Enginn skoraði fleiri mörk í fyrstu fimm leikjum sínum en Håland Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2022 22:00 Fimm leikir, níu mörk og ein stoðsending. Geri aðrir betur. EPA-EFE/ANDREW YATES Erling Braut Håland skoraði þrennu í stórsigri Englandsmeistara Manchester City á nýliðum Nottingham Forest. Håland hefur nú skorað níu mörk í fyrstu fimm leikjunum sínum í deildinni en það er met. Þegar Manchester City festi kaup á Håland í sumar var þeirri hugmynd hent fram hvort það myndi taka leikmanninn, og liðið, tíma að smella saman. Hann er jú einstakur framherji og Englandsmeistararnir léku oftar en ekki án þess að vera með hefðbundinn framherja á síðustu leiktíð. Håland hefur heldur betur svarað því en hann hefur verið vægast sagt sjóðandi heitur í upphafi móts. Hann byrjaði tímabilið á að skora bæði mörkin í 2-0 sigri á West Ham United. Í 4-0 sigrinum gegn Bournemouth lét hann sér nægja að leggja upp eitt mark. Þá skoraði hann eitt mark í 3-3 jafnteflinu gegn Newcastle United á útivelli. Þrjú mörk og ein stoðsending í þremur leikjum er nokkuð gott fyrir 21 árs gamlan framherja sem er að spila sína fyrstu leiki í ensku úrvalsdeildinni. Håland er hins vegar enginn venjulegur framherji. Norðmaðurinn skoraði þrennu er Man City kom til baka eftir að lenda 0-2 undir gegn Crystal Palace um helgina og hann gerði slíkt hið sama er City rótburstaði nýliða Nottingham Forest 6-0 í kvöld. 9 - Erling Haaland has scored nine goals in his first five @premierleague appearances, a new competition record, surpassing Mick Quinn and Sergio Agüero (both 8). Incredible. pic.twitter.com/t2mrT5bWWZ— OptaJoe (@OptaJoe) August 31, 2022 Hann er því kominn upp í níu mörk í aðeins fimm leikjum og bætir þar með met Mick Quinn og Manchester City goðsagnarinnar Sergio Agüero sem skoruðu báðir átta mörk í fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni. Verði Håland áfram eitthvað í líkingu við Agüero þá munu varnarmenn deildarinnar án efa velja veikindadaga sína vandlega næstu misserin. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Håland skoraði þrjú í fyrri hálfleik er Man City rótburstaði nýliðana Englandsmeistarar Manchester City rótburstuðu nýliða Nottingham Forest er liðin mættust á Etihad-vellinum í Manchester í kvöld. Lokatölur 6-0 eftir að Erling Braut Håland sá til þess að heimamenn voru 3-0 yfir í hálfleik. 31. ágúst 2022 20:20 Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Þegar Manchester City festi kaup á Håland í sumar var þeirri hugmynd hent fram hvort það myndi taka leikmanninn, og liðið, tíma að smella saman. Hann er jú einstakur framherji og Englandsmeistararnir léku oftar en ekki án þess að vera með hefðbundinn framherja á síðustu leiktíð. Håland hefur heldur betur svarað því en hann hefur verið vægast sagt sjóðandi heitur í upphafi móts. Hann byrjaði tímabilið á að skora bæði mörkin í 2-0 sigri á West Ham United. Í 4-0 sigrinum gegn Bournemouth lét hann sér nægja að leggja upp eitt mark. Þá skoraði hann eitt mark í 3-3 jafnteflinu gegn Newcastle United á útivelli. Þrjú mörk og ein stoðsending í þremur leikjum er nokkuð gott fyrir 21 árs gamlan framherja sem er að spila sína fyrstu leiki í ensku úrvalsdeildinni. Håland er hins vegar enginn venjulegur framherji. Norðmaðurinn skoraði þrennu er Man City kom til baka eftir að lenda 0-2 undir gegn Crystal Palace um helgina og hann gerði slíkt hið sama er City rótburstaði nýliða Nottingham Forest 6-0 í kvöld. 9 - Erling Haaland has scored nine goals in his first five @premierleague appearances, a new competition record, surpassing Mick Quinn and Sergio Agüero (both 8). Incredible. pic.twitter.com/t2mrT5bWWZ— OptaJoe (@OptaJoe) August 31, 2022 Hann er því kominn upp í níu mörk í aðeins fimm leikjum og bætir þar með met Mick Quinn og Manchester City goðsagnarinnar Sergio Agüero sem skoruðu báðir átta mörk í fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni. Verði Håland áfram eitthvað í líkingu við Agüero þá munu varnarmenn deildarinnar án efa velja veikindadaga sína vandlega næstu misserin.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Håland skoraði þrjú í fyrri hálfleik er Man City rótburstaði nýliðana Englandsmeistarar Manchester City rótburstuðu nýliða Nottingham Forest er liðin mættust á Etihad-vellinum í Manchester í kvöld. Lokatölur 6-0 eftir að Erling Braut Håland sá til þess að heimamenn voru 3-0 yfir í hálfleik. 31. ágúst 2022 20:20 Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Håland skoraði þrjú í fyrri hálfleik er Man City rótburstaði nýliðana Englandsmeistarar Manchester City rótburstuðu nýliða Nottingham Forest er liðin mættust á Etihad-vellinum í Manchester í kvöld. Lokatölur 6-0 eftir að Erling Braut Håland sá til þess að heimamenn voru 3-0 yfir í hálfleik. 31. ágúst 2022 20:20