Selfyssingar senda frá sér yfirlýsingu um meintan rasisma Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. ágúst 2022 20:46 Selfyssingar hafa sent frá sér yfirlýsingu eftir að fyrrverandi leikmaður liðsins greindi frá kynþáttafordómum í hans garð. Selfoss Fótbolti Knattspyrnudeild Selfoss hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að Chris Jastrzembski, fyrrverandi leikmaður liðsins, sagði frá kynþáttafordómum sem hann varð fyrir þegar hann spilaði með Selfyssingum. Jastrzembski yfirgaf herbúðir Selfyssinga fyrr í sumar af persónulegum ástæðum. Hann hafði leikið 13 leiki fyrir félagið eftir að hafa gengið í raðir Selfyssinga fyrir tímabilið. Hann sagði síðar frá því í viðtali við Gazeta í heimalandinu, Póllandi, að dvöl hans á Selfossi hafi ekki verið eitthvað sem hann myndi mæla með við aðra pólska leikmenn. Jastrzembski segir meðal annars frá einu atviki þar sem einum manni þótti það ekkert tiltökumál þótt hann myndi deyja, því nóg væri til af Pólverjum á Íslandi. Knattspyrnudeild Selfoss hefur nú sent frá sér yfirlýsingu um þetta mál. Deildin segir að henni þyki miður að upplifun Jastrzembski af dvöl sinni á Íslandi hafi verið á þá leið sem birtist í Gazeta. „Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss þykir miður að upplifun Chris Jastrzembski af dvölinni á Íslandi hafi verið á þá leið sem hann lýsir í viðtali við Gazeta,“ segir í upphafi yfirlýsingarinnar. Knattspyrnudeild Selfoss leggur mikinn metnað í að gæta jafnræðis meðal allra þáttakenda innan deildarinnar, og gildir það jafnt um iðkendur, leikmenn og starfsfólk. Þar er stuðst við Jafnréttisáætlun og siðareglur Umf.Selfoss,“ segir enn fremur. Þá segjast Selfyssingar gera sér grein að deildin sé ekki yfir gagnrýni hafin. „Við erum stolt af okkar starfi en gerum okkur grein fyrir að það er ekki hafið yfir gagnrýni. Knattspyrnudeildin mun því nota þetta tækifæri og yfirfara verkferla í starfi deildarinnar og sjá hvar úrbóta er þörf því okkur er mikið í mun um að tryggja að upplifun allra af því að æfa og starfa fyrir félagið sé sem allra best.“ Yfirlýsing knattspyrnudeildar Selfoss „Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss þykir miður að upplifun Chris Jastrzembski af dvölinni á Íslandi hafi verið á þá leið sem hann lýsir í viðtali við Gazeta. Knattspyrnudeild Selfoss leggur mikinn metnað í að gæta jafnræðis meðal allra þáttakenda innan deildarinnar, og gildir það jafnt um iðkendur, leikmenn og starfsfólk. Þar er stuðst við Jafnréttisáætlun og siðareglur Umf.Selfoss. Hjá deildinni starfa og æfa einstaklingar af öllum kynjum, þjóðernum og frá mismunandi menningarheimum. Sveitarfélagið Árborg er eitt af m+ottökusamfélögum landsins fyrir flóttafólk og leggur knattspyrnudeildin, og ungmennafélagið í heild, sig fram um að bjóða það velkomið í íþróttastarfið. Knattspyrnudeild Selfoss hefur í gegnum tíðina haft fjölda erlendra leikmanna á sínum snærum og hefur samstarfið alla jafna gengið mjög vel. Margir leikmanna hafa myndað sterk tengsl við sveitarfélagið og fest hér rætur. Við erum stolt af okkar starfi en gerum okkur grein fyrir að það er ekki hafið yfir gagnrýni. Knattspyrnudeildin mun því nota þetta tækifæri og yfirfara verkferla í starfi deildarinnar og sjá hvar úrbóta er þörf því okkur er mikið í mun um að tryggja að upplifun allra af því að æfa og starfa fyrir félagið sé sem allra best. Einkunnarorð Umf.Selfoss eru; Gleði-Virðing-Fagmennska og fyrir það viljum við standa. Lengjudeild karla UMF Selfoss Kynþáttafordómar Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Sjá meira
Jastrzembski yfirgaf herbúðir Selfyssinga fyrr í sumar af persónulegum ástæðum. Hann hafði leikið 13 leiki fyrir félagið eftir að hafa gengið í raðir Selfyssinga fyrir tímabilið. Hann sagði síðar frá því í viðtali við Gazeta í heimalandinu, Póllandi, að dvöl hans á Selfossi hafi ekki verið eitthvað sem hann myndi mæla með við aðra pólska leikmenn. Jastrzembski segir meðal annars frá einu atviki þar sem einum manni þótti það ekkert tiltökumál þótt hann myndi deyja, því nóg væri til af Pólverjum á Íslandi. Knattspyrnudeild Selfoss hefur nú sent frá sér yfirlýsingu um þetta mál. Deildin segir að henni þyki miður að upplifun Jastrzembski af dvöl sinni á Íslandi hafi verið á þá leið sem birtist í Gazeta. „Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss þykir miður að upplifun Chris Jastrzembski af dvölinni á Íslandi hafi verið á þá leið sem hann lýsir í viðtali við Gazeta,“ segir í upphafi yfirlýsingarinnar. Knattspyrnudeild Selfoss leggur mikinn metnað í að gæta jafnræðis meðal allra þáttakenda innan deildarinnar, og gildir það jafnt um iðkendur, leikmenn og starfsfólk. Þar er stuðst við Jafnréttisáætlun og siðareglur Umf.Selfoss,“ segir enn fremur. Þá segjast Selfyssingar gera sér grein að deildin sé ekki yfir gagnrýni hafin. „Við erum stolt af okkar starfi en gerum okkur grein fyrir að það er ekki hafið yfir gagnrýni. Knattspyrnudeildin mun því nota þetta tækifæri og yfirfara verkferla í starfi deildarinnar og sjá hvar úrbóta er þörf því okkur er mikið í mun um að tryggja að upplifun allra af því að æfa og starfa fyrir félagið sé sem allra best.“ Yfirlýsing knattspyrnudeildar Selfoss „Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss þykir miður að upplifun Chris Jastrzembski af dvölinni á Íslandi hafi verið á þá leið sem hann lýsir í viðtali við Gazeta. Knattspyrnudeild Selfoss leggur mikinn metnað í að gæta jafnræðis meðal allra þáttakenda innan deildarinnar, og gildir það jafnt um iðkendur, leikmenn og starfsfólk. Þar er stuðst við Jafnréttisáætlun og siðareglur Umf.Selfoss. Hjá deildinni starfa og æfa einstaklingar af öllum kynjum, þjóðernum og frá mismunandi menningarheimum. Sveitarfélagið Árborg er eitt af m+ottökusamfélögum landsins fyrir flóttafólk og leggur knattspyrnudeildin, og ungmennafélagið í heild, sig fram um að bjóða það velkomið í íþróttastarfið. Knattspyrnudeild Selfoss hefur í gegnum tíðina haft fjölda erlendra leikmanna á sínum snærum og hefur samstarfið alla jafna gengið mjög vel. Margir leikmanna hafa myndað sterk tengsl við sveitarfélagið og fest hér rætur. Við erum stolt af okkar starfi en gerum okkur grein fyrir að það er ekki hafið yfir gagnrýni. Knattspyrnudeildin mun því nota þetta tækifæri og yfirfara verkferla í starfi deildarinnar og sjá hvar úrbóta er þörf því okkur er mikið í mun um að tryggja að upplifun allra af því að æfa og starfa fyrir félagið sé sem allra best. Einkunnarorð Umf.Selfoss eru; Gleði-Virðing-Fagmennska og fyrir það viljum við standa.
Lengjudeild karla UMF Selfoss Kynþáttafordómar Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Sjá meira