Dagný í tíuna líkt og uppáhaldsleikmaður hennar þegar hún var yngri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2022 16:31 Dagný er komin í tíuna líkt og Di Canio á sínum tíma. West Ham United/Getty Images Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur spilað í treyju númer 32 síðan hún gekk í raðir enska úrvalsdeildarliðsins West Ham United. Hún hefur ákveðið að breyta til og mun spila í tíunni í vetur en hennar uppáhaldsleikmaður er hún var yngri lék alltaf í treyju númer 10. Dagný gekk í raðir West Ham þann 28. janúar 2021. Þá var treyja númer 10 einfaldlega ekki laus, hefði hún verið það hefði íslenska landsliðskonan eflaust stokkið á hana en Dagný spilar einnig í treyju númer 10 með íslenska landsliðinu. West Ham tilkynnti nýverið á samfélagsmiðlum sínum að Dagný myndi leika í 10unni í vetur. Ekki nóg með það heldur var hún beðin um að útskýra af hverju. Ástæðan var á endanum frekar einföld. „Ég hef ákveðið að spila númer 10 í vetur, það hefur alltaf verið mín tala. Þegar ég var að alast upp og spilaði bara með strákum þá leyfðu þeir mér alltaf að vera númer 10. Afmælið mitt er 10. ágúst svo mér líkaði alltaf vel við töluna.“ „Ég var framherji á mínum yngri árum og Paolo Di Canio var einn af mínum uppáhalds leikmönnum og hann spilaði alltaf í treyju númer 10. Svo nú þegar treyjunúmerið stóð til boða var engin spurning, ég vildi spila í treyju númer 10. Ég er númer 10 í landsliðinu líka svo ég er bara mjög ánægð með að fá sama númer hér hjá West Ham.“ Inspired by a Club legend Here's why @dagnybrynjars has made the decision to change her number! pic.twitter.com/KSiYD8nJ08— West Ham United Women (@westhamwomen) August 18, 2022 Enska úrvalsdeildin hefst 11. september og West Ham gæti vart byrjað á erfiðari leik en liðið mætir Englandsmeisturum Chelsea á útivelli í fyrstu umferð. Fótbolti Enski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
Dagný gekk í raðir West Ham þann 28. janúar 2021. Þá var treyja númer 10 einfaldlega ekki laus, hefði hún verið það hefði íslenska landsliðskonan eflaust stokkið á hana en Dagný spilar einnig í treyju númer 10 með íslenska landsliðinu. West Ham tilkynnti nýverið á samfélagsmiðlum sínum að Dagný myndi leika í 10unni í vetur. Ekki nóg með það heldur var hún beðin um að útskýra af hverju. Ástæðan var á endanum frekar einföld. „Ég hef ákveðið að spila númer 10 í vetur, það hefur alltaf verið mín tala. Þegar ég var að alast upp og spilaði bara með strákum þá leyfðu þeir mér alltaf að vera númer 10. Afmælið mitt er 10. ágúst svo mér líkaði alltaf vel við töluna.“ „Ég var framherji á mínum yngri árum og Paolo Di Canio var einn af mínum uppáhalds leikmönnum og hann spilaði alltaf í treyju númer 10. Svo nú þegar treyjunúmerið stóð til boða var engin spurning, ég vildi spila í treyju númer 10. Ég er númer 10 í landsliðinu líka svo ég er bara mjög ánægð með að fá sama númer hér hjá West Ham.“ Inspired by a Club legend Here's why @dagnybrynjars has made the decision to change her number! pic.twitter.com/KSiYD8nJ08— West Ham United Women (@westhamwomen) August 18, 2022 Enska úrvalsdeildin hefst 11. september og West Ham gæti vart byrjað á erfiðari leik en liðið mætir Englandsmeisturum Chelsea á útivelli í fyrstu umferð.
Fótbolti Enski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira