Gaf leikmönnum kreditkortið í sigurvímunni á EM Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2022 12:01 Gianmarco Pozzecco kann að fagna sigrum. Getty/Mattia Ozbot Átta liða úrslitin á EM karla í körfubolta hefjast í dag. Gleðin virtist hvergi meiri en hjá Ítölum með að komast svo langt í keppninni og þjálfari liðsins sagðist hafa látið leikmenn fá kreditkortið sitt til að fagna að vild. Ástríða Gianmarco Pozzecco, landsliðsþjálfara Ítalíu, hefur vakið verðskuldaða athygli á EM en hann stökk til að mynda upp í fangið á grísku NBA-stjörnunni Giannis Antetokounmpo í sigurvímunni eftir að Ítalía sló út hið sterka lið Serbíu í 16-liða úrslitunum. Antetokounmpo hafði sem betur fer rænu á að grípa Pozzecco eins og sjá má hér að neðan. Let's make this the most viral post of #EuroBasket 2022 pic.twitter.com/HpdufxNtkP— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 11, 2022 „Stærsti sigur í sögu ítalsks körfubolta“ Pozzecco var jafnframt yfirlýsingaglaður þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir sigurinn, öllu glaðbeittari en forveri hans í starfi var eftir tapið gegn Íslandi í Hafnarfirði í byrjun þessa árs. „Þetta er stærsti sigur í sögu ítalsks körfubolta. Stærri en sigurinn gegn Litháen í undanúrslitunum í Aþenu 2004, þar sem ég var á vellinum sem leikmaður,“ sagði Pozzecco og dásamaði leikmenn sína, sérstaklega Nicolo Melli. „Melli er besti leikmaður í heimi. Ég held það og trúi því. Nic er með einstakar gáfur í körfubolta og ekki bara á körfuboltavellinum. Ég hef aldrei séð svona mann á 40 ára ferli mínum í körfubolta,“ sagði Pozzecco og benti sérstaklega á hvernig Melli hefði tekist að stöðva sjálfan Nikola Jokic í leiknum. Pozzecco bætti því þó við að hver einasti leikmaður hans hefði gert eitthvað mikilvægt í leiknum. „Eftir sigurinn gaf ég leikmönnunum kreditkortið og þeir máttu gera hvað sem er til að fagna sigrinum. Þeir hótuðu mér reyndar: ekki láta okkur fá rangt PIN-númer,“ grínaðist Pozzecco. Leikmenn fóru varlega með kortið Marco Spissu, leikmaður ítalska liðsins, sagði svo við La Gazzetta dello Sport í gær: „Ég svaf ekkert eftir leikinn við Serbíu. Adrenalínið var of mikið. Ég trúi þessu ekki enn. Við fögnuðum með kreditkortið hans Pozzecco en við fórum varlega. Núna er það Frakkland og við viljum halda draumnum áfram. Við viljum hefna eftir Ólympíuleikana. Við höfum trúna.“ Ítalía mætir Frakklandi í 8-liða úrslitunum á morgun, þegar einnig mætast Slóvenía og Pólland. Í dag mætast annars vegar Þýskaland og Grikkland og hins vegar Spánn og Finnland. Körfubolti EuroBasket 2022 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Ástríða Gianmarco Pozzecco, landsliðsþjálfara Ítalíu, hefur vakið verðskuldaða athygli á EM en hann stökk til að mynda upp í fangið á grísku NBA-stjörnunni Giannis Antetokounmpo í sigurvímunni eftir að Ítalía sló út hið sterka lið Serbíu í 16-liða úrslitunum. Antetokounmpo hafði sem betur fer rænu á að grípa Pozzecco eins og sjá má hér að neðan. Let's make this the most viral post of #EuroBasket 2022 pic.twitter.com/HpdufxNtkP— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 11, 2022 „Stærsti sigur í sögu ítalsks körfubolta“ Pozzecco var jafnframt yfirlýsingaglaður þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir sigurinn, öllu glaðbeittari en forveri hans í starfi var eftir tapið gegn Íslandi í Hafnarfirði í byrjun þessa árs. „Þetta er stærsti sigur í sögu ítalsks körfubolta. Stærri en sigurinn gegn Litháen í undanúrslitunum í Aþenu 2004, þar sem ég var á vellinum sem leikmaður,“ sagði Pozzecco og dásamaði leikmenn sína, sérstaklega Nicolo Melli. „Melli er besti leikmaður í heimi. Ég held það og trúi því. Nic er með einstakar gáfur í körfubolta og ekki bara á körfuboltavellinum. Ég hef aldrei séð svona mann á 40 ára ferli mínum í körfubolta,“ sagði Pozzecco og benti sérstaklega á hvernig Melli hefði tekist að stöðva sjálfan Nikola Jokic í leiknum. Pozzecco bætti því þó við að hver einasti leikmaður hans hefði gert eitthvað mikilvægt í leiknum. „Eftir sigurinn gaf ég leikmönnunum kreditkortið og þeir máttu gera hvað sem er til að fagna sigrinum. Þeir hótuðu mér reyndar: ekki láta okkur fá rangt PIN-númer,“ grínaðist Pozzecco. Leikmenn fóru varlega með kortið Marco Spissu, leikmaður ítalska liðsins, sagði svo við La Gazzetta dello Sport í gær: „Ég svaf ekkert eftir leikinn við Serbíu. Adrenalínið var of mikið. Ég trúi þessu ekki enn. Við fögnuðum með kreditkortið hans Pozzecco en við fórum varlega. Núna er það Frakkland og við viljum halda draumnum áfram. Við viljum hefna eftir Ólympíuleikana. Við höfum trúna.“ Ítalía mætir Frakklandi í 8-liða úrslitunum á morgun, þegar einnig mætast Slóvenía og Pólland. Í dag mætast annars vegar Þýskaland og Grikkland og hins vegar Spánn og Finnland.
Körfubolti EuroBasket 2022 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira