„Það eru engar slíkar varanlegar undanþágur“ Erna Bjarnadóttir og Jón Bjarnason skrifa 16. september 2022 07:01 Á þessu ári eru liðin þrettán ár síðan Alþingi íslendinga samþykkti illu heilli að sækja um aðild að ESB. Viðræður um aðlögun Íslands að inngöngu í Evrópusambandið á grunni þeirrar umsóknar runnu endanlega út í sandinn á árinu 2012. Í framhaldi af því var Ísland tekið af lista yfir umsóknarríki um aðild að ESB á árinu 2015. En nú á að ný að blása lífi í þessa vegferð. Fram er komin tillaga til þingsályktunar á alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um „framhald“ viðræðna við Evrópusambandið. Það vekur furðu að þetta mál komi nú fram þar sem vísað er í þingsályktun frá árinu 2009 og því haldið annars vegar fram að hún hafi enn gildi og hins vegar að það sé óljóst frá sjónarhóli ESB hvort Ísland hefur stöðu umsóknarríkis eða ekki. Að þingsályktun frá þingi sem stóð fyrir 13 árum bindi hendur ríkisstjórnar sem kjörin var árið 2021 er túlkun sem verður að telja æði langsótta. Hitt er þó alveg skýrt að búið er að taka Ísland af lista yfir lönd sem hafa stöðu ríkja sem sótt hafa um aðild að ESB. Ákvörðun um að breyta upplýsingum á opinberum vefsíðum ESB er ekki tekin á Íslandi heldur af ráðamönnum í Brussel. Það er hins vegar önnur saga að stjórnmálamenn sem jafnvel hafa setið á þingi og fylgst með aðildarviðræðunum á sínum tíma og afdrifum umsóknarinnar skuli vera flutningsmenn slíkrar tillögu. Hafa þau ekkert lært á þeim tíma sem liðinn er og þeim upplýsingum sem hafa komið fram. Minnistætt er þegar þáverandi utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson, fór mikinn á fundi með hinum tékkneska Štefan Füle fyrrverandi stækkunarstjóra ESB og lýsti mikilvægi sköpunargleði við gerð aðildarsamninga til að mæta sérþörfum aðildarríkja á undanþágum stofnsáttmála sambandsins. Hr. Füle var greinilega hissa á fullyrðingum ráðherrans og sagði orðrétt, „there are no permanent derogations from the EU archive, sjá https://m.youtube.com/watch?v=0O4fkcYwpu8. Eða á okkar ylhýru íslensku: Það eru engar varanlegar undanþágur frá regluverki ESB. Þær viðræður sem fara fram milli ESB annars vegar og umsóknarlands hins vegar eru því aðlögunarviðræður en ekki samningaviðræður. Það að fólk sem vill láta taka mark á sér í opinberri umræðu sé enn 13 árum síðar á þeim stað að telja að hægt sá að mæta sérþörfum smáþjóða með undanþágur frá regluverki ESB í svokölluðum aðildarsamningi, er ill skiljanlegt. Aðildarviðræður snúast um það eitt hvernig og á hvaða hraða umsóknarland aðlagar regluverk sitt að regluverki ESB. Það má segja að það fari því vel á því að það sé fráfarandi formaður Samfylkingarinnar sem er fyrsti flutningsmaður fyrrnefndar tillögu á Alþingi. Sá skilningur sem hún lýsir er hugsunarháttur fortíðar sem var kveðinn í kútinn á tilvitnuðum fundi fyrrverandi utanríkisráðherra og þáverandi stækkunarstjóra ESB. Í sjálfu sér er vart hægt að hafa á móti því að fyrrnefnd þingsályktunartillaga fái þinglega meðferð. Hins vegar er það fullkomin blekking að þar geti verið um einhverjar samningaviðræður um undanþágur að ræða. Meðan því er ranglega haldið að þjóðinni verður umræða um málið á villigötum. Það er er ESB sem ræður því hvenær samningum er lokið sem verður ekki fyrr en Ísland hefur innleitt regluverk þess. Það er líkast því að flutningsmenn tillögunnar hafi enn ekki áttað sig á að þessu ferli var breytt í aðildarviðræðum Austur Evrópulanda að ESB í byrjun þessarar aldar. Ef til vill ættu flutningsmenn tillögunnar að lesa inngönguskilyrði ESB áður en lengra haldið til að forða því að þau lendi í sömu gryfju og þau sem héldu því ranglega að þjóðinni með umsókninni 2009 að um samningaviðræður væri að ræða samanber tilvitnuð orð stækkunarstjóra ESB sjá hér að ofan. Höfundar eru fyrrverandi formenn Heimssýnar, Hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Utanríkismál Erna Bjarnadóttir Mest lesið Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Sjá meira
Á þessu ári eru liðin þrettán ár síðan Alþingi íslendinga samþykkti illu heilli að sækja um aðild að ESB. Viðræður um aðlögun Íslands að inngöngu í Evrópusambandið á grunni þeirrar umsóknar runnu endanlega út í sandinn á árinu 2012. Í framhaldi af því var Ísland tekið af lista yfir umsóknarríki um aðild að ESB á árinu 2015. En nú á að ný að blása lífi í þessa vegferð. Fram er komin tillaga til þingsályktunar á alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um „framhald“ viðræðna við Evrópusambandið. Það vekur furðu að þetta mál komi nú fram þar sem vísað er í þingsályktun frá árinu 2009 og því haldið annars vegar fram að hún hafi enn gildi og hins vegar að það sé óljóst frá sjónarhóli ESB hvort Ísland hefur stöðu umsóknarríkis eða ekki. Að þingsályktun frá þingi sem stóð fyrir 13 árum bindi hendur ríkisstjórnar sem kjörin var árið 2021 er túlkun sem verður að telja æði langsótta. Hitt er þó alveg skýrt að búið er að taka Ísland af lista yfir lönd sem hafa stöðu ríkja sem sótt hafa um aðild að ESB. Ákvörðun um að breyta upplýsingum á opinberum vefsíðum ESB er ekki tekin á Íslandi heldur af ráðamönnum í Brussel. Það er hins vegar önnur saga að stjórnmálamenn sem jafnvel hafa setið á þingi og fylgst með aðildarviðræðunum á sínum tíma og afdrifum umsóknarinnar skuli vera flutningsmenn slíkrar tillögu. Hafa þau ekkert lært á þeim tíma sem liðinn er og þeim upplýsingum sem hafa komið fram. Minnistætt er þegar þáverandi utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson, fór mikinn á fundi með hinum tékkneska Štefan Füle fyrrverandi stækkunarstjóra ESB og lýsti mikilvægi sköpunargleði við gerð aðildarsamninga til að mæta sérþörfum aðildarríkja á undanþágum stofnsáttmála sambandsins. Hr. Füle var greinilega hissa á fullyrðingum ráðherrans og sagði orðrétt, „there are no permanent derogations from the EU archive, sjá https://m.youtube.com/watch?v=0O4fkcYwpu8. Eða á okkar ylhýru íslensku: Það eru engar varanlegar undanþágur frá regluverki ESB. Þær viðræður sem fara fram milli ESB annars vegar og umsóknarlands hins vegar eru því aðlögunarviðræður en ekki samningaviðræður. Það að fólk sem vill láta taka mark á sér í opinberri umræðu sé enn 13 árum síðar á þeim stað að telja að hægt sá að mæta sérþörfum smáþjóða með undanþágur frá regluverki ESB í svokölluðum aðildarsamningi, er ill skiljanlegt. Aðildarviðræður snúast um það eitt hvernig og á hvaða hraða umsóknarland aðlagar regluverk sitt að regluverki ESB. Það má segja að það fari því vel á því að það sé fráfarandi formaður Samfylkingarinnar sem er fyrsti flutningsmaður fyrrnefndar tillögu á Alþingi. Sá skilningur sem hún lýsir er hugsunarháttur fortíðar sem var kveðinn í kútinn á tilvitnuðum fundi fyrrverandi utanríkisráðherra og þáverandi stækkunarstjóra ESB. Í sjálfu sér er vart hægt að hafa á móti því að fyrrnefnd þingsályktunartillaga fái þinglega meðferð. Hins vegar er það fullkomin blekking að þar geti verið um einhverjar samningaviðræður um undanþágur að ræða. Meðan því er ranglega haldið að þjóðinni verður umræða um málið á villigötum. Það er er ESB sem ræður því hvenær samningum er lokið sem verður ekki fyrr en Ísland hefur innleitt regluverk þess. Það er líkast því að flutningsmenn tillögunnar hafi enn ekki áttað sig á að þessu ferli var breytt í aðildarviðræðum Austur Evrópulanda að ESB í byrjun þessarar aldar. Ef til vill ættu flutningsmenn tillögunnar að lesa inngönguskilyrði ESB áður en lengra haldið til að forða því að þau lendi í sömu gryfju og þau sem héldu því ranglega að þjóðinni með umsókninni 2009 að um samningaviðræður væri að ræða samanber tilvitnuð orð stækkunarstjóra ESB sjá hér að ofan. Höfundar eru fyrrverandi formenn Heimssýnar, Hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun