Telur að Valur yrði neðarlega í Danmörku Sindri Sverrisson skrifar 15. september 2022 11:30 Valsmenn hafa borið höfuð og herðar yfir önnur íslensk lið síðustu ár. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Arnór Atlason, sem þjálfað hefur í Danmörku um árabil, segir að miðað við það að Olís-deild karla í handbolta sé áhugamannadeild þá séu liðin á Íslandi að „gera það ótrúlega gott“. Arnór var í viðtali við Seinni bylgjuna í vikunni og var meðal annars spurður að því hvernig liðið sem drottnaði yfir íslenskum handbolta á síðustu leiktíð, Valur, myndi plumma sig í dönsku úrvalsdeildinni: „Þetta er alveg ótrúlega erfið spurning en ég er ekki í neinum vafa um það að ef að Valur dregst til dæmis gegn þeim dönsku liðum sem eru í Evrópukeppninni núna, eins og Skjern eða Skanderborg Aarhus eða Bjerringbro, þá er ég viss um að Valur gæti staðist þeim snúning í einum leik. Ég efast um að þeir [Valsmenn] myndu enda ofar en þessi lið í riðlinum en þeir gætu alveg gefið þeim leik. Þeir yrðu að berjast neðarlega í [dönsku] deildinni, myndi ég halda, en það er rosalega erfitt að segja. Akkúrat Valur myndi geta strítt mörgum liðum hérna í Danmörku,“ sagði Arnór. „Menn heima eru að gera þetta ótrúlega vel miðað við aðstæður“ Arnór hefur verið aðstoðarþjálfari stórliðs Álaborgar frá árinu 2018 og þjálfar einnig danska U20-landsliðið. Hann var spurður að því í hverju munurinn fælist varðandi stöðu Vals hér heima miðað við hvernig liðinu myndi ganga í Danmörku: „Þeir myndu þarna mæta liðum með svipaða „physique“. Þeir virðast geta hlaupið yfir öll lið á Íslandi en myndu ekki geta gert það að sama leyti í allri deildinni í Danmörku. Hér eru liðin líka með breiðari hópa, 15-16 leikmenn sem alla er hægt að nota,“ sagði Arnór og bætti við að miðað við aðstæður væri staðan í íslenskum handbolta afar góð: „Stóri munurinn er að þetta er atvinnumannadeild hér og menn heima eru að gera þetta ótrúlega vel miðað við aðstæður. Fólk er bara í skóla og vinnu með þessu. Ef maður hugsar út í það þá eru liðin heima að gera það ótrúlega gott. Liðin eru ótrúlega vel þjálfuð öll, færir þjálfarar í öllum liðum í deildinni, svo þetta er mjög fín deild á marga vegu.“ Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en viðtalið við Arnór hefst eftir nítján mínútur af þættinum. Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Arnór var í viðtali við Seinni bylgjuna í vikunni og var meðal annars spurður að því hvernig liðið sem drottnaði yfir íslenskum handbolta á síðustu leiktíð, Valur, myndi plumma sig í dönsku úrvalsdeildinni: „Þetta er alveg ótrúlega erfið spurning en ég er ekki í neinum vafa um það að ef að Valur dregst til dæmis gegn þeim dönsku liðum sem eru í Evrópukeppninni núna, eins og Skjern eða Skanderborg Aarhus eða Bjerringbro, þá er ég viss um að Valur gæti staðist þeim snúning í einum leik. Ég efast um að þeir [Valsmenn] myndu enda ofar en þessi lið í riðlinum en þeir gætu alveg gefið þeim leik. Þeir yrðu að berjast neðarlega í [dönsku] deildinni, myndi ég halda, en það er rosalega erfitt að segja. Akkúrat Valur myndi geta strítt mörgum liðum hérna í Danmörku,“ sagði Arnór. „Menn heima eru að gera þetta ótrúlega vel miðað við aðstæður“ Arnór hefur verið aðstoðarþjálfari stórliðs Álaborgar frá árinu 2018 og þjálfar einnig danska U20-landsliðið. Hann var spurður að því í hverju munurinn fælist varðandi stöðu Vals hér heima miðað við hvernig liðinu myndi ganga í Danmörku: „Þeir myndu þarna mæta liðum með svipaða „physique“. Þeir virðast geta hlaupið yfir öll lið á Íslandi en myndu ekki geta gert það að sama leyti í allri deildinni í Danmörku. Hér eru liðin líka með breiðari hópa, 15-16 leikmenn sem alla er hægt að nota,“ sagði Arnór og bætti við að miðað við aðstæður væri staðan í íslenskum handbolta afar góð: „Stóri munurinn er að þetta er atvinnumannadeild hér og menn heima eru að gera þetta ótrúlega vel miðað við aðstæður. Fólk er bara í skóla og vinnu með þessu. Ef maður hugsar út í það þá eru liðin heima að gera það ótrúlega gott. Liðin eru ótrúlega vel þjálfuð öll, færir þjálfarar í öllum liðum í deildinni, svo þetta er mjög fín deild á marga vegu.“ Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en viðtalið við Arnór hefst eftir nítján mínútur af þættinum.
Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira