„Örugglega ekki mjög fallegt að horfa upp á“ Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2022 08:00 Emil Pálsson er hættur í fótbolta eftir tvö hjartastopp. Stöð 2 „Fyrsta hugsunin þegar ég vaknaði á vellinum hjá FH var: „Já, þetta er búið“,“ segir Emil Pálsson sem lagt hefur knattspyrnuskóna á hilluna eftir að hafa farið í hjartastopp á æfingu í Kaplakrika, í annað sinn á hálfu ári. Emil, sem er 29 ára, hneig niður í knattspyrnuleik í Noregi í nóvember. Læknum tókst að bjarga lífi hans og hann vonaðist til að geta haldið áfram að spila fótbolta, rétt eins og Daninn Christian Eriksen gerir með Manchester United þessa dagana. Örlög Emils urðu önnur og hann hneig aftur niður á æfingu með FH í vor, fyrir framan leikmenn liðsins, en bjargráður sem hafði verið græddur í hann varð til þess að hann vaknaði aftur til lífsins nokkrum sekúndum síðar. „Ég held að innst inni hafi ég vitað eftir seinna hjartastoppið að líkurnar væru mjög litlar [á að spila aftur fótbolta]. Fyrsta hugsunin þegar ég vaknaði á vellinum hjá FH var: „Já, þetta er búið.“ En síðan fór ákveðið ferli í gang þar sem ég fór í frekari rannsóknir og þá fékk ég þetta endanlega staðfest frá læknum, að það væri galin ákvörðun að ætla að reyna að halda áfram að spila,“ segir Emil í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason sem sjá má hér að neðan. Klippa: Emil Páls þurfti að hætta vegna hjartans „Áfall bæði fyrir þá og mig“ Emil var leikmaður FH þegar hann var valinn besti leikmaður Íslandsmótsins árið 2015. Hann fékk að æfa með liðinu í vor og leikmenn FH urðu því vitni að því þegar að Emil hneig niður. Vegna bjargráðsins áttu þeir ekki að snerta hann, þar sem hann lá hreyfingarlaus á vellinum: „Þetta gerist mjög hratt. Þetta er mjög stuttur tími sem ég er „úti“, fimm eða tíu sekúndur. Ég held að það hafi ekki allir verið búnir að átta sig á að hvað væri að gerast fyrr en ég vaknaði. Þetta var mjög stuttur tími. Á sama tíma er þetta auðvitað áfall bæði fyrir þá og mig. Þetta er eitthvað sem er örugglega ekki mjög fallegt að horfa upp á, sérstaklega fyrir þá sem eru þeir fyrstu til að sjá þetta. En ég held að það hafi gert öllum gott að allt fór vel. Ég var fljótur að vakna og staðinn upp á fimm mínútum, og gat labbað sjálfur í burtu. Ég kom svo aftur á æfingu daginn eftir til að heilsa upp á strákana, og ég held að það hafi verið gott fyrir mig og þá að sjá að það væri í lagi með mig,“ segir Emil. „Ég vissi strax hvað hefði gerst þegar ég vaknaði. Ég hugsaði strax að þetta væri búið, og var þá að hugsa um fótboltann. Þetta sýndi að það væri eitthvað að. Ég vonaði að þeta yrði eins og í tilfelli Eriksen en það virðist eitthvað annað en ég er með. Í mínu tilfelli er vandamál þegar ég fer upp í háan púls,“ bætir hann við. Æfir enn oft í viku en þarf að passa púlsinn Emil getur því enn sinnt íþróttum en bara ekki af þeim ákafa sem krafist er af atvinnumanni í fótbolta: „Ég er takmarkaður en samt ekki eins mikið og ég hefði haldið. Ég er takmarkaður við 150 í púls, sem er rúmlega 85% af mínum hámarkspúls, og það er margt sem hægt er að gera undir 150 í púls. Það er hægt að hlaupa, hjóla og taka styrktaræfingar. Ég er mjög aktívur í dag og æfi 5-6 sinnum í viku, því það er í mínu blóði. Ég hef fundið mína rútínu þar sem ég held mig undir 150 og er svo á lyfjum sem hjálpa til.“ Alltaf séð eftir því ef hann hefði ekki reynt að spila áfram En hefur hann ekki verið hræddur á meðan á öllu þessu hefur gengið? „Ég hef aldrei verið hræddur í þessu ferli. Ég fann þegar ég tók ákvörðun um að halda áfram að spila að ég fann aldrei fyrir hræðslu um að þetta myndi gerast aftur. Ég ákvað að nálgast þetta með því hugarfari, að ég ætlaði „all in“, og sjá bara hvað myndi gerast. Ég var búinn að fá grænt ljós frá læknum og hefði annars aldrei haldið áfram. Ég hefði alltaf séð eftir því ef ég hefði ekki reynt að spila áfram fótbolta, því það er það skemmtilegasta sem ég geri. Ég sé ekki eftir neinu en það voru greinilega mín örlög að ég ætti ekki að halda áfram í fótbolta á þessum tímapunkti í lífinu, og þá tekur bara eitthvað annað við.“ Hjartastopp hjá Christian Eriksen Fótbolti FH Norski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Emil, sem er 29 ára, hneig niður í knattspyrnuleik í Noregi í nóvember. Læknum tókst að bjarga lífi hans og hann vonaðist til að geta haldið áfram að spila fótbolta, rétt eins og Daninn Christian Eriksen gerir með Manchester United þessa dagana. Örlög Emils urðu önnur og hann hneig aftur niður á æfingu með FH í vor, fyrir framan leikmenn liðsins, en bjargráður sem hafði verið græddur í hann varð til þess að hann vaknaði aftur til lífsins nokkrum sekúndum síðar. „Ég held að innst inni hafi ég vitað eftir seinna hjartastoppið að líkurnar væru mjög litlar [á að spila aftur fótbolta]. Fyrsta hugsunin þegar ég vaknaði á vellinum hjá FH var: „Já, þetta er búið.“ En síðan fór ákveðið ferli í gang þar sem ég fór í frekari rannsóknir og þá fékk ég þetta endanlega staðfest frá læknum, að það væri galin ákvörðun að ætla að reyna að halda áfram að spila,“ segir Emil í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason sem sjá má hér að neðan. Klippa: Emil Páls þurfti að hætta vegna hjartans „Áfall bæði fyrir þá og mig“ Emil var leikmaður FH þegar hann var valinn besti leikmaður Íslandsmótsins árið 2015. Hann fékk að æfa með liðinu í vor og leikmenn FH urðu því vitni að því þegar að Emil hneig niður. Vegna bjargráðsins áttu þeir ekki að snerta hann, þar sem hann lá hreyfingarlaus á vellinum: „Þetta gerist mjög hratt. Þetta er mjög stuttur tími sem ég er „úti“, fimm eða tíu sekúndur. Ég held að það hafi ekki allir verið búnir að átta sig á að hvað væri að gerast fyrr en ég vaknaði. Þetta var mjög stuttur tími. Á sama tíma er þetta auðvitað áfall bæði fyrir þá og mig. Þetta er eitthvað sem er örugglega ekki mjög fallegt að horfa upp á, sérstaklega fyrir þá sem eru þeir fyrstu til að sjá þetta. En ég held að það hafi gert öllum gott að allt fór vel. Ég var fljótur að vakna og staðinn upp á fimm mínútum, og gat labbað sjálfur í burtu. Ég kom svo aftur á æfingu daginn eftir til að heilsa upp á strákana, og ég held að það hafi verið gott fyrir mig og þá að sjá að það væri í lagi með mig,“ segir Emil. „Ég vissi strax hvað hefði gerst þegar ég vaknaði. Ég hugsaði strax að þetta væri búið, og var þá að hugsa um fótboltann. Þetta sýndi að það væri eitthvað að. Ég vonaði að þeta yrði eins og í tilfelli Eriksen en það virðist eitthvað annað en ég er með. Í mínu tilfelli er vandamál þegar ég fer upp í háan púls,“ bætir hann við. Æfir enn oft í viku en þarf að passa púlsinn Emil getur því enn sinnt íþróttum en bara ekki af þeim ákafa sem krafist er af atvinnumanni í fótbolta: „Ég er takmarkaður en samt ekki eins mikið og ég hefði haldið. Ég er takmarkaður við 150 í púls, sem er rúmlega 85% af mínum hámarkspúls, og það er margt sem hægt er að gera undir 150 í púls. Það er hægt að hlaupa, hjóla og taka styrktaræfingar. Ég er mjög aktívur í dag og æfi 5-6 sinnum í viku, því það er í mínu blóði. Ég hef fundið mína rútínu þar sem ég held mig undir 150 og er svo á lyfjum sem hjálpa til.“ Alltaf séð eftir því ef hann hefði ekki reynt að spila áfram En hefur hann ekki verið hræddur á meðan á öllu þessu hefur gengið? „Ég hef aldrei verið hræddur í þessu ferli. Ég fann þegar ég tók ákvörðun um að halda áfram að spila að ég fann aldrei fyrir hræðslu um að þetta myndi gerast aftur. Ég ákvað að nálgast þetta með því hugarfari, að ég ætlaði „all in“, og sjá bara hvað myndi gerast. Ég var búinn að fá grænt ljós frá læknum og hefði annars aldrei haldið áfram. Ég hefði alltaf séð eftir því ef ég hefði ekki reynt að spila áfram fótbolta, því það er það skemmtilegasta sem ég geri. Ég sé ekki eftir neinu en það voru greinilega mín örlög að ég ætti ekki að halda áfram í fótbolta á þessum tímapunkti í lífinu, og þá tekur bara eitthvað annað við.“
Hjartastopp hjá Christian Eriksen Fótbolti FH Norski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira