„Þetta árið eru þeir að hafa einhverjar 160 milljónir fyrir þátttöku í Evrópukeppni“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. ágúst 2022 09:00 Viðar Halldórsson situr í nefnd UEFA. Vísir/Stöð 2 Góður árangur íslensku liðanna á Evrópumótunum í fótbolta í sumar hefur verulega þýðingu, ekki síst fjárhagslega, segir formaður FH, Viðar Halldórsson, sem á sæti í nefnd knattspyrnusambands Evrópu sem skipuleggur keppnina. „Ísland færist upp á svokölluðum „ranking-lista“ UEFA, sem þýðir það að þarnæsta sumar mun Ísland eiga fjögur lið í þessum Evrópukeppnum í staðinn fyrir að þetta ár og næsta eru þau eingöngu þrjú,“ sagði Viðar í samtali við Stöð 2 í gær. „Við söfnum okkur inn stigum með þessum árangri liðanna núna og það er bara af hinu góða. Þau félagslið sem eru í Evrópukeppni njóta verulega góðs af því fjárhagslega og til að mynda Víkingur sem meistari, þetta árið eru þeir að hafa einhverjar 150-160 milljónir - bara fyrir þátttöku í Evrópukeppni.“ „Auðvitað er kostnaður á móti og hann kannski aldrei verið hærri en núna, en þetta er verulega góð búbót fyrir þessi félög.“ „Möguleiki íslenskra liða og minni þjóða að komast í riðlakeppni er mun meiri“ Viðar segir að ekki sé fjárhagslegur munur á því hvort Ísland eigi þrjú eða fjögur félög í Evrópukeppnum fyrir þau félög sem ekki vinni sér inn sæti í slíkum keppnum. „Þetta er fyrsta árið og það munar um þetta sæti, það segir sig sjálft. En önnur félög sem eru ekki í Evrópukeppni þau eru hvorki að fá minna eða meira miðað við þrjú eða fjögur félög.“ Hann telur þó að með tilkomu Sambandsdeildarinnar megi Íslendingar búast við því að eiga fulltrúa í riðlakeppni í Evrópukeppni í komandi framtíð. „Breytingin sem varð þegar Sambandsdeildin var sett á laggirnar er í raun og veru sú að möguleiki íslenskra liða og minni þjóða að komast í riðlakeppni er mun meiri. Þá erum við að tala um riðlakeppni Sambandsdeildarinnar, sem á íslenskan mælikvarða þýðir verulegar upphæðir sem félögin fá fyrir að komast þar inn. Möguleikinn á því hefur aukist verulega út af stofnun þessarar keppni.“ Klippa: Viðar Halldórsson um tekjur íslenskra liða í gegnum Evrópukeppnir Að lágmarki 400 milljónir fyrir að komast í riðlakeppni Á undangengnum árum höfum við oft heyrt að lífæð íslenskra félagsliða sé í gegnum Evrópukeppnir í fótbolta og Viðar er sammála því. „Velta félaganna hér á Íslandi er ekki það há þannig að þetta hefur veruleg áhrif fyrir þau félög sem eru í Evrópukeppni.“ „Það er með þetta eins og annað að eftir því sem þú þénar meira þá eyðirðu meira. Og svo er það spurning hvenær þú ert að eyða rétt. En við erum að tala um að lágmarki einhverjar 400 milljónir fyrir það að vera í riðlakeppni. Auðvitað er kostnaður á móti en það er ekkert sem skiptir þannig máli. Þetta eru verulegar upphæðir á íslenskan mælikvarða.“ Segir tekjurnar hafa allt að fimmfaldast á undanförnum 15 árum Frá stofnun Meistaradeildar Evrópu fyrir 30 árum hefur hún stækkað jafnt og þétt og fleiri lið fengið að taka þátt. Það hefur þýtt auknar tekjur fyrir knattspyrnusamböndin í Evrópu og þar eru gríðarlegir fjármunir í húfi. „Já, það er náttúrulega þannig að tekjur hér og tekjur fyrir KSÍ hafa aukist verulega á undanförnum árum. Það skýrist mest á tekjum frá UEFA,“ sagði Viðar. „Ef maður horfir 15 ár aftur í tímann og til dagsins í dag þá hafa þessar tekjur kannski fjórfaldast eða fimmfaldast og það er af stærstum hluta út af verulegri tekjuaukningu í Meistaradeildinni í gegnum árin. Það er það sem hefur verið að koma þessum peningum inn í knattspyurnuhreyfinguna og þá hafa allir notið góðs af - félögin og knattspyrnusamböndin - og þar af leiðandi þeir sem eru í kringum þetta.“ Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KSÍ Víkingur Reykjavík Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Sjá meira
„Ísland færist upp á svokölluðum „ranking-lista“ UEFA, sem þýðir það að þarnæsta sumar mun Ísland eiga fjögur lið í þessum Evrópukeppnum í staðinn fyrir að þetta ár og næsta eru þau eingöngu þrjú,“ sagði Viðar í samtali við Stöð 2 í gær. „Við söfnum okkur inn stigum með þessum árangri liðanna núna og það er bara af hinu góða. Þau félagslið sem eru í Evrópukeppni njóta verulega góðs af því fjárhagslega og til að mynda Víkingur sem meistari, þetta árið eru þeir að hafa einhverjar 150-160 milljónir - bara fyrir þátttöku í Evrópukeppni.“ „Auðvitað er kostnaður á móti og hann kannski aldrei verið hærri en núna, en þetta er verulega góð búbót fyrir þessi félög.“ „Möguleiki íslenskra liða og minni þjóða að komast í riðlakeppni er mun meiri“ Viðar segir að ekki sé fjárhagslegur munur á því hvort Ísland eigi þrjú eða fjögur félög í Evrópukeppnum fyrir þau félög sem ekki vinni sér inn sæti í slíkum keppnum. „Þetta er fyrsta árið og það munar um þetta sæti, það segir sig sjálft. En önnur félög sem eru ekki í Evrópukeppni þau eru hvorki að fá minna eða meira miðað við þrjú eða fjögur félög.“ Hann telur þó að með tilkomu Sambandsdeildarinnar megi Íslendingar búast við því að eiga fulltrúa í riðlakeppni í Evrópukeppni í komandi framtíð. „Breytingin sem varð þegar Sambandsdeildin var sett á laggirnar er í raun og veru sú að möguleiki íslenskra liða og minni þjóða að komast í riðlakeppni er mun meiri. Þá erum við að tala um riðlakeppni Sambandsdeildarinnar, sem á íslenskan mælikvarða þýðir verulegar upphæðir sem félögin fá fyrir að komast þar inn. Möguleikinn á því hefur aukist verulega út af stofnun þessarar keppni.“ Klippa: Viðar Halldórsson um tekjur íslenskra liða í gegnum Evrópukeppnir Að lágmarki 400 milljónir fyrir að komast í riðlakeppni Á undangengnum árum höfum við oft heyrt að lífæð íslenskra félagsliða sé í gegnum Evrópukeppnir í fótbolta og Viðar er sammála því. „Velta félaganna hér á Íslandi er ekki það há þannig að þetta hefur veruleg áhrif fyrir þau félög sem eru í Evrópukeppni.“ „Það er með þetta eins og annað að eftir því sem þú þénar meira þá eyðirðu meira. Og svo er það spurning hvenær þú ert að eyða rétt. En við erum að tala um að lágmarki einhverjar 400 milljónir fyrir það að vera í riðlakeppni. Auðvitað er kostnaður á móti en það er ekkert sem skiptir þannig máli. Þetta eru verulegar upphæðir á íslenskan mælikvarða.“ Segir tekjurnar hafa allt að fimmfaldast á undanförnum 15 árum Frá stofnun Meistaradeildar Evrópu fyrir 30 árum hefur hún stækkað jafnt og þétt og fleiri lið fengið að taka þátt. Það hefur þýtt auknar tekjur fyrir knattspyrnusamböndin í Evrópu og þar eru gríðarlegir fjármunir í húfi. „Já, það er náttúrulega þannig að tekjur hér og tekjur fyrir KSÍ hafa aukist verulega á undanförnum árum. Það skýrist mest á tekjum frá UEFA,“ sagði Viðar. „Ef maður horfir 15 ár aftur í tímann og til dagsins í dag þá hafa þessar tekjur kannski fjórfaldast eða fimmfaldast og það er af stærstum hluta út af verulegri tekjuaukningu í Meistaradeildinni í gegnum árin. Það er það sem hefur verið að koma þessum peningum inn í knattspyurnuhreyfinguna og þá hafa allir notið góðs af - félögin og knattspyrnusamböndin - og þar af leiðandi þeir sem eru í kringum þetta.“
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KSÍ Víkingur Reykjavík Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Sjá meira