Sara Björk: Byrjuð að babla en þær hlæja bara Sindri Sverrisson skrifar 30. ágúst 2022 13:30 Sara Björk Gunnarsdóttir hefur unnið fjölda titla í Svíþjóð, Þýskalandi og Frakklandi, og ætlar sér að halda því áfram á Ítalíu. Nú er hún hins vegar stödd á Íslandi vegna komandi stórleikja í undankeppni HM. Stöð 2 Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir síðustu mánuði hafa verið líf í ferðatösku en hún er smám saman að koma sér fyrir í Tórínó, hjá Ítalíumeisturum Juventus. Næstu daga ætlar hún sér hins vegar að nýta í að koma kvennalandsliðinu í fótbolta á HM í fyrsta sinn. Það var létt yfir Söru á æfingu landsliðsins í Garðabæ í dag, inni í Miklagarði. Þar var æfingin vegna slæms veðurs á höfuðborgarsvæðinu. Á föstudag, þegar Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í leik sem Ísland þarf nauðsynlega að vinna til að auka líkurnar á að komast á HM, er hins vegar útlit fyrir sól og veður sem er að minnsta kosti aðeins líkara veðrinu í nýju heimaborg Söru á Ítalíu. „Fyrstu vikurnar hafa verið góðar,“ segir Sara um fyrstu kynnin af Juventus og Tórínó. Þangað kom hún í sumar frá Evrópumeisturum Lyon í Frakklandi. Erfiðara að koma sér fyrir utan vallar „Fótboltalega séð hefur gengið vel, liðið er frábært og hjá Juventus eru toppaðstæður. Mér líður því ótrúlega vel þarna. En það hefur verið aðeins erfiðara að koma sér fyrir utan vallar,“ segir Sara sem flutti til Tórínó ásamt manni sínum Árna Vilhjálmssyni og syninum Ragnari Frank sem verður eins árs í nóvember. „Við erum búin að vera á hóteli í tvær og hálfa viku, og síðustu mánuðina í ferðatösku. Það er ekkert grín með lítið barn en þetta er allt að koma. Maður er alltaf fyrstu mánuðina að koma sér fyrir en ég er alla vega komin með íbúð eftir landsleikjahléið þannig að þetta fer allt að koma. Það er allt gert til að okkur líði vel svo ég er mjög ánægð með allt saman síðan að ég kom út. Við vorum að spila fyrsta leikinn okkar í deildinni og höfum líka spilað í Meistaradeildinni, og það hefur bara gengið vel,“ segir Sara sem var fljót að láta til sín taka í búningi Juventus. Sara er enda vön að stimpla sig strax inn á nýjum stöðum. Það hefur hún áður gert í Svíþjóð, Þýskalandi og Frakklandi. „Ég alla vega reyni að koma mér sem fyrst inn og vera bara ég sjálf frá byrjun. Vonandi fær maður bara stórt hlutverk,“ segir Sara sem þarf að vera fljót að læra nýtt tungumál til að vera meðvituð um allt sem gengur á í æfingum og leikjum. Flestar af stöllum hennar í liðinu eru ítalskar: „Ég er byrjuð að babla eitthvað á ítölsku en þær hlæja bara. En maður verður alla vega að reyna,“ segir Sara létt en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Sara Björk um Juventus og landsleikina „Yrði mjög stórt að komast á HM“ Eins og fyrr segir gæti Ísland mögulega fagnað sæti á HM í fyrsta sinn í næstu viku. Ef liðið vinnur Hvíta-Rússland á föstudag, vonandi með góðum stuðningi íslensku þjóðarinnar á Laugardalsvelli, dugar liðinu að ná jafntefli gegn ógnarsterku liði Hollands í Utrecht á þriðjudag til að fara beint á HM. „Þetta eru ótrúlega mikilvægir leikir. Núna einblínum við bara á fyrri leikinn því hann er svo mikilvægur fyrir framhaldið. Við megum ekki fara fram úr okkur og fara að hugsa um að við séum komnar á mótið. Allur fókusinn er á leikinn við Hvít-Rússa. Við verðum að vinna hann og koma okkur í þægilega og betri stöðu,“ segir Sara. En hversu stórt yrði það fyrir hana að komast með Íslandi á HM? „Það yrði mjög stórt að komast á HM. Eitthvað sem við höfum aldrei gert áður, þó að við höfum verið nálægt því. Vonandi verður af þessu.“ Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. Ítalski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Það var létt yfir Söru á æfingu landsliðsins í Garðabæ í dag, inni í Miklagarði. Þar var æfingin vegna slæms veðurs á höfuðborgarsvæðinu. Á föstudag, þegar Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í leik sem Ísland þarf nauðsynlega að vinna til að auka líkurnar á að komast á HM, er hins vegar útlit fyrir sól og veður sem er að minnsta kosti aðeins líkara veðrinu í nýju heimaborg Söru á Ítalíu. „Fyrstu vikurnar hafa verið góðar,“ segir Sara um fyrstu kynnin af Juventus og Tórínó. Þangað kom hún í sumar frá Evrópumeisturum Lyon í Frakklandi. Erfiðara að koma sér fyrir utan vallar „Fótboltalega séð hefur gengið vel, liðið er frábært og hjá Juventus eru toppaðstæður. Mér líður því ótrúlega vel þarna. En það hefur verið aðeins erfiðara að koma sér fyrir utan vallar,“ segir Sara sem flutti til Tórínó ásamt manni sínum Árna Vilhjálmssyni og syninum Ragnari Frank sem verður eins árs í nóvember. „Við erum búin að vera á hóteli í tvær og hálfa viku, og síðustu mánuðina í ferðatösku. Það er ekkert grín með lítið barn en þetta er allt að koma. Maður er alltaf fyrstu mánuðina að koma sér fyrir en ég er alla vega komin með íbúð eftir landsleikjahléið þannig að þetta fer allt að koma. Það er allt gert til að okkur líði vel svo ég er mjög ánægð með allt saman síðan að ég kom út. Við vorum að spila fyrsta leikinn okkar í deildinni og höfum líka spilað í Meistaradeildinni, og það hefur bara gengið vel,“ segir Sara sem var fljót að láta til sín taka í búningi Juventus. Sara er enda vön að stimpla sig strax inn á nýjum stöðum. Það hefur hún áður gert í Svíþjóð, Þýskalandi og Frakklandi. „Ég alla vega reyni að koma mér sem fyrst inn og vera bara ég sjálf frá byrjun. Vonandi fær maður bara stórt hlutverk,“ segir Sara sem þarf að vera fljót að læra nýtt tungumál til að vera meðvituð um allt sem gengur á í æfingum og leikjum. Flestar af stöllum hennar í liðinu eru ítalskar: „Ég er byrjuð að babla eitthvað á ítölsku en þær hlæja bara. En maður verður alla vega að reyna,“ segir Sara létt en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Sara Björk um Juventus og landsleikina „Yrði mjög stórt að komast á HM“ Eins og fyrr segir gæti Ísland mögulega fagnað sæti á HM í fyrsta sinn í næstu viku. Ef liðið vinnur Hvíta-Rússland á föstudag, vonandi með góðum stuðningi íslensku þjóðarinnar á Laugardalsvelli, dugar liðinu að ná jafntefli gegn ógnarsterku liði Hollands í Utrecht á þriðjudag til að fara beint á HM. „Þetta eru ótrúlega mikilvægir leikir. Núna einblínum við bara á fyrri leikinn því hann er svo mikilvægur fyrir framhaldið. Við megum ekki fara fram úr okkur og fara að hugsa um að við séum komnar á mótið. Allur fókusinn er á leikinn við Hvít-Rússa. Við verðum að vinna hann og koma okkur í þægilega og betri stöðu,“ segir Sara. En hversu stórt yrði það fyrir hana að komast með Íslandi á HM? „Það yrði mjög stórt að komast á HM. Eitthvað sem við höfum aldrei gert áður, þó að við höfum verið nálægt því. Vonandi verður af þessu.“ Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
Ítalski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira