„Þykjumst alltaf vera stærstu og bestu stuðningsmenn í heimi“ Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2022 14:01 Stelpurnar okkar fengu frábæran stuðning á EM í Englandi í sumar og vonast eftir sams konar stuðningi á heimavelli á morgun. VÍSIR/VILHELM „Fólk þarf að fara upp úr sófanum og mæta,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, aðspurð hvað þurfi að breytast til að uppselt sé á eins mikilvægan leik og viðureign Íslands og Hvíta-Rússlands í undankeppni HM í fótbolta á morgun. Leikurinn á Laugardalsvelli á morgun skiptir sköpum varðandi möguleika Íslands á að komast á HM í Ástralíu næsta sumar. Þetta er jafnframt fyrsti og eini heimaleikur stelpnanna okkar á þessu ári. Nú í hádeginu höfðu aðeins 3.300 miðar farið út úr miðasölukerfinu fyrir leikinn og því enn pláss fyrir 6.500 manns. Þróunin virðist því síst sú sama á Íslandi og víða annars staðar í Evrópu, þar sem hvert áhorfendametið á fætur öðru hefur fallið síðustu misseri í knattspyrnu kvenna. „Væri gaman að fá fólkið sem tuðar mest“ „Hvað þarf að breytast? Bara það að fólk mæti á völlinn. Það var mikið „hype“ í kringum EM og margt fólk sem flaug út og horfði á leikina. Núna er akkúrat séns. Við erum að spila heima og gátum ekki spilað heima fyrir EM. Fólk þarf að fara upp úr sófanum og mæta. Félagsliðin þurfa líka að ýta undir það að stelpurnar mæti og bara að sem flestir mæti,“ sagði Sara á blaðamannafundi í dag. Klippa: Sara og Þorsteinn um stuðning Íslendinga „Ég held að það væri gaman að fá fólkið sem að tuðar mest á samfélagsmiðlum til að mæta á völlinn,“ bætti Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari við og kímdi áður en hann hélt áfram: „Ég held að það sé partur af þessu. Umræða um karla og kvenna og eitthvað svoleiðis… við erum að horfa út í heim á hvert áhorfendametið á fætur öðru. Við þykjumst alltaf vera stærstu og bestu stuðningsmenn í heimi og það er kominn tími til að við sönnum það gagnvart stelpunum. Þær eiga það bara skilið og ekkert annað. Við erum að ná fínum árangri, erum á fínum stað, með gott landslið sem hefur mikla möguleika, og áhorfendur skipta okkur máli. Þeir skipta okkur máli að því leyti til að þeir hjálpa okkur í gegnum erfiðar aðstæður, ýta okkur áfram. Stuðningur skiptir máli og ég hvet alla til að mæta og njóta þess að horfa á hörkuleik og styðja stelpurnar til frekari árangurs.“ „Þú verður þá að skamma RÚV fyrir það“ Aðspurður hvort að hann teldi tímasetningu leiksins, klukkan 17:30 á föstudegi, hafa áhrif sagðist Þorsteinn ekki telja það. Tímasetningin er sameiginleg ákvörðun KSÍ og RÚV en annað kvöld er RÚV með beina útsendingu úr Hörpu í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Er ekki búið að stytta vinnuvikuna?“ spurði Þorsteinn léttur í bragði. „Það ætti að vera tími fyrir fólk til að mæta á völlinn í flestum tilvikum. Ég held að leiktíminn hafi ekkert um þetta að segja. Þú verður þá að skamma RÚV fyrir það,“ bætti hann við. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Leikurinn á Laugardalsvelli á morgun skiptir sköpum varðandi möguleika Íslands á að komast á HM í Ástralíu næsta sumar. Þetta er jafnframt fyrsti og eini heimaleikur stelpnanna okkar á þessu ári. Nú í hádeginu höfðu aðeins 3.300 miðar farið út úr miðasölukerfinu fyrir leikinn og því enn pláss fyrir 6.500 manns. Þróunin virðist því síst sú sama á Íslandi og víða annars staðar í Evrópu, þar sem hvert áhorfendametið á fætur öðru hefur fallið síðustu misseri í knattspyrnu kvenna. „Væri gaman að fá fólkið sem tuðar mest“ „Hvað þarf að breytast? Bara það að fólk mæti á völlinn. Það var mikið „hype“ í kringum EM og margt fólk sem flaug út og horfði á leikina. Núna er akkúrat séns. Við erum að spila heima og gátum ekki spilað heima fyrir EM. Fólk þarf að fara upp úr sófanum og mæta. Félagsliðin þurfa líka að ýta undir það að stelpurnar mæti og bara að sem flestir mæti,“ sagði Sara á blaðamannafundi í dag. Klippa: Sara og Þorsteinn um stuðning Íslendinga „Ég held að það væri gaman að fá fólkið sem að tuðar mest á samfélagsmiðlum til að mæta á völlinn,“ bætti Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari við og kímdi áður en hann hélt áfram: „Ég held að það sé partur af þessu. Umræða um karla og kvenna og eitthvað svoleiðis… við erum að horfa út í heim á hvert áhorfendametið á fætur öðru. Við þykjumst alltaf vera stærstu og bestu stuðningsmenn í heimi og það er kominn tími til að við sönnum það gagnvart stelpunum. Þær eiga það bara skilið og ekkert annað. Við erum að ná fínum árangri, erum á fínum stað, með gott landslið sem hefur mikla möguleika, og áhorfendur skipta okkur máli. Þeir skipta okkur máli að því leyti til að þeir hjálpa okkur í gegnum erfiðar aðstæður, ýta okkur áfram. Stuðningur skiptir máli og ég hvet alla til að mæta og njóta þess að horfa á hörkuleik og styðja stelpurnar til frekari árangurs.“ „Þú verður þá að skamma RÚV fyrir það“ Aðspurður hvort að hann teldi tímasetningu leiksins, klukkan 17:30 á föstudegi, hafa áhrif sagðist Þorsteinn ekki telja það. Tímasetningin er sameiginleg ákvörðun KSÍ og RÚV en annað kvöld er RÚV með beina útsendingu úr Hörpu í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Er ekki búið að stytta vinnuvikuna?“ spurði Þorsteinn léttur í bragði. „Það ætti að vera tími fyrir fólk til að mæta á völlinn í flestum tilvikum. Ég held að leiktíminn hafi ekkert um þetta að segja. Þú verður þá að skamma RÚV fyrir það,“ bætti hann við.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira