„Það væri draumur að rætast“ Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2022 21:46 Berglind Björg Þorvaldsdóttir og stöllur fagna einu af sex mörkum Íslands gegn Hvíta-Rússlandi á föstudag í sigrinum sem kom Íslandi á topp síns riðils, og í kjörstöðu fyrir leikinn gegn Hollandi á þriðjudag. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta æfði við fínar aðstæður í sól og þægilegum hita nálægt borginni Utrecht í dag, í aðdraganda stórleiksins við Holland á þriðjudag sem ræður því hvort liðanna fær öruggan farseðil á HM næsta sumar. Íslensku stelpurnar voru allar með á æfingunni í dag og voru nokkrir heimamenn, ungir sem aldnir, mættir til að fylgjast með ásamt íslensku fjölmiðlafólki. Ísland tapaði 2-0 fyrir Hollandi fyrr í undankeppni HM, á Laugardalsvelli, en dugar jafntefli á þriðjudaginn til að enda efst í riðlinum þar sem að Hollendingar hafa gert tvö jafntefli við Tékka í keppninni. „Við eigum eftir að fara aðeins betur yfir hollenska liðið núna. Það er ár síðan að við mættum þeim síðast. En þær eru náttúrulega bara gríðarlega öflugt lið, bæði varnarlega og sóknarlega, svo við þurfum að eiga toppleik á þriðjudaginn,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji landsliðsins. Klippa: Berglind á æfingu í Hollandi Hollendingar, sem unnu silfur á síðasta HM, ráku þjálfarann sinn eftir að hafa „aðeins“ náð í 8-liða úrslit á EM í sumar. Nýr þjálfari liðsins, Andries Jonker, hefur því haft takmarkaðan tíma til að móta sitt lið: „Maður veit aldrei hvað þjálfarinn þeirra leggur upp með og við þurfum bara að fókusa á okkar leik og gera okkar besta,“ segir Berglind sem veit að sín bíður allt annað hlutverk en í 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi á föstudaginn: „Jú, klárlega. Ég býst við að við verðum ekki með mikinn tíma með boltann fram á við, en við þurfum bara að nýta skyndisóknir og aðrar sóknir okkar vel. Vonandi skilar það sér.“ Ísland hefur fjórum sinnum komist í lokakeppni EM en hefur aldrei verið eins nálægt því að fá að keppa við þær bestu í heimi, á sjálfu heimsmeistaramótinu, eins og nú: „Það væri draumur að rætast. Það er eiginlega ótrúlegt að það sé komið að þessum leik. Maður er búinn að bíða eftir honum í smátíma núna. Það er frábært að það sé komið að honum og við erum allar gríðarlega spenntar,“ segir Berglind. Ísland og Holland mætast á þriðjudagskvöld í Utrecht í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapliðið fer í umspil. Vísir er á staðnum og flytur fréttir heim af stelpunum okkar. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Tengdar fréttir Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00 Hollendingar hituðu upp fyrir leikinn gegn Íslandi með sigri Hollenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann 2-1 sigur gegn því skoska í vináttulandsleik í kvöld. Hollendingar mæta íslensku stelpunum í hreinum úrslitaleik um beint sæti á HM næstkomandi þriðjudag. 2. september 2022 20:00 „Getum loksins farið að einbeita okkur að þessum leik á þriðjudaginn“ Glódís Perla Viggósdóttir gat leyft sér að brosa eftir öruggan 6-0 sigur Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Glódís skoraði fjóra mark Íslands og segir leikinn gott veganesti í leikinn gegn Hollendingum. 2. september 2022 20:41 Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Sjá meira
Íslensku stelpurnar voru allar með á æfingunni í dag og voru nokkrir heimamenn, ungir sem aldnir, mættir til að fylgjast með ásamt íslensku fjölmiðlafólki. Ísland tapaði 2-0 fyrir Hollandi fyrr í undankeppni HM, á Laugardalsvelli, en dugar jafntefli á þriðjudaginn til að enda efst í riðlinum þar sem að Hollendingar hafa gert tvö jafntefli við Tékka í keppninni. „Við eigum eftir að fara aðeins betur yfir hollenska liðið núna. Það er ár síðan að við mættum þeim síðast. En þær eru náttúrulega bara gríðarlega öflugt lið, bæði varnarlega og sóknarlega, svo við þurfum að eiga toppleik á þriðjudaginn,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji landsliðsins. Klippa: Berglind á æfingu í Hollandi Hollendingar, sem unnu silfur á síðasta HM, ráku þjálfarann sinn eftir að hafa „aðeins“ náð í 8-liða úrslit á EM í sumar. Nýr þjálfari liðsins, Andries Jonker, hefur því haft takmarkaðan tíma til að móta sitt lið: „Maður veit aldrei hvað þjálfarinn þeirra leggur upp með og við þurfum bara að fókusa á okkar leik og gera okkar besta,“ segir Berglind sem veit að sín bíður allt annað hlutverk en í 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi á föstudaginn: „Jú, klárlega. Ég býst við að við verðum ekki með mikinn tíma með boltann fram á við, en við þurfum bara að nýta skyndisóknir og aðrar sóknir okkar vel. Vonandi skilar það sér.“ Ísland hefur fjórum sinnum komist í lokakeppni EM en hefur aldrei verið eins nálægt því að fá að keppa við þær bestu í heimi, á sjálfu heimsmeistaramótinu, eins og nú: „Það væri draumur að rætast. Það er eiginlega ótrúlegt að það sé komið að þessum leik. Maður er búinn að bíða eftir honum í smátíma núna. Það er frábært að það sé komið að honum og við erum allar gríðarlega spenntar,“ segir Berglind. Ísland og Holland mætast á þriðjudagskvöld í Utrecht í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapliðið fer í umspil. Vísir er á staðnum og flytur fréttir heim af stelpunum okkar.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Tengdar fréttir Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00 Hollendingar hituðu upp fyrir leikinn gegn Íslandi með sigri Hollenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann 2-1 sigur gegn því skoska í vináttulandsleik í kvöld. Hollendingar mæta íslensku stelpunum í hreinum úrslitaleik um beint sæti á HM næstkomandi þriðjudag. 2. september 2022 20:00 „Getum loksins farið að einbeita okkur að þessum leik á þriðjudaginn“ Glódís Perla Viggósdóttir gat leyft sér að brosa eftir öruggan 6-0 sigur Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Glódís skoraði fjóra mark Íslands og segir leikinn gott veganesti í leikinn gegn Hollendingum. 2. september 2022 20:41 Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Sjá meira
Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00
Hollendingar hituðu upp fyrir leikinn gegn Íslandi með sigri Hollenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann 2-1 sigur gegn því skoska í vináttulandsleik í kvöld. Hollendingar mæta íslensku stelpunum í hreinum úrslitaleik um beint sæti á HM næstkomandi þriðjudag. 2. september 2022 20:00
„Getum loksins farið að einbeita okkur að þessum leik á þriðjudaginn“ Glódís Perla Viggósdóttir gat leyft sér að brosa eftir öruggan 6-0 sigur Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Glódís skoraði fjóra mark Íslands og segir leikinn gott veganesti í leikinn gegn Hollendingum. 2. september 2022 20:41
Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti