Umfjöllun: FH - KA 2-1 | FH kom til baka og tryggði sér farseðilinn í bikarúrslit Hjörvar Ólafsson skrifar 1. september 2022 18:54 FH-ingar fagna dramatísku sigurmarki Davíðs Snæs Jóhannessonar. Vísir/Hulda Margrét fFH lagði KA að velli með tveimur mörkum gegn einu þegar liðin áttust við í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta í Kaplakrika í kvöld. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað og liðin tóku lita sjénsa framan af leik. Það voru KA-menn sem náðu forystunni þegar Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði eftir tæplega 20 mínútna leik. Elfar Árni hafði þá betur í baráttunni við Jóhann Ægi Arnarsson, lék á Atla Gunnar Guðmundsson og skoraði með skoti í autt markið. Þegar rúmlega 20 mínútur voru eftir af leiknum varð svo vendipunktur í leiknum. Bryan Van Den Bogaert fék þá að líta sitt annað gula spjald fyrir að stöðva för Olivers Heiðarssonar upp hægri vænginn. Fyrra gula spjaldið fékk belgíski bakvörðurinn fyrir að mótmæla því að Björn Daníel Sverrisson fengi ekki rauða spajladið fyrir brot sitt á Nökkva Þey Þórissyni. Oliver jafnaði svo metin fjórum mínútum eftir að FH var orðið einum leikmanni færi þegar hann skóflaði boltanum inn af stuttu færi eftir skalla Matthíasar Vilhjálmssonar. Skömmu síðar nældi Davíð Snær Jóhannsson sem hafði nýverið komið inná sem varamaður í vítaspyrnu en Kristijan Jajalo varði spyrnu Steven Lennon. Davíð Snær sá hins vegar til þess að það þyrfti ekki að framlengja leikinn en hann skoraði sigurmark leiksins með góðu skoti utan vítateigs í uppbótartíma leiksins. FH sem er í harðri fallbaráttu í Bestu deildinni mætir Víkingi í bikarúrslitum laugardaginn 1. október. Af hverju vann FH? Leikurinn var í járnum allt þar til KA varð einum leikmenn færri. Þá óx FH ásmegin og Davíð Snær kom með ferskar fætur inn á miðsvæðið. Eftir að KA-menn höfðu verið ívið sterkari aðilinn nýttu FH-ingar sér liðsmuninn og tryggðu sér sæti í bikarúrslitum. Hverjir sköruðu fram úr? Oliver var kraftmikill í framlínu FH en hann skapaði usla með kraftmiklum hlaupum sínum og jafnaði metin. Þá kom Davíð Snær sterkur inn í leikinn og Björn Daníel Sverrisson átti góðan leik inni á miðsvæðinu. Hallgrímur Mar Steingrímsson, sóknartengiliður KA, var góður í leiknum, Daníel Hafsteinsson góður á miðjunni Elfar Árni gerði vel í markinu sem hann skoraði. Hvað gekk illa? Þrátt fyrir að hafa ýmislegt til síns máls var það reynsluleysi hjá Bryan Van Den Bogaert að fá fyrra gula spjaldið fyrir mótmæli. Það reyndist KA-mönnum ansi dýrkeypt þegar upp var staðið. FH gekk á lagið þegar þeir urðu einum fleiri. Hvað gerist næst? FH mætir Leikni í Breiðholti í fallbaráttuslag í Bestu deildinni á sunnudaginn kemur en KA sækir Fram heim í Úlfarsárdal sama dag. Mjólkurbikar karla FH KA Fótbolti Íslenski boltinn
fFH lagði KA að velli með tveimur mörkum gegn einu þegar liðin áttust við í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta í Kaplakrika í kvöld. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað og liðin tóku lita sjénsa framan af leik. Það voru KA-menn sem náðu forystunni þegar Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði eftir tæplega 20 mínútna leik. Elfar Árni hafði þá betur í baráttunni við Jóhann Ægi Arnarsson, lék á Atla Gunnar Guðmundsson og skoraði með skoti í autt markið. Þegar rúmlega 20 mínútur voru eftir af leiknum varð svo vendipunktur í leiknum. Bryan Van Den Bogaert fék þá að líta sitt annað gula spjald fyrir að stöðva för Olivers Heiðarssonar upp hægri vænginn. Fyrra gula spjaldið fékk belgíski bakvörðurinn fyrir að mótmæla því að Björn Daníel Sverrisson fengi ekki rauða spajladið fyrir brot sitt á Nökkva Þey Þórissyni. Oliver jafnaði svo metin fjórum mínútum eftir að FH var orðið einum leikmanni færi þegar hann skóflaði boltanum inn af stuttu færi eftir skalla Matthíasar Vilhjálmssonar. Skömmu síðar nældi Davíð Snær Jóhannsson sem hafði nýverið komið inná sem varamaður í vítaspyrnu en Kristijan Jajalo varði spyrnu Steven Lennon. Davíð Snær sá hins vegar til þess að það þyrfti ekki að framlengja leikinn en hann skoraði sigurmark leiksins með góðu skoti utan vítateigs í uppbótartíma leiksins. FH sem er í harðri fallbaráttu í Bestu deildinni mætir Víkingi í bikarúrslitum laugardaginn 1. október. Af hverju vann FH? Leikurinn var í járnum allt þar til KA varð einum leikmenn færri. Þá óx FH ásmegin og Davíð Snær kom með ferskar fætur inn á miðsvæðið. Eftir að KA-menn höfðu verið ívið sterkari aðilinn nýttu FH-ingar sér liðsmuninn og tryggðu sér sæti í bikarúrslitum. Hverjir sköruðu fram úr? Oliver var kraftmikill í framlínu FH en hann skapaði usla með kraftmiklum hlaupum sínum og jafnaði metin. Þá kom Davíð Snær sterkur inn í leikinn og Björn Daníel Sverrisson átti góðan leik inni á miðsvæðinu. Hallgrímur Mar Steingrímsson, sóknartengiliður KA, var góður í leiknum, Daníel Hafsteinsson góður á miðjunni Elfar Árni gerði vel í markinu sem hann skoraði. Hvað gekk illa? Þrátt fyrir að hafa ýmislegt til síns máls var það reynsluleysi hjá Bryan Van Den Bogaert að fá fyrra gula spjaldið fyrir mótmæli. Það reyndist KA-mönnum ansi dýrkeypt þegar upp var staðið. FH gekk á lagið þegar þeir urðu einum fleiri. Hvað gerist næst? FH mætir Leikni í Breiðholti í fallbaráttuslag í Bestu deildinni á sunnudaginn kemur en KA sækir Fram heim í Úlfarsárdal sama dag.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti