönnunum sem honum standa til boða. „Það er ótrúlegt magn af góðum leikmönnum í góðum deildum sem geta spilað fyrir landsliðið,“ sagði Heimir um leikmannahóp Jamaíka. Má þar til að mynda nefna: Leon Bailey (Aston Villa) Michael Antonio (West Ham United) Bobby De Cordova-Reid (Fulham) Ethan Pinnock (Brentford) Jonson Clarke-Harris (Peterborough United) Kemar Roofe (Rangers) Ravel Morrison (DC United). Bestu leikmenn Jamaíka eru nær allir sóknarþenkjandi og kom Heimir inn á það: „Það sem vantaði er skipulag, varnarleikur og það þarf að búa til góða liðsheild.“ Mikil leynd í kringum ráðninguna Heimir sagði að knattspyrnusambandið hafi lagt allt kapp á að enginn vissi að Heimir væri mættur til landsins. Hann mátti ekki mæta til Kingston, höfuðborg landsins, og var í dágóða stund einn upp í sveit að vinna sína vinnu. Þá fór Heimir yfir muninn á Katar og Jamaíka: „Ég var í Persaflóanum í þrjú ár og kynntist þeim kúltúr. Eigum við ekki að segja að þetta sé alveg á hinum endanum á litrófinu. Það sem er bannað þar er leyfilegt hér.“ Að endingu var farið yfir launamál: „Örugglega bara svipað og maður hefði fengið á Íslandi. Þetta er ekki auðugt land en það á ríkan kúltúr og það er ótrúlega gaman að hitta fólk hérna. Það vegur upp á móti hinu.“ Fótbolti HM 2026 í fótbolta Íslendingar erlendis Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Heimir gerði frábært mót með íslenska landsliðið frá því hann var fyrst ráðinn sem aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck árið 2013. Svo tóku þeir saman við liðinu áður en Heimir kom því á HM í Rússlandi sumarið 2018. Eftir það hélt Heimir til Katar þar sem hann stýrði liði Al Arabi en nú er hann kominn til Jamaíka og er markmiðið að koma liðinu á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada árið 2026. Hann ræddi nýja starfið við RÚV. „Ég hef nú verið hérna í fríi og það er býsna gott að vera hérna svo landið heillaði mig,“ sagði Heimir áður en umræðan snerist að leikmönnunum sem honum standa til boða. „Það er ótrúlegt magn af góðum leikmönnum í góðum deildum sem geta spilað fyrir landsliðið,“ sagði Heimir um leikmannahóp Jamaíka. Má þar til að mynda nefna: Leon Bailey (Aston Villa) Michael Antonio (West Ham United) Bobby De Cordova-Reid (Fulham) Ethan Pinnock (Brentford) Jonson Clarke-Harris (Peterborough United) Kemar Roofe (Rangers) Ravel Morrison (DC United). Bestu leikmenn Jamaíka eru nær allir sóknarþenkjandi og kom Heimir inn á það: „Það sem vantaði er skipulag, varnarleikur og það þarf að búa til góða liðsheild.“ Mikil leynd í kringum ráðninguna Heimir sagði að knattspyrnusambandið hafi lagt allt kapp á að enginn vissi að Heimir væri mættur til landsins. Hann mátti ekki mæta til Kingston, höfuðborg landsins, og var í dágóða stund einn upp í sveit að vinna sína vinnu. Þá fór Heimir yfir muninn á Katar og Jamaíka: „Ég var í Persaflóanum í þrjú ár og kynntist þeim kúltúr. Eigum við ekki að segja að þetta sé alveg á hinum endanum á litrófinu. Það sem er bannað þar er leyfilegt hér.“ Að endingu var farið yfir launamál: „Örugglega bara svipað og maður hefði fengið á Íslandi. Þetta er ekki auðugt land en það á ríkan kúltúr og það er ótrúlega gaman að hitta fólk hérna. Það vegur upp á móti hinu.“
Fótbolti HM 2026 í fótbolta Íslendingar erlendis Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira