Bæta námsmöguleika barna með fatlanir til muna Bjarki Sigurðsson skrifar 16. ágúst 2022 16:15 Friðsemd ásamt nemenda skólans. CLF Kristrún Friðsemd Sveinsdóttir fór um miðjan júlí til Úganda ásamt Valdísi Önnu Þrastardóttur fyrir hönd samtakanna CLF á Íslandi. Þar gerðu þær lokaúttekt á verkefni sem var styrkt af utanríkisráðuneytinu og hófu í leiðinni annað verkefni, sem einnig er styrkt af ráðuneytinu. CLF, Candle Light Foundation, var stofnað af Erlu Halldórsdóttur og Rosette Nabuuma árið 2001. Þremur árum seinna stofnaði Erla CLF á Íslandi til að styðja við samtökin úti. Markmið CLF er að hjálpa ungum stúlkum sem standa höllum fæti í samfélaginu, til dæmis vegna fátæktar, foreldramissis, barneigna eða skorts á tækifærum í heimabyggð. Í dag eru nemendur skólans 173 talsins. „Skólinn er alveg rekinn af heimamönnum í Úganda og er enn þá leiddur af Rosette Nabuuma sem stofnaði samtökin með Erlu. Hún er enn þá mjög virk í samtökunum hérna úti og heldur þessu öllu gangandi. Það eru kennarar á launum að halda starfinu gangandi allt árið og okkar hlutverk er að styðja við starfið af því leiti sem við getum út frá þeirra þörfum,“ segir Friðsemd í samtali við fréttastofu. Friðsemd, sem er formaður samtakanna, fór út ásamt Valdísi Önnu, ritara samtakanna, í júlímánuði. Samtökin höfðu fengið styrk frá utanríkisráðuneytinu til þess að stækka skólann sem þau höfðu byggt í héraðinu Mukono en skólinn var ekki að ná að anna eftirspurn. Því var ný bygging byggð með tveimur kennslustofum, bókasafni og tilraunastofu. „Við erum bæði að nýta ferðina til að gera úttekt á verkefninu með stækkunina, svo fengum við annan styrk frá utanríkisráðuneytinu til að bæta aðgengi nemenda með fatlanir. Við fengum fyrirspurnir um það frá nemendum og erum með nokkra nemendur með hreyfihamlanir. Við tókum eftir því að aðstaðan væri ekki alls ekki nógu góð fyrir þessa nemendur þannig við sóttum um styrk hjá utanríkisráðuneytinu og fengum hann,“ segir Friðsemd í samtali við fréttastofu en nú er félagið að safna mótframlagi fyrir verkefnið. Talið er að yfir 2,5 milljónir barna í Úganda séu með einhverskonar fötlun. Börn með fatlanir í Úganda mæta ýmsum hindrunum í daglegu lífi, meðal annars vegna slæms aðgengis og fordóma. Saman draga hindranirnar úr tækifærum á menntun og auka líkur á félagslegri einangrun og fátækt. Því eru börn með fatlanir mun líklegri til að flosna úr námi en önnur börn. Með verkefninu vilja CLF samtökin geta tekið á móti fleiri nemendum með fatlanir og þannig tryggt jöfn tækifæri á menntun fyrir alla. Börnin í skólanum læra öll eitt verknám að eigin vali.CLF Tóku fyrstu skóflustunguna Heimsókn þeirra í skólann gekk mjög vel og fengu þær hátíðlegar móttökur frá nemendum og starfsfólki. Tekið var á móti þeim með dansi, söng, trommuslátt og ræðu. „Þetta sýnir hvað þau eru þakklát fyrir stuðninginn. Við opnuðum formlega þessa skólabyggingu og tókum fyrstu skóflustunguna af nýrri kennslustofu sem er hluti af aðgengisverkefninu. Þetta var allt mjög formlegt og skemmtilegt,“ segir Friðsemd. Fyrsta skóflustungan að nýrri kennslustofu var tekin. Hlaupa til styrktar CLF Styrkir frá utanríkisráðuneytinu virka þannig að samtökin fá 80 prósent af upphæðinni í styrk en þurfa að safna sjálf 20 prósent af fjármagninu á móti. Hægt er að gerast mánaðarlegur styrktaraðili hjá samtökunum og þannig styrkja stúlku í Úganda til náms. Þá eru nokkrir að hlaupa fyrir hönd samtakanna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer á laugardaginn. Hægt er að styrkja keppendur alveg þar til hlaupið klárast en þeir sem vilja hlaupa fyrir samtökin geta skráð sig á netinu þar til á miðnætti á morgun. View this post on Instagram A post shared by CLF á Íslandi (@clfaislandi) Úganda Hjálparstarf Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Úthlutun styrkja til þróunarsamvinnuverkefna íslenskra félagasamtaka Fjórtán félagasamtök fá styrki frá utanríkisráðuneytinu. 16. júlí 2021 15:12 „Konur þar í landi standa höllum fæti“ CLF samtökin á Íslandi hafa stutt við Candle Light Foundation, frjáls félagasamtök í Kampala, höfuðborg Úganda, frá árinu 2004. 8. ágúst 2018 16:30 Alnæmisbörn safna fyrir verkmenntaskóla Verið er að leggja lokahönd á skólann fyrir bágstaddar stúlkur í Úganda. 16. mars 2015 13:10 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
CLF, Candle Light Foundation, var stofnað af Erlu Halldórsdóttur og Rosette Nabuuma árið 2001. Þremur árum seinna stofnaði Erla CLF á Íslandi til að styðja við samtökin úti. Markmið CLF er að hjálpa ungum stúlkum sem standa höllum fæti í samfélaginu, til dæmis vegna fátæktar, foreldramissis, barneigna eða skorts á tækifærum í heimabyggð. Í dag eru nemendur skólans 173 talsins. „Skólinn er alveg rekinn af heimamönnum í Úganda og er enn þá leiddur af Rosette Nabuuma sem stofnaði samtökin með Erlu. Hún er enn þá mjög virk í samtökunum hérna úti og heldur þessu öllu gangandi. Það eru kennarar á launum að halda starfinu gangandi allt árið og okkar hlutverk er að styðja við starfið af því leiti sem við getum út frá þeirra þörfum,“ segir Friðsemd í samtali við fréttastofu. Friðsemd, sem er formaður samtakanna, fór út ásamt Valdísi Önnu, ritara samtakanna, í júlímánuði. Samtökin höfðu fengið styrk frá utanríkisráðuneytinu til þess að stækka skólann sem þau höfðu byggt í héraðinu Mukono en skólinn var ekki að ná að anna eftirspurn. Því var ný bygging byggð með tveimur kennslustofum, bókasafni og tilraunastofu. „Við erum bæði að nýta ferðina til að gera úttekt á verkefninu með stækkunina, svo fengum við annan styrk frá utanríkisráðuneytinu til að bæta aðgengi nemenda með fatlanir. Við fengum fyrirspurnir um það frá nemendum og erum með nokkra nemendur með hreyfihamlanir. Við tókum eftir því að aðstaðan væri ekki alls ekki nógu góð fyrir þessa nemendur þannig við sóttum um styrk hjá utanríkisráðuneytinu og fengum hann,“ segir Friðsemd í samtali við fréttastofu en nú er félagið að safna mótframlagi fyrir verkefnið. Talið er að yfir 2,5 milljónir barna í Úganda séu með einhverskonar fötlun. Börn með fatlanir í Úganda mæta ýmsum hindrunum í daglegu lífi, meðal annars vegna slæms aðgengis og fordóma. Saman draga hindranirnar úr tækifærum á menntun og auka líkur á félagslegri einangrun og fátækt. Því eru börn með fatlanir mun líklegri til að flosna úr námi en önnur börn. Með verkefninu vilja CLF samtökin geta tekið á móti fleiri nemendum með fatlanir og þannig tryggt jöfn tækifæri á menntun fyrir alla. Börnin í skólanum læra öll eitt verknám að eigin vali.CLF Tóku fyrstu skóflustunguna Heimsókn þeirra í skólann gekk mjög vel og fengu þær hátíðlegar móttökur frá nemendum og starfsfólki. Tekið var á móti þeim með dansi, söng, trommuslátt og ræðu. „Þetta sýnir hvað þau eru þakklát fyrir stuðninginn. Við opnuðum formlega þessa skólabyggingu og tókum fyrstu skóflustunguna af nýrri kennslustofu sem er hluti af aðgengisverkefninu. Þetta var allt mjög formlegt og skemmtilegt,“ segir Friðsemd. Fyrsta skóflustungan að nýrri kennslustofu var tekin. Hlaupa til styrktar CLF Styrkir frá utanríkisráðuneytinu virka þannig að samtökin fá 80 prósent af upphæðinni í styrk en þurfa að safna sjálf 20 prósent af fjármagninu á móti. Hægt er að gerast mánaðarlegur styrktaraðili hjá samtökunum og þannig styrkja stúlku í Úganda til náms. Þá eru nokkrir að hlaupa fyrir hönd samtakanna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer á laugardaginn. Hægt er að styrkja keppendur alveg þar til hlaupið klárast en þeir sem vilja hlaupa fyrir samtökin geta skráð sig á netinu þar til á miðnætti á morgun. View this post on Instagram A post shared by CLF á Íslandi (@clfaislandi)
Úganda Hjálparstarf Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Úthlutun styrkja til þróunarsamvinnuverkefna íslenskra félagasamtaka Fjórtán félagasamtök fá styrki frá utanríkisráðuneytinu. 16. júlí 2021 15:12 „Konur þar í landi standa höllum fæti“ CLF samtökin á Íslandi hafa stutt við Candle Light Foundation, frjáls félagasamtök í Kampala, höfuðborg Úganda, frá árinu 2004. 8. ágúst 2018 16:30 Alnæmisbörn safna fyrir verkmenntaskóla Verið er að leggja lokahönd á skólann fyrir bágstaddar stúlkur í Úganda. 16. mars 2015 13:10 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Úthlutun styrkja til þróunarsamvinnuverkefna íslenskra félagasamtaka Fjórtán félagasamtök fá styrki frá utanríkisráðuneytinu. 16. júlí 2021 15:12
„Konur þar í landi standa höllum fæti“ CLF samtökin á Íslandi hafa stutt við Candle Light Foundation, frjáls félagasamtök í Kampala, höfuðborg Úganda, frá árinu 2004. 8. ágúst 2018 16:30
Alnæmisbörn safna fyrir verkmenntaskóla Verið er að leggja lokahönd á skólann fyrir bágstaddar stúlkur í Úganda. 16. mars 2015 13:10