Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson skrifar 2. september 2022 08:01 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði spurningum viðskiptakálfs Morgunblaðsins um skattamál á miðvikudaginn. Frásögn blaðsins endar svona: „Þá segir hann [Bjarni] jafnframt að umræða um fjármagnstekjuskatt eigi það til að vera á villigötum, enda gleymist oft að fyrirtæki greiði 20% tekjuskatt áður en til arðgreiðslna komi. „Af arðgreiðslum greiða eigendur svo 22% fjármagnstekjuskatt til viðbótar. Í tilfelli útgerða, sem oft eru ræddar í þessu samhengi, bætist svo enn fremur við veiðigjald – sem getur numið umtalsverðum fjárhæðum. Þess vegna fer því fjarri að 22% séu almennt einu skattgreiðslur þeirra sem reka fyrirtæki í landinu, eins og stundum er reynt að halda fram,“ segir Bjarni““ Bjarni kynnir þarna kenningu nýfrjálshyggjunnar sem viðurkennda staðreynd, nánast lögmál; um að fjármagnstekjuskattur sé einskonar tvísköttun þar sem fyrirtæki hafi borgað tekjuskatt af hagnaði áður en eigendum er greiddur út arður. Kenningin segir að skoða beri samhengið milli tekjuskatts fyrirtækja og fjármagnstekjuskatts þannig að endanlegur sameiginlegur skattur sé svipaður og skattur af öðrum tekjum. Til að skýra þetta má taka dæmi af fyrirtæki sem greiðir út 100 m.kr. arð sem eigandi borgar 22% skatt af, sem sé 22 m.kr. Áður en kom til útgreiðslu arðsins hafði fyrirtækið borgað 25 m.kr. í tekjuskattskatt svo eftir sátu þessar 100 m.kr. Sameiginlegur skattur er þá 47 m.kr. og af 125 m.kr. hagnaði fyrir skatt. Hlutfallið er þá 37,6%. Sem kenningasmiðirnir vilja halda fram að sé viðlíka hlutfall og launafólk borgar. Í fyrsta lagi er þessi kenning della. Í öðru lagi fer enginn eftir henni. Og í þriðja lagi síst af öllu Bjarni. Fyrirtæki er sjálfstæður skattaðili, eigandinn annar Fyrirtæki eru rekin með takmarkaðri ábyrgð eigenda sinna. Þetta færir fyrirtækjum ýmiss réttindi sem einstaklingar njóta og firra eigendur hlutabréfanna ábyrgð á gjörðum fyrirtækjanna. Fyrirtækin eru sjálfstæðir skattaðilar og greiða skatta algjörlega óháð skattgreiðslum eigenda hlutabréfanna. Og eigendur hlutabréfa eru skattlagðir í takt við tekjur sínar sem einstaklingar og óháð skattgreiðslum fyrirtækjanna. Hvor aðili greiðir hlutfall tekna sinna í skatt sem greiðslu fyrir veitta þjónustu, innviði, vernd og aðstoð. Þetta sést þegar borinn er saman jaðarskattur launatekna og jaðarskattur samanlagðs tekjuskatts fyrirtækja og fjármagnstekjuskatts í ýmsum löndum. Eina landið innan Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, þar sem þetta tvennt er í jafnvægi er Nýja Sjáland. Hjá öðrum löndum er þetta út og suður. Ástæðan er að fyrirtæki eru skattlagðir sérstaklega og einstaklingar sérstaklega. Fyrirtækja- og fjármagnseigendur hafa beitt kenningu Bjarna víða og notað ýmiss önnur rök fyrir að lækka skatta sína. Sums staðar hefur þetta stéttastríð hinna ríku skilað miklum árangri, en annars staðar minni. Kannski er besta dæmið úr íslenskri sögu. Fyrir Hrun tókst hinum ríku að berja skatta sína svo niður að árið 2008 var tekjuskattur fyrirtækja aðeins 15% og fjármagnstekjuskattur 10%. Samkvæmt kenningu Bjarna var samanlagður skattur fyrirtækja og eigenda því 23,5%. Á þessum tíma var tekjuskattur og útsvar af launatekjum 35,7%. Ekki mikið jafnvægi þar. Þessi kenning Bjarna er ekki eitthvað sem ríki fara almennt eftir. Og Bjarni gerir það alls ekki sjálfur. Bjarni vill, en svo vill ekki Bjarni Tökum dæmi af manninum sem fær 100 milljón króna í arðgreiðslur. Eins og áður sagði var fyrirtækið búið að borga 25 milljónir og síðan fara 22 m.kr. af arðgreiðslunum í skatt. Samtals eru þetta 47 m.kr. og samanlagður skattur 37,6%. Ef maðurinn hefði fengið sambærilega upphæð í launatekjur hefði hann borgað 58,3 m.kr. í skatt eða 44,7%. Ef við tökum dæmi af þeim sem var með hæstu fjármagnstekjur í fyrra, Birni Erlingi Jónassyni, fyrrverandi útgerðarmanni, þá var skatthlutfall hans samkvæmt Bjarna 37,6% en hefði orðið 46,2% ef hann hefði borgað launaskatt af upphæðinni. Meginástæðan fyrir þessu er að launaskattur er stigvaxandi en fjármagnstekjuskattur ekki. Ef eitthvað væri að marka Bjarna myndi hann setja skattþrep í fjármagnstekjuskatt til að ná jafnvægi þarna á milli, svo allar tekjur yrðu skattlagðar svipað samkvæmt hans eigin kenningu. Setja þyrfti nýtt 32,82% þrep við rétt rúmar 16 m.kr. fjármagnstekjur á ári til að ná því jafnvægi sem Bjarni segir að sé eftirsóknarvert. Samkvæmt lista Stundarinnar yfir tekjuhæsta 1% þjóðarinnar myndu 1420 manns falla í þetta hátekjuþrep fjármagnstekjuskatts. Og borga um 33,6 milljarða króna í skatt umfram það sem nú er. Það er skrítinn fjármálaráðherra sem fúlsar við slíku. Sérstaklega þar sem þetta auka skattþrep væri sett með rökum hans sjálfs. Bjarni vill, en svo vill ekki Bjarni. Kenning Bjarna á sjaldan við En gallinn við þetta dæmi er að rök Bjarna eiga ekki við megnið af fjármagnstekjum tekjuhæsta fólksins. Kenning Bjarna miðar við arðgreiðslur. En fjármagnstekjur hinna tekjuhæstu eru ekki bara arður, heldur miklu frekar söluhagnaður. Og þá er ekki hægt að taka mið af tekjuskatti sem fyrirtæki borguðu áður en söluhagnaðurinn varð til, því það var enginn tekjuskattur greiddur. Söluhagnaður verður til einmitt sem yfirverð miðað við bókfært verð. Söluhagnaður er splunkunýtt fé sem var ekki til og hefur því aldrei verið skattlagt. Ef við tökum aftur dæmi af Birni Erlingi útgerðarmanni sem var með mestar fjármagnstekjur allra í fyrra, 3.133 m.kr., þá lætur Bjarni eins og eitthvert fyrirtæki hafi greitt 783 m.kr. í skatt af þessum peningum áður en Björn Erlingur fékk þá. Svo er bara alls ekki. Bjarni getur beðið starfsfólkið í fjármálaráðuneytinu að leita af þessu fé en það mun ekki finna það. Ef eitthvað væri að marka Bjarna, myndi hann strax breyta skattalögum svo Björn Erlingur borgaði ekki aðeins 689 m.kr. í skatt heldur 1.885 m.kr. eins og væri hann launamaður. Því fyrirtækið sem Björn Erlingur seldi hafði engan tekjuskatt borgað af þessum söluhagnaði. Auðvitað vitum öll að það er ekkert að marka Bjarna. Þetta tal um jafnvægi milli tekjuskatts launafólks og samanlagðs tekjuskatts fyrirtækja og fjármagnstekjuskatt er bara yfirvarp, tilraun til að slá ryki í augun á ykkur svo þið sjáið ekki þegar Bjarni mokar fé úr ríkissjóði og gefur ríka fólkinu. Bjarni ímyndar sér fyrirtæki Ef eitthvað væri að marka Bjarna mynda hann ekki bara setja hátekjuþrep í fjármagnstekjuskatt heldur líka skipta honum í tvennt þannig að ein regla gilti um arðgreiðslur, þar sem tekið yrði tillit til tekjuskatts fyrirtækja, en önnur um söluhagnað þar sem engum tekjuskatti fyrirtækja er til að dreifa. Og það sama á við um vexti og leigu. Af þeim tekjum einstaklinga hafa fyrirtæki ekki borgað neinn tekjuskatt. Jói erfir 50 íbúðir og leigir þær allar út á 250 þús. kr. á mánuði, fyrir 150 m.kr. á ári. Hann borgar af þessu hálfan fjármagnsskatt, 11% eða 16,5 m.kr. Til að áætla raunverulegar tekjur Jóa skulum við reikna með 37 m.kr. í viðhald, 4 m.kr. í tapaða leigu, 4 m.kr. í fasteignagjöld, samtals 45 m.kr. Restin eru tekjurnar hans Jóa, 105 m.kr. Hann er því að borga 15,7% tekna sinna í skatt. En ef hann væri með 105 m.kr. í árstekjur sem launamaður myndi hann borga 61,3 m.kr. í skatt eða 44,8%. Bjarni sættir sig við þetta vegna þess að hann ímyndar sér að eitthvert dularfullt fyrirtæki borgi skattana á móti Jóa. Sem auðvitað gerist ekki. Sigga erfði 2 milljarða eftir foreldra sína og lánaði þá út á verðtryggingu og 2,5% vöxtum. Hún er því með 50 m.kr. í vaxtatekjur á ári án þess að skerða höfuðstólinn og borgar af þeim 10,7 m.kr. í skatt eða 21,4%. Ef hún hefði þessar tekjur sem launamanneskja þyrfti hún að borga 28,1 m.kr. í skatt eða 43,2%. Aftur segir Bjarni að það sé í lagi, telur sjálfum sér trú um að eitthvert fyrirtæki hljóti að borga skattana hennar Siggu. Ef það væri eitthvað að marka Bjarna myndi hann laga þetta. En auðvitað er ekkert að marka Bjarna, hann er bara að kasta einhverju fram í von um að þú ruglist og takir ekki eftir þegar hann hyglir ríka fólkinu á þinn kostnað. Frekjurnar ráða Hin ríku hafa kastað fram allskyns dellukenningum til að koma sér undan því að borga sanngjarna skatta af tekjum sínum, sama hlutfall og venjulegt fólk gerir. Eins og þau gjarnan gera sem dauðlangar í eitthvað beita hin ríku öllu brögðum; suða, hóta, stappa niður fótunum, þykjast vera í bráðri hættu, grenja yfir óréttlætinu og alls konar. Þetta er allt gott og gilt. Það má hver berjast fyrir sínu. En það er alveg galið þegar sá sem er valinn af þjóðinni til að gæta ríkissjóðs lætur allt eftir frekjunum. Kannski er það vegna þess að Bjarni er trúgjarn og auðblekktur. Ég held ekki. Ég held að ástæðan sé að Bjarni er einn af frekjunum. Hann er fæddur inn í auðuga fjölskyldu sem hefur auðgast stjarnfræðilega á síðustu áratugum, fyrst og fremst vegna þess að skattar á hin fáu ríku og valdamiklu hafa verið lækkaðir. Og þótt Bjarni sé ekki sjálfur í business meðan hann er í stjórnmálum þá hleðst ættarauðurinn upp og um síðir mun Bjarni erfa sinn hlut af þessum auð. Sem hann byggði upp með því að halda tekjuskatti fyrirtækja lágum, með því að taka ekki upp aðstöðugjald, með því að taka ekki um eignaskatta fyrirtækja, með því að halda fjármagnstekjuskatti lágum, með því að taka ekki upp auðlegðarskatt eða annan eignaskatt einstaklinga. Auðvitað vonum við öll að foreldrar Bjarna lifi sem allra lengst, en á endanum mun Bjarni erfa auðinn sem hann lagði í raun mest til sem fjármálaráðherra, miklu meira en þau sem voru að reka þessi fyrirtæki eða kaupa og selja hlutabréf. Stærsti hlutinn af arfinum verður nefnilega fé sem undir eðlilegri kringumstæðum, eins og voru til dæmis á Vesturlöndum á eftirstríðsárunum, miklum blómatíma sem kallaður hefur verið gullöld kapítalismans, á þeim tíma hefði stór hluti af þessu fé aldrei hlaðist upp hjá Engeyingum heldur verið nýtt til að viðhalda innviðum landsins og byggja upp grunnkerfi þess svo hér mætti samfélagið verða sem sterkast og réttlátast. Lesið meira um skatta Ég hef skrifað greinar á Vísi um skatta að undanförnu sem ég hvet ykkur til að lesa. Ég ætlaði bara að bæta einni grein við, en þá sá ég ummælin eftir Bjarna í Mogganum og ákvað að skjóta þessari inn. En greinarnar sem eru komnar eru þessar. Þær fjallað um mikilvæg mál, kannski mesta réttlætismál okkar tíma: 1. Guðmundur í Brim borgar hlutfallslega minna í skatt en fólk með meðaltekjur 2. Skattkerfi sem hyglir hinum ríku og sveltir sveitarfélög 3. Hinir raunverulegu styrkþegar ríkissjóðs 4. Ein regla fyrir hin ríku, allt önnur og verri fyrir þig 5. Mesta rán Íslandssögunnar 6. Auðstétt verður til. Og þú borgar Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Skattar og tollar Mest lesið Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði spurningum viðskiptakálfs Morgunblaðsins um skattamál á miðvikudaginn. Frásögn blaðsins endar svona: „Þá segir hann [Bjarni] jafnframt að umræða um fjármagnstekjuskatt eigi það til að vera á villigötum, enda gleymist oft að fyrirtæki greiði 20% tekjuskatt áður en til arðgreiðslna komi. „Af arðgreiðslum greiða eigendur svo 22% fjármagnstekjuskatt til viðbótar. Í tilfelli útgerða, sem oft eru ræddar í þessu samhengi, bætist svo enn fremur við veiðigjald – sem getur numið umtalsverðum fjárhæðum. Þess vegna fer því fjarri að 22% séu almennt einu skattgreiðslur þeirra sem reka fyrirtæki í landinu, eins og stundum er reynt að halda fram,“ segir Bjarni““ Bjarni kynnir þarna kenningu nýfrjálshyggjunnar sem viðurkennda staðreynd, nánast lögmál; um að fjármagnstekjuskattur sé einskonar tvísköttun þar sem fyrirtæki hafi borgað tekjuskatt af hagnaði áður en eigendum er greiddur út arður. Kenningin segir að skoða beri samhengið milli tekjuskatts fyrirtækja og fjármagnstekjuskatts þannig að endanlegur sameiginlegur skattur sé svipaður og skattur af öðrum tekjum. Til að skýra þetta má taka dæmi af fyrirtæki sem greiðir út 100 m.kr. arð sem eigandi borgar 22% skatt af, sem sé 22 m.kr. Áður en kom til útgreiðslu arðsins hafði fyrirtækið borgað 25 m.kr. í tekjuskattskatt svo eftir sátu þessar 100 m.kr. Sameiginlegur skattur er þá 47 m.kr. og af 125 m.kr. hagnaði fyrir skatt. Hlutfallið er þá 37,6%. Sem kenningasmiðirnir vilja halda fram að sé viðlíka hlutfall og launafólk borgar. Í fyrsta lagi er þessi kenning della. Í öðru lagi fer enginn eftir henni. Og í þriðja lagi síst af öllu Bjarni. Fyrirtæki er sjálfstæður skattaðili, eigandinn annar Fyrirtæki eru rekin með takmarkaðri ábyrgð eigenda sinna. Þetta færir fyrirtækjum ýmiss réttindi sem einstaklingar njóta og firra eigendur hlutabréfanna ábyrgð á gjörðum fyrirtækjanna. Fyrirtækin eru sjálfstæðir skattaðilar og greiða skatta algjörlega óháð skattgreiðslum eigenda hlutabréfanna. Og eigendur hlutabréfa eru skattlagðir í takt við tekjur sínar sem einstaklingar og óháð skattgreiðslum fyrirtækjanna. Hvor aðili greiðir hlutfall tekna sinna í skatt sem greiðslu fyrir veitta þjónustu, innviði, vernd og aðstoð. Þetta sést þegar borinn er saman jaðarskattur launatekna og jaðarskattur samanlagðs tekjuskatts fyrirtækja og fjármagnstekjuskatts í ýmsum löndum. Eina landið innan Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, þar sem þetta tvennt er í jafnvægi er Nýja Sjáland. Hjá öðrum löndum er þetta út og suður. Ástæðan er að fyrirtæki eru skattlagðir sérstaklega og einstaklingar sérstaklega. Fyrirtækja- og fjármagnseigendur hafa beitt kenningu Bjarna víða og notað ýmiss önnur rök fyrir að lækka skatta sína. Sums staðar hefur þetta stéttastríð hinna ríku skilað miklum árangri, en annars staðar minni. Kannski er besta dæmið úr íslenskri sögu. Fyrir Hrun tókst hinum ríku að berja skatta sína svo niður að árið 2008 var tekjuskattur fyrirtækja aðeins 15% og fjármagnstekjuskattur 10%. Samkvæmt kenningu Bjarna var samanlagður skattur fyrirtækja og eigenda því 23,5%. Á þessum tíma var tekjuskattur og útsvar af launatekjum 35,7%. Ekki mikið jafnvægi þar. Þessi kenning Bjarna er ekki eitthvað sem ríki fara almennt eftir. Og Bjarni gerir það alls ekki sjálfur. Bjarni vill, en svo vill ekki Bjarni Tökum dæmi af manninum sem fær 100 milljón króna í arðgreiðslur. Eins og áður sagði var fyrirtækið búið að borga 25 milljónir og síðan fara 22 m.kr. af arðgreiðslunum í skatt. Samtals eru þetta 47 m.kr. og samanlagður skattur 37,6%. Ef maðurinn hefði fengið sambærilega upphæð í launatekjur hefði hann borgað 58,3 m.kr. í skatt eða 44,7%. Ef við tökum dæmi af þeim sem var með hæstu fjármagnstekjur í fyrra, Birni Erlingi Jónassyni, fyrrverandi útgerðarmanni, þá var skatthlutfall hans samkvæmt Bjarna 37,6% en hefði orðið 46,2% ef hann hefði borgað launaskatt af upphæðinni. Meginástæðan fyrir þessu er að launaskattur er stigvaxandi en fjármagnstekjuskattur ekki. Ef eitthvað væri að marka Bjarna myndi hann setja skattþrep í fjármagnstekjuskatt til að ná jafnvægi þarna á milli, svo allar tekjur yrðu skattlagðar svipað samkvæmt hans eigin kenningu. Setja þyrfti nýtt 32,82% þrep við rétt rúmar 16 m.kr. fjármagnstekjur á ári til að ná því jafnvægi sem Bjarni segir að sé eftirsóknarvert. Samkvæmt lista Stundarinnar yfir tekjuhæsta 1% þjóðarinnar myndu 1420 manns falla í þetta hátekjuþrep fjármagnstekjuskatts. Og borga um 33,6 milljarða króna í skatt umfram það sem nú er. Það er skrítinn fjármálaráðherra sem fúlsar við slíku. Sérstaklega þar sem þetta auka skattþrep væri sett með rökum hans sjálfs. Bjarni vill, en svo vill ekki Bjarni. Kenning Bjarna á sjaldan við En gallinn við þetta dæmi er að rök Bjarna eiga ekki við megnið af fjármagnstekjum tekjuhæsta fólksins. Kenning Bjarna miðar við arðgreiðslur. En fjármagnstekjur hinna tekjuhæstu eru ekki bara arður, heldur miklu frekar söluhagnaður. Og þá er ekki hægt að taka mið af tekjuskatti sem fyrirtæki borguðu áður en söluhagnaðurinn varð til, því það var enginn tekjuskattur greiddur. Söluhagnaður verður til einmitt sem yfirverð miðað við bókfært verð. Söluhagnaður er splunkunýtt fé sem var ekki til og hefur því aldrei verið skattlagt. Ef við tökum aftur dæmi af Birni Erlingi útgerðarmanni sem var með mestar fjármagnstekjur allra í fyrra, 3.133 m.kr., þá lætur Bjarni eins og eitthvert fyrirtæki hafi greitt 783 m.kr. í skatt af þessum peningum áður en Björn Erlingur fékk þá. Svo er bara alls ekki. Bjarni getur beðið starfsfólkið í fjármálaráðuneytinu að leita af þessu fé en það mun ekki finna það. Ef eitthvað væri að marka Bjarna, myndi hann strax breyta skattalögum svo Björn Erlingur borgaði ekki aðeins 689 m.kr. í skatt heldur 1.885 m.kr. eins og væri hann launamaður. Því fyrirtækið sem Björn Erlingur seldi hafði engan tekjuskatt borgað af þessum söluhagnaði. Auðvitað vitum öll að það er ekkert að marka Bjarna. Þetta tal um jafnvægi milli tekjuskatts launafólks og samanlagðs tekjuskatts fyrirtækja og fjármagnstekjuskatt er bara yfirvarp, tilraun til að slá ryki í augun á ykkur svo þið sjáið ekki þegar Bjarni mokar fé úr ríkissjóði og gefur ríka fólkinu. Bjarni ímyndar sér fyrirtæki Ef eitthvað væri að marka Bjarna mynda hann ekki bara setja hátekjuþrep í fjármagnstekjuskatt heldur líka skipta honum í tvennt þannig að ein regla gilti um arðgreiðslur, þar sem tekið yrði tillit til tekjuskatts fyrirtækja, en önnur um söluhagnað þar sem engum tekjuskatti fyrirtækja er til að dreifa. Og það sama á við um vexti og leigu. Af þeim tekjum einstaklinga hafa fyrirtæki ekki borgað neinn tekjuskatt. Jói erfir 50 íbúðir og leigir þær allar út á 250 þús. kr. á mánuði, fyrir 150 m.kr. á ári. Hann borgar af þessu hálfan fjármagnsskatt, 11% eða 16,5 m.kr. Til að áætla raunverulegar tekjur Jóa skulum við reikna með 37 m.kr. í viðhald, 4 m.kr. í tapaða leigu, 4 m.kr. í fasteignagjöld, samtals 45 m.kr. Restin eru tekjurnar hans Jóa, 105 m.kr. Hann er því að borga 15,7% tekna sinna í skatt. En ef hann væri með 105 m.kr. í árstekjur sem launamaður myndi hann borga 61,3 m.kr. í skatt eða 44,8%. Bjarni sættir sig við þetta vegna þess að hann ímyndar sér að eitthvert dularfullt fyrirtæki borgi skattana á móti Jóa. Sem auðvitað gerist ekki. Sigga erfði 2 milljarða eftir foreldra sína og lánaði þá út á verðtryggingu og 2,5% vöxtum. Hún er því með 50 m.kr. í vaxtatekjur á ári án þess að skerða höfuðstólinn og borgar af þeim 10,7 m.kr. í skatt eða 21,4%. Ef hún hefði þessar tekjur sem launamanneskja þyrfti hún að borga 28,1 m.kr. í skatt eða 43,2%. Aftur segir Bjarni að það sé í lagi, telur sjálfum sér trú um að eitthvert fyrirtæki hljóti að borga skattana hennar Siggu. Ef það væri eitthvað að marka Bjarna myndi hann laga þetta. En auðvitað er ekkert að marka Bjarna, hann er bara að kasta einhverju fram í von um að þú ruglist og takir ekki eftir þegar hann hyglir ríka fólkinu á þinn kostnað. Frekjurnar ráða Hin ríku hafa kastað fram allskyns dellukenningum til að koma sér undan því að borga sanngjarna skatta af tekjum sínum, sama hlutfall og venjulegt fólk gerir. Eins og þau gjarnan gera sem dauðlangar í eitthvað beita hin ríku öllu brögðum; suða, hóta, stappa niður fótunum, þykjast vera í bráðri hættu, grenja yfir óréttlætinu og alls konar. Þetta er allt gott og gilt. Það má hver berjast fyrir sínu. En það er alveg galið þegar sá sem er valinn af þjóðinni til að gæta ríkissjóðs lætur allt eftir frekjunum. Kannski er það vegna þess að Bjarni er trúgjarn og auðblekktur. Ég held ekki. Ég held að ástæðan sé að Bjarni er einn af frekjunum. Hann er fæddur inn í auðuga fjölskyldu sem hefur auðgast stjarnfræðilega á síðustu áratugum, fyrst og fremst vegna þess að skattar á hin fáu ríku og valdamiklu hafa verið lækkaðir. Og þótt Bjarni sé ekki sjálfur í business meðan hann er í stjórnmálum þá hleðst ættarauðurinn upp og um síðir mun Bjarni erfa sinn hlut af þessum auð. Sem hann byggði upp með því að halda tekjuskatti fyrirtækja lágum, með því að taka ekki upp aðstöðugjald, með því að taka ekki um eignaskatta fyrirtækja, með því að halda fjármagnstekjuskatti lágum, með því að taka ekki upp auðlegðarskatt eða annan eignaskatt einstaklinga. Auðvitað vonum við öll að foreldrar Bjarna lifi sem allra lengst, en á endanum mun Bjarni erfa auðinn sem hann lagði í raun mest til sem fjármálaráðherra, miklu meira en þau sem voru að reka þessi fyrirtæki eða kaupa og selja hlutabréf. Stærsti hlutinn af arfinum verður nefnilega fé sem undir eðlilegri kringumstæðum, eins og voru til dæmis á Vesturlöndum á eftirstríðsárunum, miklum blómatíma sem kallaður hefur verið gullöld kapítalismans, á þeim tíma hefði stór hluti af þessu fé aldrei hlaðist upp hjá Engeyingum heldur verið nýtt til að viðhalda innviðum landsins og byggja upp grunnkerfi þess svo hér mætti samfélagið verða sem sterkast og réttlátast. Lesið meira um skatta Ég hef skrifað greinar á Vísi um skatta að undanförnu sem ég hvet ykkur til að lesa. Ég ætlaði bara að bæta einni grein við, en þá sá ég ummælin eftir Bjarna í Mogganum og ákvað að skjóta þessari inn. En greinarnar sem eru komnar eru þessar. Þær fjallað um mikilvæg mál, kannski mesta réttlætismál okkar tíma: 1. Guðmundur í Brim borgar hlutfallslega minna í skatt en fólk með meðaltekjur 2. Skattkerfi sem hyglir hinum ríku og sveltir sveitarfélög 3. Hinir raunverulegu styrkþegar ríkissjóðs 4. Ein regla fyrir hin ríku, allt önnur og verri fyrir þig 5. Mesta rán Íslandssögunnar 6. Auðstétt verður til. Og þú borgar Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun