Müller ætlar að passa að gefa boltann ekki á Lewandowski Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2022 14:31 Müller og Lewandowski náðu afar vel saman hjá Bayern þar sem sá fyrrnefndi var stoðsendingahæstur ár eftir ár á meðan sá síðarnefndi var markahæstur. Arthur Thill ATPImages/Getty Images „Ég held að þetta verði góður leikur fyrir hinn almenna áhorfanda,“ segir Thomas Müller, leikmaður Bayern München um leik kvöldsins gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport 2. „Við viljum mæta fastir fyrir í návígi og vera grimmir þegar við missum boltann. Ég býst við opnum leik,“ sagði Müller á blaðamannafundi í gær. Bayern vilja sýna sig og sanna í Meistaradeildinni eftir strembnar vikur heima fyrir. Liðið hefur gert þrjú jafntefli í röð í deildinni og situr í 3. sæti, fyrir neðan Union Berlin og Freiburg. Velta má því upp hvort Bayern sakni Roberts Lewandowski en hann skoraði 238 mörk í 253 deildarleikjum fyrir félagið frá 2014 þar til í sumar. Þá skipti hann til Barcelona og mun því mæta sínum gömlu félögum. Müller hlakkar til að takast á við fyrrum félaga og segist hafa grínast með liðfélaga sínum Sadio Mané í aðdragandanum. „Sadio hefur verið að grínast og sagt mér ekki að gera þau mistök að senda boltann á Lewandowski í leiknum,“ segir Müller sem tengdi vel við Lewandowski síðustu ár og lagði upp fjölmörg markanna sem hann skoraði í Bæjaralandi. „Tenging okkar varð meiri eftir því sem tíminn leið. En nú erum við með marga fjölhæfa leikmenn í framlínunni og höfum ekki þennan eina framherja til að leita til. Andstæðingar okkar vita ekki hver okkar aðalframherji er og við þurfum að láta það virka,“ Lewandowski hefur farið frábærlega af stað í Katalóníu og skorað sex deildarmörk í fimm leikjum auk þess að skora þrennu gegn Viktoria Plzen í Meistaradeildinni í síðustu viku. Bæði lið unnu sinn fyrsta leik, Barca 5-1 gegn Plzen og Bayern 2-0 gegn Inter Milan. Toppsætið er því undir þegar liðin mætast á Allianz-vellinum í München klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Sjá má alla Meistaradeildarleikina sem eru fram undan í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport að neðan. Dagskráin í Meistaradeildinni í vikunni Þriðjudagur 13. september 16:45 Sporting - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Bayern München - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Leverkusen - At. Madrid (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Porto - Club Brugge (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 14. september 16:45 Shakhtar - Celtic (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Manchester City - Dortmund (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Real Madrid - RB Leipzig (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Maccabi Haifa - PSG (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Þýski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Sjá meira
„Við viljum mæta fastir fyrir í návígi og vera grimmir þegar við missum boltann. Ég býst við opnum leik,“ sagði Müller á blaðamannafundi í gær. Bayern vilja sýna sig og sanna í Meistaradeildinni eftir strembnar vikur heima fyrir. Liðið hefur gert þrjú jafntefli í röð í deildinni og situr í 3. sæti, fyrir neðan Union Berlin og Freiburg. Velta má því upp hvort Bayern sakni Roberts Lewandowski en hann skoraði 238 mörk í 253 deildarleikjum fyrir félagið frá 2014 þar til í sumar. Þá skipti hann til Barcelona og mun því mæta sínum gömlu félögum. Müller hlakkar til að takast á við fyrrum félaga og segist hafa grínast með liðfélaga sínum Sadio Mané í aðdragandanum. „Sadio hefur verið að grínast og sagt mér ekki að gera þau mistök að senda boltann á Lewandowski í leiknum,“ segir Müller sem tengdi vel við Lewandowski síðustu ár og lagði upp fjölmörg markanna sem hann skoraði í Bæjaralandi. „Tenging okkar varð meiri eftir því sem tíminn leið. En nú erum við með marga fjölhæfa leikmenn í framlínunni og höfum ekki þennan eina framherja til að leita til. Andstæðingar okkar vita ekki hver okkar aðalframherji er og við þurfum að láta það virka,“ Lewandowski hefur farið frábærlega af stað í Katalóníu og skorað sex deildarmörk í fimm leikjum auk þess að skora þrennu gegn Viktoria Plzen í Meistaradeildinni í síðustu viku. Bæði lið unnu sinn fyrsta leik, Barca 5-1 gegn Plzen og Bayern 2-0 gegn Inter Milan. Toppsætið er því undir þegar liðin mætast á Allianz-vellinum í München klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Sjá má alla Meistaradeildarleikina sem eru fram undan í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport að neðan. Dagskráin í Meistaradeildinni í vikunni Þriðjudagur 13. september 16:45 Sporting - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Bayern München - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Leverkusen - At. Madrid (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Porto - Club Brugge (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 14. september 16:45 Shakhtar - Celtic (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Manchester City - Dortmund (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Real Madrid - RB Leipzig (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Maccabi Haifa - PSG (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)
Dagskráin í Meistaradeildinni í vikunni Þriðjudagur 13. september 16:45 Sporting - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Bayern München - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Leverkusen - At. Madrid (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Porto - Club Brugge (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 14. september 16:45 Shakhtar - Celtic (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Manchester City - Dortmund (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Real Madrid - RB Leipzig (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Maccabi Haifa - PSG (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Þýski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Sjá meira