Ástæða leitar á heimili Trumps opinberuð Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. ágúst 2022 21:04 Rökstuddur grunur er uppi um að Trump hafi brotið lög með því að hafa með sér háleynileg skjöl úr Hvíta húsinu. AP/Susan Walsh Rökstuðningur Alríkislögreglunnar vegna húsleitar á heimili Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú verið birtur. Með yfirlýsingu dómsmálaráðuneytis hafa nú fengist frekari upplýsingar um rannsóknina sem nú stendur yfir vegna skjala sem Trump er grunaður um að hafa haft með sér frá Hvíta húsinu við lok forsetíðar hans árið 2020. 1.184 skjöl, þar á meðal háleynileg skjöl, voru á heimili Trumps í Flórída þegar Bandaríska alríkislögreglan gerði húsleit á heimili Donalds Trumps í Mar-a-Lago í Flórída 8. ágúst og haldlagði skjölin. Samkvæmt yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins voru „mikið af trúnaðarupplýsingum“ á meðal þess sem lögreglan lagði hald á í Flórída. Skjöl Alríkislögreglunnar þar sem húsleitin er rökstudd.ap Fjölmörg leynileg skjöl Nánar tiltekið báru 184 skjöl merki um einhvers konar leynd, þar á meðal 67 skjöl merkt sem trúnaðarupplýsingar (e. confidential), 92 merkt leynileg (secret) og 25 merkt háleynileg (top-secret). Alríkislögreglan stendur í þeirri trú að á meðal gagna finnist upplýsingar sem hún kallar „upplýsingar um varnarmál landsins“, sem eru einhverjar mestu trúnaðarupplýsingar Bandaríkjanna. Að auki hafi verið illa farið með mörg skjalanna og þau geymd í kössum á meðal dagblaða, mynda og miða þar sem sjá má handskrift Trumps, svo fátt eitt sé nefnt. Í samtali við Washington Post segir Barbara McQuade, fyrrum saksóknari, að nú hafi komið í ljós að „skjölin hafi verið geymd á fjölmörgum stöðum á heimili Trumps og enginn þeirra hafi verið viðeigandi staður til að geyma slíkar trúnaðarupplýsingar.“ Grunaður um að hafa reynt að hindra rannsókn Í skjalinu þar sem leitin er rökstudd kemur einnig fram að grunur sé uppi um að Trump og hans bandamenn hafi logið til um innhald skjalanna þegar Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna óskaði eftir þeim. Að lokum blandaðist Alríkislögreglan í málið eftir ítrekaðar tilraunir skjalasafnsins til að komast yfir gögnin. Af skjölunum að ráða var Trump einnig varaður við því að taka skjalanna væri ólögleg og lögmenn hans hafi einnig samþykkt að gefa skjölin til baka. Í umfjöllun Washington Post er fjallað um að mögulegt sé að Trump og bandamenn hans eigi í virku samtali við Alríkislögregluna um rannsóknina og séu að veita þeim upplýsingar. Gögnin eru annars að miklu leyti ólæsilegar vegna rannsóknarhagsmuna en á næstu vikum má búast við fregnum af mögulegri málsókn saksóknara vegna málsins. Eins og áður segir telur lögreglan að rökstuddur grunur sé uppi um lögbrot Trumps með vörslu gagnanna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fundu sjö hundruð blaðsíður með leynilegum gögnum í fyrstu sendingunni frá Trump Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna fundu meira en sjö hundruð blaðsíður með leynilegum upplýsingum meðal þeirra gagna sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar 2021. Þar á meðal voru upplýsingar um einhverjar leynilegust aðgerðir leyniþjónusta Bandaríkjanna. 23. ágúst 2022 22:01 Er rauða flóðbylgjan að verða að smá skvettu? Svo virðist sem að sú „rauða flóðbylgja“ sem spáð hefur verið að skelli á Bandaríkjunum í þingkosningunum í nóvember, ætli ekki að raungerast. Undanfarna mánuði hafa Repúblikanar virst í góðri stöðu til að ná völdum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og mögulega öldungadeildinni einnig. 24. ágúst 2022 22:31 Hálfur sigur fjölmiðla í deilu um eldfimar upplýsingar um húsleitina sögulegu Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, að koma með tillögu að útstrikunum svo opinbera megi eiðsvarna yfirlýsingu sem lögreglan nýtti til að réttlæta húsleit í húsnæði Donald Trump á dögunum. 18. ágúst 2022 23:16 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
1.184 skjöl, þar á meðal háleynileg skjöl, voru á heimili Trumps í Flórída þegar Bandaríska alríkislögreglan gerði húsleit á heimili Donalds Trumps í Mar-a-Lago í Flórída 8. ágúst og haldlagði skjölin. Samkvæmt yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins voru „mikið af trúnaðarupplýsingum“ á meðal þess sem lögreglan lagði hald á í Flórída. Skjöl Alríkislögreglunnar þar sem húsleitin er rökstudd.ap Fjölmörg leynileg skjöl Nánar tiltekið báru 184 skjöl merki um einhvers konar leynd, þar á meðal 67 skjöl merkt sem trúnaðarupplýsingar (e. confidential), 92 merkt leynileg (secret) og 25 merkt háleynileg (top-secret). Alríkislögreglan stendur í þeirri trú að á meðal gagna finnist upplýsingar sem hún kallar „upplýsingar um varnarmál landsins“, sem eru einhverjar mestu trúnaðarupplýsingar Bandaríkjanna. Að auki hafi verið illa farið með mörg skjalanna og þau geymd í kössum á meðal dagblaða, mynda og miða þar sem sjá má handskrift Trumps, svo fátt eitt sé nefnt. Í samtali við Washington Post segir Barbara McQuade, fyrrum saksóknari, að nú hafi komið í ljós að „skjölin hafi verið geymd á fjölmörgum stöðum á heimili Trumps og enginn þeirra hafi verið viðeigandi staður til að geyma slíkar trúnaðarupplýsingar.“ Grunaður um að hafa reynt að hindra rannsókn Í skjalinu þar sem leitin er rökstudd kemur einnig fram að grunur sé uppi um að Trump og hans bandamenn hafi logið til um innhald skjalanna þegar Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna óskaði eftir þeim. Að lokum blandaðist Alríkislögreglan í málið eftir ítrekaðar tilraunir skjalasafnsins til að komast yfir gögnin. Af skjölunum að ráða var Trump einnig varaður við því að taka skjalanna væri ólögleg og lögmenn hans hafi einnig samþykkt að gefa skjölin til baka. Í umfjöllun Washington Post er fjallað um að mögulegt sé að Trump og bandamenn hans eigi í virku samtali við Alríkislögregluna um rannsóknina og séu að veita þeim upplýsingar. Gögnin eru annars að miklu leyti ólæsilegar vegna rannsóknarhagsmuna en á næstu vikum má búast við fregnum af mögulegri málsókn saksóknara vegna málsins. Eins og áður segir telur lögreglan að rökstuddur grunur sé uppi um lögbrot Trumps með vörslu gagnanna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fundu sjö hundruð blaðsíður með leynilegum gögnum í fyrstu sendingunni frá Trump Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna fundu meira en sjö hundruð blaðsíður með leynilegum upplýsingum meðal þeirra gagna sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar 2021. Þar á meðal voru upplýsingar um einhverjar leynilegust aðgerðir leyniþjónusta Bandaríkjanna. 23. ágúst 2022 22:01 Er rauða flóðbylgjan að verða að smá skvettu? Svo virðist sem að sú „rauða flóðbylgja“ sem spáð hefur verið að skelli á Bandaríkjunum í þingkosningunum í nóvember, ætli ekki að raungerast. Undanfarna mánuði hafa Repúblikanar virst í góðri stöðu til að ná völdum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og mögulega öldungadeildinni einnig. 24. ágúst 2022 22:31 Hálfur sigur fjölmiðla í deilu um eldfimar upplýsingar um húsleitina sögulegu Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, að koma með tillögu að útstrikunum svo opinbera megi eiðsvarna yfirlýsingu sem lögreglan nýtti til að réttlæta húsleit í húsnæði Donald Trump á dögunum. 18. ágúst 2022 23:16 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Fundu sjö hundruð blaðsíður með leynilegum gögnum í fyrstu sendingunni frá Trump Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna fundu meira en sjö hundruð blaðsíður með leynilegum upplýsingum meðal þeirra gagna sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar 2021. Þar á meðal voru upplýsingar um einhverjar leynilegust aðgerðir leyniþjónusta Bandaríkjanna. 23. ágúst 2022 22:01
Er rauða flóðbylgjan að verða að smá skvettu? Svo virðist sem að sú „rauða flóðbylgja“ sem spáð hefur verið að skelli á Bandaríkjunum í þingkosningunum í nóvember, ætli ekki að raungerast. Undanfarna mánuði hafa Repúblikanar virst í góðri stöðu til að ná völdum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og mögulega öldungadeildinni einnig. 24. ágúst 2022 22:31
Hálfur sigur fjölmiðla í deilu um eldfimar upplýsingar um húsleitina sögulegu Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, að koma með tillögu að útstrikunum svo opinbera megi eiðsvarna yfirlýsingu sem lögreglan nýtti til að réttlæta húsleit í húsnæði Donald Trump á dögunum. 18. ágúst 2022 23:16
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent