Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Úkraína 91-88 | Frábær sigur Íslendinga eftir framlengingu Árni Jóhannsson skrifar 27. ágúst 2022 22:00 Íslendingar gátu fagnað vel í kvöld Vísir / Hulda Margrét Ísland vann Úkraínu 91-88 eftir framlengdan háspennuleik í Ólafssal fyrr í kvöld. Ísland vann sig inn í leikinn og með góðum varnarleik var sigri siglt heim. Þær voru margar hetjurnar í kvöld. Þetta er gott fyrir stöðuna í riðlinum okkar. Íslenska landsliðið byrjaði leikinn alls ekki vel og voru komnir 12 stigum undir þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður. Skotin hreinlega neituðu að fara ofan í og þegar um þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum þá höfðu tvö skot farið ofan í í tíu tilraunum. Sigtryggur Arnar Björnsson kom inn á og skoraði körfu og náði að kveikja á sínum mönnum sem spiluðu mjög vel síðustu mínúturnar og náðu að minnka muninn niður í fimm stig þegar leikhlutanum lauk 14-19. Ísland spilaði mun betur í öðrum leikhluta en áttu í miklu brasi með sóknarfráköst Úkraínu manna sem voru mýmörg og oftar en ekki skiluðu þau stigum. Ef okkar menn hefður náð að stemma stigu við þessu hefði það líklega náð að jafna metin í fyrri hálfleik en allt kom fyrir ekki. Úkraínu menn skoruðu 15 stig í fyrri hálfleik eftir að hafa náð í sóknarfrákast. Sigtryggur Arnar að skora í leiknum við Úkraínu.Vísir / Hulda Margrét Ísland náði að setja meiri ákafa í varnarleik inn og náði muninum niður í tvö stig rétt fyrir lok hálfleiksins en Úkraínu menn kláruðu hann betur og leiddu með fimm stigum þegar gengið var til búningsherbergja. Staðan 36-41 og mál manna var að Íslendingar gætu lagað ýmislegt í sínum leik og hreinlega unnið hann ef það tækist. Tryggvi í baráttu við Alex LenVísir / Hulda Margrét Ísland átti eftir að skora þriggja stiga körfu þegar 20 mínútur voru búnar af leiknum og var það eitt af því sem vantaði upp á í leik liðsins. Sigtryggur Arnar Björnsson kom þá til sögunnar og negldi niður þremur þristum með skömmu millibili sem jók á vandræði Úkraínumanna sem fundu sig allt í einu í jöfnum leik þar sem varnarleikur Íslands var frábær. Ísland hélt áfram að gera Úkraínumönnum lífið leitt með varnarleik sínum og þegar Ein mínúta var eftir af þriðja leikhluta var staðan 58-48 fyrir Ísland og gestirnir voru sem rotaðir. Þeir rönkuðu við sér og löguðu stöðuna en Ísland leiddi samt með átta stigum þegar þriðja leikhluta lauk. Úkraínu menn náðu vopnum sínum í fjórða leikhluta og upphófst virkilega spennandi leikur. Gestirnir náðu að búa til stemmningu innan liðsins og með Mykhailiuk í broddi fylkingar var leikurinn jafnaður og æsispennandi lokamínútur fóru í hönd. Skipst var á körfum og litlum áhlaupum og þegar 90 sekúndur lifðu eftir af leiknum þá var staðan 80-78 fyrir Ísland. Úkraínumenn jöfnuðu og síðasta mínúta leiksins var furðuleg. Bæði lið klikkuðu á skotum. Dómarar dæmdu ekki á árekstra og liðin skiptust á að tapa boltanum. Ísland fékk þó boltann þegar lítið var eftir og fékk tækifæri á að vinna leikinn en ofan í vildi boltinn ekki og því þurfti að framlengja leikinn sem endaði 80-80. Sama var upp á teningnum í framlengingunni og þegar mínúta var eftir þá var staðan 89-88 fyrir Ísland og ekkert ráðið enn. Bæði lið klikkuðu á sínum sóknaraðgerðum en þegar sex sekúndur voru eftir þá var staðan enn sú sama og Úkraína náði sóknarfrákasti og reyndi að gefa boltann út. Kristófer Acox las það og náði að stela boltanum. Brotið var óíþróttamannslega á Elvari Má og hann skoraði úr tveimur vítum til að koma muninum í 91-88. Ísland fékk boltann aftur en tapaði honum. Sem betur fer náðu Úkraínumenn ekki að skora þriggja stiga körfu og Ísland fagnaði sigrinum vel og innilega. Afhverju vann Ísland? Því þeir sýndu baráttu, elju, vinnusemi og dug þegar á reyndi. Varnarleikur liðsins í þriðja leikhluta var stórkostlegur og skapaði það mun sem hjálpaði til við að halda gestunum í skefjum. Margir leikmenn stigu upp og hjálpuðu liðinum bæði í vörn og sókn og gerðu það á mismunandi tímabilum í leiknum. Svo þegar á hólminn var komið er það stuldur Kristófers Acox sem geirnegldi það að Ísland náði í sigurinn. Ásamt vítum Elvars að sjálfsögðu. Liðsheildin var frábær í kvöld.Vísir / Hulda Margrét Bestir á vellinum? Það er kannski leiðinlegt svar en þetta var sigur liðheildarinnar. Þær voru margar hetjurnar á mismunandi tímapunktum í leiknum og það bæði í vörn og sókn. Sigtryggur Arnar var frábær í þriðja leikhluta, Hörður Axel sýndi afbragðs varnarleik á löngum köflum, Jón Axel skoraði mikilvæg stig þegar hann gat beitt sér og Kristófer Acox skilaði miðherjastöðunni vel í lok leiks. Svona til að nefna einhverja. Hægt er að skoða tölfræðina betur hér. Hvað næst? Leikur við Georgíu á heimavelli og Úkraínu á útivelli eru næstu skref og verða þau tekin í nóvember. Ísland er sem stendur í þriðja sæti riðilsins en það sæti gefur sæti á HM á næsta ári. Georgíu menn eru stigi neðar og því er um annan lykilleik að ræða í vegferðinni. Okkur hlakkar mikið til að sjá en það er orðið augljóst að Ólafssalur er orðinn vígi sem vel er hægt að verja gegn sterkum körfuboltaþjóðum. Craig: Craig Pedersen tók þátt í að auka orkustig sinna manna í kvöldVísir / Hulda Margrét „Þetta var risaleikur fyrir okkur þar sem við vorum að mæta kraftmiklu liði sem mætti með sitt sterkasta lið. Þar á meðal NBA leikmenn“, voru fyrstu viðbrögð Craig Pedersen þjálfara Íslands eftir sigurinn á móti Úkraínu. „Við fengum framlag frá mörgum leikmönnum í kvöld og þá sérstaklega þeim sem komu inn af bekknum og náðu að kveikja neistann sem kannski vantaði í upphafi. Kristófer til dæmis var frábær sem miðherji í lok leiksins og við náðum að skila sigrinum.“ Eins og áður hefur komið fram þá voru margar hetjur í íslenska liðinu í kvöld og var Craig beðinn um að leggja mat á þá staðreynd. „Það var algjörlega málið að það voru margar hetjurnar í kvöld. Styrmir mætti til dæmis inn á og gaf okkur framlag, Sigtryggur kom síðan inn í seinni hálfleik og Elvar. Svo var það Kristófer. Það var eins og þetta væri smitandi það er að segja að kveikja neista. Þetta var svipað og á móti Ítalíu, það er að segja stærð sigursins. Úkraína var með sitt sterkasta lið. Það var mjög mikilvægt að mæta með orku í dag því orkan í okkur kveikir í áhorfendum og þeir hjálpa okkur.“ Hvað gerir svona sigur fyrir sjálfstraust liðsins? „Þetta ætti að lyfta okkur upp. Við vorum að mæta frábæru lðið með marga góða leikmenn og þetta er risastórt lið með NBA og Euroleague leikmenn innanborðs. Þeir voru með menn sem eru af sömu stærð og Tryggvi en við náðum að finna leið til að sigra.“ HM 2023 í körfubolta Körfubolti Landslið karla í körfubolta
Ísland vann Úkraínu 91-88 eftir framlengdan háspennuleik í Ólafssal fyrr í kvöld. Ísland vann sig inn í leikinn og með góðum varnarleik var sigri siglt heim. Þær voru margar hetjurnar í kvöld. Þetta er gott fyrir stöðuna í riðlinum okkar. Íslenska landsliðið byrjaði leikinn alls ekki vel og voru komnir 12 stigum undir þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður. Skotin hreinlega neituðu að fara ofan í og þegar um þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum þá höfðu tvö skot farið ofan í í tíu tilraunum. Sigtryggur Arnar Björnsson kom inn á og skoraði körfu og náði að kveikja á sínum mönnum sem spiluðu mjög vel síðustu mínúturnar og náðu að minnka muninn niður í fimm stig þegar leikhlutanum lauk 14-19. Ísland spilaði mun betur í öðrum leikhluta en áttu í miklu brasi með sóknarfráköst Úkraínu manna sem voru mýmörg og oftar en ekki skiluðu þau stigum. Ef okkar menn hefður náð að stemma stigu við þessu hefði það líklega náð að jafna metin í fyrri hálfleik en allt kom fyrir ekki. Úkraínu menn skoruðu 15 stig í fyrri hálfleik eftir að hafa náð í sóknarfrákast. Sigtryggur Arnar að skora í leiknum við Úkraínu.Vísir / Hulda Margrét Ísland náði að setja meiri ákafa í varnarleik inn og náði muninum niður í tvö stig rétt fyrir lok hálfleiksins en Úkraínu menn kláruðu hann betur og leiddu með fimm stigum þegar gengið var til búningsherbergja. Staðan 36-41 og mál manna var að Íslendingar gætu lagað ýmislegt í sínum leik og hreinlega unnið hann ef það tækist. Tryggvi í baráttu við Alex LenVísir / Hulda Margrét Ísland átti eftir að skora þriggja stiga körfu þegar 20 mínútur voru búnar af leiknum og var það eitt af því sem vantaði upp á í leik liðsins. Sigtryggur Arnar Björnsson kom þá til sögunnar og negldi niður þremur þristum með skömmu millibili sem jók á vandræði Úkraínumanna sem fundu sig allt í einu í jöfnum leik þar sem varnarleikur Íslands var frábær. Ísland hélt áfram að gera Úkraínumönnum lífið leitt með varnarleik sínum og þegar Ein mínúta var eftir af þriðja leikhluta var staðan 58-48 fyrir Ísland og gestirnir voru sem rotaðir. Þeir rönkuðu við sér og löguðu stöðuna en Ísland leiddi samt með átta stigum þegar þriðja leikhluta lauk. Úkraínu menn náðu vopnum sínum í fjórða leikhluta og upphófst virkilega spennandi leikur. Gestirnir náðu að búa til stemmningu innan liðsins og með Mykhailiuk í broddi fylkingar var leikurinn jafnaður og æsispennandi lokamínútur fóru í hönd. Skipst var á körfum og litlum áhlaupum og þegar 90 sekúndur lifðu eftir af leiknum þá var staðan 80-78 fyrir Ísland. Úkraínumenn jöfnuðu og síðasta mínúta leiksins var furðuleg. Bæði lið klikkuðu á skotum. Dómarar dæmdu ekki á árekstra og liðin skiptust á að tapa boltanum. Ísland fékk þó boltann þegar lítið var eftir og fékk tækifæri á að vinna leikinn en ofan í vildi boltinn ekki og því þurfti að framlengja leikinn sem endaði 80-80. Sama var upp á teningnum í framlengingunni og þegar mínúta var eftir þá var staðan 89-88 fyrir Ísland og ekkert ráðið enn. Bæði lið klikkuðu á sínum sóknaraðgerðum en þegar sex sekúndur voru eftir þá var staðan enn sú sama og Úkraína náði sóknarfrákasti og reyndi að gefa boltann út. Kristófer Acox las það og náði að stela boltanum. Brotið var óíþróttamannslega á Elvari Má og hann skoraði úr tveimur vítum til að koma muninum í 91-88. Ísland fékk boltann aftur en tapaði honum. Sem betur fer náðu Úkraínumenn ekki að skora þriggja stiga körfu og Ísland fagnaði sigrinum vel og innilega. Afhverju vann Ísland? Því þeir sýndu baráttu, elju, vinnusemi og dug þegar á reyndi. Varnarleikur liðsins í þriðja leikhluta var stórkostlegur og skapaði það mun sem hjálpaði til við að halda gestunum í skefjum. Margir leikmenn stigu upp og hjálpuðu liðinum bæði í vörn og sókn og gerðu það á mismunandi tímabilum í leiknum. Svo þegar á hólminn var komið er það stuldur Kristófers Acox sem geirnegldi það að Ísland náði í sigurinn. Ásamt vítum Elvars að sjálfsögðu. Liðsheildin var frábær í kvöld.Vísir / Hulda Margrét Bestir á vellinum? Það er kannski leiðinlegt svar en þetta var sigur liðheildarinnar. Þær voru margar hetjurnar á mismunandi tímapunktum í leiknum og það bæði í vörn og sókn. Sigtryggur Arnar var frábær í þriðja leikhluta, Hörður Axel sýndi afbragðs varnarleik á löngum köflum, Jón Axel skoraði mikilvæg stig þegar hann gat beitt sér og Kristófer Acox skilaði miðherjastöðunni vel í lok leiks. Svona til að nefna einhverja. Hægt er að skoða tölfræðina betur hér. Hvað næst? Leikur við Georgíu á heimavelli og Úkraínu á útivelli eru næstu skref og verða þau tekin í nóvember. Ísland er sem stendur í þriðja sæti riðilsins en það sæti gefur sæti á HM á næsta ári. Georgíu menn eru stigi neðar og því er um annan lykilleik að ræða í vegferðinni. Okkur hlakkar mikið til að sjá en það er orðið augljóst að Ólafssalur er orðinn vígi sem vel er hægt að verja gegn sterkum körfuboltaþjóðum. Craig: Craig Pedersen tók þátt í að auka orkustig sinna manna í kvöldVísir / Hulda Margrét „Þetta var risaleikur fyrir okkur þar sem við vorum að mæta kraftmiklu liði sem mætti með sitt sterkasta lið. Þar á meðal NBA leikmenn“, voru fyrstu viðbrögð Craig Pedersen þjálfara Íslands eftir sigurinn á móti Úkraínu. „Við fengum framlag frá mörgum leikmönnum í kvöld og þá sérstaklega þeim sem komu inn af bekknum og náðu að kveikja neistann sem kannski vantaði í upphafi. Kristófer til dæmis var frábær sem miðherji í lok leiksins og við náðum að skila sigrinum.“ Eins og áður hefur komið fram þá voru margar hetjur í íslenska liðinu í kvöld og var Craig beðinn um að leggja mat á þá staðreynd. „Það var algjörlega málið að það voru margar hetjurnar í kvöld. Styrmir mætti til dæmis inn á og gaf okkur framlag, Sigtryggur kom síðan inn í seinni hálfleik og Elvar. Svo var það Kristófer. Það var eins og þetta væri smitandi það er að segja að kveikja neista. Þetta var svipað og á móti Ítalíu, það er að segja stærð sigursins. Úkraína var með sitt sterkasta lið. Það var mjög mikilvægt að mæta með orku í dag því orkan í okkur kveikir í áhorfendum og þeir hjálpa okkur.“ Hvað gerir svona sigur fyrir sjálfstraust liðsins? „Þetta ætti að lyfta okkur upp. Við vorum að mæta frábæru lðið með marga góða leikmenn og þetta er risastórt lið með NBA og Euroleague leikmenn innanborðs. Þeir voru með menn sem eru af sömu stærð og Tryggvi en við náðum að finna leið til að sigra.“