Ronaldo segir sannleikann koma í ljós eftir tvær vikur: Fær að heyra það frá Neville Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2022 11:01 Cristiano Ronaldo heldur áfram að koma sér í fréttirnar. John Walton/Getty Images Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports og fyrrum samherji Cristiano Ronaldo hjá Manchester United er allt annað en sáttur með ummæli Ronaldo á Instagram. Þar sagði Portúgalinn að eftir tvær vikur kæmi í ljós að fjölmiðlar hefðu verið að ljúga. Framtíð Ronaldo hefur verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur. Fyrst vildi hann fara frá Man United þar sem félagið var ekki að standa sig á leikmannamarkaðnum, og hann vildi spila í Meistaradeild Evrópu í vetur. Þá vildi Erik ten Hag, þjálfari liðsins, halda í stærsta nafnið í leikmannahópnum en eftir skelfilega byrjun á leiktíðinni og ítrekuð frekjuköst Ronaldo hefur Ten Hag að því virðist hafa skipt um skoðun. Á Instagram í gærkvöldi skrifaði Ronaldo svo tvö ummæli við mynd af sér sem hefur báðum verið eytt er þessi frétt er skrifuð. „Þau munu vita sannleikann þegar þau ræða við mig eftir tvær vikur. Fjölmiðlar ljúga. Ég er með glósubók og undanfarna mánuði hafa yfir 100 fréttir verið skrifaðar, aðeins fimm eru réttar,“ segir í síðari ummælum Ronaldo. Þau hafa verið þýdd yfir á ensku en voru upprunalega á portúgölsku. Skjáskot af þeim má sjá hér að neðan. Skjáskot af ummælum Ronaldo.Instagram Neville, sem lék með Ronaldo um árabil, er allt annað en sáttur með þessi ummæli Ronaldo. Hann tjáði sig um málið á Twitter-síðu sinni. „Af hverju þarf besti leikmaður í heimi (að mínu mati) að bíða í tvær vikur með að segja stuðningsfólki Manchester United sannleikann? Stígðu upp og segðu hann núna. Félagið er í krísu og það þarfnast leiðtoga. Hann er sá eini sem getur tæklað þessa umræðu.“ Why does the greatest player of all time (in my opinion) have to wait two weeks to tell Manchester United fans the truth? Stand up now and speak. The club is in crisis and it needs leaders to lead. He s the only one who can grab this situation by the scruff of the neck!— Gary Neville (@GNev2) August 17, 2022 Man United er á botni ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur og Ronaldo er ekki enn kominn á blað. Hann er talinn vera á förum frá félaginu og miðað við ummæli hans á Instagram þá ætlar hann að tjá sig um leið og félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segja Ronaldo vera til sölu | Aubameyang gæti leyst hann af hólmi Breska ríkisútvarpið heldur því fram að Cristiano Ronaldo gæti yfirgefið Manchester United áður en félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september næstkomandi. Útvarpsstöðin TalkSport tekur í sama streng og segir leikmanninn vera til sölu. Þá greinir Sky Sports frá því að Man United gæti sótt Pierre-Emerick Aubameyang til að leysa hann af hólmi. 16. ágúst 2022 11:00 Reiður Ten Hag lét leikmenn Man Utd hlaupa í steikjandi hita Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var allt annað en sáttur eftir 4-0 afhroð liðsins gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Leikmenn liðsins áttu að fá frí á sunnudag en Ten Hag boðaði þá á aukaæfingu eftir hörmungar frammistöðu deginum áður. 15. ágúst 2022 07:31 Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30 Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Framtíð Ronaldo hefur verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur. Fyrst vildi hann fara frá Man United þar sem félagið var ekki að standa sig á leikmannamarkaðnum, og hann vildi spila í Meistaradeild Evrópu í vetur. Þá vildi Erik ten Hag, þjálfari liðsins, halda í stærsta nafnið í leikmannahópnum en eftir skelfilega byrjun á leiktíðinni og ítrekuð frekjuköst Ronaldo hefur Ten Hag að því virðist hafa skipt um skoðun. Á Instagram í gærkvöldi skrifaði Ronaldo svo tvö ummæli við mynd af sér sem hefur báðum verið eytt er þessi frétt er skrifuð. „Þau munu vita sannleikann þegar þau ræða við mig eftir tvær vikur. Fjölmiðlar ljúga. Ég er með glósubók og undanfarna mánuði hafa yfir 100 fréttir verið skrifaðar, aðeins fimm eru réttar,“ segir í síðari ummælum Ronaldo. Þau hafa verið þýdd yfir á ensku en voru upprunalega á portúgölsku. Skjáskot af þeim má sjá hér að neðan. Skjáskot af ummælum Ronaldo.Instagram Neville, sem lék með Ronaldo um árabil, er allt annað en sáttur með þessi ummæli Ronaldo. Hann tjáði sig um málið á Twitter-síðu sinni. „Af hverju þarf besti leikmaður í heimi (að mínu mati) að bíða í tvær vikur með að segja stuðningsfólki Manchester United sannleikann? Stígðu upp og segðu hann núna. Félagið er í krísu og það þarfnast leiðtoga. Hann er sá eini sem getur tæklað þessa umræðu.“ Why does the greatest player of all time (in my opinion) have to wait two weeks to tell Manchester United fans the truth? Stand up now and speak. The club is in crisis and it needs leaders to lead. He s the only one who can grab this situation by the scruff of the neck!— Gary Neville (@GNev2) August 17, 2022 Man United er á botni ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur og Ronaldo er ekki enn kominn á blað. Hann er talinn vera á förum frá félaginu og miðað við ummæli hans á Instagram þá ætlar hann að tjá sig um leið og félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segja Ronaldo vera til sölu | Aubameyang gæti leyst hann af hólmi Breska ríkisútvarpið heldur því fram að Cristiano Ronaldo gæti yfirgefið Manchester United áður en félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september næstkomandi. Útvarpsstöðin TalkSport tekur í sama streng og segir leikmanninn vera til sölu. Þá greinir Sky Sports frá því að Man United gæti sótt Pierre-Emerick Aubameyang til að leysa hann af hólmi. 16. ágúst 2022 11:00 Reiður Ten Hag lét leikmenn Man Utd hlaupa í steikjandi hita Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var allt annað en sáttur eftir 4-0 afhroð liðsins gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Leikmenn liðsins áttu að fá frí á sunnudag en Ten Hag boðaði þá á aukaæfingu eftir hörmungar frammistöðu deginum áður. 15. ágúst 2022 07:31 Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30 Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Segja Ronaldo vera til sölu | Aubameyang gæti leyst hann af hólmi Breska ríkisútvarpið heldur því fram að Cristiano Ronaldo gæti yfirgefið Manchester United áður en félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september næstkomandi. Útvarpsstöðin TalkSport tekur í sama streng og segir leikmanninn vera til sölu. Þá greinir Sky Sports frá því að Man United gæti sótt Pierre-Emerick Aubameyang til að leysa hann af hólmi. 16. ágúst 2022 11:00
Reiður Ten Hag lét leikmenn Man Utd hlaupa í steikjandi hita Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var allt annað en sáttur eftir 4-0 afhroð liðsins gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Leikmenn liðsins áttu að fá frí á sunnudag en Ten Hag boðaði þá á aukaæfingu eftir hörmungar frammistöðu deginum áður. 15. ágúst 2022 07:31
Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30