Kristófer: „Þegar við náum að spila sem lið þá erum við drullugóðir“ Árni Jóhansson skrifar 27. ágúst 2022 23:00 Kristófer Acox tróð boltanum af krafti og af svip andstæðingsins að dæma var það ekki vel þegið. Vísir / Hulda Margrét Kristófer Acox var stórkostlegur á köflum í kvöld og átti lykilþátt í því að ná að sigla sigrinum heim í kvöld. Hann stal boltanum þegar sex sekúndur voru eftir og það varð til þess m.a. að Ísland vann Úkraínu 91-88 í Ólafssal í kvöld. „Ég var frekar smeykur því ég var ekki inn í play-inu. Þeir taka skot og Arnar ætlar að ná í frákastið og ég næ að lauma mér á bakvið manninn, sem ég held að hafi ekki séð mig. Þetta var smá heppni þar sem ég náði að lesa þetta. Klikkað play og Elvar náði að klára þetta á línunni hinumegin“, sagði Kristófer þegar hann var beðinn um að lýsa stuldinum hans í lokasókn Úkraínu. Sigur Íslands var samt engin heppni þar sem mikið var lagt í hann orkulega séð. „Við byrjuðum svolítið brösulega, við vorum hægir í gang, þegar orkan kom fengum við augnablikið með okkur snemma í öðrum leikhluta. Við héldum því síðan bara áfram í seinni hálfleik og sigldum þessu heim.“ Hann var spurður út hvort það væri enginn beygur í þeim að spila við þekkt nöfn úr körfubolta heiminum því íslenska liðið keyrði á það úkraínska. „Við kunnum alveg að spila körfubolta og erum með fullt af góðum leikmönnum. Ef við spilum sem heild þá skiptir það eiginlega engu máli, eða jú það skiptir máli á móti hverjum við spilum, en við vissum að ef við verndum heimavöllinn þá skiptir engu máli hverjum við mætum. Við mætum til að sigra.“ Hann og fleiri skiluðu miklu framlagi í leiknum á mismunandi augnablikum. Hann var beðinn um að ræða þá staðreynd. „Við erum með mjög marga góða leikmenn í mörgum stöðum. Allir 12 á skýrslu geta spilað og við erum alltaf með fimm góða leikmenn á vellinum. Þegar við náum að spila sem lið þá erum við drullugóðir. Það er erfitt að eiga við okkur.“ Að lokum var Kristófer beðinn um að meta möguleika liðsins á því að komast á HM í körfubolta á næsta ári. „Við erum í dauðafæri. Við erum að slást við Georgíu og það er risagluggi í nóvember og við þurfum að halda okkur í formi og halda okkur heilum. Við förum í þessa leiki til að sigra. Þá er þetta kannski ekki komið en þá er þetta komið langleiðina.“ HM 2023 í körfubolta Körfubolti Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Úkraína 91-88 | Frábær sigur Íslendinga eftir framlengingu Ísland vann Úkraínu 91-88 eftir framlengdan háspennuleik í Ólafssal fyrr í kvöld. Ísland vann sig inn í leikinn og með góðum varnarleik var sigri siglt heim. Þær voru margar hetjurnar í kvöld. Þetta er gott fyrir stöðuna í riðlinum okkar. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg 27. ágúst 2022 22:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
„Ég var frekar smeykur því ég var ekki inn í play-inu. Þeir taka skot og Arnar ætlar að ná í frákastið og ég næ að lauma mér á bakvið manninn, sem ég held að hafi ekki séð mig. Þetta var smá heppni þar sem ég náði að lesa þetta. Klikkað play og Elvar náði að klára þetta á línunni hinumegin“, sagði Kristófer þegar hann var beðinn um að lýsa stuldinum hans í lokasókn Úkraínu. Sigur Íslands var samt engin heppni þar sem mikið var lagt í hann orkulega séð. „Við byrjuðum svolítið brösulega, við vorum hægir í gang, þegar orkan kom fengum við augnablikið með okkur snemma í öðrum leikhluta. Við héldum því síðan bara áfram í seinni hálfleik og sigldum þessu heim.“ Hann var spurður út hvort það væri enginn beygur í þeim að spila við þekkt nöfn úr körfubolta heiminum því íslenska liðið keyrði á það úkraínska. „Við kunnum alveg að spila körfubolta og erum með fullt af góðum leikmönnum. Ef við spilum sem heild þá skiptir það eiginlega engu máli, eða jú það skiptir máli á móti hverjum við spilum, en við vissum að ef við verndum heimavöllinn þá skiptir engu máli hverjum við mætum. Við mætum til að sigra.“ Hann og fleiri skiluðu miklu framlagi í leiknum á mismunandi augnablikum. Hann var beðinn um að ræða þá staðreynd. „Við erum með mjög marga góða leikmenn í mörgum stöðum. Allir 12 á skýrslu geta spilað og við erum alltaf með fimm góða leikmenn á vellinum. Þegar við náum að spila sem lið þá erum við drullugóðir. Það er erfitt að eiga við okkur.“ Að lokum var Kristófer beðinn um að meta möguleika liðsins á því að komast á HM í körfubolta á næsta ári. „Við erum í dauðafæri. Við erum að slást við Georgíu og það er risagluggi í nóvember og við þurfum að halda okkur í formi og halda okkur heilum. Við förum í þessa leiki til að sigra. Þá er þetta kannski ekki komið en þá er þetta komið langleiðina.“
HM 2023 í körfubolta Körfubolti Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Úkraína 91-88 | Frábær sigur Íslendinga eftir framlengingu Ísland vann Úkraínu 91-88 eftir framlengdan háspennuleik í Ólafssal fyrr í kvöld. Ísland vann sig inn í leikinn og með góðum varnarleik var sigri siglt heim. Þær voru margar hetjurnar í kvöld. Þetta er gott fyrir stöðuna í riðlinum okkar. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg 27. ágúst 2022 22:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Úkraína 91-88 | Frábær sigur Íslendinga eftir framlengingu Ísland vann Úkraínu 91-88 eftir framlengdan háspennuleik í Ólafssal fyrr í kvöld. Ísland vann sig inn í leikinn og með góðum varnarleik var sigri siglt heim. Þær voru margar hetjurnar í kvöld. Þetta er gott fyrir stöðuna í riðlinum okkar. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg 27. ágúst 2022 22:00