Paul Pogba kúgaður af bróður sínum í skipulagðri glæpastarfsemi Atli Arason skrifar 29. ágúst 2022 07:00 Paul Pogba var heimsmeistari með Frakklandi árið 2018. Hann fær ekki að spila aftur með franska landsliðinu ef það sem bróðir hans segir sé satt. Matthias Hangst/Getty Images Mathias Pogba, bróðir Paul Pogba, hótar að afhjúpa upplýsingar um bróður sinn sem myndu fá alla stuðningsmenn Pogba til að snúast gegn honum. Þetta segir Mathias í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlum sínum á laugardaginn. Mathias segist þar ætla að deila með umheiminum upplýsingum sem yrðu til þess að Paul myndi missa sætið sitt í landsliðshópi Frakka. Enn fremur séu þetta upplýsingar sem myndu fá alla styrktaraðila Paul til að hætta samstarfinu og alla stuðningsmenn leikmannsins til að snúast gegn honum. Mathias les yfirlýsingu sína upp á fjórum mismunandi tungumálum. Mathias segist líka vera með gögn sem myndu hvorki líta vel út fyrir Kylian Mbappe né Rafaela Pimenta, umboðsmann Paul Pogba. View this post on Instagram A post shared by Mathias Pogba (@mathiaspogbaofficial) Seint í gærkvöldi greindu franskir miðlar svo frá því að Paul Pogba hefði verið handsamaður af glæpagengi í Frakklandi í mars á þessu ári. Hann hafi verið dregin inn í íbúð í París af hópi manna og einhverjir þeirra verið vopnaðir hríðskotabyssum og reynt að rukka Paul Pogba um 13 milljónir evra. Paul Pogba telur sig vita að æskuvinir hans séu í þessu glæpagengi en hann hefur séð þá aftur bæði í Manchester og svo aftur nýlega hjá æfingasvæði Juventus í Tórínó. Í Tórínó var Mathias Pogba með þessum sama hópi af mönnum, að sögn Paul Pogba. Lögmenn Paul Pogba birtu yfirlýsingu í gær þar sem þeir segja hótanir Mathias Pogba ekki koma þeim á óvart, að þetta sé hluti af hótunum og fjárkúgun hóps manna með tengsl við skipulagða glæpastarfsemi. Ítalski boltinn Frakkland Mál Pogba-bræðranna Mest lesið Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Þetta segir Mathias í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlum sínum á laugardaginn. Mathias segist þar ætla að deila með umheiminum upplýsingum sem yrðu til þess að Paul myndi missa sætið sitt í landsliðshópi Frakka. Enn fremur séu þetta upplýsingar sem myndu fá alla styrktaraðila Paul til að hætta samstarfinu og alla stuðningsmenn leikmannsins til að snúast gegn honum. Mathias les yfirlýsingu sína upp á fjórum mismunandi tungumálum. Mathias segist líka vera með gögn sem myndu hvorki líta vel út fyrir Kylian Mbappe né Rafaela Pimenta, umboðsmann Paul Pogba. View this post on Instagram A post shared by Mathias Pogba (@mathiaspogbaofficial) Seint í gærkvöldi greindu franskir miðlar svo frá því að Paul Pogba hefði verið handsamaður af glæpagengi í Frakklandi í mars á þessu ári. Hann hafi verið dregin inn í íbúð í París af hópi manna og einhverjir þeirra verið vopnaðir hríðskotabyssum og reynt að rukka Paul Pogba um 13 milljónir evra. Paul Pogba telur sig vita að æskuvinir hans séu í þessu glæpagengi en hann hefur séð þá aftur bæði í Manchester og svo aftur nýlega hjá æfingasvæði Juventus í Tórínó. Í Tórínó var Mathias Pogba með þessum sama hópi af mönnum, að sögn Paul Pogba. Lögmenn Paul Pogba birtu yfirlýsingu í gær þar sem þeir segja hótanir Mathias Pogba ekki koma þeim á óvart, að þetta sé hluti af hótunum og fjárkúgun hóps manna með tengsl við skipulagða glæpastarfsemi.
Ítalski boltinn Frakkland Mál Pogba-bræðranna Mest lesið Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira