Nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar lofar hressleika í bland við skynsemi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2022 15:01 Þorgrímur Smári mun ekki þurfa að nota harpix á komandi leiktíð. Vísir/Elín Björg Þorgrímur Smári Ólafsson mun bregða sér í nýtt hlutverk í vetur. Í stað þess að djöflast á parketinu mun hann sitja í setti upp á Suðurlandsbraut, eða á vellinum, og fara með þjóðinni yfir það sem hefur gerst í Olís deild karla. Þorgrímur Smári er nýjasti meðlimur Seinni bylgjunnar og er mjög spenntur fyrir verkefninu sem hann segir þó að verði með „öðruvísi augum og hreyfingu“ en áður. Aðspurður hvernig þetta hefði komið til þá þakkar hann Guðjóni Guðmundssyni eða „afa Gaupa“ eins og hann – og fleiri meðlimirSeinni bylgjunnar – kalla manninn sem hefur prýtt skjái landsmanna lengur en elstu menn muna. „Ég hitti afa Gaupa á einhverjum Valsleiknum í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð. Við áttum smá spjall og hann sagði að hann hefði látið strákana í Seinni bylgjunni vita af mér. Sagði að ég hefði ekkert betra að gera hvort eð er,“ sagði Þorgrímur Smári er íþróttadeild náði tali af honum. „Þetta verður gaman, nú verður maður að fylgjast með,“ bætti hann við. „Þó allir þjálfarar deildarinnar séu ekki alltaf sáttir þá er það fyrir öllu að fólkið í kringum handboltann, sama hvort það séu húsverðir, fólkið upp í stúku eða hver annar, hafi gaman af og finnist þetta skemmtilegt,“ sagði Þorgrímur Smári um Seinni bylgjuna. Þorgrímur Smári á síðustu leiktíð.Vísir/Elín Björg Búandi á Íslandi þá hafa menn oftar en ekki tengingar í ákveðin lið. Ásamt því að hafa spilað með Fram á síðustu leiktíð þá starfar Þorgrímur Smári hjá félaginu sem verkefna- og rekstrarstjóri. „Munum eflaust eitthvað reyna stýra því (hversu mikið hann mun tala um Fram). En eg mun sjalfsögðu ekki tjá mig um málefni sem ég má ekki tala um.“ Menn setja sig oft í ákveðnar stellingar er kemur að því að vera í hlutverki „sérfræðings.“ Hvernig sérfræðingur ætlar Þorgrímur Smári að vera? „Ég ætla bara að vera hress í bland við að segja eitthvað skynsamlegt og áhugasamt. Vera hress og skemmtilegur er svona planið í grunninn en það getur þó verið að sumir fái að heyra það. Lárus Helgi, bróðir minn, er líklegur til að fá þyngstu dómana frá mér í vetur. Annars ætla ég að vera sanngjarnt og horfa jákvæðum augum á handboltavertíðina hér á landi.“ Það lá því beint við að spyrja Þorgrím Smára að endingu hvort aðrir leikmenn myndu fá sérmeðferð. „Það fer eftir hversu góðir menn eru við mig, hversu góðir þeir eru að sleikja mig upp. Atli Báruson gæti til að mynda fengið sérmeðferð ef hann gerir litla baðherbergið mitt að einkar fallegu baðherbergi,“ sagði Þorgrímur Smári og hló. Olís deild karla hefst 8. september með fjórum leikjum. Verða tveir leikir sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Fram og Selfoss verður í beinni klukkan 18.00 og FH-Stjarnan klukkan 19.40. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Handbolti Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Þorgrímur Smári er nýjasti meðlimur Seinni bylgjunnar og er mjög spenntur fyrir verkefninu sem hann segir þó að verði með „öðruvísi augum og hreyfingu“ en áður. Aðspurður hvernig þetta hefði komið til þá þakkar hann Guðjóni Guðmundssyni eða „afa Gaupa“ eins og hann – og fleiri meðlimirSeinni bylgjunnar – kalla manninn sem hefur prýtt skjái landsmanna lengur en elstu menn muna. „Ég hitti afa Gaupa á einhverjum Valsleiknum í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð. Við áttum smá spjall og hann sagði að hann hefði látið strákana í Seinni bylgjunni vita af mér. Sagði að ég hefði ekkert betra að gera hvort eð er,“ sagði Þorgrímur Smári er íþróttadeild náði tali af honum. „Þetta verður gaman, nú verður maður að fylgjast með,“ bætti hann við. „Þó allir þjálfarar deildarinnar séu ekki alltaf sáttir þá er það fyrir öllu að fólkið í kringum handboltann, sama hvort það séu húsverðir, fólkið upp í stúku eða hver annar, hafi gaman af og finnist þetta skemmtilegt,“ sagði Þorgrímur Smári um Seinni bylgjuna. Þorgrímur Smári á síðustu leiktíð.Vísir/Elín Björg Búandi á Íslandi þá hafa menn oftar en ekki tengingar í ákveðin lið. Ásamt því að hafa spilað með Fram á síðustu leiktíð þá starfar Þorgrímur Smári hjá félaginu sem verkefna- og rekstrarstjóri. „Munum eflaust eitthvað reyna stýra því (hversu mikið hann mun tala um Fram). En eg mun sjalfsögðu ekki tjá mig um málefni sem ég má ekki tala um.“ Menn setja sig oft í ákveðnar stellingar er kemur að því að vera í hlutverki „sérfræðings.“ Hvernig sérfræðingur ætlar Þorgrímur Smári að vera? „Ég ætla bara að vera hress í bland við að segja eitthvað skynsamlegt og áhugasamt. Vera hress og skemmtilegur er svona planið í grunninn en það getur þó verið að sumir fái að heyra það. Lárus Helgi, bróðir minn, er líklegur til að fá þyngstu dómana frá mér í vetur. Annars ætla ég að vera sanngjarnt og horfa jákvæðum augum á handboltavertíðina hér á landi.“ Það lá því beint við að spyrja Þorgrím Smára að endingu hvort aðrir leikmenn myndu fá sérmeðferð. „Það fer eftir hversu góðir menn eru við mig, hversu góðir þeir eru að sleikja mig upp. Atli Báruson gæti til að mynda fengið sérmeðferð ef hann gerir litla baðherbergið mitt að einkar fallegu baðherbergi,“ sagði Þorgrímur Smári og hló. Olís deild karla hefst 8. september með fjórum leikjum. Verða tveir leikir sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Fram og Selfoss verður í beinni klukkan 18.00 og FH-Stjarnan klukkan 19.40. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Handbolti Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira