Tvö mörk í uppbótartíma tryggðu Sporting sigur | Inter tók sín fyrstu stig í dauðariðlinum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. september 2022 18:40 Sporting vann dramatískan sigur gegn Tottenham í kvöld. Gualter Fatia/Getty Images Sporting vann góðan 2-0 sigur er liðið tók á móti Tottenham í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Bæði mörkin voru skoruð í uppbótartíma. Jafnræði var með liðunum lengst af í leik Sporting og Tottenham. Lítið var um opin marktækifæri í leiknum og illa gekk að koma boltanum í netið úr þeim hálffærum sem þó sköpuðust. Besta færi fyrri hálfleiksins fékk Marcus Edwards, fyrrum leikmaður Tottenham og núverandi leikmaður Sporting, undir lok fyrri hálfleiks. Hann fékk boltann þá á miðsvæðinu og prjónaði sig í gegnum vörn gestanna áður en hann lét vaða af stuttu færi, en Hugo Lloris gerði virkilega vel í að verja frá framherjanum unga. Svipaða sögu er að segja af síðari hálfleik. Gestirnir í Tottenham færðu sig þó framar á völlinn og virtust líklegri til að skora. Það voru þó heimamenn í Sporting sem urðu fyrri til að brjóta ísinn þegar Paulinho skallaði hornspyrnu Pedro Goncalves í netið á fyrstu mínútu uppbótartíma og staðan orðin 1-0. Gestirnir ætluðu að freista þess að ná inn jöfnunarmarki áður en flautað yrði til leiksloka, en það fór ekki betur en svo að heimamenn stálu boltanum og bættu öðru marki við rétt um mínútu eftir það fyrra og niðurstaðan því 2-0 sigur Sporting. Sporting er nú með sex stig eftir fyrstu tvær umferðir riðlakeppninnar og liðið situr á toppi D-riðils, þrem stigum fyrir ofan Tottenham sem situr í öðru sæti. 🎙 90+3' GOLOOOOOOOOOOOOOOOO!!! @oarthurgomes!!!! VAMOSSSSSSSSSSSSSSSSS#SCPTOT | 2-0 | #UCL #DiaDeSporting pic.twitter.com/0MydpGVRhj— Sporting Clube de Portugal (@Sporting_CP) September 13, 2022 Á sama tíma tók Viktoria Plzen á móti Inter í C-riðli þar sem gestirnir frá Ítalíu fóru með sigur af hólmi, 0-2. Edin Dzeko kom Inter í forystu um miðjan fyrri hálfleik og eftir að Pavel Bucha lét reka sig af velli með beint rautt spjald í liði heimamanna bætti Denzel Dumfries öðru marki gestanna við. Inter er nú með þrjú stig í dauðariðlinum eftir tvo leiki. Bayern München og Barcelona eru einnig með þrjú stig, en liðin mætast í kvöld. Viktoria Plzen er enn án stiga. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti
Sporting vann góðan 2-0 sigur er liðið tók á móti Tottenham í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Bæði mörkin voru skoruð í uppbótartíma. Jafnræði var með liðunum lengst af í leik Sporting og Tottenham. Lítið var um opin marktækifæri í leiknum og illa gekk að koma boltanum í netið úr þeim hálffærum sem þó sköpuðust. Besta færi fyrri hálfleiksins fékk Marcus Edwards, fyrrum leikmaður Tottenham og núverandi leikmaður Sporting, undir lok fyrri hálfleiks. Hann fékk boltann þá á miðsvæðinu og prjónaði sig í gegnum vörn gestanna áður en hann lét vaða af stuttu færi, en Hugo Lloris gerði virkilega vel í að verja frá framherjanum unga. Svipaða sögu er að segja af síðari hálfleik. Gestirnir í Tottenham færðu sig þó framar á völlinn og virtust líklegri til að skora. Það voru þó heimamenn í Sporting sem urðu fyrri til að brjóta ísinn þegar Paulinho skallaði hornspyrnu Pedro Goncalves í netið á fyrstu mínútu uppbótartíma og staðan orðin 1-0. Gestirnir ætluðu að freista þess að ná inn jöfnunarmarki áður en flautað yrði til leiksloka, en það fór ekki betur en svo að heimamenn stálu boltanum og bættu öðru marki við rétt um mínútu eftir það fyrra og niðurstaðan því 2-0 sigur Sporting. Sporting er nú með sex stig eftir fyrstu tvær umferðir riðlakeppninnar og liðið situr á toppi D-riðils, þrem stigum fyrir ofan Tottenham sem situr í öðru sæti. 🎙 90+3' GOLOOOOOOOOOOOOOOOO!!! @oarthurgomes!!!! VAMOSSSSSSSSSSSSSSSSS#SCPTOT | 2-0 | #UCL #DiaDeSporting pic.twitter.com/0MydpGVRhj— Sporting Clube de Portugal (@Sporting_CP) September 13, 2022 Á sama tíma tók Viktoria Plzen á móti Inter í C-riðli þar sem gestirnir frá Ítalíu fóru með sigur af hólmi, 0-2. Edin Dzeko kom Inter í forystu um miðjan fyrri hálfleik og eftir að Pavel Bucha lét reka sig af velli með beint rautt spjald í liði heimamanna bætti Denzel Dumfries öðru marki gestanna við. Inter er nú með þrjú stig í dauðariðlinum eftir tvo leiki. Bayern München og Barcelona eru einnig með þrjú stig, en liðin mætast í kvöld. Viktoria Plzen er enn án stiga.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti