Tilkoma landvarða hjálpi en meira þurfi til Tryggvi Páll Tryggvason og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 15. ágúst 2022 21:31 Séð yfir gönguleið A að gosinu. Vísir/Egill Gert er ráð fyrir að tveir landverðir standi vaktina við gosstöðvarnar á virkum dögum en þrír um helgar. Efasemdir eru uppi um að tveir til þrír landverðir geti sinnt því starfi sem fjöldi björgunarsveitamanna gerir á degi hverjum. Mikil umferð er við gosstöðvarnar þessa dagana. Ákveðið hefur verið að landverðir standi framvegis vaktina part úr degi til að létta undir með björgunarsveitum við gosstöðvarnar í Meradölum. Björgunarsveitir hafa verið með um fimmtíu manns að störfum á vöktum á degi hverjum við eldgosið. Í kvöldfréttum Stöðvar var Steinar Þór Kristinsson, svæðisstjóri í vettvangsstjórn almannavarna, spurður hvort að hann teldi landverðina geta gert herslumuninn við gæsluna á svæðinu. Steinar Þór Kristinsson, svæðisstjóri í vettvangsstjórn almannavarna.Vísir/Egill „Það mun klárlega hjálpa en ég held að það þurfi eitthvað meira að koma til en tveir til þrír landverðir. Miðað við þann mannskap sem við erum með hérna í gæslu og til að bregðast við. Það er búið að vera þónokkuð um óhöpp þannig að þarf eitthvað meira til,“ sagði Steinar Þór í viðtali við Óttar Kolbeinsson Proppé í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar í kvöld. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, hefur grínast með það að mögulega þurfi að kalla ráðherra ríkisstjórnarinnar til gæslu á svæðinu. „Það fer alveg eftir því hvernig þeir eru skóaðir þetta er þannig leið,“ sagði Steinar Þór í léttum dúr aðspurður um hvort að not væri fyrir ráðherra í gæslunni. Séð yfir bílastæðin við Suðurstrandarveg.Vísir/Egill Ef marka má orð Steinar Þórs telur hann ljóst að það þurfi meira en tvo til þrjá landverði á svæðið. „Það þarf eitthvað aðeins meira viðbragð á svæðið. Það þarf landverði klárlega til að upplýsa og stýra umferðinni inn á fjalli. Þetta er löng leið, það eru tæpir sjö kílómetrar tæpir inn á gossvæðið. Fyrir landvörð að labba þetta fram og til baka allan daginn, ég biði mig ekki fram í það.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Björgunarsveitir Tengdar fréttir Geti kallað á aðkomu lögreglu að fara með börn að gosinu Umboðsmaður barna ítrekar að foreldrar eigi að gæta velferðar og öryggis barna sinna í tilefni barnabanns Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Börn yngri en tólf ára gömul mega ekki ganga að gosstöðvunum í Meradölum. 15. ágúst 2022 18:40 Gekk á reipi við eldgosið Ævintýramaðurinn og áhrifavaldurinn Jay Alvarez var staddur hér á landi í vikunni og heimsótti gosstöðvarnar í Meradölum. Hann setti reipi upp við bíl sinn, gekk yfir það og náði mögnuðu myndbandi af því. 15. ágúst 2022 16:24 Tæplega sjö þúsund manns sáu gosið í gær Alls fóru 6.685 manns um gossvæðið í gær samkvæmt talningu Ferðamálastofu en lögreglan segir það mega gera ráð fyrir því að fjöldinn hafi verið mun meiri. Aldrei hafa fleiri gengið í átt að gosstöðvunum á einum sólarhring en teljarinn var settur upp í mars á síðasta ári er gosið í Geldingadölum hófst. 15. ágúst 2022 09:57 Gengu út á hraunið og upp að gígunum Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. 14. ágúst 2022 08:40 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Mikil umferð er við gosstöðvarnar þessa dagana. Ákveðið hefur verið að landverðir standi framvegis vaktina part úr degi til að létta undir með björgunarsveitum við gosstöðvarnar í Meradölum. Björgunarsveitir hafa verið með um fimmtíu manns að störfum á vöktum á degi hverjum við eldgosið. Í kvöldfréttum Stöðvar var Steinar Þór Kristinsson, svæðisstjóri í vettvangsstjórn almannavarna, spurður hvort að hann teldi landverðina geta gert herslumuninn við gæsluna á svæðinu. Steinar Þór Kristinsson, svæðisstjóri í vettvangsstjórn almannavarna.Vísir/Egill „Það mun klárlega hjálpa en ég held að það þurfi eitthvað meira að koma til en tveir til þrír landverðir. Miðað við þann mannskap sem við erum með hérna í gæslu og til að bregðast við. Það er búið að vera þónokkuð um óhöpp þannig að þarf eitthvað meira til,“ sagði Steinar Þór í viðtali við Óttar Kolbeinsson Proppé í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar í kvöld. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, hefur grínast með það að mögulega þurfi að kalla ráðherra ríkisstjórnarinnar til gæslu á svæðinu. „Það fer alveg eftir því hvernig þeir eru skóaðir þetta er þannig leið,“ sagði Steinar Þór í léttum dúr aðspurður um hvort að not væri fyrir ráðherra í gæslunni. Séð yfir bílastæðin við Suðurstrandarveg.Vísir/Egill Ef marka má orð Steinar Þórs telur hann ljóst að það þurfi meira en tvo til þrjá landverði á svæðið. „Það þarf eitthvað aðeins meira viðbragð á svæðið. Það þarf landverði klárlega til að upplýsa og stýra umferðinni inn á fjalli. Þetta er löng leið, það eru tæpir sjö kílómetrar tæpir inn á gossvæðið. Fyrir landvörð að labba þetta fram og til baka allan daginn, ég biði mig ekki fram í það.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Björgunarsveitir Tengdar fréttir Geti kallað á aðkomu lögreglu að fara með börn að gosinu Umboðsmaður barna ítrekar að foreldrar eigi að gæta velferðar og öryggis barna sinna í tilefni barnabanns Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Börn yngri en tólf ára gömul mega ekki ganga að gosstöðvunum í Meradölum. 15. ágúst 2022 18:40 Gekk á reipi við eldgosið Ævintýramaðurinn og áhrifavaldurinn Jay Alvarez var staddur hér á landi í vikunni og heimsótti gosstöðvarnar í Meradölum. Hann setti reipi upp við bíl sinn, gekk yfir það og náði mögnuðu myndbandi af því. 15. ágúst 2022 16:24 Tæplega sjö þúsund manns sáu gosið í gær Alls fóru 6.685 manns um gossvæðið í gær samkvæmt talningu Ferðamálastofu en lögreglan segir það mega gera ráð fyrir því að fjöldinn hafi verið mun meiri. Aldrei hafa fleiri gengið í átt að gosstöðvunum á einum sólarhring en teljarinn var settur upp í mars á síðasta ári er gosið í Geldingadölum hófst. 15. ágúst 2022 09:57 Gengu út á hraunið og upp að gígunum Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. 14. ágúst 2022 08:40 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Geti kallað á aðkomu lögreglu að fara með börn að gosinu Umboðsmaður barna ítrekar að foreldrar eigi að gæta velferðar og öryggis barna sinna í tilefni barnabanns Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Börn yngri en tólf ára gömul mega ekki ganga að gosstöðvunum í Meradölum. 15. ágúst 2022 18:40
Gekk á reipi við eldgosið Ævintýramaðurinn og áhrifavaldurinn Jay Alvarez var staddur hér á landi í vikunni og heimsótti gosstöðvarnar í Meradölum. Hann setti reipi upp við bíl sinn, gekk yfir það og náði mögnuðu myndbandi af því. 15. ágúst 2022 16:24
Tæplega sjö þúsund manns sáu gosið í gær Alls fóru 6.685 manns um gossvæðið í gær samkvæmt talningu Ferðamálastofu en lögreglan segir það mega gera ráð fyrir því að fjöldinn hafi verið mun meiri. Aldrei hafa fleiri gengið í átt að gosstöðvunum á einum sólarhring en teljarinn var settur upp í mars á síðasta ári er gosið í Geldingadölum hófst. 15. ágúst 2022 09:57
Gengu út á hraunið og upp að gígunum Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. 14. ágúst 2022 08:40