Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Bjarki Sigurðsson skrifar 31. ágúst 2022 22:57 Steinunn Árnadóttir segir, og vísar meðal annars til mynda sem hún hefur tekið, að hestarnir séu vannærðir. Svo mjög að þeir séu að mestu geymdir innanhúss í alltof litlu hesthúsi. Steinunn Árnadóttir Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. Í dag ræddi fréttastofa við áhyggjufullan nágranna ræktendanna sem sagðist tala fyrir munni fjölda hestamanna á svæðinu. Þeir væru því sem næst lamaðir vegna illrar meðferðar á hestum í nærsveitinni. Hestarnir fái ekki nægilega mikla næringu og séu geymdir í lengri tíma í hesthúsi sem sé alltof lítið. Nágranninn, Steinunn Árnadóttir sem gegnir starfi organista í Borgarneskirkju, tjáir fréttastofu í kvöld að í kjölfar umfjöllunar á Vísi síðdegis virðist eigendurnir ætla að koma hestum sínum á nýjan stað. Hún segist hafa fylgst með eigendunum á staðnum í kvöld. „Þeir eru að tæma húsin sjálfir og lögreglan er komin á staðinn. Eigendurnir komu hlaupandi til mín og þá þorði ég ekki annað en að flýja,“ segir Steinunn. Hún sagði flesta þá sem hafi áhyggjur af hestunum ekki hafa þorað að tjá sig um málið opinberlega af ótta við eigendurna. Sjálf segist hún hafa stigið fram því henni hafi runnið blóðið til skyldunnar. Þögn þýddi að hún væri meðsek. Steinunn telur að þrír fyrri eigendur hesta, sem eru nú á búinu umtalaða í Borgarfirði, reyni nú að endurheimta hesta sína. Eigendurnir fyrrverandi séu með hestakerrur klárar og vilji sækja dýrin sem fyrst. „Þetta er MAST búið að láta viðgangast mánuðum saman. Aðalmálið er að MAST er að bregst þessum skepnum. Það er margbúið að biðja um að eitthvað sé gert. Nú fá þau enn eitt tækifærið til þess að hreinsa út úr húsinu. Fela þessa vesalinga,“ segir Steinunn. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná sambandi við lögregluna í Borgarnesi. Þá gerði fréttastofa endurteknar tilraunir til að ná í eigendur hestanna í dag en án árangurs. Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Dýraheilbrigði Hestar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira
Í dag ræddi fréttastofa við áhyggjufullan nágranna ræktendanna sem sagðist tala fyrir munni fjölda hestamanna á svæðinu. Þeir væru því sem næst lamaðir vegna illrar meðferðar á hestum í nærsveitinni. Hestarnir fái ekki nægilega mikla næringu og séu geymdir í lengri tíma í hesthúsi sem sé alltof lítið. Nágranninn, Steinunn Árnadóttir sem gegnir starfi organista í Borgarneskirkju, tjáir fréttastofu í kvöld að í kjölfar umfjöllunar á Vísi síðdegis virðist eigendurnir ætla að koma hestum sínum á nýjan stað. Hún segist hafa fylgst með eigendunum á staðnum í kvöld. „Þeir eru að tæma húsin sjálfir og lögreglan er komin á staðinn. Eigendurnir komu hlaupandi til mín og þá þorði ég ekki annað en að flýja,“ segir Steinunn. Hún sagði flesta þá sem hafi áhyggjur af hestunum ekki hafa þorað að tjá sig um málið opinberlega af ótta við eigendurna. Sjálf segist hún hafa stigið fram því henni hafi runnið blóðið til skyldunnar. Þögn þýddi að hún væri meðsek. Steinunn telur að þrír fyrri eigendur hesta, sem eru nú á búinu umtalaða í Borgarfirði, reyni nú að endurheimta hesta sína. Eigendurnir fyrrverandi séu með hestakerrur klárar og vilji sækja dýrin sem fyrst. „Þetta er MAST búið að láta viðgangast mánuðum saman. Aðalmálið er að MAST er að bregst þessum skepnum. Það er margbúið að biðja um að eitthvað sé gert. Nú fá þau enn eitt tækifærið til þess að hreinsa út úr húsinu. Fela þessa vesalinga,“ segir Steinunn. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná sambandi við lögregluna í Borgarnesi. Þá gerði fréttastofa endurteknar tilraunir til að ná í eigendur hestanna í dag en án árangurs.
Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Dýraheilbrigði Hestar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira