Tæmdi Lebowski með prumpusprengju Bjarki Sigurðsson skrifar 16. ágúst 2022 13:51 Staðurinn tæmdist á svipstundu eftir að lyktin fór á stjá. Vísir/Vilhelm Óprúttinn aðili notaðist við einhverskonar prumpusprengju á Lebowski bar á laugardaginn og tæmdi staðinn á svipstundu. Eigandi barsins hvetur aðilann til að stunda iðjuna heima hjá sér frekar en á skemmtistöðum og börum. Um helgina var nóg að gera í bænum og gleðin var við völd, þar á meðal á Lebowski bar. Staðurinn var pakkfullur á laugardaginn þegar einhver mætti inn með prumpufýlusprengju og þegar lyktin tók yfir staðinn yfirgáfu hann allir og fóru út á götu. „Þetta hefur ekki komið áður fyrir hjá okkur en við höfum heyrt að aðrir staðir hafi lent í þessu, aðallega fyrir Covid. Þetta getur verið alveg agalegt. Þetta er tjón upp á gríðarlegar upphæðir. Við ætlum að gera allt í okkar valdi til að ná í þessa aðila,“ segir Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Lebowski, í samtali við fréttastofu. Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Lebowski.Vísir/Egill Lebowski var ekki eini staðurinn sem lenti í þessu um helgina og nú er verið að bera saman myndbönd frá Lebowski við myndbönd frá öðrum stöðum. „Þetta er ekkert í fyrsta sinn sem skemmtistaður lendir í þessu en sem betur fer náðum við að lofta vel út. Þetta eru leiðinda dúddar sem eru að standa í þessu,“ segir Arnar. Hann segist vera með nokkra grunaða. Hann hvetur þá sem bera ábyrgð á þessu að sleppa því að gera þetta og leyfa fólki að skemmta sér. „Það er gleði í fólki og við erum á fullu að undirbúa Menningarnótt og hvetjum flesta til að koma þá. Það er allt í blússandi gír og við erum að gera allt sem við getum til að gleðja landann og túristann. Keyra partýið í gang. Leiðindaatriði þegar svona aðilar halda að þetta sé fyndið og skemma fyrir öðrum,“ segir Arnar að lokum. Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Um helgina var nóg að gera í bænum og gleðin var við völd, þar á meðal á Lebowski bar. Staðurinn var pakkfullur á laugardaginn þegar einhver mætti inn með prumpufýlusprengju og þegar lyktin tók yfir staðinn yfirgáfu hann allir og fóru út á götu. „Þetta hefur ekki komið áður fyrir hjá okkur en við höfum heyrt að aðrir staðir hafi lent í þessu, aðallega fyrir Covid. Þetta getur verið alveg agalegt. Þetta er tjón upp á gríðarlegar upphæðir. Við ætlum að gera allt í okkar valdi til að ná í þessa aðila,“ segir Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Lebowski, í samtali við fréttastofu. Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Lebowski.Vísir/Egill Lebowski var ekki eini staðurinn sem lenti í þessu um helgina og nú er verið að bera saman myndbönd frá Lebowski við myndbönd frá öðrum stöðum. „Þetta er ekkert í fyrsta sinn sem skemmtistaður lendir í þessu en sem betur fer náðum við að lofta vel út. Þetta eru leiðinda dúddar sem eru að standa í þessu,“ segir Arnar. Hann segist vera með nokkra grunaða. Hann hvetur þá sem bera ábyrgð á þessu að sleppa því að gera þetta og leyfa fólki að skemmta sér. „Það er gleði í fólki og við erum á fullu að undirbúa Menningarnótt og hvetjum flesta til að koma þá. Það er allt í blússandi gír og við erum að gera allt sem við getum til að gleðja landann og túristann. Keyra partýið í gang. Leiðindaatriði þegar svona aðilar halda að þetta sé fyndið og skemma fyrir öðrum,“ segir Arnar að lokum.
Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira