Hleypur berfættur í sínu fyrsta maraþoni Bjarki Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2022 07:01 Hjörtur Sigurðsson hleypur berfættur í maraþoninu hleypur til styrktar Minningarsjóðs Lofts Gunnarssonar. Aðsent Hjörtur Sigurðsson stefnir á að hlaupa sitt fyrsta maraþonhlaup á laugardaginn í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Þó flestir séu sammála um mikilvægi þess að vera vel skóaður þegar hlaupið er maraþon, þá ætlar Hjörtur að gera það berfættur. En hvernig dettur einhverjum það í hug að hlaupa sitt fyrsta maraþon berfættur? „Ég veit það ekki alveg. Ég byrjaði að hlaupa á tánum af forvitni fyrir nokkrum mánuðum og það gekk ágætlega. Í framhaldi nefndi ég við vini og fjölskyldu að ég væri að velta fyrir mér hvort ég myndi ekki prófa að hlaupa maraþon á tánum um haustið. Skömmu síðar var ég búinn að segja það mörgum að ég ætlaði að hlaupa maraþon á tánum að það var eiginlega ekki í boði að hætta við. Ætli þetta sé ekki að miklu leyti gert til að fóðra eigin athyglissýki,“ segir Hjörtur aðspurður hvers vegna hann ætli að hlaupa án þess að vera í skóm eða sokkum. Hann segist vera ánægður með að geta styrkt gott málefni á sama tíma og hann fóðrar athyglissýkina. Þá græði allir. Nema kannski þeir sem hlusta á hann röfla um ágæti þess að vera á tánum. Hjörtur hleypur til styrktar Minningarsjóði Lofts Gunnarssonar sem var stofnaður árið 2012 til þess að bæta aðstöðu og líf utangarðsfólks. Hjörtur segir málaflokkinn fá allt of litla athygli. „Sjóðurinn hefur á síðustu árum styrkt ýmis verkefni og stofnanir sem snúa að málum utangarðsfólks, svo sem Frú Ragnheiði, Gistiskýlið, Konukot og mörg fleiri. Ég hvet fólk til að kíkja á Facebook-síðu og heimasíðu sjóðsins og kynna sér það flotta starf sem þar fer fram,“ segir Hjörtur. Hann segir undirbúninginn fyrir „tásuhlaupið“, eins og hann kallar hlaup sitt, vera ansi svipað og fyrir öll önnur hlaup. Hann fær góða aðstoð frá Arnari Péturs, margföldum Íslandsmeistara í hlaupi, og hlýðir því sem hann setur fyrir. Hjörtur er orðinn mjög spenntur fyrir hlaupinu, hann segist þó vera spenntastur fyrir því að vera búinn að hlaupa. Hvernig fæturnir taka þessari ákvörðun hans verður að koma í ljós á sunnudaginn. Reykjavíkurmaraþon Menningarnótt Hlaup Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
En hvernig dettur einhverjum það í hug að hlaupa sitt fyrsta maraþon berfættur? „Ég veit það ekki alveg. Ég byrjaði að hlaupa á tánum af forvitni fyrir nokkrum mánuðum og það gekk ágætlega. Í framhaldi nefndi ég við vini og fjölskyldu að ég væri að velta fyrir mér hvort ég myndi ekki prófa að hlaupa maraþon á tánum um haustið. Skömmu síðar var ég búinn að segja það mörgum að ég ætlaði að hlaupa maraþon á tánum að það var eiginlega ekki í boði að hætta við. Ætli þetta sé ekki að miklu leyti gert til að fóðra eigin athyglissýki,“ segir Hjörtur aðspurður hvers vegna hann ætli að hlaupa án þess að vera í skóm eða sokkum. Hann segist vera ánægður með að geta styrkt gott málefni á sama tíma og hann fóðrar athyglissýkina. Þá græði allir. Nema kannski þeir sem hlusta á hann röfla um ágæti þess að vera á tánum. Hjörtur hleypur til styrktar Minningarsjóði Lofts Gunnarssonar sem var stofnaður árið 2012 til þess að bæta aðstöðu og líf utangarðsfólks. Hjörtur segir málaflokkinn fá allt of litla athygli. „Sjóðurinn hefur á síðustu árum styrkt ýmis verkefni og stofnanir sem snúa að málum utangarðsfólks, svo sem Frú Ragnheiði, Gistiskýlið, Konukot og mörg fleiri. Ég hvet fólk til að kíkja á Facebook-síðu og heimasíðu sjóðsins og kynna sér það flotta starf sem þar fer fram,“ segir Hjörtur. Hann segir undirbúninginn fyrir „tásuhlaupið“, eins og hann kallar hlaup sitt, vera ansi svipað og fyrir öll önnur hlaup. Hann fær góða aðstoð frá Arnari Péturs, margföldum Íslandsmeistara í hlaupi, og hlýðir því sem hann setur fyrir. Hjörtur er orðinn mjög spenntur fyrir hlaupinu, hann segist þó vera spenntastur fyrir því að vera búinn að hlaupa. Hvernig fæturnir taka þessari ákvörðun hans verður að koma í ljós á sunnudaginn.
Reykjavíkurmaraþon Menningarnótt Hlaup Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira