Myndaveisla: Hátíðleg opnun á vef vegna endurgreiðslu á hljóðritunarkostnaði Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 29. ágúst 2022 17:00 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar, viðskipta og ferðamálaráðherra, hélt ræðu í opnun á nýjum vef hjá ÚTÓN. Cat Gundry-Beck Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar hélt hátíðlega upp á opnun á nýjum vef Record in Iceland en hann gengur út á að kynna 25% endurgreiðslur á hljóðritunarkostnaði sem fellur til hér á landi. Leifur Björnsson, verkefnastjóri Record in Iceland hjá ÚTÓN, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, héldu stutta tölu til að kynna verkefnið og áframhaldandi fjárfestingar ráðuneytisins í tónlist, samanber kynningu ráðuneytisins á fyrstu íslensku tónlistarstefnunni og frumvarpi til heildarlaga um tónlist fyrr í ágúst. Leifur Björnsson kynnti Record in Iceland fyrir viðstöddum.Cat Gundry-Beck Endurgreiðslur á hljóðritunarkostnaði „Record in Iceland verkefnið gengur út á að kynna 25% endurgreiðslur á hljóðritunarkostnaði sem stofnað er til hér á landi. Framkvæmd kynningar er í höndum ÚTÓN en endurgreiðslurnar koma beint frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu,“ segir í fréttatilkynningu frá ÚTÓN. Styrkir íslenska tónlist Í tölu sinni gerði ráðherra grein fyrir að sambærilegt verkefni í kvikmyndaiðnaðinum, Film in Iceland, hafi gengið vonum framar og laðað hingað til lands stór alþjóðleg kvikmyndaverkefni á síðustu árum. Miklar væntingar eru fyrir því að sambærileg fjárfesting í tónlist muni skila sér í aukinni fagþekkingu innanlands og styrkja íslenska tónlist. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Menningarmálaráðherra, kynnti áframhaldandi fjárfestingar ríkisstjórnarinnar í íslenskri tónlist og Íslandi sem upptökustað fyrir alþjóðlegt tónlistarfólk.Cat Gundry-Beck Verkefnið vann útflutningsverðlaun á Degi íslenskrar tónlistar í fyrra og í ár hefur ÚTÓN verið með kynningar á Record in Iceland í Bretlandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum, á Norðurlöndunum og í Portúgal. „Áhugi á upptökum hér á landi fer sívaxandi enda eru hljóðverin hér mörg hver á heimsmælikvarða. Endurgreiðslurnar standa íslensku tónlistarfólki einnig til boða,“ segir í tilkynningunni. ÚTÓN og ráðherra buðu til móttöku fyrir fagaðila í tónlist en hér að neðan má sjá myndir úr teitinu, sem teknar voru af Cat Gundry-Beck. Teitur Magnússon tók nokkur lög á gítarinn.Cat Gundry-Beck Styrmir Hauksson upptökustjóri, Colm O’Herlihy stofnandi INNI Þublishing, Sindri Már Sigfússon tónlistarmaður skemmtu sér vel.Cat Gundry-Beck Valgeir Sigurðsson, tónlistarmaður og upptökustjóri ásamt Páli Ragnari Pálssyni tónskáldi og Tui Hirv söngkonu.Cat Gundry-Beck Fagaðilar úr skapandi greinum lyftu glösum fyrir ráðherra.Cat Gundry-Beck Sindri Magnússon og María Björk Lárusdóttir, starfsfólk STEF, mættu í góðri stemninguCat Gundry-Beck Tónskáldin Sævar Helgi Jóhannsson og Eðvarð Egilsson létu sig ekki vanta.Cat Gundry-Beck Drykkirnir voru í boði Ólafsson Gin.Cat Gundry-Beck Margrét Áskelsdóttir, listrænn stjórnandi Seðlabanka Íslands, brosti sínu breiðasta.Cat Gundry-Beck Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra ásamt Haraldi Hrafni Thorlacius, kvikmyndaframleiðanda, Hrefnu Helgadóttur kynningarstjóra ÚTÓN og Kim Wagenaar, umboðsmanni.Cat Gundry-Beck Lilja Alfreðsdóttir og Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi.Cat Gundry-Beck Guðrún Björk, framkvæmdarstjóri STEF, var glaðbeitt við tilefnið.Cat Gundry-Beck Leifur Björnsson, Sigurjón Sighvatsson, Sigtryggur Baldursson og Teitur Magnússon.Cat Gundry-Beck Tónlist Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Styður við frekari útflutning íslenskrar tónlistar Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar og ÚTÓN, Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, kynna nýjan styrk fyrir framleiðslu á kynningarefni sérstaklega. Þetta kemur til viðbótar við ferða- og markaðsstyrki sem þegar er hægt að sækja í sjóðinn. 21. júlí 2022 13:30 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Skellti sér á djammið Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Leifur Björnsson, verkefnastjóri Record in Iceland hjá ÚTÓN, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, héldu stutta tölu til að kynna verkefnið og áframhaldandi fjárfestingar ráðuneytisins í tónlist, samanber kynningu ráðuneytisins á fyrstu íslensku tónlistarstefnunni og frumvarpi til heildarlaga um tónlist fyrr í ágúst. Leifur Björnsson kynnti Record in Iceland fyrir viðstöddum.Cat Gundry-Beck Endurgreiðslur á hljóðritunarkostnaði „Record in Iceland verkefnið gengur út á að kynna 25% endurgreiðslur á hljóðritunarkostnaði sem stofnað er til hér á landi. Framkvæmd kynningar er í höndum ÚTÓN en endurgreiðslurnar koma beint frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu,“ segir í fréttatilkynningu frá ÚTÓN. Styrkir íslenska tónlist Í tölu sinni gerði ráðherra grein fyrir að sambærilegt verkefni í kvikmyndaiðnaðinum, Film in Iceland, hafi gengið vonum framar og laðað hingað til lands stór alþjóðleg kvikmyndaverkefni á síðustu árum. Miklar væntingar eru fyrir því að sambærileg fjárfesting í tónlist muni skila sér í aukinni fagþekkingu innanlands og styrkja íslenska tónlist. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Menningarmálaráðherra, kynnti áframhaldandi fjárfestingar ríkisstjórnarinnar í íslenskri tónlist og Íslandi sem upptökustað fyrir alþjóðlegt tónlistarfólk.Cat Gundry-Beck Verkefnið vann útflutningsverðlaun á Degi íslenskrar tónlistar í fyrra og í ár hefur ÚTÓN verið með kynningar á Record in Iceland í Bretlandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum, á Norðurlöndunum og í Portúgal. „Áhugi á upptökum hér á landi fer sívaxandi enda eru hljóðverin hér mörg hver á heimsmælikvarða. Endurgreiðslurnar standa íslensku tónlistarfólki einnig til boða,“ segir í tilkynningunni. ÚTÓN og ráðherra buðu til móttöku fyrir fagaðila í tónlist en hér að neðan má sjá myndir úr teitinu, sem teknar voru af Cat Gundry-Beck. Teitur Magnússon tók nokkur lög á gítarinn.Cat Gundry-Beck Styrmir Hauksson upptökustjóri, Colm O’Herlihy stofnandi INNI Þublishing, Sindri Már Sigfússon tónlistarmaður skemmtu sér vel.Cat Gundry-Beck Valgeir Sigurðsson, tónlistarmaður og upptökustjóri ásamt Páli Ragnari Pálssyni tónskáldi og Tui Hirv söngkonu.Cat Gundry-Beck Fagaðilar úr skapandi greinum lyftu glösum fyrir ráðherra.Cat Gundry-Beck Sindri Magnússon og María Björk Lárusdóttir, starfsfólk STEF, mættu í góðri stemninguCat Gundry-Beck Tónskáldin Sævar Helgi Jóhannsson og Eðvarð Egilsson létu sig ekki vanta.Cat Gundry-Beck Drykkirnir voru í boði Ólafsson Gin.Cat Gundry-Beck Margrét Áskelsdóttir, listrænn stjórnandi Seðlabanka Íslands, brosti sínu breiðasta.Cat Gundry-Beck Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra ásamt Haraldi Hrafni Thorlacius, kvikmyndaframleiðanda, Hrefnu Helgadóttur kynningarstjóra ÚTÓN og Kim Wagenaar, umboðsmanni.Cat Gundry-Beck Lilja Alfreðsdóttir og Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi.Cat Gundry-Beck Guðrún Björk, framkvæmdarstjóri STEF, var glaðbeitt við tilefnið.Cat Gundry-Beck Leifur Björnsson, Sigurjón Sighvatsson, Sigtryggur Baldursson og Teitur Magnússon.Cat Gundry-Beck
Tónlist Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Styður við frekari útflutning íslenskrar tónlistar Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar og ÚTÓN, Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, kynna nýjan styrk fyrir framleiðslu á kynningarefni sérstaklega. Þetta kemur til viðbótar við ferða- og markaðsstyrki sem þegar er hægt að sækja í sjóðinn. 21. júlí 2022 13:30 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Skellti sér á djammið Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Styður við frekari útflutning íslenskrar tónlistar Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar og ÚTÓN, Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, kynna nýjan styrk fyrir framleiðslu á kynningarefni sérstaklega. Þetta kemur til viðbótar við ferða- og markaðsstyrki sem þegar er hægt að sækja í sjóðinn. 21. júlí 2022 13:30