Manchester United leggur fram tilboð í Memphis Depay Atli Arason skrifar 28. ágúst 2022 08:01 Memphis Depay í leik með Barcelona á síðasta ári. EPA-EFE/Alejandro Garcia Manchester United hefur gert Barcelona tilboð upp á 10 milljónir evra í von um að endurheimta þennan fyrrum framherja United aftur til liðsins. Félagaskiptamarkaðurinn lokar næstkomandi fimmtudag en United þarf að styrkja framlínuna sína fyrir komandi tímabil. Anthony Martial er enn þá á meiðslalistanum og framtíð Cristiano Ronaldo er áfram óljós. Marcus Rashford hefur því leitt sóknarlínu Manchester United í síðustu leikjum. Manchester United hefur verið að eltast við Antony, leikmann Ajax, en félögin tvö virðast ekki ná samkomulag um kaupverð á leikmanninum. Ajax hafnaði tæplega 90 milljón evra tilboði United í Antony í vikunni. Manchester United hefur nú óvænt ákveðið að snúa sér að Memphis Depay, framherja Barcelona. Það er fjölmiðlamaðurinn Gerard Romero sem greindi fyrst frá málinu en flestir fjölmiðlar Evrópu fjalla nú um þessi mögulegu félagaskipti. Depay lék með United í tvö ár, frá 2015 til 2017. Depay þótti ekki standa sig nægilega vel hjá rauðu djöflunum sem varð til þess að United seldi hann til Lyon fyrir 16 milljónir evra, tveimur árum eftir að hafa keypt leikmanninn á 34 milljónir frá PSV. Depay skoraði sjö mörk í 53 leikjum fyrir Untited á sínum tíma. Barcelona vill losna við Depay sem er ekki í áformum knattspyrnustjórans Xavi. Spænska félagið þarf að losa Depay af launaskrá sinni og talið er að tilboð upp á 10 milljónir evra sé nóg fyrir Barcelona til að selja. Real Sociedad er einnig sagt hafa áhuga á því að fá Depay til liðs við sig. 🚨 JUST IN: Manchester United have offered Barcelona €10m for Memphis Depay. #mufc #mujournal[@gerardromero]— United Journal (@theutdjournal) August 27, 2022 Spænski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Koeman segir Depay hafa verið of ungan fyrir Manchester United Hollenski landsliðsþjálfarinn Ronald Keoman segir að Memphis Depay hafi verið of ungur þegar hann fór til Manchester United. Hann sé hins vegar tilbúinn í ensku úrvalsdeildina í dag. 15. nóvember 2019 23:30 Barcelona þarf að selja leikmenn til að mega skrá Kounde Xavi, knattspyrnustjóri Barcelona, segir að félagið þurfi að selja leikmenn til að geta skráð nýjasta leikmann liðsins, Jules Kounde. 20. ágúst 2022 22:45 Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Haukar áfram eftir spennuleik Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Sjá meira
Félagaskiptamarkaðurinn lokar næstkomandi fimmtudag en United þarf að styrkja framlínuna sína fyrir komandi tímabil. Anthony Martial er enn þá á meiðslalistanum og framtíð Cristiano Ronaldo er áfram óljós. Marcus Rashford hefur því leitt sóknarlínu Manchester United í síðustu leikjum. Manchester United hefur verið að eltast við Antony, leikmann Ajax, en félögin tvö virðast ekki ná samkomulag um kaupverð á leikmanninum. Ajax hafnaði tæplega 90 milljón evra tilboði United í Antony í vikunni. Manchester United hefur nú óvænt ákveðið að snúa sér að Memphis Depay, framherja Barcelona. Það er fjölmiðlamaðurinn Gerard Romero sem greindi fyrst frá málinu en flestir fjölmiðlar Evrópu fjalla nú um þessi mögulegu félagaskipti. Depay lék með United í tvö ár, frá 2015 til 2017. Depay þótti ekki standa sig nægilega vel hjá rauðu djöflunum sem varð til þess að United seldi hann til Lyon fyrir 16 milljónir evra, tveimur árum eftir að hafa keypt leikmanninn á 34 milljónir frá PSV. Depay skoraði sjö mörk í 53 leikjum fyrir Untited á sínum tíma. Barcelona vill losna við Depay sem er ekki í áformum knattspyrnustjórans Xavi. Spænska félagið þarf að losa Depay af launaskrá sinni og talið er að tilboð upp á 10 milljónir evra sé nóg fyrir Barcelona til að selja. Real Sociedad er einnig sagt hafa áhuga á því að fá Depay til liðs við sig. 🚨 JUST IN: Manchester United have offered Barcelona €10m for Memphis Depay. #mufc #mujournal[@gerardromero]— United Journal (@theutdjournal) August 27, 2022
Spænski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Koeman segir Depay hafa verið of ungan fyrir Manchester United Hollenski landsliðsþjálfarinn Ronald Keoman segir að Memphis Depay hafi verið of ungur þegar hann fór til Manchester United. Hann sé hins vegar tilbúinn í ensku úrvalsdeildina í dag. 15. nóvember 2019 23:30 Barcelona þarf að selja leikmenn til að mega skrá Kounde Xavi, knattspyrnustjóri Barcelona, segir að félagið þurfi að selja leikmenn til að geta skráð nýjasta leikmann liðsins, Jules Kounde. 20. ágúst 2022 22:45 Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Haukar áfram eftir spennuleik Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Sjá meira
Koeman segir Depay hafa verið of ungan fyrir Manchester United Hollenski landsliðsþjálfarinn Ronald Keoman segir að Memphis Depay hafi verið of ungur þegar hann fór til Manchester United. Hann sé hins vegar tilbúinn í ensku úrvalsdeildina í dag. 15. nóvember 2019 23:30
Barcelona þarf að selja leikmenn til að mega skrá Kounde Xavi, knattspyrnustjóri Barcelona, segir að félagið þurfi að selja leikmenn til að geta skráð nýjasta leikmann liðsins, Jules Kounde. 20. ágúst 2022 22:45