Ragnhildur komst ekki í gegnum niðurskurð Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2022 16:01 Ragnhildur Kristinsdóttir, úr Golfklúbbi Reykjavíkur, komst ekki í gegnum niðurskurð á úrtökumóti fyrir LPGA-mótaröðina á Rancho Mirage-golfvellinum í Kaliforníu í nótt. Skorið var niður eftir þrjá hringi en Ragnhildur lék sinn þriðja hring í nótt. Hún fór hringinn á fjórum höggum yfir pari, líkt og annan hringinn nóttina á undan. Hún lauk keppni á átta höggum yfir pari eftir að hafa farið fyrsta hringinn á pari. Hún var því sex höggum frá niðurskurðarlínunni sem markaðist við tvö högg yfir pari. Hún átti fína spretti um helgina og segir í samtali við Kylfing.is að hún telji sig eiga heima á þessu sviði og að þetta fari í reynslubankann. „Þó að ég sé ekki sátt með spilamennskuna sjálfa, tek ég margt frá þessari viku hérna í Kaliforníu. Mér finnst ég klárlega eiga heima á þessu sviði og veit ég að þessi reynsla mun bara hjálpa mér við það að komast á þann stað sem ég vil komast á,“ er haft eftir Ragnhildi á Kylfingur.is. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er eini íslenski kylfingurinn sem hefur hlotið keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni, sem er sú sterkasta í heimi. Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Skorið var niður eftir þrjá hringi en Ragnhildur lék sinn þriðja hring í nótt. Hún fór hringinn á fjórum höggum yfir pari, líkt og annan hringinn nóttina á undan. Hún lauk keppni á átta höggum yfir pari eftir að hafa farið fyrsta hringinn á pari. Hún var því sex höggum frá niðurskurðarlínunni sem markaðist við tvö högg yfir pari. Hún átti fína spretti um helgina og segir í samtali við Kylfing.is að hún telji sig eiga heima á þessu sviði og að þetta fari í reynslubankann. „Þó að ég sé ekki sátt með spilamennskuna sjálfa, tek ég margt frá þessari viku hérna í Kaliforníu. Mér finnst ég klárlega eiga heima á þessu sviði og veit ég að þessi reynsla mun bara hjálpa mér við það að komast á þann stað sem ég vil komast á,“ er haft eftir Ragnhildi á Kylfingur.is. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er eini íslenski kylfingurinn sem hefur hlotið keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni, sem er sú sterkasta í heimi.
Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira